Morgunblaðið - 23.05.2022, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022
AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ
GARÐA
blaðið
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
– meira fyrir lesendur
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 27. maí
SÉRBLAÐ
Allt um garðinn, pallinn,
heita potta, sumar-
blómin, sumarhúsgögn
og grill ásamt ótal
girnilegum uppskriftum.
50 ÁRA Rúnar ólst upp á Djúpavogi en býr á
Höfn í Hornafirði. Hann er byggingarfræðingur
frá VIA í Horsens á Jótlandi og er yfirverkstjóri
hjá Vegagerðinni. Áhugamálin eru matargerð,
veiðar, tónlist, fótbolti, ferðalög og að vera með
fjölskyldunni.
FJÖLSKYLDA Eiginkona Rúnars er Ragnheið-
ur Hrafnkelsdóttir, f. 1977, markaðsfræðingur og
klæðskeri að mennt og er framkvæmdastjóri veit-
ingastaðarins Hafnarbúðin. Synir þeirra eru
Sævar Rafn, f. 2004, Sigurður, f. 2008, og Þór, f.
2011. Foreldrar Rúnars eru Sigurður Gunn-
laugsson, f. 1952, vélstjóri og Ásdís Þórarðdóttir,
f. 1954, fv. banka- og pósthússtarfsmaður. Þau eru búsett á Djúpavogi.
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Farðu þér hægt í erfiðum málum því
flas er ekki til fagnaðar. Það sem áður virtist
á gráu svæði, er núna spurning um rétt eða
rangt í þínum augum.
20. apríl - 20. maí +
Naut Menn líta til þín um lausn mála, sem
reynast öðrum ofviða. Áhyggjur af því að
breyta rangt eiga eftir að draga úr ráðvendni
þinni í vinnunni.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Bjartsýni þín leiðir þig langt og
þegar sá gállinn er á þér njóta samstarfs-
menn þínir einnig góðs af.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Til þess að komast áleiðis með verk-
efni þarftu að mynda ný sambönd og það er
best að gera í anda léttúðar, léttleika og
þokka.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú þarft að sýna hugkvæmni svo sam-
bönd þín við vini og vandamenn staðni ekki.
Slakaðu hvergi á því þú þarft á öllu þínu að
halda allt til enda.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er mikilvægt að þú haldir áfram
að einfalda hlutina í lífi þínu. Allt slugs kemur
í bakið á þér og þá verður ekki létt að bjarga
málunum.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Ræddu hugmyndir þínar við aðra og at-
hugaðu hvað gerist. Í einörðum samræðum
kunna að koma upp mál sem ekki er þægi-
legt að ræða en verður samt að leysa.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Skipulagning er allt sem þarf til
að þú getir klárað þau verkefni sem bíða þín.
Hringdu í klárustu manneskjuna sem þú
þekkir og byrjaðu hugmyndavinnuna.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það er svo margt, sem þig lang-
ar að gera, að þér fallast eiginlega hendur.
Gættu að því að láta metnaðinn ekki hlaupa
með þig í gönur.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Varastu öll gylliboð, sem eiga að
færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi.
Fólk lítur lífið misjöfnum augum og þér er
frjálst að velja þá sýn sem hentar þér best.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Gættu þín að ganga ekki of langt
þegar vinir þínir vilja gera þér greiða. Það er
eitt og annað sem þú hefur trassað heima.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú munt fá góðar hugmyndir varð-
andi tekjuöflun. Reyndu að gleðja einhvern
nákominn með einhverjum hætti sem veitir
ykkur báðum ánægju.
hollur andskoti og ég held að allir
Íslendingar hafi sögu að segja af
því þegar þeir prófuðu það fyrst.“
Katrín sat í stjórn HR ásamt
framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs
Íslands og í stjórn Samtaka iðn-
aðarins. Hún situr nú í stjórn Ísal,
Ramma og Lýsi ásamt fleiri
Það hefur verið stanslaus
vöruþróun hjá Lýsi allan þennan
tíma og hvergi slegið slöku við í
þeim efnum og rannsóknum. Þar
munum við halda okkar styrk og
erum fremst meðal jafningja á
heimsvísu, bæði hvað varðar
vöruþróun og gæði. Lýsi er bráð-
K
atrín Pétursdóttir er
fædd 23. maí 1962 í
Reykjavík og ólst
upp á Suðurgötunni í
húsinu Hólavellir, en
föðurfólk hennar bjó þar líka, og á
Smáragötu.
