Morgunblaðið - 25.05.2022, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022
✝
Karl Jónasson
fæddist 23.
desember 1919 í
Reykjavík. Hann
lést 15. maí 2022.
Foreldrar hans
voru Jónas Páll
Magnússon bók-
bindari, f. 18. maí
1885 í Reykjavík, d.
11. nóvember 1945,
og Guðbjörg Gísla-
dóttir húsfreyja, f.
25. janúar 1897 í Þórisdal í
Lóni, d. 18. janúar 1978.
Karl átti sex systkini: Sigríð-
ur Jónasdóttir, f. 18. september
1916, d. 14. nóvember 2001,
Hólmfríður Jónasdóttir, f. 24.
október 1917, d. 21. desember
2011, Jón Jónasson, f. 1918, d.
1918, Birgir Jónasson, f. 26. jan-
úar 1922, d. 21. desember 2002,
Ragnar Jónasson, f. 4. júlí 1923,
d. 9. apríl 1961, Páll Magnús
Karl kynntist Guðnýju Ara-
dóttur, f. 10. apríl 1919, d. 9.
febrúar 2018, verðandi konu
sinni, árið 1936. Hann stundaði
síðan nám við Flensborg í Hafn-
arfirði 1939-40 og síðan við
Menntaskólann á Akureyri,
lauk þaðan stúdentsprófi 1944,
innritaðist í Háskóla Íslands og
hóf nám við lagadeildina þar.
Að loknu námi giftust Karl og
Guðný, 20. janúar 1945.
Börn þeirra sjö eru: Karl
Magnús, f. 1945, Björg, f. 1946,
Rannveig, f. 1948, d. 19. júlí
1981, Ari, f. 1950, Eyjólfur, f.
1952, d. 14. nóvember 2010,
Björn, f. 1956, Gísli Stefán, f.
1959. Afkomendur Karls og
Guðnýjar eru 77.
Karl hætti laganáminu og fór
út á vinnumarkaðinn. Á
menntaskólaárunum hafði Karl
starfað hjá Félagsprentsmiðj-
unni og var auk þess blaðamað-
ur við dagblaðið Vísi. Karl og
Guðný, eiginkona hans, fluttu
norður á Akureyri vorið 1945.
Þar tók Karl við stöðu prent-
smiðjustjóra Prentsmiðju
Björns Jónssonar. Hann var
prentsmiðjustjóri og fram-
kvæmdastjóri prentsmiðjunnar
og lengst af aðaleigandi hennar
fram á haust 1960, þá seldu þau
reksturinn og eignir sínar á Ak-
ureyri og fjölskyldan flutti suð-
ur og kom sér fyrir í Kópavog-
inum.
Karl stofnaði prentsmiðjuna
Karl M. Karlsson og Co. árið
1962, sem árið 1970 var breytt í
hlutafélagið Vörumerking. Það
sérhæfði sig snemma í ýmiss
konar sérhæfðum umbúðum,
límmiðum og vörumerkingum.
Reksturinn gekk vel, fyrir-
tækið óx hratt og um árabil
störfuðu þar kringum 40
manns.
Karl starfrækti fyrirtækið
með sonum sínum, Karli Magn-
úsi, Ara og Birni, til ársins
2012. Þá sameinaðist fyrirtækið
öðru fyrirtæki.
Útför Karls fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 25. maí
2022, og hefst athöfnin kl. 13.
Jónasson, f. 7. nóv-
ember 1927, d. 11.
febrúar 2005.
Karl ólst upp í
foreldrahúsum við
Lindargötuna til
fimm ára aldurs
ásamt tveimur
systrum. Þá fór
hann austur að
Hoffelli í Horna-
firði, til móð-
ursystur sinnar
Rögnu Gísladóttir og manns
hennar Leifs Guðmundssonar.
Karl var tíu ára er hann kom
aftur á Lindargötuna og átti
þar heima fram yfir fermingu.
Karl byrjaði í Austurbæjarskól-
anum þegar skólinn tók til
starfa, árið 1930. Karl byrjaði
að vinna í Félagsprentsmiðjunni
er hann var þrettán ára, hóf þar
nám í prentiðn fimmtán ára og
lauk sveinsprófi 1939.
