Morgunblaðið - 23.05.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.05.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022 Þín upplifun skiptir okkur máli Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Við tökum vel á móti þér Fjölbreyttur og spennandi matseðill þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi Skoðið matseðilinn á finnssonbistro.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Rostungum við Ísland eru gerð góð skil á nýrri sýningu í Selasetri Ís- lands á Hvammstanga sem opnuð var í síðustu viku. Nokkrir tugir slíkra dýra hafa sést við strendur landsins á síðustu áratugum; flæk- ingar sem alltaf vekja mikla athygli. Nýlegar rannsóknir vísindamanna sýna þó að hér við land lifði sérstak- ur og sjálfstæður íslenskur rost- ungsstofn í árþúsundir sem varð út- dauður á fyrstu öldunum eftir landnám. Frá þeim veruleika er greint á rostungasýningunni sem áð- ur var í Perlunni í Reykjavík. Frábær viðbót „Forsvarsmenn Náttúruminja- safns Íslands buðu okkur að taka við þessari sérsýningu þess og setja upp hér. Þessi sýning var í raun alltaf hugsuð og hönnuð með það fyrir augum að verða flutt út á land. Þegar okkur bauðst þessi sýning þáðum við slíkt með þökkum, enda er þetta frá- bær viðbót við starfsemina hér,“ seg- ir Páll L. Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Selaseturs Íslands. Rostungar – þá sjaldan þeir eru við Ísland – hafa einkum og helst sést á Faxaflóa og á Breiðafirði. Þar er skelfisk að hafa og finna, kjörfæðu rostungsins sem eðli allra dýra sam- kvæmt heldur sig helst þar sem æti er að hafa. Frá þessu er greint í text- um á sýningunni þar sem myndmálið er sömuleiðis notað til lifandi fram- setningar á ýmsu efni. Sýning Rostungurinn – The Wal- rus verður uppi að minnsta kosti næstu tvö árin og er samstarfsverk- efni Náttúruminjasafns Íslands og Selaseturs Íslands. Setrið var stofn- að árið 2005 og hefur verið í núver- andi húsnæði við Strandgötu á Hvammstanga frá 2011. Gátt inn á selasvæðið „Starfsemin hér og sýningin er einskonar gátt inn á svæðið. Hingað getur fólk komið og kynnt sér seli við Ísland. Hér í grenndinni er svo ekki langt á staði þar sem selir í látrum sjást í miklu návígi, svo sem á Ill- ugastöðum á Vatnsnesi og við bæinn Ósa nærri Hvítserk. Segja má að sel- irnir og sýningin hér hafi komið þessu svæðið vel á ferðamannakort- ið. Þegar best lét fyrir faraldur voru gestir hér í Selasetri Íslands um 40 þúsund á ári. Vonandi kemst talan í þær sömu hæðir áður en langt um líður,“ segir Páll L. Sigurðsson. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjávardýr Páll L. Sigurðsson í Selasetri Íslands hér við þá mynd sem er í öndvegi á nýrri sýningu þess um rostunga við Íslandsstrendur. Rostungar nú á Hvammstanga - Sérsýning opnuð í Selasetri Íslands Hringrásarsafnið var opnað á Borgarbókasafninu í Grófinni á laugardaginn, 21. maí. Um er að ræða tilraunaverkefni í samstarfi við Munasafnið Rvk Tool Library og hefur fyrsti sjálfsafgreiðsluskáp- urinn nú verið settur upp. Í skápn- um er að finna ýmsa hluti og smærri verkfæri sem verður svo skipt út eftir óskum og þörfum fólks. Bókasöfn hafa alltaf verið hluti af hringrásarhagkerfinu og bækurnar verið þar í aðalhlutverki. Notendur bókasafnsins hafa þó lengi kallað eftir meiri fjölbreytni í útlánamöguleikum og hefur því nú verið svarað með opnun Hringrás- arsafnsins. Á sama hátt og fólk fær bækur lánaðar er nú hægt að fá hluti að láni. Dæmi um það sem hægt er að fá lánað er myndvarpi, borvél, háþrýstidæla, veislusett fyr- ir barnaafmæli, straujárn, sauma- vél, útilegudót og fleira. Árs áskrift að Hringrásarsafninu kostar sjö þúsund krónur en handhafar bóka- safnsskírteinis fá tvö þúsund króna afslátt af árgjaldinu. Meðlimir Munasafns Rvk fá ókeypis áskrift. karlottalif@mbl.is Hringrásarsafnið opnað í Grófinni - Sjálfsafgreiðsluskápur á bókasafni Bókasafn Hringrásarsafnið var opnað á Borgarbókasafninu í Grófinni. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Upphaf þess að Íslendingar sjálfir fóru að beita verkfræðilegri þekk- ingu til framkvæmda og framfara var Flóaáveitan. Tilkoma hennar rauf kyrrstöðu í landbúnaði og fram- leiðsla afurða í sveitum Flóans jókst svo byggt var mjólkurbú á Selfossi. Starfsemi þess ásamt öðru skóp þéttbýlisstað sem í áratugi hefur verið í stöðugum vexti. Þetta kom fram í máli manna sl. laugardag þeg- ar afhjúpað var fræðsluskilti þar sem segir frá tilurð áveitunnar í Fló- anum, en svo nefnast sveitirnar fyrir austan Selfoss. Skiltið gerði Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður. Skurðir áveitu 300 km langir Framkvæmdir við gerð Flóaáveit- unnar hófust vorið 1922 eða fyrir réttri öld og af því tilefni var skiltið góða sett upp nú. Alls eru skurðir áveitunnar um 300 kílómetrar og mynda þeir einskonar æðakerfi um víðfeðmt svæði. Vatn er tekið úr Hvítá inn í stóran skurð nærri bæn- um Brúnastöðum og þar er skiltið góða. Þekkt er að áburðarmikið frjó- magn er í jökulvatni og með áveit- unni var því veitt á engi og úthaga. Sú vitneskja leiddi til þess að gerð var áveita sem á mælikvarða for- tíðar jafnt sem nútíma var risastórt verkefni. Áveitan var tekin í notkun árið 1927 og átti tilkoma hennar eftir að bylta búskap í Flóanum. Hún nýttist vegna heyöflunar á engjum vel fram yfir miðja 20. öldina, þegar alsiða var orðið að heyja af túnum. Með því breyttist hlutverk áveitunnar, en skurðir hennar nýtast enn til dæmis við að halda uppi grunnvatnsstöðu í úthögum lágsveitanna. „Áveitan hef- ur enn þýðingarmikið hlutverk og er enn nauðsynleg fyrir búskap í Flóa,“ segir Guðmundur Stefánsson, fyrr- um bóndi í Hraungerði, nú fram- kvæmdastjóri Flóaáveitunnar. Und- ir hans stjórn nú um helgina voru lokur flógáttarinnar opnaðar svo vatnið streymdi þar inn af miklum krafti. Fylgdist fólk með því gerast og setti málin í sögulegt samhengi. Fátæktarsvæði breyttist „Forðum var Flóinn fátæktar- svæði, en með áveitunni breyttist allt til betri vegar,“ sagði Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbún- aðarráðherra, við athöfn þegar fræðsluskiltið var afhjúpað. Um það sá Hildur Hákonardóttir listakona en eiginmaður hennar, Þór Vigfús- son skólameistari (1936-2013), var mjög áhugasamur um sögu áveit- unnar. Sjálfsagt þótti því að 2,5 kíló- metra langur vegarspotti sem liggur frá skilti að flóðgátt fengi nafnið Þórsvegur – samanber að Þór var áfram um að bæta aðgengi að mann- virkinu. Áveita í bráðum öld og enn nauðsyn í Flóanum - Skilti við Brúnastaði afhjúpað - Þórsvegur að flóðgátt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skilti Frá vinstri talið: Björn G. Björnsson hönnuður, Guðni Ágústsson, fyrrv. ráðherra, og Hildur Hákonardóttir listakona sem sá um afhjúpunina. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kraftur Guðmundur Stefánsson opnaði lokur flóðgáttarinnar svo vatn úr Hvítá streymdi inn á áveituna. Til vinstri: Ágúst Guðjónsson bóndi á Læk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.