Morgunblaðið - 25.05.2022, Síða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022
LJÓSMYNDA
SAMKEPPNI
200 mílna og Morgunblaðsins
Við leitum að fallegum, hrika-
legum, mögnuðum og öðruvísi
ljósmyndum af sjónum eða við
sjóinn.
Sendu okkur mynd og þú gætir
unnið 50.000 kr. gjafabréf og
fengið myndina þína á forsíðuna á
Sjómannadagsblaði 200 mílna í ár.
Við verðlaunum þrjár myndir:
1.sæti – 50.000 kr. gjafabréf á
Finnsson Bistro og forsíðumynd
200mílna 12. júní
2.sæti – 30.000 kr. gjafabréf á
Finnsson Bistro
3.sæti – 20.000 kr. gjafabréf á
Finnsson Bistro
Skilafrestur er til og
með 3. júní.
Taktu þátt og sendu okkur
myndir á 200milur@mbl.is
50 ÁRA Heidi er Borgnesingur en býr í
Reykjanesbæ. Hún er sölustjóri UPS á
Íslandi. Heidi er í saumaklúbb með 10
hressum Grindavíkurskvísum, golf-
félagsskap sem heitir Los Hrifos og
Golfklúbbi Grindavíkur. „Áhugamál mín
eru snjóbretti, golf og útivera og ég er
dugleg að ferðast, þá aðallega til að golf-
ast.“
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Heidi er
Sigþór Kristinn Skúlason, f. 1972, for-
stjóri Airport Associates. Börn Heidi eru
Arnþór Ingi, f. 1995, Gulli Dan, f. 1996,
og Erla Bergmann, f. 2000. Stjúpdætur
Heidi eru þrjár. Foreldrar Heidi eru Ósk
Ólafsdóttir, f. 1949, d. 2017, og Ásmund-
ur Ólafsson, f. 1950, málarameistari, bú-
settur í Hafnarfirði. Heidi á fjórar systur
og einn stjúpbróður.
Þorbjörg Heidi Johannsen
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það getur verið óþægilegt að láta
róta of mikið upp í málum sem þú telur að
þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálf-
um þér trúr mun allt fara á besta veg.
20. apríl - 20. maí +
Naut Sum verkefni eru eins og langur veg-
ur upp í móti, ekki láta þá blekkingu aftra
þér frá því að ná árangri. Smá tafir kunna
að ergja þig.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Löngun til að kíkja yfir sjóndeild-
arhringinn og uppgötva eitthvað nýtt vakn-
ar hjá þér í dag. Vertu ekkert að mála
skrattann á vegginn þótt þér finnist fólk
afundið í viðmóti.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú ert ekki giftur eigin skoðana-
heimi og hefðir gott af því að kíkja inn í
skoðanaheim einhvers annars.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Tilfinningarnar eiga það til að hlaupa
með þig í gönur. Þótt stundum komi erfiðir
tímar er engin ástæða til þess að láta þá
draga úr sér allan kjark.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú ert ekki nógu harður í sam-
skiptum við aðra og þyrftir að taka þig á og
vera fastari fyrir. Settu skýr mörk svo þú
getir haldið þig á áætlun.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það getur verið gott að fá aðra í lið
með sér þegar verkefnin gerast flókin.
Láttu ekki koma þér á óvart þótt þú verðir
beðinn að leiða hópinn í ákveðnu máli.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Taktu hlutunum eins og þeir
eru og reyndu að gera það besta úr stöð-
unni hverju sinni. Reyndu að hemja skap
þitt og forðast rifrildi.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú greinir líf þitt, og pælir í
hvort þú getir ekki bætt það með því að
breyta forgangsröðinni. Með góðra manna
hjálp tekst þér að breyta hlutunum þér í
hag.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Samræður við maka þinn skipta
óvenju miklu máli þessa dagana. Stattu
fast á þínu og treystu eigin dómgreind.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Hugmyndir eru á hverju strái,
vinnan er skemmtun og allt flæðir án hindr-
ana. Taktu jákvæðri gagnrýni vel.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú hefur lagt hart að þér að undan-
förnu og ert nú tilbúinn til að sýna öðrum
árangurinn.
okkur opnum örmum, spurði til nafns
og hvaðan við kæmum. Hann vissi að
ég var Snævarr en skólinn hafði
fóstrað þrjá móðurbræður mína og
afi minn og hann voru kunnugir. Ég
naut þeirra allra held ég í sam-
skiptum mínum við skólameistara
eftir þennan fyrsta fund okkar og
hann var mér eins og flestum ákaf-
lega góður og svo mjög að við dáðum
hann framar öðrum mönnum.