Gamli, eins og við fjölskyldan
og nánustu vinir kölluðum hann,
var um margt merkilegur kar-
akter, var klókur, ráðagóður og
heimsmaður með reisn. Maður
minnist veislanna í Melgerðinu
og síðar Skógarlundinum þar
sem mamma fékk aðeins klukku-
tíma til að útbúa veislu fyrir
gesti sem gamli var þá búinn að
bjóða í mat og það kláraði hún
með stæl, enda rómaður veislu-
kokkur.
Einkenni og sú mynd sem
flest okkar hafa af gamla er hann
sitjandi við skrifborðið sitt stóra
við að lesa eða skrifa með rautt á
kantinum innan um allar bæk-
urnar sínar, en þær telja hátt á
annað þúsund, en hann var mikill
bókaunnandi og gaf út nokkrar
bækur á Akureyrarárunum.
Fyrsta hugsun okkar systkina
var að hann yrði að fá skrifborðið
sitt með sér er hann flutti á
Hrafnistu í desember sl. og þar
sat hann flestar stundir og skrif-
aði og las til síðasta dags.
Alla tíð minntist hann með
hlýju uppeldisáranna hjá Rögnu
móðursystur sinni og Leifi
manninum hennar í Hoffelli í
Nesjum í Hornafirði, en þar var
hann frá fimm ára aldri til 10 ára
er hann kom aftur heim til
Reykjavíkur til að ganga í skóla.
Námsferillinn var öðruvísi en hjá
flestum en 13 ára hóf hann störf
sem sendill hjá Félagsprent-
smiðjunni og fór á samning þar í
setjaraiðn 15 ára. Þegar því námi
lauk með sveinsprófi 1939 fór
hann í menntaskóla, fyrst í
Flensborg en síðan í MA þar
sem hann lauk stúdentsprófi vor-
ið 1944. Hann hóf nám í lögfræði
við Háskóla Íslands haustið 1944
en hætti um áramót og fluttist
með mömmu, en þau kynntust
1936, til Akureyrar þar sem hann
tók við sem prentsmiðjustjóri í
Prentsmiðju Björns Jónssonar,
þar voru þau í 16 ár, sjö börnum
ríkari, og fluttu suður aftur.
Fyrst hóf hann störf sem með-
eigandi í Félagsprentsmiðjunni
en stofnaði síðan eigið fyrirtæki
1961, Karl M. Karlsson og Co en
breytti nafninu í Vörumerking
1971. Afkomendur gamla og
mömmu telja nú um 80 hausa og
árin þeirra saman voru 83 en
mamma lést 2018, rétt að verða
99 ára.
Gamli minn, takk fyrir sam-
veruna þessi tæpu 72 ár sem ég
hef lifað, þú skilar kveðju til
mömmu, Bassý og Eyfa.
Ari Karlsson.
Nú er faðir minn allur eftir
langa og farsæla ævi. Verður
mikill missir að honum fyrir okk-
ur öll.
Karl Jónasson (Gamli) fæddist
á Lindargötunni í Reykjavík á
Þorláksmessu 1919, ólst þar upp
til 5 ára aldurs, var svo sendur til
móðursystur sinnar Rögnu
Gísladóttur og Leifs Guðmunds-
sonar í Hoffelli, Hornafirði, þar
var hann í góðu yfirlæti til 10 ára
aldurs og hefur hann alla tíð tal-
að um hvað honum hafi liðið vel
þar, og hefur borið sterkar
taugar þangað. Ófá skiptin höf-
um við Gamli rifjað upp sögur og
atvik frá Hoffelli, þar sem ég var
síðar í sveit hjá sama sómafólk-
inu í sex sumur, þekktum við
báðir örnefni á klettum, fjöllum
og hólum og hvað gott var að
vera í þessari fögru sveit.
Sem barn var Gamli var nám-
fús og fór hann í farskóla á
næsta bæ, Setberg, tvisvar sinn-
um sex vikur og var hann jafn
vel að sér eða betur en jafnaldrar
hans þegar hann kom aftur til
Reykjavíkur.
