Morgunblaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þeir, sem stríða í Úkraínu, vita í stórum dráttum hvert manntjónið er orðið. En algilt er að sannleikurinn fellur einna fyrstur í val stríðsins. Til þess eru gildar ástæður, en ekki endilega góðar. Tölur yfir fallna (og særða) segja mikið um þann „árangur“ sem stríðsþjóðir hafa náð hverju sinni. Yfirvöld í Kænugarði blása upp tölu fallinna Rússa eins og óhætt er fyrir trúverð- ugleikann. Sjálfsagt hafa þau einnig annan lista, sem algjört leyndarmál fyrir sig, um hversu marga af innrásarliðinu hefur tekist að fella. Þeir hafa séð líkin af hermönnum sem Rússar hafa neyðst til að skilja eftir. Að auki má í ýmsum tilvikum reikna tölu fallinna af öryggi. Til eru myndir úr flaugum, af eyði- lögðum rússneskum hertólum, bifreiðum, skriðdrekum og flug- vélum. Af útliti þeirra má fá glögga mynd af því hversu margir hafa fallið. Skriðdreki sprengdur í loft upp með flaug- um eða drónum er staðreynda- banki. Gerð hvers skriðdreka er þekkt og tala áhafnar sem fylgir hverjum og einum. Vel heppnuð árás á herskipið Moskvu var áfall og álitshnekkir og myndir af skipinu, strax á eftir, gerðu kleift að ætla manntjón þar. Þessi hernaðaraðgerð komst næst því að teljast gerð af Bandaríkjunum, enda töluðu menn í gleði sinni mjög óvarlega um það. Úkraínumenn hafa því nákvæmar tölur um fallna and- stæðinga. Rússar hafa þó auðvitað ná- kvæmari tölur. Þeir vita hverjir skila sér ekki til baka af vígvell- inum. Báðir aðilar draga úr sínu manntjóni. Rússar geta illa leynt sínu tjóni sem orðið er mun meira en þeir gáfu sér fyrir fram. Úkraínumenn fengu nánast engin vopn frá „stuðnings- þjóðum“ áður en stríðið skall á. Ekki mátti styggja Rússa til stríðs. Fyrstu vikur á eftir voru það Bretar og svo í auknum mæli Bandaríkjamenn sem mun- aði um. Þjóðverjar og Frakka seldu Rússum vopn fram undir miðjan síðasta mánuð! Þjóð- verjar settu opinberlega ofan í við þær þjóðir sem fóru yfir þeirra lofthelgi til að styðja þjóðina sem varð fyrir innrás. Þetta mæltist illa fyrir, heima og heiman, þegar það spurðist og kanslarinn og flokkur hans töp- uðu hratt fylgi. Það eru rök sem stjórnmálamenn skilja. Það var svo fyrst í þessari viku að forseti Úkraínu viður- kenndi að mannfall í varnarliði hans næmi 50-100 mönnum á dag. „Þetta er gríðarleg blóð- taka,“ sagði hann og ítrekaði að þessum illu ógöngum verður ekki lokið nema með friðar- samningum. For- setinn varð fyrir öðru áfalli þegar Rússum tókst loks að finna og sprengja geymslur og helstu aðkomu fyrir vopn frá bandamönnum Úkraínu. Úkraínustjórn hefur áætlað að Rússar hafi misst 30 þúsund manns til þessa. Rússar stað- festa að allt að því 1.500 menn hafi fallið í aðgerðum þeirra. Breska leyniþjónustan telur að líklega hafi Rússar á þrem mán- uðum misst jafn marga og Sovétherinn missti í 9 ára herför í Afganistan, eða 15 þúsund menn. Þá er þess að minnast að víg- völlurinn er allur innan landa- mæra varnaraðilans. Ömurleg mynd eyðileggingar blasir við á hverjum degi á skjánum. Ekki þó í Rússlandi. Úkraína hefur sannarlega haldið fána sínum hátt á lofti og lengur en nokkur bjóst við. Nú er hætt við að draga taki úr vopnaflutningi til landsins þegar torveldara verð- ur að koma þeim í réttar hendur. Selenskí orðaði á ný að enda- punktur átakanna yrði einungis fundinn við samningaborðið. Í hugum margra verður hann og þjóð hans ætíð hinn ótrúlegi sig- urvegari í vonlítilli stöðu. Hann hlaut að segja að særðir og sár- þjáðir hermenn í stálsmiðjunni í Mariupol myndu aldrei gefast upp. Og það gerðu þeir í raun- inni ekki. Þeir voru vopnlausir, matarlausir, vatnslausir og særðir og engin minnsta von var um liðsauka. Selenskí hafði sagt að þeir myndu berjast til síðasta manns. Það gerðu þeir í raun og veru. Henry Kissinger talaði nú síð- ast við kjaftaskjóðurnar í Davos. Hann er 98 ára gamall og enn er hlustað á hann umfram marga. Þar gætti lítillar óskhyggju. „Hver er veruleikinn og hvaða kostir bjóðast?