Morgunblaðið - 25.05.2022, Síða 10

Morgunblaðið - 25.05.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 w w w. i t r. i s S ý num hver t ö ð r u tilli t s s emi DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tuttugu ár eru nú liðin frá því að Andri Þór Guðmundsson réðst til Ölgerðar Egils Skallagrímssonar sem fjármálastjóri fyrirtækisins. Að öllu óbreyttu mun hann í næsta mánuði sjá gamlan draum rætast. Þá er stefnt á skráningu fyrir- tækisins í Kauphöll Íslands. Hann segir við þau tímamót að sér hafi lengi fundist Íslendingar eiga það mikið í fyrirtækinu og vörum þess, að rétt væri að gefa almenningi kost á að eiga með beinum hætti hlut í fyrirtækinu. Andri Þór er gestur Dagmála í dag, þar sem hann ræðir skráningu fyrirtækisins á markað, tækifærin í framtíðinni og einnig vegferðina til dagsins í dag. Á föstudag kemur í ljós hversu margar áskriftir hafa borist í tæp- lega 30% hlut í fyrirtækinu en fag- fjárfestum og almenningi býðst út þessa viku að skrá sig fyrir hlutum sem núverandi eigendur hyggjast láta af hendi í jöfnum hlutföllum. Andri Þór segist hafa mikla trú á framtíð fyrirtækisins og vill stýra því áfram eftir skráningu á mark- að. Athygli vekur að frá árinu 2002 hefur vörusala vaxið að jafnaði um 12% á ári og EBITDA hefur sömu- leiðis vaxið um svipað hlutfall eða 13%. Bendir Andri Þór á að þetta hafi bæði gerst með innri vexti og kaupum á fyrirtækjum og umboð- um. Eigin vörur vaxið Á síðustu árum hefur hlutdeild þeirra vara sem fyrirtækið fram- leiðir sjálft vaxið til muna og segir Andri Þór að það vitni um mögu- leika fyrirtækisins. Enn telur hann færi á markaði til sameininga eða uppkaupa en vöruþróunin muni sömuleiðis skipta sköpum. Nýverið tók Ölgerðin í notkun nýja verksmiðju sem eykur fram- leiðslumöguleika fyrirtækisins til muna, ekki síst þegar kemur að 33 cl áldósum sem eru mjórri og hærri en hinar klassísku sem geymt hafa Appelsínið og Pepsi um langan aldur. Segir Andri Þór að markaðurinn kalli eftir þessum um- búðum og því kalli sé einfaldlega svarað. Upplýsir hann í viðtalinu í fyrsta sinn að hinn vinsæli koffein- og heilsudrykkur Collab verði boð- inn í þessum umbúðum innan skamms og hætti þá að birtast neytendum í hinum klassíska bún- ingi sem áður var minnst á. Ekki óheppilegur tímapunktur Miklar sviptingar hafa verið á eignamörkuðum að undanförnu. Ekki aðeins vegna stríðsátaka í Úkraínu, eftirleiks heimsfaraldurs og síhækkandi verðbólgu í flestum þróuðum ríkjum heims. Andri Þór segir að þessar aðstæður valdi sér ekki ugg, nú þegar til stendur að selja um 7,5 milljarða hlut í fyrir- tækinu sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá í tvo áratugi, fyrst sem fjármálastjóri og svo forstjóri. Hann bendir á að fyrirtækið sé reist á mörgum grunnstoðum sem tryggi stöðugleika þótt gefi á bát- inn á ákveðnum sviðum. Einnig megi segja að velta fyrirtækisins sé svo að segja verðtryggð í sögulegu samhengi. Vaxtarmöguleikar enn fyrir hendi - Ölgerðin á markað - Collab á leið í nýjar og mjórri dósir Dagmál Andri Þór Guðmundsson er gestur Stefáns Einars í Dagmálum. