Morgunblaðið - 23.05.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.2022, Blaðsíða 27
sem Maximilian Eggestein kom Frei- burg yfir og Leipzig missti Marcel Hals- tenberg af velli með rautt spjald. Chri- stopher Nkunku jafnaði samt fyrir tíu leikmenn Leipzig og liðið vann síðan sigur í vítaspyrnukeppni eftir marka- lausa framlengingu. _ Óttar Magnús Karlsson tryggði Oakland Roots sigur á varaliði Los Ang- eles Galaxy, 1:0, í bandarísku B- deildinni í fótbolta í fyrrinótt. Óttar skoraði úr vítaspyrnu á 37. mínútu og hann er nú markahæstur í deildinni með sjö mörk í ellefu leikjum fyrir Oakl- and. Liðið er samt næstneðst af þrett- án liðum í vesturdeild B-deildarinnar. _ Magdeburg er einu stigi frá þýska meistaratitlinum í handknattleik eftir stórsigur á Ham- burg á útivelli, 32:22, í gær. Liðið á eftir þrjá leiki og getur tryggt sér titilinn í næsta heimaleik gegn Balingen. Ómar Ingi Magnússon fór á kostum og skor- aði 12 mörk úr 13 skotum í Hamborg, og þá skoraði Gísli Þorgeir Krist- jánsson tvö mörk fyrir Magdeburg. Lið- ið er með 58 stig og á þrjá leiki eftir en Kiel er með 50 stig og á fjóra leiki eftir. _ Hörður Björgvin Magnússon, lands- liðsmaður í knattspyrnu, kvaddi CSKA Moskva eftir 4:0 sigur liðsins á Rostov í lokaumferð rússnesku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu um helgina. Hörður yfirgefur nú CSKA eftir fjögur ár en áhorfendur kvöddu hann með vík- ingaklappinu í leikslok. Hörður kom inn á sem varamaður undir lok leiksins en CSKA endaði í fimmta sæti deild- arinnar. _ Alexandrea Rán Guðjónsdóttir, kraftlyftingakona úr Breiðabliki, hlaut í dag silfurverðlaun á heimsmeistara- móti unglinga í bekkpressu sem nú stendur yfir í Almaty í Kasakstan. Alex- andrea keppir í -63 kg flokki og lyfti 112,5 kg, 117,5 kg og loks 125 kg, og bætti þar með sinn besta árangur um tvö og hálft kíló. Alexandrea keppir einnig í klassískri bekkpressu á mótinu og þá mun Matthildur Ósk- arsdóttir keppa í -84 kg flokki ung- linga á mótinu. Þær keppa báðar á laugardaginn kem- ur. _ Hilmir Rafn Mikaelsson, 18 ára strákur frá Hvammstanga, kom inn á sem varamaður hjá Venezia í gærkvöld og spilaði sinn fyrsta leik í ítölsku A- deildinni. Hilmir kom til Venezia frá Fjölni síðasta sumar og var í fyrsta skipti í hópi aðalliðsins í deildinni en lokaumferðin var leikin um helgina. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022 ENGLAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Manchester City tryggði sér enska meistaratitilinn í fjórða sinn á fimm árum með ævintýralegum fimm mín- útna kafla gegn Aston Villa á Eti- had-leikvanginum í Manchester í gær þar sem liðið stóð uppi sem sig- urvegari, 3:2. Útlitið var ekki bjart fyrir City sem var 0:2 undir eftir 70 mínútna leik en Matty Cash og Philippe Co- utinho höfðu þá skorað fyrir Aston Villa. Liverpool var á sama tíma í barn- ingi gegn Wolves en staðan var 1:1 og Liverpool hefði orðið meistari með því að knýja fram sigur. Það gerði Liverpool reyndar, vann 3:1, en það dugði skammt þegar á reyndi. Manchester City skoraði nefni- lega þrjú mörk á fimm mínútna kafla og breytti stöðunni úr 0:2 í 3:2 þegar Ilkay Gündogan, Rodri og Gündog- an aftur skoruðu á 76., 78. og 81. mínútu. Mohamed Salah og Andy Robert- son skoruðu fyrir Liverpool á 84. og 89. mínútu en það breytti engu þeg- ar upp var staðið. City fékk því 93 stig gegn 92 stigum Liverpool í æsi- legum slag um meistaratitilinn. Pep Guardiola, sem tók við City árið 2016, hefur þar með unnið tit- ilinn sem knattspyrnustjóri félags- ins í fjögur skipti, 2018, 2019, 2021 og 2022, og er kominn með tíu meist- aratitla í þremur af sterkustu deild- um heims, á Spáni, Englandi og í Þýskalandi. Manchester City hefur nú átta sinnum orðið enskur meistari, þar af sex sinnum frá 2012 og fór með því fram úr Aston Villa sem á sjö titla að baki. Manchester