“ Úkraína verður að gefa eftir, segir Kissinger. Án þess verður ekki bundinn endi á átökin við Rússa. Hann bendir á að tal þeirra sem ætla að Rúss- land verði sigrað í þessum áfanga gangi ekki upp. „Sé það forsendan verður ekki komist hjá nýju stríði við Rússland,“ segir Kissinger og bætir við að samningaviðræðum þurfi að koma á innan tveggja mánaða. Auðvitað væri göfugast mark- mið þeirra „status quo ante“, að allt verði fært að upphafspunkti átakanna (nú í febrúar) og hann yrði einnig lokapunktur samn- inganna. Ljóst er að Kissinger telur að slegið verði strik undir það sem Rússar „helguðu“ sér 2014 og keppikeflið ætti að vera að tryggja að ekki þurfi að gefa mjög mikið eftir til viðbótar, vegna átakanna nú. Verði bandamenn Úkraínu staðfastir má knýja Rússa til að kaupa los- un efnahagsþvingana dýru verði. Efnahagsþvinganir 2014 voru prump sem ESB hannaði. Það verður að kosta Kreml að losa um þær síðari} Lokapunktur nálgast A ð geta lesið sér til gagns er grunn- færni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) lesi ekki sér til gagns. Það, að við höfum ekki upplýs- ingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum, er einnig óásættanlegt Að 38% 15 ára unglinga nái ekki grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði (UNESCO 2020) og að 34% drengja og 19% stúlkna lesi sér ekki til gagns eftir 10 ár í grunnskóla (PISA 2018), er al- gerlega óásættanlegt. Að 15 ára börn norskra og danskra innflytj- enda skori hærra (457 stig í PISA 2018) í les- skilningi en íslenskir drengir á sama aldri (454 stig) og unglingar á Suðurnesjum (440 stig), Vesturlandi (450 stig) og Norðurland eystra (452 stig) er óá- sættanlegt fyrir bókaþjóð, sem er þekkt fyrir ómetanlegt framlag sitt til heimsbókmenntanna. Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (2019) sýnir að 92,5% innflytjenda eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu, kunna sem sagt ekki íslensku. Skýrsla ASÍ (2020) sýnir að 10,8% af 19 ára ungmennum (500 einstaklingar) eru hvorki í námi eða starfi. Það er hæsta hlutfall frá efnahagshruninu 2008. Kostnaður sam- félagsins vegna þessa er gífurlegur, svo ekki sé talað um tapaðan mannauð og harmleiki fyrir einstaklinga sem fá ekki notið sín í samfélaginu. Með þessari vanrækslu á ungmennum okkar er íslenskt samfélag að tapa miklum mannauði, þrátt fyrir að setja um og yfir 150 milljarða króna á ári í leik- og grunnskóla. Þessi afleita og grafalvarlega staða kallar á tafar- lausar aðgerðir Alþingis. Breska þingið brást við svartri skýrslu um lestrarkunnáttu barna með því að lögfesta bókstafahljóðaaðferðina í lestrarkennslu sem skyldi notuð í grunnskólum. Frakkar hafa gert það sama. Kveikjum neistann-hugmyndafræðin sem nú er framkvæmd í Grunnskóla Vestmannaeyja er aðferðafræði sem við ættum að fylgja. Aðferða- fræðin byggist á fremstu alþjóðlega viður- kenndu vísindum og fræðimönnum á sviði náms og færniþróunar. Ásamt lestrarkennslu er stað- an metin reglulega, sem er grundvöllur ein- staklingsmiðaðrar þjálfunar og eftirfylgni. Ár- angurinn eftir fyrsta árið í Vestmanneyjum er stórkostlegur. Öll börnin í 1. bekk hafa brotið lestrarkóðann, 96% barnanna geta lesið setn- ingar og 88% barnanna geta lesið samfelldan texta. Þessi árangur kemur ekki á óvart enda er byggt á al- þjóðlega viðurkenndum vísindum hvað varðar aðferðafræði (hljóðaaðferð) og framkvæmd. Framkvæmdin byggist á fræðikenningum Ericssons um markvissa þjálfun og eftir- fylgni og á kenningum Csikszentmihalyis um að veita áskor- anir miðað við færni. Til að kennari geti veitt réttar áskor- anir þarf að staða hvers barns að vera ljós. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að nota aðferðafræði og hugmyndafræði Kveikjum neistann í skólum landsins. Sem sagt; byggja á alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði við lestur og nám. Við megun engan tíma missa. Eflum mannauð! Eyjólfur Ármannsson Pistill Kveikjum neistann hjá ólæsri bókaþjóð Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þ rjú manngerð fálkahreiður voru sett upp í Suður- Þingeyjarsýslu síðasta haust og eitt þeirra er nú í notkun fálkapars. Aðalsteinn Örn Snæþórs- son, líffræðingur og formaður stjórnar Fálkaseturs Íslands, segir að strax um haustið hafi