Morgunblaðið - 25.05.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.05.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 ✝ Róbert Rafn Óðinsson fæddist í Reykjavík 14. maí 1991. Hann lést 10. maí 2022. Foreldrar Róberts eru Óðinn Már Jónsson, f. 25. des- ember 1946, og Edna Sigríður Njálsdóttir, f. 15. nóvember 1952, d. 11. mars 2022. Systir Róberts er Svava Rut Óð- insdóttir, f. 29. janúar 1973. Sonur hennar er Óttar Kol- beinsson Proppé, f. 12. ágúst 1998. Eftirlifandi sambýliskona Ró- berts er Ólöf Arna Gunnlaugs- dóttir, f. 30. maí 1995. Dóttir hennar er Anna Sif Hjaltadótt- ir, f. 20. febrúar 2017. Dóttir Róberts er Amilía Ýr, f. 22. desember 2017. Róbert stundaði nám í Álftamýr- arskóla og útskrif- aðist úr fram- reiðslu frá Hótel- og matvælaskól- anum í Mennta- skólanum í Kópa- vogi vorið 2013. Hann starfaði víða við framreiðslu, m.a. á Hilton og Vox, þar sem hann lærði. Róbert kom að stofnun Mat- húss Garðabæjar árið 2016. Síðustu árin bjó Róbert á Sel- fossi og starfaði m.a. í Tryggvaskála. Útför Róberts fer fram í dag, 25. maí 2022, frá Háteigskirkju og hefst athöfnin klukkan 13. Þegar kemur að því að minnast í orðum manneskju sem var eins einstök og Robbi flækjast málin. Þau orð eru nefnilega held ég ekki til í okkar máli sem ná almenni- lega utan um þá manngerð sem hér var á ferð. Robbi var einhver líflegasti, glettnasti og óútreiknanlegasti maður sem ég hef hitt og snerti fólk á þann hátt sem ég held að sé ómögulegt að lýsa fyrir þeim sem ekki voru eins heppnir og ég að kynnast honum. Ég leit á Robba sem einn minn nánasta vin og ættingja. Undan- farið hef ég þurft að reyna eftir bestu getu að útskýra samband okkar betur fyrir fólki; hann var jú móðurbróðir minn en við höfð- um svo oft ákveðið með okkur að réttara orð yfir okkar tengsl væri bræður. Enda aldir upp saman á svipuðum aldri. Og það var hans ákvörðun, að ég held um leið og ég fæddist og hann sjö ára gamall, að mig myndi hann hugsa um eins og litla bróð- ur sinn. Þannig á ég ótal minningar af honum í gegn um árin þar sem hann kenndi mér á lífið. Sitt sýnist kannski hverjum um uppeldisaðferðirnar; á æskuheim- ili okkar hjá afa, þar sem við bjuggum saman um hríð, hafði hann þann háttinn á að bregða mér oft á dag, svo ég þorði varla að ganga inn og út úr herbergjum hússins af ótta við að hann stykki fram með látum og gæfi mér hjartaáfall. Þá skulum við ekki eyða of mörgum orðum í loft- byssuskotin sem hann lék sér að að skjóta nærri mér til að gera mér bilt við eða flugeldana sem hann lét mig halda á og skaut úr hendi mér af svölunum í Álftamýri – ég í kringum tíu ára gamall en hann sautján ára. Mörgum árum síðar, þegar hann hafði ráðið mig í vinnu sem þjón, sátum við eitthvert kvöldið eftir erfiða vakt og rifjuðum þessa tíma upp. Ekki var ég par sáttur með meðferðina sem ég fékk á heimilinu. En hann sagði þá við mig orð sem hafa setið í mér síðan og á hans einstaka hátt hitti hann nagl- ann á höfuðið því þau voru sönn: „Ég braut þig niður, Óttar minn, svo ég gæti byggt þig upp aftur.“ Og um leið áttaði ég mig á því að uppbyggingu seinni áranna gæti ég seint launað honum. Maðurinn tók mig í raun að sér þegar ég var unglingur. Kenndi mér að vinna langar og erfiðar vaktir; vinnuaðferðir sem ég hef alltaf haldið í síðan. Hjá honum voru engin vandamál – bara lausn- ir. Mannþekkjarinn sem hann var, lestur í aðstæður og fólk, sölu- hæfileikar og einstakt lag á að ná til allra og skilja eitthvað eftir hjá hverjum sem hann hitti. Ef ég hef náð að temja mér þó ekki væri nema örlítinn hluta af þessum hæfileikum hans þá er ég í góðum málum út lífið. Orðheppnari mann hef ég þá aldrei á ævinni hitt og mun ólík- lega kynnast öðrum eins húmor- ista og lífskúnstner á ævinni. Ég vona að sem mest af stóra bróður mínum lifi áfram í mér nú eftir hans daga. Minningin sem lifir verður af þeim lífsglaða, fyndna, orðheppna og klára prakkara sem allt of lítill forréttindahópur fékk að kynnast. „Hinn vitri tranar sér ekki fram en er samt fremstur.