Lærði síðar prent í Fé-
lagsprentsmiðjunni og þaðan fór
hann í Menntaskólann á Akur-
eyri og varð stúdent 1944 og
fagnaði með öðrum nýstúdentum
á Lýðveldishátíðinni á Þingvöll-
um 17. júní 1944.
Alltaf rifjast upp skemmtileg-
ar stundir sem við áttum með
foreldrum okkar í Skógarlundi
þar sem oft var slegið upp grill-
veislum með stuttum fyrirvara
og allir kallaðir inn með börnum
sínum. Þar var oft grillað lamba-
læri í holu í jörðinni.
Ófá ferðalög um landið þar
sem við nutum leiðsagnar Gamla
og mömmu, þau voru hafsjór af
fróðleik og sögum í hverju hér-
aði.
Á langri og viðburðaríkri ævi
þar sem framþróunin var mikil
safnaðist mikil viska og fróðleik-
ur upp hjá honum og var sama
hvaða spurningar komu upp í
samræðum við hann, hann hafði
alltaf mikið fram að færa og var
ráðagóður, var með gott minni
og gat rifjað upp hluti sem gerð-
ust frá barnæsku hans og fram á
okkar daga.
Það hafa verið forréttindi að
njóta samvista við hann svo
lengi.
Hvíl í friði, Gamli minn.
Björn Karlsson (Brasi)
Svanhildur Þórarinsdóttir.
Karl Jónasson
✝
Svavar Gylfi
Jónsson fædd-
ist á Vaðstakks-
heiði undir Snæ-
fellsjökli 25. maí
1932. Hann lést á
Borgarspítalanum
12. maí 2022.
Foreldrar hans
voru Jón Sig-
urjónsson bóndi, f.
20.8. 1899, d. 14.7.
1990, og Helga
Káradóttir hús-
freyja, f. 9.4. 1904, d. 31.7. 1981.
Systkini Gylfa eru Sveinlaug
Lilja, f. 1925, d. 1983, Óskheiður
Ester, f. 1926, d. 2011, Þórdís
Rakel, f. 1929, Sólveig Bene-
dikta, f. 1930, Elísa Steinunn, f.
1935, d. 2016, Sigurjón Sveinar
Bláfeld, f. 1939, d. 2016, og Kári,
f. 1939, d. 2022.
Gylfi kvæntist Vénýju Viðars-
dóttur, f. 17.11. 1930, d. 1.3.
1993, hinn 17.11. 1954. Börn
heiði í Neshreppi utan Ennis og
ólst þar upp við sveitastörf. Í
seinni heimsstyrjöldinni fluttist
fjölskyldan svo á Hvassahraun í
Gullbringusýslu og bjó þar í þrjú
ár áður en hún flutti til Reykja-
víkur.
Gylfi byrjaði ungur að vinna
fyrir sér hjá Eimskipafélagi Ís-
lands, almenn verkamannastörf
og á lyftara. Hann var einn vetur
á bændaskólanum á Hvanneyri,
1949-1950. Hann varð verkstjóri
hjá Eimskip og gegndi því starfi
þangað til hann byrjaði með
kranaþjónustu 1961 og var með
hana í nokkur ár. Hann var síðan
vörubílstjóri það sem eftir lifði
af hans starfsævi, bæði hjá
Þrótti og Eimskip.
Gylfi var mikill áhugamaður
um hestamennsku og var einn af
stofnendum hestamannafélags-
ins Gusts. Hann stundaði glímu,
hafði gaman af veiði, góðum sög-
um, kunni ógrynni af kvæðum
og fannst gaman að taka lagið.
Útför hans fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 25. maí 2022,
klukkan 11.
þeirra eru: 1) Guð-
björg, f. 25.5. 1954,
d. 2.7. 2015. Börn
hennar eru Unnur
María Þorbergs-
dóttir, f. 1971, og
Eyrún Eiðsdóttir, f.
1977. 2) Unnur
María, f. 12.10.
1958, d. 7.9. 1964. 3)
Viðar, f. 26.12.
1961, kvæntur
Drífu Skúladóttur,
f. 12.1. 1962. Börn
þeirra eru Kári, f. 1984, og
Véný, f. 1993. 4) Sigurjón, f. 14.8.
1965, kvæntur Önnu Rakel
Sigurðardóttur, f. 17.2. 1967.
