Morgunblaðið - 20.05.2022, Page 32

Morgunblaðið - 20.05.2022, Page 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUROG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson var í gær útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs árið 2022. „Hann er ekki einungis einn af eftirlætisleikurum þjóðarinnar heldur hefur hann skipað sér sess sem handritshöfundur fyrir leikhús og sjónvarp og leikstýrt með eftirminnilegum hætti leikritum og sjónvarpsþátt- um. Hann mun nú deila hæfi- leikum sínum með Kópavogsbú- um á komandi mánuðum,“ er haft eftir Karen Elísabetu Hall- dórsdóttur, formanni lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar, í tilkynningu. Styrkupphæð bæj- arlistamanns er 1,5 milljónir króna. „Ég er ótrúlega stoltur og ekki síst fullur þakk- lætis. Ég er gríðarlega spenntur að fá að vinna með Kópavogsbæ að ein- hverju einstaklega snið- ugu og skemmtilegu verk- efni,“ segir Guðjón Davíð. Bæjarlistamaður Kópavogs 2022 FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 140. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari í körfubolta í áttunda skipti í fyrrakvöld þegar hann hjálpaði Vals- mönnum að vinna sinn fyrsta meistaratitil í 39 ár. „Gleðin yfir að vinna titil er alltaf sú sama,“ segir Pavel, sem ætlar að fylgjast með úrslitaleikjunum í handboltanum áður en hann tekur ákvörðun um fram- haldið hjá sér á ferlinum. »27 Gleðin að vinna titil alltaf sú sama ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Das-bandið, hljómsveit Hrafnistu, hefur haldið dansleiki vikulega á Hrafnistu í Hafnarfirði síðan árið 2000 nema hvað böllin féllu niður vegna samkomutakmarkana þegar kórónuveirufaraldurinn gerði fólki lífið leitt. Nú er allt komið í fullan gang og böllin á sínum stað klukkan 13.30 til 14.30 á föstudögum. Böðvar Magnússon hefur haldið utan um bandið frá upphafi. Hann byrjaði að vinna hjá Hrafnistu um mitt ár árið 2000, hélt utan um fé- lagsstarfið og liður í því var að sjá um ball á föstudögum. „Ég byrjaði einn að spila á harmoniku og notaði geisladiska í bland. Fljótlega fann ég trommuleikara, sem var heimilis- maður hérna, og við spiluðum saman í dálítinn tíma. Þetta hlóð utan á sig, gamlir kunningjar sem spiluðu aðal- lega á harmoniku fóru að hringja í mig og spyrja hvort þeir mættu koma í bandið þegar þeir væru komnir á aldur, með þeim árangri að mest hafa 15 manns verið í hljóm- sveitinni en nú erum við átta til tíu að jafnaði.“ Fastur liður og mikil gleði Ballið hefur verið fastur liður í dagskránni með fyrrnefndum undantekningum. „Þetta er svo vin- sælt að það má ekki fella það niður,“ leggur Böðvar áherslu á. Reyndar hafi dregið úr dansinum undanfarin ár og segir hann ástæðuna þá að áð- ur hafi íbúarnir verið mun betur á sig komnir, en nú þegar þeir flytji inn á stofnunina séu þeir mun lasn- ari en áður. „Þegar ég byrjaði á þessu var mjög mikið dansað,“ segir Böðvar og bætir við að hann hafi brugðist við breyttu fyrirkomulagi. „Ég er með það sem ég kalla hjóla- stólarallí og grindahlaup, hvet fólk til þess að fara út á gólfið með göngugrindurnar eða í hjólastól- unum sínum og því hefur verið vel tekið, er mjög vinsælt.“ Lagavalið miðast að mestu við þau lög sem voru vinsæl upp úr 1960 og fram á áttunda áratuginn. „Við höld- um okkur svolítið við lögin sem voru spiluð í sjómannaþáttum og óskalög- um sjúklinga í útvarpinu, en höfum dregið úr gömlu dönsunum, því fólk er hætt að dansa ræl og skottís eins og það gerði í upphafi. Nú eru það dansarnir sem voru vinsælir í Klúbbnum, í Glaumbæ, á Hótel Sögu og víðar.“ Fram að faraldrinum spilaði Das- bandið á árlegum sjómannadegi í Hafnarfirði, kom oft fram í félags- miðstöðvum og hélt eitt sveitaball, á Borg í Grímsnesi sumarið 2013. „Það var troðfullt hús og rosalega gaman en því miður höfum við ekki getað endurtekið leikinn.“ Eðlilega hafa verið miklar manna- breytingar í bandinu en Böðvar seg- ir að það lifi góðu lífi. „Bandið er ekki dautt. Enginn hefur verið beð- inn að koma í það og þeir sem hafa spilað og þeir sem hafa hlustað hafa haft mjög gaman af því. Ég er mjög ánægður með báða þessa hópa.“ Stólarallí og grindahlaup - Das-bandið heldur uppi fjörinu í Hafnarfirði á föstudögum Gleði Íbúar bíða spenntir eftir því að dansinn byrji. Tækni Hjálpartækin koma sér vel á dansgólfinu. Morgunblaðið/Eggert Das-bandið á Hrafnistu Fremri röð frá vinstri: Kári Pálsson, Theódór Þráinn Bogason, Svanhildur Theódóra Valdimarsdóttir, Jón Berg Halldórsson, Valbjörn Guðmundsson, Eyþór Guðmundsson og Stígur Herlufsen. Fyrir aftan eru Magnús R. Aadnegard trommari og Böðvar Magnússon, sem leikur á píanó og syngur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.