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, stendur nú spaðalaus við flug- skýli Gæslunnar á Reykjavíkur- flugvelli. Þessi farsæla þyrla til ára- tuga hefur lokið hlutverki sínu sem björgunartæki Íslendinga og verður brátt sett á sölu. Leiguþyrlurnar, sem komu til landsins á árunum 2019-2021 af gerðinni Airbus Super Puma H225, tóku við af eldri gerð þyrlna Land- helgisgæslunnar, upplýsir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi. TF-LIF hefur ekki verið í rekstri Gæslunnar frá árinu 2020. Þyrlan var smíðuð árið 1986 og var keypt til landsins árið 1995. Undanfarnar vikur hefur verið unn- ið að því að gera þyrluna tilbúna fyr- ir sölu. Á næstu dögum er gert ráð fyrir að TF-LIF verði flutt með flutningabíl frá Reykjavíkurflugvelli í geymslu í flugskýli á Keflavíkur- flugvelli. Þar verður þyrlan geymd þar til hún verður seld. Ríkiskaup koma til með að annast söluferlið, segir Ásgeir. Að sögn Ásgeirs er engin tölfræði til um það hve mörgum mannslífum TF-LIF hefur bjargað. „Ég held að af mörgu mögnuðu sem TF-LIF kom að þá verði nokkrir dagar í mars ár- ið 1997 aldrei toppaðir,“ segir Ás- geir. Á sex dögum var 39 mönnum í sjávarháska bjargað um borð í TF- LIF. Fyrst var 19 mönnum bjargað af flutningaskipinu Víkartindi, þeg- ar skipið strandaði austur af Þjórs- árósi. Næst bjargaði áhöfn þyrl- unnar 10 skipverjum af flutninga- skipinu Dísarfelli eftir að skipið fórst 100 sjómílur suðaustur af Hornafirði. Þeir höfðu verið í sjón- um í tvo klukkutíma þegar þeim var bjargað. Er þetta einhver frækileg- asta björgun Íslandssögunnar. Loks var 10 mönnum bjargað af fiskiskip- inu Þorsteini GK, sem rak vélarvana upp í Krísuvíkurberg. Að bjarga 39 sjómönnum á sex dögum var ein- stakt afrek. Við björgun úr Víkartindi og Dís- arfelli var Benóný Ásgrímsson flug- stjóri og Auðunn Kristinsson sig- maður. Við björgun úr Þorsteini GK var Páll Halldórsson flugstjóri og Hjálmar Jónsson sigmaður. Morgunblaðið/sisi Þyrlan í dag Spaðalaus á Reykjavíkurflugvelli og bíður þess að verða flutt. TF-LIF verður brátt sett á sölu - Var lengi aðalbjörgunarþyrla Ís- lendinga - 39 bjargað á sex dögum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ýmsar athugasemdir við nýtt frumvarp til sóttvarnalaga í umsögn sem hann hefur sent Alþingi. Hann segir m.a. að skýra þurfi betur stjórnskipulega stöðu sóttvarna- læknis innan embættisins. „Ég hef engar athuga- semir við að ráð- herra skipi sótt- varnalækni en spurningin sem vaknar er hvort þá sé hægt að tala um embætti sótt- varnalæknis? Það þarf að mínu mati að skýra betur hver sé stjórnskipuleg staða sótt- varnalæknis innan embættis land- læknis. Mun sóttvarnalæknir ráða til sín sitt starfsfólk eða verður það á ábyrgð landlæknis? Mun sóttvarna- læknir hafa til umráða sinn eigin fjárlagalið?“ spyr Þórólfur. Fagaðila vantar Í frumvarpinu er einnig fjallað um nýja farsóttanefnd sem á að koma í stað sóttvarnaráðs. Hefur Þórólfur áhyggjur af skipan nefndarinnar vegna þess að þar vanti fagaðila með sérþekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. „Hvernig á að tryggja að ráðlegg- ingar til ráðherra verði á faglegum nótum þegar einungis einn faglegur aðili (sóttvarnalæknir) verður í nefndinni? Hvað gerist ef sóttvarna- læknir lendir í minnihluta varðandi skilgreiningu á samfélagslegum hættulegum sjúkdómi og ráðlegg- ingum til ráðherra? Getur sóttvarna- læknir sent eigin tillögur ef honum líkar ekki niðurstaða nefndarinnar?“ spyr hann. Hefur áhyggjur af farsóttanefnd - Gerir athugasemdir við nýtt frumvarp Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Sóttvarnir Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af skipan farsóttanefndar. Þórólfur Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.