Sonur þeirra er Sigurður Sölvi,
f. 2003. Fyrir á Sigurjón soninn
Viktor, f. 1987. 5) Halldór, f.
13.6. 1970, kvæntur Höllu Skúla-
dóttur, f. 1.6. 1967. Börn þeirra
eru Gylfi, f. 1997, og Lovísa, f.
2001.
Gylfi fæddist á Vaðstakks-
Vinur minn hringdi í mig um
daginn og vottaði mér samúð sína
vegna fráfalls pabba. Við röbbuð-
um saman dágóða stund og í lokin
sagði hann: „Þetta er sorglegt
Dóri minn en mikið ertu heppinn
að hafa átt svona frábæran pabba
og hafa hann svona lengi. Það er
ekki sjálfgefið og þú getur setið
með fólki heila kvöldstund og sagt
af honum sögur.“ Já þetta er rétt
hjá mínum góða vini og þakklæti
er mér ofarlega í huga því Véný
Viðarsdóttir og Gylfi Jónsson
voru hreint út sagt stórkostlegir
foreldrar. Heimili okkar systkin-
anna einkenndist af frelsi, trausti
og mikilli gleði. Gott andrúmsloft
ríkti og vinir okkar urðu líka vinir
mömmu og pabba. Skeiðarvogur-
inn var félagsmiðstöð. Þetta voru
dásamlegir tímar. Pabbi hafði
einstaklega góða nærveru og fólk
fór ósjálfrátt í gott skap við það að
umgangast hann. Allt hans fas
var svo áreynslu- og æðrulaust og
ég man hreinlega ekki eftir því að
hann hafi skeytt skapi sínu. Blót-
aði reyndar stundum einhverjum
vitleysingum, pólitíkusum og svo-
leiðis liði, en hann var aldrei
reiður. Ánægjustundirnar með
honum eru óteljandi og okkur leið
alltaf vel saman enda var hann
með einstakt lundarfar. Hann var
líka frábær húmoristi og með
mjög góða frásagnargáfu. Sagði
þvílíkar „sannar“ bullsögur graf-
alvarlegur á svip með órætt og
skemmtilegt blik í augum. Maður
spurði sig oft að aflokinni svona
sögustund hvort hann hreinlega
tryði þessu sjálfur eða hvort hann
væri svona ruglaður í alvörunni.
Við vorum alla tíð mjög nánir og
þegar ég var lítill þá héldumst við
alltaf í hendur þegar við fórum að
sofa enda var rúmið mitt við hlið-
ina á hjónarúminu en þegar ég
fékk sérherbergi þá vandaðist
málið. Hendur okkar náðu ekki á
milli herbergja. Brugðum við þá á
það ráð að binda saman fullt af
treflum og klútum og strengdum
á milli okkar. Þetta band slitnaði
aldrei og mun aldrei slitna.
Covid-19 fór vel í okkur feðg-
ana. Vinnustaður minn var lokað-
ur og höfðum við góðan tíma til að
gera alls konar. Rúntuðum um
bílasölur borgarinnar, fórum í
kaffi í hin og þessi bakarí, keypt-
um í matinn og fórum upp í hest-
hús. Síðast bættist inn í þennan
rúnt byggingarsvæði Sigurjóns
bróður. Þangað fannst pabba
gaman að koma. Grjóni sagði okk-
ur stundum að snáfa í burtu.
„Hvað á það að þýða að trufla
svona vinnandi fólk!“ Þetta fannst
okkur fyndið og pabbi sagði oft
þegar við keyrðum í burtu: „Djöf-
ull eru þeir seigir þessir menn.“
Mikið rétt, en hann var sá seigasti
af öllum. Var alltaf skemmtilegur,
jákvæður og til í allt þó að hann
hafi gengið í gegnum gríðarlega
erfiða hluti á sinni löngu ævi.
Elsku pabbi, takk fyrir allt.
Halldór Gylfason.
Lífið er ferðalag, eru orð að
sönnu. Á 90 ára ferðalagi gerist
margt. Þú horfir á líf kvikna og líf
fjara út. Gleðin og sorgin togast
sífellt á. Þá er gott að vera með
meðfædda innri hugarró, sem
gagnast hvort sem koma þarf
gleðinni á æðra plan eða láta
mann gleyma vandræðum sínum.
