Morgunblaðið - 20.05.2022, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND
ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.
U S A TO D AY
72%
Empire Rolling StoneLA Times
BENEDICT
CUMBERBATCH
ELIZABETH
OLSEN
chiwetel
ejiofor
BENEDICT
WONG
xochitl
gomez
MICHAEL
STÜHLBARG
RACHEL
MCadams
Miðstöð íslenskra bókmennta hefur
tilkynnt um fyrri úthlutun ársins í
styrki til þýðinga á íslensku. Að
þessu sinni voru tæplega 11 millj. kr.
veittar í 30 styrki sem er sambæri-
legt við úthlutunina á sama tíma í
fyrra. Þar af eru 13 verk sem teljast
til myndríkra barna- og ungmenna-
bóka. Þýtt er úr ensku, frönsku,
þýsku, hollensku og spænsku.
Kennir margra grasa
900.000 króna styrk hljóta:
- Putin’s People eftir Catherine
Belton sem Elín Guðmundsdóttir
þýðir og Ugla útgáfa gefur út.
- The Kingdom of the Wicked
eftir Anthony Burgess sem Helgi
Ingólfsson þýðir og Ugla útgáfa
gefur út.
750.000 kr. hlýtur:
- The Ungrateful Refugee. What
Immigrants Never Tell You eftir
Dina Nayeri sem Bjarni Jónsson
þýðir og Angústúra gefur út.
700.000 kr. hlutu:
- Violeta eftir Isabel Allende sem
Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðir og
Forlagið gefur út.
- Dune eftir Frank Herbert sem
Dýrleif Bjarnadóttir og Kári Emil
Helgason þýða og Partus forlag
gefur út.
600.000 kr. hlutu:
- Paradise eftir Abdulrazak
Gurnah sem Helga Soffía Einars-
dóttir þýðir og Angústúra gefur út.
- Free eftir Lea Ypi sem Eyrún
Edda Hjörleifsdóttir þýðir og
Forlagið gefur út.
- Dostoevsky in Love eftir Alex
Christofi sem Áslaug Agnarsdóttir
þýðir og Ugla útgáfa gefur út.
500.000 kr. hlýtur:
- Paradísarmissir eftir John
Milton sem Jón Erlendsson þýðir og
Forlagið gefur út.
Myndríkar barna- og
ungmennabækur
450.000 kr. styrk hlýtur:
- Loki: a Bad God’s Guide to
Being Good eftir Loui Styowell sem
Sólveig Sif Hreiðarsdóttir þýðir og
Kver bókaútgáfa gefur út.
300.000 kr. hlýtur:
- The Boy, the Mole, the Fox and
the Horse eftir Charlie Mackesy
sem Harpa Rún Kristjánsdóttir
þýðir og Króníka gefur út.
200.000 kr. hljóta m.a.:
- The Bolds Go Wild eftir Julian
Clary sem Magnús Jökull Sigurjóns-
son þýðir og Ugla útgáfa gefur út.
- Gangsta Granny Strikes Again
eftir David Walliams sem Guðni
Kolbeinsson þýðir og BF útgáfa
gefur út.
150.000 kr. hlýtur:
- Le Corps humain eftir Joëlle
Jolivet sem Sverrir Norland þýðir
og AM forlag gefur út.
100.000 kr. hljóta m.a.:
- Les germanes Crostó i el mis-
teri dels llobarros eftir Anna Cabeza
sem Ásmundur Helgason þýðir og
Drápa gefur út.
- Dinosaures eftir Bastien Cont-
raire sem Sverrir Norland þýðir og
AM forlag gefur út.
- Dog Man and Cat Kid eftir Dav
Pilkey sem Sigurgeir Orri Sigur-
geirsson þýðir og BF útgáfa gefur
út.
Heildarlista styrkja má sjá á vef
Miðstöðvarinnar, islit.is.
Tæplega 11 millj-
ónir til 30 þýðinga
- Þýtt úr m.a. ensku og hollensku
Dina
Nayeri
Abdulrazak
Gurnah
Joëlle
Jolivet
Catherine
Belton
Minjasafnið á Akureyri hlaut á
alþjóðlega safnadeginum Íslensku
safnaverðlaunin þegar þau voru
veitt í 21. sinn í vikunni. Íslands-
deild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og
Félag íslenskra safna og safn-
manna (FÍSOS) standa saman að
verðlaununum sem eru viðurkenn-
ing veitt annað hvert ár fyrir fram-
úrskarandi starfsemi hérlendis.