United (20), Liver- pool (19), Arsenal (13) og Everton (9) eru þau fjögur félög sem oftar hafa unnið enska meistaratitilinn. Liverpool getur þar með ekki náð fernunni eftirsóttu en félagið er bæði bikarmeistari og deildabikar- meistari. Liverpool mætir Real Ma- drid í úrslitaleik Meistaradeild- arinnar næsta laugardagskvöld og getur því unnið þrjá stóra titla á tímabilinu þó þessi hafi runnið Jür- gen Klopp og hans mönnum úr greipum. _ Chelsea og Tottenham fylgja Manchester City og Liverpool í Meistaradeildina næsta vetur. Son Heung-Min skoraði þrennu fyrir Tottenham í 5:0 útisigri á Norwich og hann varð því markakóngur deildarinnar ásamt Mohamed Salah með 23 mörk. _ Arsenal og Manchester United fara í Evrópudeildina og West Ham fer í Sambandsdeildina. _ Leeds hélt sæti sínu með því að vinna Brentford 2:1 í London á með- an Burnley tapaði 1:2 fyrir New- castle. Burnley fellur því ásamt Wat- ford og Norwich. _ Fulham og Bournemouth eru komin upp í úrvalsdeildina og Nott- ingham Forest og Huddersfield leika til úrslita um síðasta sætið. Meistarar á magnaðan hátt - Fjórði titill Manchester City á fimm árum undir stjórn Pep Guardiola AFP/Oli Scarff Meistarar Fernandinho fyrirliði lyftir bikarnum í miðjum hópi Englands- meistara Manchester City eftir sigurinn á Aston Villa í gær. KNATTSPYRNA Besta deild kvenna: Hásteinsvöllur: ÍBV – Þór/KA................. 18 Meistaravellir: KR – Afturelding ....... 19.15 Keflavík: Keflavík – Þróttur R............ 19.15 Garðabær: Stjarnan – Selfoss ............. 20.15 HANDKNATTLEIKUR Annar úrslitaleikur kvenna: Hlíðarendi: Valur – Fram.................... 19.30 Í KVÖLD! Þýskaland Flensburg – Kiel .................................. 27:28 - Teitur Örn Einarsson skoraði 4 mörk fyrir Flensburg sem er í fjórða sæti. Oldenburg – Sachsen Zwickau.......... 22:29 - Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði eitt mark fyrir Sachsen Zwickau sem komst úr botnsætinu og fer í umspil um áframhald- andi sæti í deildinni. B-deild: Aue – Empor Rostock ......................... 30:21 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3 mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði ekki skot í marki liðsins. Hüttenberg – Emsdetten.................... 35:28 - Örn Vésteinsson skoraði 2 mörk fyrir Emsdetten en Anton Rúnarsson ekkert. Coburg – Dessauer.............................. 25:31 - Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 2 mörk fyrir Coburg. Danmörk Úrslitakeppnin: GOG – Skanderborg............................ 32:28 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 9 skot í marki GOG, 50 prósent. Aalborg – Skjern ................................. 29:27 - Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. _ GOG mætir Skjern og Aalborg mætir Bjerringbro/Silkeborg í undanúrslitum. Svíþjóð Annar úrslitaleikur: Ystad IF – Skövde....................... (frl.) 29:34 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 7 mörk fyrir Skövde og staðan er 1:1. E(;R&:=/D KNATTSPYRNA England Burnley – Newcastle ............................... 1:2 - Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Arsenal – Everton .................................... 5:1 Brentford – Leeds.................................... 1:2 Brighton – West Ham.............................. 3:1 Chelsea – Watford.................................... 2:1 Crystal Palace – Manchester Utd .......... 1:0 Leicester – Southampton ........................ 4:1 Liverpool – Wolves................................... 3:1 Manchester City – Aston Villa ................ 3:2 Norwich – Tottenham.............................. 