“ Þetta sagði einn af hinum forn- asísku spekingum menningar- heims sem Robbi var af einhverj- um ástæðum heltekinn af. Þau hefðu allt eins getað verið skrifuð um hann. Óttar Kolbeinsson Proppé. Elsku drengurinn. Það er svo skrýtið hvað festist í minni manns. Þannig man ég glöggt stoltið sem geislaði af Róberti þegar hann, átta, níu ára gamall, rak mig á gat í Bítlafræðum í fyrsta sinn. Alls ekki það síðasta þó, því fáum hef ég kynnst sem sökktu sér af jafn mikilli ákefð ofan í Bítlana og Ró- bert. Það var sama stolt og mátti alltaf sjá í augum hans gagnvart Óttari, syni mínum. Róbert var móðurbróðir Óttars, en í raun voru þeir eins og bræður, sérstak- lega eftir því sem Óttar eltist. Og alltaf var Robbi jafn stoltur af Ótt- ari, skipti þá engu hvort það var þegar sá litli tók sín fyrstu skref eða þegar hann útskrifaðist úr há- skóla eða sýndi afrek sín í starfi. Því stolti deildum við Róbert og ræddum reglulega. Lífið er stundum skrýtin skrúfa. Örlögin höguðu því þannig að síðustu ár vorum við Róbert í töluvert miklu sambandi. Við ræddum saman í síma og hittumst yfir kaffibolla, stundum ört en svo teygðist á milli. Alltaf var þó sama glettnin í rödd hans þegar við heyrðumst, svo mikil reyndar að hún skein af skrifunum líka þegar samskiptin voru í því formi. „Herra“ var hans ávarp til mín og ég brosti alltaf út í annað þegar ég heyrði það eða las. Samtöl okkar Robba færðu okkur nær hvor öðrum en við höfðum áður verið. Hann var oft og tíðum á heimili okkar Svövu sem barn, en þegar við fórum að ræða um lífið og tilveruna vorum við báðir fullorðnir menn sem höfðum reynt ýmislegt. Við reyndum að tala okkur niður á hvað það væri sem skipti máli í líf- inu, tókumst á við, tja ekki endi- lega lífsgátuna, enda sosum sam- mála um að hún væri nú ekki endilega til, heldur það ævilanga verkefni að ná sátt við lífið og til- veruna. Ég lærði ótal margt af Róberti í þeim samtölum, því hann rak mig ekki síður á gat þar en í Bítlafræðunum forðum daga. Aðallega sönnuðum við þá fornu speki að samtöl dýpka lífsskilning. Það er þyngra en tárum taki að kveðja Róbert, kornungan mann- inn. Að sjá aldrei aftur stoltið geisla úr augum hans yfir afrek- um Óttars, að fylgjast ekki með honum hrista veislur fram úr erm- inni – eins og hann gerði við út- skrift Óttars – að fá ekki að ræða við hann. Síðasta samtal okkar var kvöldið áður en hann lést og ég mun ætíð muna það sambland glettni og alvöru sem einkenndi það, líkt og reyndar flest önnur. Orð virðast stundum ósköp máttlaus en um leið fela þau í sér heiminn og allt sem í honum er. Eins virðast orð lítilvæg við þess- ar aðstæður, þegar aðstandendur reyna að skilja þessa snúninga sem tilveran hefur tekið. Stundum eru orð um það bil það eina sem maður á; orð, hlýja og snerting. Orð geta nefnilega líknað, veitt von, nýtt upphaf. Ef við hleypum þeim inn að hjarta okkar. Elsku Ólöf, Óðinn, Svava, Óttar minn og þið öll önnur sem að Róberti stóðu. Ég samhryggist innilega. Góður drengur er genginn. Kolbeinn Óttarsson Proppé. Nú er komið að ferðalokum hjá Róberti mínum. Grafskriftin „þeir deyja ungir sem guðirnir elska“ er víst fásinna, út frá kristinni guð- fræði. En, samt … Ég held að guðirnir hafi elskað Robba. Og elski hann enn. Mikið. Hann