Í rökstuðningi valnefndar segir:
„Minjasafnið á Akureyri hefur á að
skipa mjög hæfu starfsfólki sem af
áhuga og metnaði hefur skipað því
í fremstu röð minjasafna. Safnið
hefur um árabil staðið mjög vel að
fræðslu fyrir öll skólastig og skap-
að gott samstarf við skóla, uppeld-
isstofnanir og fleiri stofnanir og
haldið fjölda fagnámskeiða fyrir
nágrannasöfnin. Safnið hefur tekið
virkan þátt í Eyfirska safnaklas-
anum frá stofnun hans árið 2005 og
lagt mikla rækt við samstarf, með
áherslu á alla aldurshópa. Minja-
safnið á Akureyri er m.a. í sam-
starfi við Virk, Vinnumálastofnun,
Fangelsismálastofnun og Akureyr-
arbæ. Í því samstarfi sinnir safnið
vel samfélagslegu hlutverki sínu og
aðstoðar einstaklinga við að koma
jafnvægi á líf sitt um leið og það
Í tengslum við samfélagið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gleði Fulltrúar Minjasafnsins á Akureyri tóku við verðlaununum í vikunni.
styrkir eigin starfsemi. Safnið
miðlar eyfirskum menningararfi
með ýmsum hætti, bæði í útgáfu og
sýningum á Akureyri: í Kirkju-
hvoli, í Nonnahúsi, Davíðshúsi og
Friðbjarnarhúsi. Þá hefur Minja-
safnið á Akureyri, samkvæmt
samningi við Þjóðminjasafn
Íslands, umsjón með gamla torf-
bænum í Laufási og sýningahaldi
þar. […] Það er mat valnefndar að
Minjasafnið á Akureyri haldi vel
„lifandi“ tengslum milli svæðis-
bundins menningararfs og samtím-
ans með vel skipulagðri starfsemi
og hafi margsýnt hvers samfélags-
lega rekin minjasöfn eru megnug
og mikilvæg þegar þau eru vel
mönnuð og vel er haldið utan um
þau. Áhersla á samfélagsleg gildi
og samstarf við hina ýmsu ólíku
hópa og aðila skipar Minjasafninu
á Akureyri í hóp fremstu safna á
Íslandi í dag.“
- Minjasafnið á Akureyri hlaut Íslensku safnaverðlaunin
- Sýnir „hvers samfélagslega rekin minjasöfn eru megnug“
Vortónleikar
Vocal Project
verða haldnir í
Guðríðarkirkju í
kvöld kl. 20 und-
ir stjórn Gunnars
Ben. „Það er
óhætt að segja að
þetta verði sann-
kölluð tónlistar-
veisla, en lög
kvöldsins koma
úr öllum áttum; frá Rammstein til
Spice Girls, og alls konar þar á
milli. Lögin eiga það þó sameigin-
legt að gleðja kórinn, og við vonum
að þau muni gleðja áhorfendur jafn
mikið,“ segir í tilkynningu.
Vortónleikar Vocal
Project í kvöld
Gunnar
Ben.
Haukur Ingvars-
son, bókmennta-
fræðingur og rit-
höfundur, ræðir
tíma kalda stríðs-
ins í Reykjavík í
Mengi í kvöld kl.
21. Haukur hefur
sl. ár rannsakað
opinbert og
óopinbert menn-
ingarstarf
Bandaríkjamanna á Íslandi og ætl-
ar að segja sögur af menningar-
starfi Bandaríkjamanna allt frá
tímum seinni heimsstyrjaldar og
fram á sjötta áratuginn. Aðgangur
er ókeypis.
Kalt stríð við
Laugaveg rætt
Haukur
Ingvarsson
Magnús Jóhann,
píanóleikari, tón-
skáld og upp-
tökustjóri, kem-
ur ásamt
félögum sínum,
þeim Tuma
Árnasyni saxó-
fónleikara og
trommuleikar-
anum Magnúsi
Trygvasyni Eli-
assen, fram á lokatónleikum vor-
dagskrár Jazzklúbbsins Múlans á
Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 20.
Á efnisskránni er tónlist af plötunni
Without Listening sem Magnús gaf
út 2020 við góðar viðtökur.
Magnús Jóhann á
Múlanum í Hörpu
Magnús
Jóhann