En snúum okkur að þessum fyrstu
dögum í MA. Skólinn fór hægt að af
stað, rétt eins og oftast gerist í byrj-
un skólaárs. Ég man eftir bæj-
arferðum með vinkonum, setu á kaffi-
húsum þar sem ég var kynnt fyrir 4.
bekkingum vinum og helstu menn-
ingarvitum en það voru fyrst og
fremst þeir sem sátu á kaffihúsum í
þann tíð.
Það er erfitt að lýsa þeim hug-
hrifum sem fylgdu því að vera komin í
Menntaskólann á Akureyri og ganga
inn í þetta samfélag menningar, lær-
dóms og nýrra félagstengsla, þar sem
stúdentsefnin gengu um ganga á
meðal okkar busanna og þeir jafnvel
töluðu við okkur þegar best lét! Virð-
ingin fyrir þeim var óblandin og upp-
fjörðinn og ekki skýhnoðri á himni.
Sjaldan hefur Eyjafjörðurinn birst
mér fegurri en þetta septembersíð-
degi haustið 1958 og Akureyri blasti
við eins og draumaborg í síðdegis-
skini haustsólarinnar.
Keyrt var beint upp í vist, rútan af-
fermd og haldið á fund skólameistara,
Þórarins Björnssonar. Hann tók
S
tefanía Valdís Stefáns-
dóttir fæddist í Bót í Hró-
arstungu austur á Fljóts-
dalshéraði á hvítasunnu-
dag 25. maí 1942. Stefanía
bjó fyrstu fimm ár ævinnar í Bót en
þá fluttu foreldrar hennar með börn
sín í Egilsstaði, þar sem þau byggðu
húsið Birkihlíð sem var meðal fyrstu
húsa sem byggð voru á svæðinu. Fjöl-
skyldan fluttist þó aftur um tíma í
sveitina eftir að hafa ráðist í að
byggja nýbýlið Flúðir í Bótarlandi.
Í sveitinni var farskóli og skiptust
bæirnir á að hafa skólann einn mánuð
í senn. Stefanía var því aðeins tíu ára
þegar hún var fyrst send að heiman
til náms. Þrettán ára var hún svo
send í Eiðaskóla í tvo vetur, en þriðja
veturinn dvaldi hún hjá systur sinni í
Vestmannaeyjum og lauk landsprófi
árið 1958. Eftir vetrardvölina í Vest-
mannaeyjum lá leiðin í Mennta-
skólann á Akureyri þar sem Stefanía
innritaðist um haustið og lauk stúd-
entsprófi árið 1962. Nú eru nýstúd-
entar að útskrifast víða um land en
svona lýsir Stefanía sínum fyrstu
kynnum sínum af MA:
„Það var komið haust árið 1958.
Nokkur ungmenni af Austurlandi
voru að búa sig til ferðar norður á
Akureyri til vetursetu. Brottfarar-
daginn var veður einstaklega fallegt
og rútan fararskjóti okkar beið við
Símstöðina á Egilsstöðum. Foreldrar
og litli bróðir voru kvödd og lagt var á
stað út í óvissuna. Hnútur í maga og
blanda af tilhlökkun og eftirvæntingu
í huganum. Gaman var að hitta fé-
lagana og brátt tók gleðin og spenn-
ingurinn við af áhrifum kveðjustund-
arinnar og kvíðatilfinningu í
maganum. Reyndir norðanmenn sem
voru að fara í 4. bekk voru líka í rút-
unni. Þeir báru sig borginmannlega
og sögðu okkur busunum sögur úr
skólalífinu og við hverju við mætti bú-
ast. Mikið var sungið á leiðinni og nú
voru það stúdentalögin sem sungin
voru og ég ekki verulega vel heima í
þeim, en þótti mikið til koma. Fegurð
landslagsins í haustblíðunni fangaði
ung hjörtun og jók á stemninguna og
ferðalagið varð eins konar vígsla inn í
það sem koma skyldi.
