Morgunblaðið - 25.05.2022, Side 6

Morgunblaðið - 25.05.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 ÚRVAL ÚTILJÓSA www.rafkaup.is Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Eyjafjarðarbraut eystri, sunnan við Akureyri, þar sem sett er nýtt ræsi á Þverá í Kaupangssveit. Áin fellur þar fram í gljúfri og rennur svo niður um eyrar í Eyjafjarðará. Ræsið sem þarna var fyrir og var sett upp fyrir um 30 árum skekktist í júní á síðasta ári í flóði sem líkja mátti við náttúruhamfarir. Tvær af fjórum einingum sem mynda 60 metra langt ræsið skekktust í flóð- inu svo burðarþol þess gagnvart fyllingu og umferðarálagi raskaðist. Því var ekkert annað í stöðunni en að setja upp tvær nýjar einingar í ræsið. Slíkt er talsverð framkvæmd og er í höndum brúarvinnuflokks Vegagerðarinnar á Hvammstanga. Verki þessu fylgir að um skipta þarf um jarðveg að hluta undir ræsinu og 20 stálstaurar sem mynda festingar eru reknir niður. Ánni er veitt fram hjá mannvirkinu meðan á þessu stendur en það var nauðsyn svo framkvæmdir þessar væru í raun vinnandi vegur. Um- ferð um Eyjafjarðarbraut fer með- an á þessu stendur yfir gamla brú sem er ofan við ræsið. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í haust. sbs@mbl.is Endurnýja ræsið í Þverárgljúfrinu - Úrbætur eftir hamfarir - Eyjafjarðarbraut eystri - Nýjar einingar og undirlag - Tilbúið í haust Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyjafjarðarsveit Ný ræsi hafa verið sett í ána og steypt yfir. Jarðvegi er ekið að ræsi og vegur útbúinn en á meðan fara bílar yfir gamla brú, ofar í gilinu. Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is Talning á atkvæðum í sveitarstjórn- arkosningum fór fram með mismun- andi hætti á höfuðborgarsvæðinu. Í Hafnarfirði og Kópavogi var utan- kjörfundaratkvæðum og atkvæðum greiddum á kjörfundi blandað sam- an en í Reykjavík voru atkvæðin tal- in hvor í sínu lagi sem og að atkvæði utan kjörfundar hafi verið sérstak- lega sundurgreind þannig að fylgi hvers framboðs væri greinanlegt. Í nýrri reglugerð um talningu at- kvæða, sem tók gildi 14. apríl sl., er kveðið á um blöndun atkvæðaseðla sem gildir einnig um utankjörfund- aratkvæði. Eftir blöndun eru at- kvæði flokkuð og í framhaldi þess hefst talning. Eva Bryndís Helgadóttir, for- maður yfirskjörstjórnar Reykjavík- ur, sagði við Morgunblaðið að hvergi væri ákvæði í lögunum sem segði að það mætti ekki telja utan- kjörfundaratkvæði sér og að ekki væri hægt að blanda þessum at- kvæðum saman. „Nei, það er ekki hægt. Utankjör- fundaratkvæðunum er öllum bland- að saman en þau fara í alveg sér meðferð. Það þarf að yfirfara þau alveg sérstaklega. Þannig að þau blandast aldrei saman við venjulegu atkvæðin,“ sagði hún. Birti og eyddi færslu Í fundargerð yfirkjörstjórnar Reykjavíkur frá 11. maí virðist grunnurinn hafa verið lagður að umræddri framkvæmd, sem fólst í því að halda atkvæðum greiddum utan kjörfundar aðgreindum frá at- kvæðum greiddum á kjördag, sem og að utankjörfundaratkvæðin voru talin sér. Páll Hilmarsson, starfsmaður Gagnaþjónustu Reykjavíkur, birti auk þess í færslu á Twitter um mis- munandi fylgi framboða eftir því hvort um utankjörfundaratkvæði væri að ræða eða atkvæði greidd á kjörfundi. Færslunni var síðar eytt. Ekki náðist í Pál við vinnslu þess- arar fréttar. Annar háttur í Hafnarfirði „Hún er bara eins og lög kveða á um. Við lok kjörfundar fer hver kjördeild yfir það hvort viðkomandi hafi greitt atkvæði á kjördag. Ef hann hefur ekki greitt atkvæði á kjördag og öll fylgiskjölin eru rétt þá blandast atkvæðið sem er inni í þessu umslagi bara ofan í kjörkass- ann,“ sagði Þórdís Bjarnadóttir, for- maður yfirkjörstjórnar í Hafnar- firði, við Morgunblaðið þegar hún var spurð hvernig framkvæmdin í sambandi við utankjörfundarat- kvæðin hefði verið viðhöfð í Hafnar- firði. Snorri Tómasson, formaður yfir- kjörstjórnar í Kópavogi, kvað við svipaðan tón og sagði við Morgun- blaðið að það ætti að blanda at- kvæðunum saman. Hann bendir á að ítarleg reglugerð sé til um þetta sem var ekki til áður. Spurður hvort það eigi að vera hægt að greina fylgi framboða samkvæmt atkvæð- um greiddum á utankjörfundi og kjörfundi sagði hann: „Nei, það á ekki að vera hægt. Það er reynt að passa upp á allt svona, að það sé ekki hægt að lesa neitt út úr þessu.“ Bætti Snorri við að ekki ætti að vera hægt að greina fylgi sam- kvæmt utankjörfundaratkvæðum. Framkvæmd talningar misjöfn - Atkvæðin í Reykjavík talin hvor í sínu lagi, af kjörfundi og utan hans Tíst Færslan hjá Páli Hilmarssyni um fylgið, sem var síðan eytt. Mestur afli í maímánuði frá upphafi strandveiða barst á land í fyrradag þegar 320 tonnum var landað á höfnum hringinn í kringum landið. Gott veður var til sjósóknar víðast hvar og margir voru fljótir að ná dagsskammtinum, sem er 774 kíló af óslægðum þorski eða 650 þorsk- ígildi. Alls lönduðu 464 strandveiðibátar afla í fyrradag og reru flestir þeirra, eða 276, á svæði A, sem nær frá Arnarstapa að Súðavík, sam- kvæmt upplýsingum frá Landssam- bandi smábátaeigenda. Á mánudag var meðalverð á óslægðum, handfæraveiddum þorski á fiskmörkuðum 399 krónur fyrir kíló og ufsinn seldist á 220 krónur. Miðað við að allur afli hafi verið seldur í gegnum fiskmarkaði lætur nærri að aflaverðmætið hafi verið um 125 milljónir króna. Eldra met fyrir maí var sett á mánudag í síðustu viku en þá var dagsaflinn 308 tonn. Met á einum degi allt strandveiðitímabilið stend- ur þó enn óhaggað en 28. júní í fyrra nam aflinn 367 tonnum. aij@mbl.is Metdagur á strandveiðum - 464 bátar með 320 tonn - Aflaverðmæti um 125 milljónir Morgunblaðið/Alfons Strandveiðar Þröngt setinn bekk- urinn í höfninni á Arnarstapa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.