fálkar farið að nota sylluna sem setstað og þar hafi verið varp í vor. Hinir staðirnir tveir hafi enn ekki vakið áhuga fálka. Undirbúningur varps byrjar hjá fálkanum í lok mars á því að parið vel- ur sér hreiðurstað. Ýmist grasi grónar syllur í klettum eða hrafnslaupa, en þeir endast alla jafna ekki mjög lengi. Í Þingeyjarsýslum hefur hröfnum farið fækkandi og þar með hefur dregið úr fjölda laupa sem standa fálkum til boða á vorin. Í fróðleiksmolum um fálkann á heimasíðu Fálkaseturs segir m.a.: „Fálkar og hrafnar eru ekki miklir vin- ir en fálkinn rænir hrafninn hreiðri og rekur hann í burtu af mikilli grimmd. Fálkinn vandar lítt hreiðurgerðina og finnst gott að fá fullgert hreiður hrafnsins til afnota. Fuglarnir takast á um hreiðrið og hljótast af því miklir loftbardagar þar sem fálkinn hefur oft- ast betur.“ Vilja fjölga varpstöðum Manngerðu hreiðrin eru staðsett þar sem hrafnslaupar höfðu áður ver- ið. Byggðar voru syllur úr vatns- heldum viði og gróðurtorfur settar of- an á. Mótuð var laut í miðja torfuna sem var einangruð með grasi og ull. Við alla staðina voru myndavélar sett- ar á sérstakar festingar, segir í áfanga- skýrslu til Vegagerðarinnar, sem styrkti verkefnið. Tilgangur þess er að fjölga varp- stöðum innan fálkaóðala í Þingeyj- arsýslum, sem skortir góða varpstaði. Eftirlit með hvernig til tekst gefur góðar upplýsingar um hvort og hve vel manngerð fálkahreiður nýtast fyrir fálkann. Þessar upplýsingar má svo nota til hliðsjónar ef farið verður í byggingu fálkahreiðra til að bæta fyrir hreiður sem skemmast eða verða óhentug vegna framkvæmda manns- ins, segir í skýrslunni. Fálkasetur Íslands var sett á laggirnar fyrir röskum tíu árum og voru stofnfélagar 36 talsins. Félagið er samstarfsvettvangur stofnana, fé- lagasamtaka, fyrirtækja og ein- staklinga. Meðal helstu markmiða er að vera einn helsti miðlari vísinda- legrar þekkingar og vöktunar á fálka- og rjúpnastofninum. Jafnframt að auka þekkingu og virðingu almenn- ings á fálkanum, lifnaðarháttum, vist- fræði og tengslum hans við aðrar fuglategundir. Á annan tug myndavéla Aðalsteinn segir að gerð hafi ver- ið heimasíða með ítarlegum upplýs- ingum um fálkann og rjúpuna, sem er aðalfæða fálkans árið um kring. Félag- ið vilji stuðla að vernd fálkans og síð- ustu ár hefur stór hluti starfseminnar beinst að því að koma í veg fyrir stuld á fálkaeggjum. Í því skyni er árlega settur upp á annan tug myndavéla í grennd við fálkahreiður; ekki til að mynda fálkana heldur umferð í ná- grenni við fuglana. Vélarnar eru búnar hreyfiskynj- ara og símkorti og þegar eitthvað rýf- ur geislann fær Aðalsteinn mynd í símann. Oft eru kindur eða fuglar á ferð en ef hann telur eitthvað grun- samlegt á seyði hringir hann á lög- reglu. Sem betur fer segist hann ekki hafa þurft að grípa til þess. Lengi hefur verið grunur um stuld á eggjum úr hreiðrum friðaðra fugla og á áttunda og níunda áratug síðustu aldar voru iðulega fluttar frétt- ir af stuldi á fálkaeggjum og ungum og tilraunum til að smygla úr landi, en fálkinn hefur verið alfriðaður frá 1940. Fyrir fimm árum var gerð tilraun til að smygla um 100 fuglseggjum úr landi með Norrænu. Um helmingur eggjanna var frá friðuðum tegundum. Varp í vor í mann- gerðu fálkahreiðri Samkvæmt válistaflokkun fugla, sem finna má á heimasíðu Náttúru- fræðistofnunar, er fálkinn metinn í nokkurri hættu. Aðalsteinn segir mik- ilvægt að tryggja vöxt og viðgang fálkans hér á landi. Þessi hánorræna tegund hafi mikið verndargildi á heimsvísu og ekki að ástæðulausu að hann hafi verið kallaður konungsgersemi. „Þetta er tignarlegur, skemmti- legur og fallegur fugl,“ segir Aðalsteinn. Á heimasíðu Fálkaseturs segir m.a.: „Fálkinn á sér sérstakan sess í sögu og menningu Íslendinga. Frá alda öðli voru fálkar veiddir á Íslandi og fluttir út til Evrópu þar sem þeir voru tamdir til veiðileikja. Fálkinn var áður í skjaldarmerki Íslendinga og fálka- orðan, eitt æðsta heiðursmerki Íslendinga, er við hann kennd.“ Konungsgersemi Í NOKKURRI HÆTTU Varp Aðalsteinn Örn Snæþórsson við manngert fálkahreiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.