0:5 Lokastaðan: Manch. City 38 29 6 3 99:26 93 Liverpool 38 28 8 2 94:26 92 Chelsea 38 21 11 6 76:33 74 Tottenham 38 22 5 11 69:40 71 Arsenal 38 22 3 13 61:48 69 Manch. Utd 38 16 10 12 57:57 58 West Ham 38 16 8 14 60:51 56 Leicester 38 14 10 14 62:59 52 Brighton 38 12 15 11 42:44 51 Wolves 38 15 6 17 38:43 51 Newcastle 38 13 10 15 44:62 49 Crystal Palace 38 11 15 12 50:46 48 Brentford 38 13 7 18 48:56 46 Aston Villa 38 13 6 19 52:54 45 Southampton 38 9 13 16 43:67 40 Everton 38 11 6 21 43:66 39 Leeds 38 9 11 18 42:79 38 Burnley 38 7 14 17 34:53 35 Watford 38 6 5 27 34:77 23 Norwich 38 5 7 26 23:84 22 Ítalía Venezia – Cagliari ................................... 0:0 - Hilmir Rafn Mikaelsson kom inn á hjá Venezia á 74. mínútu. Venezia varð neðst í deildinni og féll. Genoa – Bologna...................................... 0:1 - Albert Guðmundsson lék allan leikinn með Genoa sem varð í 19. sæti og féll. B-deild, umspil, seinni leikur: Pisa – Benevento ..................................... 1:0 - Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Pisa sem mætir Monza í úrslitum. Tyrkland Adana Demirspor – Göztepe Izmir ....... 7:0 - Birkir Bjarnason var á bekknum hjá Ad- ana sem endaði í níunda sæti. Grikkland Bikarúrslitaleikur: Panathinaikos – PAOK........................... 1:0 - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Hvíta-Rússland Bikarúrslitaleikur: BATE Borisov – Gomel........................... 1:2 - Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með BATE. Pólland Slask Wroclaw – Górnik Zabrze............ 3:4 - Daníel Leó Grétarsson kom inn á hjá Slask á 82. mínútu. Liðið endaði í 15. sæti. Eyjamenn jöfnuðu í gær metin í einvíginu við Valsmenn um Íslands- meistaratitil karla í handbolta með sigri á heimavelli, 33:31, í öðrum úrslitaleik liðanna. Þar með þarf minnst fjóra leiki til að útkljá einvígið en liðin mætast á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið og aftur í Eyjum á laugardaginn. Valsmenn voru yfir nær allan tímann í gær, mest fimm mörkum í seinni hálfleik. Á síðustu tíu mín- útunum breytti ÍBV stöðunni úr 24:28 í 33:30 með mögnuðum kafla og eitt Valsmark í blálokin breytti engu. Ásgeir Snær Vignisson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu 6 mörk hvor fyrir ÍBV, Dagur Arn- arsson og Elmar Erlingsson 5 hvor. Stiven Tobar Valencia skoraði 7 mörk fyrir Val, Tjörvi Týr Gíslason og Arnór Snær Óskarsson 6 mörk hvor. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Sigur Eyjamenn fagna í leikslok eftir að hafa jafnað metin í 1:1 gegn Val. ÍBV jafnaði með frábærum lokakafla Ísland vann sér sæti í 2. deild A á heims- meistaramóti kvenna í íshokkí í gær með því að sigra Ástralíu, 2:1, eftir framleng- ingu og bráðabana í hreinum úrslitaleik liðanna í Zagreb í Króatíu. Bæði lið höfðu unnið Króatíu, Tyrkland og Suður-Afríku fyrir lokaumferðina í gær. Ísland komst yfir undir lok annars leikhluta þegar Sunna Björgvinsdóttir skoraði eftir undirbúning Teresu Snorra- dóttur og Silvíu Björgvinsdóttur. Kristelle Wolf jafnaði fyrir Ástralíu, 1:1, þegar sjö mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Ekkert mark var skorað í framlengingu og því þurfti að grípa til bráðabana. Eftir sex umferðir án marks skoraði Silvía Björgvinsdóttir fyrir Ísland og Birta Helgudóttir markvörður varði frá Shonu Green. Silvía var síðan kjörin besti sóknarmaður mótsins og Birta besti markvörðurinn. Ísland vann úrslitaleikinn Zagreb Íslenska liðið vann alla fjóra leiki sína í 2. deild B. Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari í knattspyrnu með Lyon í annað sinn á laugardaginn þegar franska liðið sigraði Barce- lona 3:1 í úrslitaleik Meistara- deildar kvenna í Tórínó. Sara sat á varamannabekknum allan tímann að þessu sinni. Staðan var orðin 3:0 eftir 33 mín- útur. Amandine Henry skoraði stórglæsilegt mark og þær Ada He- gerberg og Catarina Macário bættu við mörkum. Alexia Putellas minnkaði muninn fyrir Barcelona. Lyon skellti Barcelona AFP Tórínó Sara Björk Gunnarsdóttir lyftir Evrópubikarnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.