Þeir eltu hann á átta gata tæki
og tvenna Saaba höfðu þeir til reiða
(pabbi vinar míns átti Saab)
En Gylfi gamli sat á Skóda einum
og heldur þótti gott til veiða.
Þannig byrjaði drápa sem
pabbi samdi, þegar fjölskyldan
lagði af stað upp á Uxahryggi til
að veiða. Þarna kenndi hann
manni bæði að meta náttúruna,
söguna og hafa gaman af lífinu og
lifa því lifandi. Svo kom „allir út
að ýta“ þegar Skódinn dreif ekki
upp Prestabrekkuna. Allir þustu
út nema ein sem sagði „ég fer
ekki fet“. Pabbi hló og við sem
sátum í aftursætinu, fjórir
strákpollar 4-11 ára, ýttum Skód-
anum upp brekkuna. Svona voru
okkar ferðalög sífelld ævintýri.
Seinna, þegar tengdadæturnar
og barnabörnin komu til sögunn-
ar, urðu enn fleiri svo heppnir að
kynnast þér. Ég held að aðal-
vinningurinn í happdrættinu hafi
ekki verið að vinna „Vestmanna-
eyjar eða Akureyri“ heldur að fá
að hafa haft þig við hlið sér í sex-
tíu ár.
Nú höfum við farið í okkar síð-
asta ferðalag saman og allar þær
frábæru minningar sem við eig-
um um einstakan pabba, afa,
tengdaföður, húmorista, kvæða-
mann, sögumann, sálfræðing,
hestamann,veiðimann en umfram
allt dreng góðan, lifa.
Viðar og fjölskylda,
Hellissandi.
Elsku afi minn. Ljúfasti,
fyndnasti, rólegasti og elsti vinur
minn.
Þó að það sé erfitt að kveðja þá
er það óhjákvæmilegt. Og þó svo
að táradalurinn sé langur og erf-
iður þá situr eftir þakklæti og
ógrynni af yndislegum og
ógleymanlegum minningum um
allar stundirnar okkar saman. Ég
var svo óendanlega heppinn að fá
að vera afastrákurinn þinn, því
betri og ljúfari afa er hreinlega
ekki hægt að hugsa sér. Sund-
ferðir í hundraðatali, að fá að sitja
með þér í vörubílnum, árin okkar í
sambúðinni á Laugarnesvegin-
um, öll ferðalögin, jólin fyrir vest-
an, veiðiferðirnar og samtölin yfir
bakkelsi sem alltaf léttu lund og
síðustu árin allar heimsóknirnar
með Arnaldi, sem auðvitað, eins
og allir aðrir, tók sérstöku ást-
fóstri við þig; hjartahlýjasta og
æðrulausasta ljúfmenni landsins
og þótt víðar væri leitað. „Afi
langi gefa ís“ var fyrsta setningin
sem sá litli lærði að setja saman
og þegar ég spurði hann hvert við
værum að fara þá var fyrsta svar-
ið „afi langi“.
Þú kenndir mér svo margt
elsku afi. Án þess þó að hafa endi-
lega ætlað þér það. Því þú varst
ekki þannig týpa að þú værir að
predika eða dæma. Þú kenndir
mér, með þinni lífssýn, mikilvægi
þess að taka hlutina ekki of alvar-
lega og mikilvægi þess að halda ró
sinni. Að vera rólegur. Þessir
hlutir eru mér ofarlega í huga
þessa dagana og ég ætla að til-
einka mér þá í ríkara mæli og þar
er ég viss um að þú munt hjálpa
mér, eins og þú gerðir í öllu öðru.
Það er við hæfi að ég láti fylgja
hér brot úr lagi sem ég samdi um
þig á áttræðisafmælinu þínu, vís-
an er ekki jafn dýrt kveðin og
margar þeirra sem þú gast snar-
að upp við hvert tækifæri en hún
er um þig og ég veit að þér þótti
vænt um hana.
