Morgunblaðið - 23.05.2022, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022
Precaliber 20” 1g TREK Black
49.990 kr.
Precaliber 20” 1g CrystalWhite
49.990 kr.
Precaliber 20” Voodoo Black
7 gírameð dempara
57.990 kr.
Precaliber 20” TREK BLACK
7 gírameð dempara
57.990 kr.
Precaliber 20” 1g Alpine blue
49.990 kr.
Precaliber 12” Vice Pink
40.990 kr.
Precaliber 12” Royal
40.990 kr.
2-4ára
Precaliber 16” TREK Black
45.990 kr.
Precaliber 16” Pink Frosting
45.990kr.
3-6ára
5-9ára
Precaliber 24” 8g Radioactive Red
61.990 kr. 65.990 kr.
8-12 ára
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
BARNAHJÓL
Í MIKLU ÚRVALI 2022 ÁRGERÐ
Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is
Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890
Precaliber 24” 8g dempari CrystalWhite
„Þetta er alveg ólýsanleg tilfinning,
ótrúlega gaman að vinna Skóla-
hreysti og sýnir að það skiptir ekki
máli hvað skólinn er stór, heldur er
það liðsheildin,“ segir Hanna Dóra
Höskuldsdóttir, einn liðsmanna í
sigurliði Flóaskóla í Skólahreysti.
Úrslitin fóru fram á laugardags-
kvöld en Flóaskóli sigraði þar með
61,5 stig. Í öðru sæti varð Hraun-
vallaskóli og í þriðja sæti varð
Holtaskóli.
Hanna Dóra keppti í hraðaþraut
ásamt Viðari Hrafni Victorssyni.
Auðunn Ingi Davíðsson keppti í
upphífingum og dýfum og Þórunn
Ólafsdóttir í armbeygjum og
hreystigreip.
„Ég er sjúklega stolt af þessu liði.
Þau stóðu sig öll svo vel,“ sagði
Hanna Dóra við mbl.is í gær og
bætti við að hún vildi þakka Örvari,
þjálfara liðsins, „fyrir að vera besti
þjálfari á landinu“.
Þá segir hún stuðningslið skól-
ans, sem var í stúkunni, hafa sýnt
liðinu gríðarlegan stuðning.
urdur@mbl.is
Flóaskóli
bar sigur
úr býtum
- Liðsheildin skiptir
máli í Skólahreysti
Sigur Krakkarnir úr Flóaskóla voru
mjög sáttir á verðlaunapallinum.
Fornbílaklúbbur Íslands fagnaði 45
ára afmæli sínu fimmtudaginn 19.
maí og í kjölfarið var nýtt félags-
heimili formlega opnað í Ögurhvarfi
2 í Kópavogi. Klúbburinn var stofn-
aður árið 1977. „Klúbburinn er bú-
inn að vera á svolitlum hrakhólum
með húsnæði eiginlega alla sína tíð
og hefur aldrei einhvern veginn
komist í húsnæði sem hefur verið
hentugt fyrir bílaklúbb,“ segir
Bjarni Þorgilsson, formaður FBÍ, í
viðtali við Morgunblaðið. „Við áttum
síðast húsnæði við Hlíðasmára en
duttum niður á þetta húsnæði í Ög-
urhvarfinu fyrir um þremur mán-
uðum, sem verður svona fyrsta al-
vöru félagsheimilið þar sem er
virkilega hægt að stunda félagsstarf
tengt þessu áhugamáli og þar sem
þú kemur bíl inn, sem er lykilatriði
finnst mér.
Þetta var hægt vegna þess að
klúbburinn hefur verið svo lán-
samur að eiga góða félaga sem
byggðu undir hann á sínum tíma.
Árið 1984 komu menn upp fyrsta
bílageymsluhúsinu og þar með fór
klúbburinn að hafa tekjur af ein-
hverju öðru en bara félagsgjöldum.
Sjálfboðastarfið sem unnið var fyrir
þrjátíu árum er að skila sér núna.“
Klúbburinn á þrjár geymslur á Esju-
melum sem eru besti tekjustofninn
að sögn Bjarna en geymslurnar eru
fullnýttar yfir vetrarmánuðina. Án
þeirra hefði klúbburinn ekki efni á
félagsheimilinu. „Þarna held ég að
við séum loksins komin á stað sem
mun virkilega byggja undir starfið
þannig að félagsstarfið fari að
blómstra.“ karlottalif@mbl.is
Nýtt heimili fyrir fornbíla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bílar Fornbílaklúbburinn opnaði nýtt félagsheimili í Ögurhvarfi í Kópavogi.
- FBÍ opnaði félagsheimili í tilefni 45 ára afmælis klúbbsins
Silja Bára R.
Ómarsdóttir,
prófessor við Há-
skóla Íslands, er
nýr formaður
Rauða krossins á
Íslandi eftir kjör
á aðalfundi
Rauða krossins á
Grand hóteli á
laugardag. Silja
Bára tekur við
sem formaður félagsins af Sveini
Kristinssyni sem gegnt hefur for-
mennsku síðastliðin átta ár. Vara-
formaður Rauða krossins var kjör-
in Sigríður Stefánsdóttir.
Þá voru þau Ívar Kristinsson,
Margrét Dögg Guðgeirsdóttir
Hjarðar, Sigurjón Haukur Valsson,
Símon Friðrik Símonarson og Val-
gerður Bláklukka Fjölnisdóttir
kjörin í stjórn. Áfram sitja í stjórn-
inni þau Baldur Steinn Helgason,
Elín Ósk Helgadóttir, Gréta María
Grétarsdóttir og Sveinn Þor-
steinsson.
Silja Bára nýr
formaður RKÍ
Silja Bára
Ómarsdóttir