„Fjölskyldan átti alltaf sumar-
dvalarstað þar sem stórum hluta
sumarsins var eytt við leik og
störf. Einnig áttu móðurafi og
-amma bústað við Þingvallavatn
og þá var farið daglega út á vatn
að veiða. Fjölskyldan átti alltaf
hesta og á enn og var það í sér-
stöku uppáhaldi að komast saman
til útreiða. Ég var síðan í tvö sum-
ur í sveit á Kvíabóli í Köldukinn
þar sem ég lærði til verka í bú-
störfum.“
Katrín var í Hagaskóla og það-
an fór hún í Verzlunarskóla Ís-
lands. „Það voru ógleymanlegir
tímar. Eftir stúdent fór ég að
vinna við heildverslun móður
minnar en ákvað svo að fara í iðn-
rekstrarfræði sem þá var kennd í
Tækniskólanum áður en hann var
sameinaður Háskólanum í Reykja-
vík.“
Þegar Katrín lauk náminu setti
hún á laggirnar lýsisáfyllingar-
verksmiðju, sem varð síðar að
fiskafurða- og lýsisbræðslu og
hausaverkun í Þorlákshöfn, en þar
hafði fjölskyldan rekið fyrirtæki
síðan árið 1981. Katrín keypti svo,
ásamt fjölskyldu sinni, öll hluta-
bréf í Lýsi árið 1999 og varð for-
stjóri fyrirtækisins Hún er meiri-
hlutaeigandi að Lýsi í dag.
Undanfarin 22 ár hefur Katrín
síðan unnið að uppbyggingu Lýsi
hf. og tengdra félaga. „Þar ber
hæst uppbygging á hreinvinnslu
Lýsis á Fiskislóð ásamt skrif-
stofum og rannsóknastofum. Það
var gert í tveimur skrefum 2005
og 2012. Árið 2018 var lokið við að
byggja nýja hausaverkun í Víkur-
sandi í Þorlákshöfn. Árið 2015 var
keypt Akraborg sem var niður-
suðuverksmiðja á Akranesi og í
Ólafsvík. Þar var niðursuða á lifur
og hyggjum við á frekari land-
vinninga í þeim málum og vöru-
þróun.
fyrirtækjum. Árið 2005 hlaut hún
viðurkenningu Félags kvenna í at-
vinnurekstri og var gerð að heið-
ursfélaga Stjórnvísi það sama ár.
Katrín var sæmd riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu árið
2016 fyrir vel unnin störf í
viðskiptalífinu.
Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis – 60 ára
Ljósmynd/Nærmynd Guðmundur
Fjölskyldan Frá vinstri: Jón Herkovic, Hektor Hugi, Jón Guðlaugsson, Erla Katrín og Katrín.
Lýsi er bráðhollur andskoti
Sjötti áratugurinn Foreldrar Katrínar og Guðrún Magnúsdóttir, móður-
amma hennar, með frumburðinn Siggu Svönu í Bandaríkjunum.
FKA-viðurkenning Vigdís forseti
afhendir Katrínu viðurkenninguna.
Til hamingju með daginn
Ásta María Gunnarsdóttir varð áttræð í gær, 22. maí.
Hún fæddist í Mjólkurbúi Ölfusinga í Hveragerði árið
1942 þar sem foreldrar hennar bjuggu en faðir hennar
Gunnar Jónsson var þar mjókurbússtjóri. Móðir Ástu
var Helga Lilja Þórðardóttir frá Bjarnarstöðum í Ölfusi.
Ásta ólst upp í Hveragerði, Borgarnesi og Selfossi áður
en hún fluttist til Reykjavíkur til að nema hárskurð og
var fyrst kvenna til að útskrifast sem hárskerameistari
á Íslandi.
Árið 1964 giftist hún Sveini Aðalbergssyni sem lést nýverið. Þau fluttu til Hvera-
gerðis árið 1969 þar sem þau ólu upp fjögur börn sín; Sigríði Helgu, f. 1963, Vikt-
or Heiðdal, f. 1965, Aðalberg, f. 1973 og Iðunni Brynju, f. 1974. Alls hefur Ásta
eignast 16 barnabörn og 8 langömmubörn.
Ásta og Sveinn bjuggu í Hveragerði í 30 ár áður en þau fluttu aftur til Reykjavík-
ur. Fyrir fjórum árum sneru þau aftur austur í Hveragerði þar sem Ásta býr núna
á Dvalarheimilinu Ási. Þar fagnaði Ásta afmælinu í gær ásamt afkomendum og
vinum.
Árnað heilla
80 ára