Ég þekki mann
þið kannist við hann
hann gerir að gann-
i sínu við mig
kaupir happdrættismiða
stillir til friðar
Þegar þú ferð á fund
þá ferðu í sund
aldrei með hund
alltaf léttur í lund
Fari ég pottinn í
gefur þú mér ís,
eða kleinuhring,
ég fyrir þig syng
Þegar ég gekk til prests
gafstu mér hest
ég sló því á frest
að læra á hest
En það á þér sést
að þú kannt allflest
svo veistu langmest
enda ertu langbestur
Elsku afi, það hryggir mig að
geta ekki verið viðstaddur jarð-
arförina nema í gegnum síma. Við
vorum búnir að ræða það að ég
væri að fara í ævintýraleit til Evr-
ópu og þetta samþykktir þú, enda
ævintýramaður sjálfur. Ég
meina, þú varst fyrsti Íslending-
urinn til að fá þér tattú, varst með
þeim fyrstu á landinu til að fá
dómarapróf í öllum boltaíþróttum
og smalaðir einsamall allt
Reykjanesið, níu ára gamall, með
einn hund þér til aðstoðar, ber-
fættur og veiddir þér til matar …
Það var heiðskírt þegar ég flaug
út í gær. Útsýnið yfir borgina
ótrúlegt og ég get staðfest það
sem maðurinn sem fauk yfir
pulsuvagninn sagði þér eftir að
sjokkið lak af honum. Þakið á
pulsuvagninum ER grátt!
Ég mun sakna þín alla tíð en
þvílík gleði að vita af þér í hjarta
okkar allra sem minnumst þín.
Þín nærvera, sú allra besta og
alltaf til bóta.
Þangað til við sjáumst næst.
Þinn afastrákur,
Kári.
Við Gylfi mágur minn höfum
átt nána samleið í 70 ár. Ég minn-
ist þess enn þegar Venna systir
kynnti hann fyrir fjölskyldunni.
Hann var hæglátur en fljótlega
kom í ljós að hann var allra manna
skemmtilegastur, hafði óborgan-
lega frásagnargáfu og smitandi
hlátur.
Við Lúðvík áttum margar góð-
ar stundir með Vennu og Gylfa
heima og heiman. Þau heimsóttu
okkur til Kanada meðan við vor-
um þar við framhaldsnám, komu
oft með okkur í sumarbústaðinn,
þar sem Gylfi lagði drjúga hönd á
plóg við smíðar, gróðursetningu
og útvegun efniviðar. Um árabil
fórum við saman í veiðiferðir þó
svo að við systur snertum aldrei
stöng. Naut hann þessara ferða út
í ystu æsar og lét ekkert á sig fá
þótt hann fengi ekki fisk, sem var
ekki oft. Börnin okkar komu oft-
ast með og minnast þau ánægju-
stunda með Gylfa.
Líf Gylfa var ekki áfallalaust.
Unna Maja, yngri dóttir þeirra
Vennu, lést úr krabbameini tæp-
lega sex ára haustið 1964. Engin
orð fá lýst þeirri sorg og söknuði
sem fylgdi veikindum hennar og
andláti. Vennu missti hann eftir
skammvinn veikindi fyrir tæpum
30 árum. Var hún Gylfa, börnum
þeirra og okkur öllum harmdauði.
Enn kvaddi sorgin dyra þegar
Guðbjörg eldri dóttir þeirra varð
bráðkvödd 2015.
Síðustu árin höfum við Gylfi
hist reglulega og enn oftar eftir
að ég flutti í nágrenni við hann í
fyrrasumar. Alltaf var notalegt að
koma til hans, þiggja veitingar og
ræða um menn og málefni enda
var hann ótrúlega klár og minn-
ugur.
Fyrir um þremur mánuðum
greindist Gylfi með krabbamein í
lunga og dró smám saman úr
þreki hans. Sjúkrahúslegan var
stutt. Synir hans reyndust
honum alla tíð fádæma vel enda
var hann þeim frábær fyrirmynd,
æðrulaus, skapgóður og
skemmtilegur.
Við Lúðvík kveðjum góðan vin
og þökkum sameiginlega vegferð.
Einlægar samúðarkveðjur til
allra þeirra sem eiga um sárt að
binda.
Hildur Viðarsdóttir.
Gylfi Jónsson