Morgunblaðið - 23.05.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 119 í Fold uppboðshúsi, Rauðarárstíg í dag, mánudaginn 23. maí kl. 18.30 Ís le ifu rK on rá ðs so n LOKSINS! UPPBOÐ Í SAL! Sigurlaug Jónasdóttir Léttar veitingar 23. maí 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 130.94 Sterlingspund 163.29 Kanadadalur 102.4 Dönsk króna 18.61 Norsk króna 13.496 Sænsk króna 13.201 Svissn. franki 134.73 Japanskt jen 1.0233 SDR 176.0 Evra 138.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.28 sem stríðið í Úkraínu hefur haft en saman framleiða Úkraína og Rúss- land um þriðjung af öllu hveiti og byggi á heimsmarkaði og helming allrar sólblómaolíu. Þá eru Rússland og bandalagsríki þeirra Hvíta-Rúss- land annar og þriðji stærsti fram- leiðandi kalíkarbónats sem er lykil- hráefni í framleiðslu áburðar. Verða að ryðja burtu hindrunum „Undanfarið ár hefur matvæla- verð á heimsvísu hækkað um nærri því þriðjung, áburður um meira en helming og olía um næstum tvo þriðju. Flest þróunarlönd hafa ekki fjárhagslega burði til að milda högg- ið af svo miklum hækkunum,“ sagði Guterres. „Mörg þeirra hafa ekki að- gang að fjármagnsmörkuðum og geta því ekki tekið lán, en þau sem eiga kost á lánum þurfa að borga háa vexti sem auka líkurnar á skulda- vanda þegar fram í sækir.“ Minnti Guterres jafnframt á margþætt áhrif fæðu- og næringar- skorts sem geta valdið pólitískum óstöðugleika og átökum, hrundið af stað fólksflutningum og skert þroska barna með þeim hætti að áhrifin fylgja þeim fyrir lífstíð. Leggur Guterres til að ryðja burtu öllum hindrunum á útflutningi matvæla og áburðar, þar með talið frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Eins segir hann að bæta þurfi að- gengi þróunarlanda að lánum svo þau geti betur fjármagnað stuðning við þá sem líða fæðuskort og hjálpað fjárþurfi bændum að kaupa elds- neyti, áburð og fræ, samhliða því að tengja ræktendur betur við markaði. Loks verði að tryggja viðunandi stuðning við mannúðarstarf á svæð- um þar sem ríkir hungursneyð. Fæðuskortur var einnig á dagskrá fundar fjármálaráðherra G7- ríkjanna í Bonn á miðvikudag og gáfu ráðherrarnir út sameiginlega FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Morgunblaðið fjallaði á laugardag um hvernig hækkað verð á fóðri, áburði og hráefni til matvælafram- leiðslu hefur komið illa við innlenda framleiðendur. Margir samverkandi þættir hafa stuðlað að hækkandi verði og munar þar ekki síst um að innrás Rússlandshers í Úkraínu hef- ur skekið markaði fyrir hráolíu, kornvörur, matarolíur og hráefni fyrir áburðarframleiðslu. Stjórnmálaleiðtogar og greinend- ur vara nú við því að alvarleg matvælakreppa kunni að vera fram undan og hætta á að í fátækari lönd- um heims geti orðið mannfellir vegna fæðuskorts. António Guterres, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, flutti ávarp á mið- vikudag þar sem hann benti á að á undanförnum tveimur árum hefði þeim sem búa við verulegan fæðu- skort fjölgað úr 135 milljónum í 276 milljónir og að hungursneyð hrjái meira en hálfa milljón manna. Varaði Guterres við að ef ekki verður gripið til markvissra aðgerða muni tugir milljóna til viðbótar líða fæðuskort. Benti hann sérstaklega á þau áhrif yfirlýsingu um að setja á laggirnar, í samvinnu við Alþjóðabankann, sér- stakt viðbragðsverkefni til að stemma stigu við fæðuskorti. Verk- efnið hefur fengið nafnið Global Alli- ance for Food Security (GAFS) og er ætlunin að sameina krafta ríkja og alþjóðastofnana og nýta þau stuðn- ingsverkefni og innviði sem fyrir eru til að draga úr vandanum bæði til skemmri og lengri tíma litið. Indland hættir við útflutning Fleira spilar inn í en ástandið í Úkraínu og hafa t.d. bændur í Norð- ur-Ameríku átt erfitt með að sá í akra sína vegna óhagfelldra veður- skilyrða. Vonir stóðu til að Indland myndi auka útflutning á kornvörum en þar- lend stjórnvöld sögðu í apríl að stefndi í metuppskeru hjá hveiti- bændum og framboðið