Ég man enn útsýnið af Vaðlaheið-
arbrúninni yfir spegilsléttan Eyja-
hafin og ógerningur að setja sig í þau
spor að kannske ættum við eftir að
standa í þeirra sporum og verða 6.
bekkingar þegar tímar liðu fram, en
fjögur ár voru eilífðin sjálf í okkar
augum. Í þjóðfélaginu var almennt lit-
ið mjög upp til stúdenta á þessum ár-
um og þeir áttu að vita næstum allt.
Ég þekkti þá aðallega af útihátíðum í
Hallormstaða- og Egilsstaðaskógi þar
sem nýstúdentar gengu um götur og
stíga með hvítu húfuna á höfði, báru
sig vel og horfðu hátt og voru öðruvísi
en allir aðrir. Ég mændi á þá í hrifn-
ingu og gat ekki ímyndað mér að ég
ætti eftir að tilheyra svona hópi.“
Stefanía giftist skólabróður sínum
úr MA, Skúla G. Johnsen, árið 1962.
Stefanía og Skúli fluttust til Reykja-
víkur eftir menntaskóla þar sem hann
settist á skólabekk við læknadeild
Háskóla Íslands en hún vann fyrir
fjölskyldunni sem gjaldkeri í Aðal-
útibúi Landsbankans í Austurstræti
1962-1968. Þau hjónin fluttust austur
á land eftir kandídatsár Skúla er hann
tók við embætti héraðslæknis á
Vopnafirði. Stefanía sagði þá upp
starfi sínu í Landsbankanum og varð
sjálfkrafa læknisfrú í plássinu. Þau
hjónin fluttust búferlum til Edinborg-
ar í Skotlandi árið 1972, þar sem Skúli
lauk framhaldsnámi í lýðheilsufræð-
um árið 1973. Stefanía vann innan
heimilis allt til ársins 1984 er hún sjálf
settist á skólabekk í Kennaraháskóla
Íslands og lauk þaðan B.Ed.-prófi ár-
ið 1987 og M.Ed.-prófi frá sama skóla
árið 2005.
Stefanía starfaði við aðaláhugamál
sitt, heimilisrekstur og matreiðslu,
sem samferðamenn hennar hafa ríku-
lega notið, en hún kenndi heimilis-
fræði við Ölduselsskóla í Reykjavík
frá árinu 1987-1993, og í Fellaskóla
1990-1993. Hún tók við stöðu aðjúnkts
og síðar lektors í heimilisfræðum við
Kennaraháskóla Íslands þar sem hún
starfaði uns hún lét af störfum sökum
aldurs árið 2010. Matreiðslubók Stef-
aníu „Eldað í dagsins önn“ var gefin
út af JPV bókaútgáfu árið 2007. Stef-
anía hefur sinnt ýmsum trúnaðar-
störfum í gegnum tíðina en hún hefur
verið mikill talsmaður öflugrar verk-
menntakennslu á öllum skólastigum
og sat m.a. í stjórn hússtjórnarkenn-
arafélags Íslands og skólastjórn
Stefanía Valdís Stefánsdóttir, lektor emerita í heimilisfræðum – 80 ára
Í Sovétríkjunum Frá vinstri: Skúli, Örn Bjarnason, Áslaug Guðbrands-
dóttir, Guðrún Jónsdóttir og Stefanía á ráðstefnu í Almaty, Kasakstan, á
vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar seint á 8. áratugnum.
Starfaði við aðaláhugamálið
Afmælisbarnið Stefanía.
Morgunblaðið/Ásdís
Ljósmynd/Páll Sigurðsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Baldur Þorsteinsson Briem
fæddist 14. febrúar 2022 kl. 18.10.
Hann vó 3.330 g og var 51 cm langur.
Foreldrar hans eru Þórhildur Briem og
Þorsteinn Örn Gunnarsson.
Nýr borgari