var svo ótrúlega hæfileikaríkur og snjall, en samt gríðarlega hógvær og ljúfur. Þegar ég hitti Robba fyrst vissi ég að ég væri búinn að eignast sálufélaga. Ein fyrsta vaktin okk- ar saman sem kokkur og þjónn gaf fyrirheit um blómlegt sam- starf. Þannig var að ónefndur fyrrverandi úkraínskur einræðis- herra hneigði sig fyrir okkur. Við höfðum fengið það verkefni að gefa þessum einræðisherra fimm rétta máltíð á meðan einkaflugvél- in hans beið á Keflavíkurflugvelli. Róbert gleymdi blómaskreyting- unni. Á meðan ég græjaði matinn fyrir Viktor, eins og við kölluðum téðan einræðisherra, gekk Robbi á milli bútík-verslana í Leifsstöð í leit að einhverju „drasli“ til að setja á borðið fyrir einræðisherr- ann okkar. Þetta reddaðist. Robbi náði að græja allt upp á tíu. Ill- mennið hneigði sig djúpt fyrir okkur. Samstarfið var hafið. Ég elskaði að vera í kringum þennan gorm. Hann var ein áhugaverðasta, skemmtilegasta og sniðugasta manneskja sem ég hef kynnst. Snillingur. Að vinna með Robba var eins og að fljóta niður læk í vel fóðr- uðum báti. Hann var „fenómen“ svokallað. Hann var svolítið eins og framlenging á mér og ég á hon- um. Við sátum oft saman eftir vaktir og svöruðum vinnupósti og pössuðum að öll svörin væru hár- rétt. Hann spurði mig alltaf ef hann hélt að hann væri of hort- ugur í svörum. Held að sú hafi aldrei verið raunin. Þegar ég gifti mig ákvað hann, Róbert Rafn Óðinsson ✝ Sigríður Hjör- dís Indr- iðadóttir fæddist í Reykjavík 7. júní 1939. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 16. maí 2022. Foreldar henn- ar voru hjónin Jó- hanna Ólafsdóttir, f. 1.7. 1918, d. 14.5. 2007, og Indriði Bogason, f. 13.12. 1911, d. 6.9. 1992. Systkini Sigríðar eru: Bogi, f. 16.4. 1941, Ólafur, f. 27.6. 1945, d. 19.10. 2018, og Magnús, f. 20.12. 1952. Hinn 4.1. 1963 giftist Sig- ríður Þóri Hallgrímssyni, f. 7.8. 1936. Þórir starfaði við Kársnesskóla í Kópavogi, fyrst sem kennari, en síðar sem yfirkennari og skóla- stjóri. Sigríður og Þórir eignuðust tvö börn: Indriða Jóhann, f. 7.10. 2005, Ása Gunnþórunn, f. 4.3. 2007, og Saga Sigríður, f. 19.10. 2010. Sigríður ólst upp í Vestur- bænum í Reykjavík, lengst af á Öldugötu 9 en síðar á Mel- haga 12. Hún gekk í Mela- skóla, Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar og Menntaskólann í Reykjavík þar sem hún út- skrifaðist sem stúdent árið 1959. Hún útskrifaðist sem kennari úr Kennaraskóla Ís- lands árið 1960. Sigríður hóf starfsferil sinn sem kennari í Kársnesskóla í Kópavogi árið 1960 þar sem hún kynntist samkennara sín- um og síðar eiginmanni Þóri Hallgrímssyni. Þau trúlofuðu sig 1. janúar 1962 og gengu í hjónaband 4. janúar 1963. Sig- ríður kenndi alla sína starfs- ævi við Kársnesskóla. Sigríður og Þórir fluttu í Holtagerði 49, Kópavogi, árið 1963, þar sem þau byggðu sér hús og bjó Sigríður þar frá þeim tíma eða þar til um miðj- an febrúar sl. þegar hún fékk dvöl á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 25. maí 2022, klukkan 13. 4.5. 1963, og El- ísabetu Þóreyju, f. 15.7. 1973. Indriði er kvæntur Önnu Jónu Geirsdóttur, f. 11.2. 1962. Börn þeirra eru: a) Haf- dís, f. 23.1. 1979, maki Þorvaldur Ingi Guðjónsson, f. 31.5. 1976, barn þeirra er Elís Kári, f. 25.5. 2020, börn Haf- dísar eru Anna Lilja, f. 14.5. 1999, Mikael Aron, f. 5.8. 2003, og Írena Rut, 19.3. 2009. b) Þórarinn Elís, f. 24.11. 1990. c) Sigríður Hjördís, f. 7.1. 1992, maki Hannes Björn Guðlaugsson, f. 15.1. 1990, börn þeirra eru Jóhanna Þór- dís, f. 1.1. 2019, og Ólöf Anna, f. 20.5. 2021. d) Brynhildur Ósk, f. 10.12. 2001. Elísabet er gift Flóka Hall- dórssyni, f. 29.12. 1973. Dætur þeirra eru Una Sólveig, f. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég hripa niður fátækleg orð um móður mína. Við áttum alla tíð náið og gott samband sem ég er afar þakklát fyrir. Til hennar var ætíð gott að leita og hún var alltaf til taks fyrir mig og fjölskyldu mína. Við vorum miklar og góðar vinkonur. Mamma var góður námsmað- ur og þótti gaman að læra, hún gekk í Menntaskólann í Reykja- vík og síðar í Kennaraskólann. Þó að ekki sé lengra síðan var á þeim tíma ekki sjálfgefið að kon- ur fengju að mennta sig og var hún þakklát foreldrum sínum að styðja hana i því að fá að njóta menntunar. Að loknu kennaranámi hóf mamma að kenna við Kársnes- skóla í Kópavogi, sem reyndist örlagaríkt þar sem hún kynntist föður mínum. Á þeim tíma var húsnæðisskortur í Reykjavík og brugðu þau á það ráð að festa kaup á lóð við Holtagerði í Kópavogi, steinsnar frá Kárs- nesskóla, þar sem þau byggðu hús. Mamma bjó þar í 59 ár með föður mínum eða þar til í febr- úar sl. þegar hún var orðin al- varlega veik og flutti á hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð. Hjónaband mömmu og pabba einkenndist af mikilli samheldni og hlýju, þau störfuðu á sama vinnustað alla sína starfsævi, og heima fyrir voru þau ekki síður samheldin og samtaka og gengu í öll störf saman. Eftir því sem mömmu hrakaði undanfarin ár tók pabbi yfir öll verk og sinnti mömmu af einstakri alúð og um- hyggjusemi svo eftir var tekið. Mamma tók þessu ekki sem sjálfsögðum hlut og var óspar á að tala um hvað pabbi minn væri góður karl og hvað hún væri heppin að eiga hann að. Mömmu leið best heima í litla rauða húsinu í Holtagerði með stóra garðinum, þar sem hún naut þess að vera úti á sumrin og á veturna gaf fuglunum dag- lega hafragraut bragðbættan með rúsínum. Hún hafði yndi af bókalestri og var dugleg að benda mér á og lána mér bækur. Hún var réttsýn og jarðbundin, tilfinningarík og kærleiksrík. Mamma var mikil fjölskyldu- kona og vildi allt fyrir sitt fólk gera. Hún var létt í lund, skap- góð og ljúf. Eins og hún sagði sjálf kunni hún ekki að fara í fýlu. Hún var glaðsinna og hlát- urmild. Nöldur, neikvæðni og barlómur voru henni ekki að skapi heldur vildi hún einblína á björtu hliðarnar í lífinu. Hún var lífsglöð og það lýsir henni vel að þrátt fyrir að vera orðin mjög veik talaði hún iðulega um það við mig hvað henni þætti gaman að lifa og hvað það væri gaman að vera til. Þegar ég heimsótti hana í Sunnuhlíð og sjúkdóm- urinn hafði lagst af svo miklum þunga á hana að hún var orðin ósjálfbjarga svaraði hún því samt alltaf til að hún hefði það fínt þegar ég spurði hana um líð- an hennar. Það var erfitt fyrir okkur að- standendur að sjá minnissjúk- dóminn ömurlega ná yfirhönd- inni á kláru, minnugu og skörpu konunni sem móðir mín var. En hún tók því eins og öðru með jafnaðargeði og æðruleysi. En sjúkdómurinn náði ekki að ræna hana mildinni og hlýjunni og það var alltaf stutt í brosið hjá henni, kossana og faðmlögin. Það var sérstaklega fallegt veður þegar mamma kvaddi í dagrenningu, bjart, stillt og milt, líkt og hún. Það eru forréttindi að hafa fengið að eiga svona góða og ljúfa móður og mun ég minnast mömmu með gleði og hlýju. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um föla kinn þín minning björt (Ingibjörg Haraldsdóttir) Meira á www.mbl.is/andlat Elísabet Þórey Þórisdóttir Tengdamóðir mín, Sigríður Hjördís, oftast kölluð Sirrí er nú fallin frá eftir erfið veikindi. Ég hitti Sirrí fyrst þegar ég var kynntur fyrir þeim hjónum fyrir ríflega þrjátíu árum. Sirrí tók mér strax vel og reyndist mér og okkur fjölskyldunni síðan alla tíð mikil stoð. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá samband Sirríar við dætur okkar þrjár þróast frá fæðingu þeirra og fram á unglingsaldurinn. Allar hafa þær notið góðs af því að vera í reglulegu, sterku og ást- ríku sambandi við ömmu Sirrí og söknuðurinn er því mikill við fráfall hennar. Minningarnar lifa engu að síður áfram og fylgja okkur um ókomin ár. Sirrí fæddist rétt fyrir seinna stríð og bjó á æskuárum á Öldu- götunni í gamla Vesturbænum. Hún var meðal fyrstu nemenda sem hófu skólagöngu í nýbyggð- um Melaskóla. Margt hefur breyst á Íslandi á þessum ríf- lega átta áratugum sem ævi hennar spannaði. Stuttu eftir að þau Þórir hófu búskap reistu þau sér hús í Holtagerði í vest- urbæ Kópavogs. Þau hjónin voru meðal frumbyggja í þessu nýja hverfi og áttu eftir að búa þar og starfa alla sína starfsævi og raunar allt til dagsins í dag. Bæði störfuðu þau við Kársnes- skóla og áttu þannig þátt í að mennta fleiri kynslóðir ungra Kópavogsbúa. Það var auðheyrt að Sirrí var mjög annt um hverf- ið sem hún átti þátt í að móta og samræður við matarborðið leiddu oftar en ekki að tali um íbúa sem bjuggu í húsum í nær- liggjandi götum. Það mátti greina í þessum frásögnum að hverfið var nokkurs konar þorp, með eigin verslanir og þjónustu og fólkið þekktist vel. Tíminn líður áfram og því fækkar í kyn- slóð þeirra sem byggðu Kárs- nesið. Að lokinni langri ævi og nokk- urra áratuga kynnum er margs að minnast frá samskiptum okk- ar Sirríar. Sirrí var hláturmild og glaðlynd og ég held að ég hafi aldrei séð hana skipta skapi. Þegar veikindi tóku að herja á hana var hún áfram létt í lund og kát. Hún naut greinilega samverustunda með barnabörn- um og nánustu fjölskyldu og oft- ar en ekki glitti í gamla kenn- arann þegar hún kenndi börnunum vísubút, handverk eða annað gagnlegt. Sirrí virtist alltaf una sér við að leysa þraut- ir hversdagsins. Á máli nú- tímans má líklega segja að hún hafi átt auðvelt með að tileinka sér núvitund. Hún naut þess að vera úti í garðinum heima á góð- viðrisdögum, auk þess sem þau hjón fóru oft í göngutúra saman. Að leiðarlokum er gott að minn- ast með þakklæti allra góðu stundanna og þakka fyrir langa vináttu og ómetanlegan stuðning við fjölskyldu okkar. Flóki Halldórsson. Amma Sirrí var í alla staði einstök kona sem ávallt var í góðu skapi og ég minnist hennar þannig. Velflestar æskuminning- ar mínar eru af „ömmu í Kópó“ og af þeim ánægjulegu samveru- stundum okkar sem einkenndust af brosi og hlátri hennar. Alltaf var gaman að verja tímanum með ömmu og ég verð ævinlega þakklát fyrir að við vorum alla tíð afar nánar. Við áttum í gegn- um árin mörg samtöl þar sem við hlógum oft og tíðum saman. Þegar hlátrinum lauk sagði amma alltaf: „Hláturinn lengir lífið“ og ef til vill leynist vottur af sannleika í þeim málshætti. Heimsóknir í Holtagerðið voru vikulegar og einnig komu þau afi oftsinnis til okkar systra eða sáu um að sækja okkur úr þeim ýmsu tómstundum sem við iðkuðum. Þá skiptumst við á að verja tíma okkar saman á heim- ili okkar fjölskyldunnar eða hjá ömmu og afa og góðir veðurdag- ar voru nýttir utandyra sem verða mér ávallt minnisstæðir. Það eru þeir dagar þegar við sátum saman úti á pallinum í garði ömmu og afa og er hún tók þátt í uppátækjum okkar systra og leikjum utanhúss. Hún spilaði einnig gjarnan við mig á spil, las fyrir mig og sá um mig. Amma var líkt og mín besta vinkona og alltaf var hægt að leita til henn- ar ef þess gerðist þörf. Á bernskuárum mínum sagði amma mér sögur af árum sínum áður fyrr. Frásagnir hennar fjölluðu mestmegnis um æskuár- Sigríður Hjördís Indriðadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.