langt umfram það sem þyrfti til að mæta eftirspurn innanlands. Hreyktu stjórnvöld sér af að útflutningur á umframfram- leiðslu indverskra bænda myndi hjálpa til að lina þrautir annarra þjóða og var stefnt að því að í kring- um 10 milljónir tonna af indversku hveiti færu á erlenda markaði á þessu ári og því næsta. Um þarsíð- ustu helgi kom hins vegar í ljós að ekkert yrði af útflutningnum og setti ríkisstjórn Narendra Modi útflutn- ingsbann á hveiti. Var ástæðan sú að mikil hitabylgja gekk yfir landið á versta tíma og skaddaði plöntur ind- verskra hveitibænda. Munu stjórn- völd veita undanþágu frá útflutn- ingsbanninnu eftir atvikum, s.s. ef erlend ríki óska þess sérstaklega að kaupa indverskt hveiti til að afstýra fæðuskorti. Indland er annar stærsti hveiti- framleiðandi heims á eftir Kína en indverskum hveitimarkaði er mið- stýrt og kaupa stjórnvöld alla upp- skeru bænda og selja síðan með af- slætti til almennings. Glímt við fæðu- og áburðarskort AFP Örvænting Mótmælendur í Colombo sitja á tómum gaskútum. Svo mánuðum skiptir hefur Srí Lanka glímt við skort á fæðu og helstu nauðþurftum. - Indland bannaði óvænt útflutning á hveiti - Hátt eldsneytis- og áburðarverð nú mun víða valda því að næsta uppskera verður lakari en ella - Alþjóðabankinn og G7-ríkin ráðast til atlögu við vandann Flugfélagið Air France-KLM á í við- ræðum við fjárfestingarsjóðinn Apollo Global Management um 500 milljóna evra fjármagnsinnspýtingu. Myndi upphæðin renna til viðhalds- og viðgerðardeildar félagsins og um leið nýtast til að greiða hluta af þeim lánum sem frönsk stjórnvöld veittu flugfélaginu vegna þeirra rekstrar- erfiðleika sem félagið glímdi við í kórónuveirufaraldrinum. Er markaðsvirði Air France-KLM í dag um 2,73 milljarðar evra, að því er Reuters greinir frá. Apollo-sjóðurinn var settur á lagg- irnar árið 1990 og hefur síðan þá fjárfest í mjög félögum af ýmsum toga. Hefur sjóðurinn m.a. átt að hluta eða í heild kvikmyndahúsa- keðjuna AMC, hótelið Caesars Pa- lace í Las Vegas, skemmtiferða- skipaútgerðina Norwegian Cruise Line og veitingastaðakeðjuna Chuck E. Cheese. Að sögn talsmanns Air France- KLM mun Apollo ekki eignast hlut í flugfélaginu og því sennilegt að við- skiptin feli í sér að Apollo eignist í staðinn flugvéla- og varahlutalager sem flugfélagið síðan leigir af fjár- festingarsjóðnum. Í febrúar greindi Air France- KLM frá því að flugfélagið hygðist afla allt að fjögurra milljarða evra til að endurgreiða þau lán sem stjórn- völd veittu í faraldrinum. ai@mbl.is AFP / Geoffroy Van der Hasselt Þróun Með aðkomu Apollo má gera breytingar á rekstri Air France-KLM. Vilja 500 milljónir evra inn í reksturinn - Greiða smám saman upp neyðarlán Áhrif fæðuskorts hafa þegar komið fram víða um heim en óvíða er vand- inn meiri en á Srí Lanka. Forseti landsins, Mahinda Rajapaksa, sagði ný- lega af sér eftir að hörð mótmæli brutust út í höfuðborginni Colombo en hann kom því til leiðar í apríl á síðasta ári að öll notkun kemísks áburðar og skordýraeiturs var bönnuð með það fyrir augum að gera landbúnað á eyjunni lífrænan. Sex mánuðum síðar var ljóst að uppskera bænda hafði dregist saman um 20% og var banninu aflétt en innflutningur á áburði og skordýraeitri er enn lítill vegna gjaldeyrisskorts. Hefur Srí Lanka þurft að flytja inn hrísgrjón og hrísgrjónaverð á eyj- unni hefur hækkað um 50%. Þá hafa tebændur orðið fyrir miklum búsifj- um en telauf eru ein helsta útflutningsvara landsins og er talið að tjón greinarinnar nemi um 425 milljónum dala. Tekjur af ferðaþjónustu hrundu í kórónuveirufaraldrinum og gengi srílönksku rúpíunnar hefur nær helmingast á undanförnum tólf mánuðum. Situr Srí Lanka núna fast í vítahring og eykur það á vandann hve dýrt er að flytja inn matvæli og áburð. Þá vantar líka eldsneyti og lyf og er efnahagur landsins í lamasessi. Ástandið versnar á Srí Lanka ÆTLUÐU AÐ GERA LANDBÚNAÐINN LÍFRÆNAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.