Morgunblaðið - 25.05.2022, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 25.05.2022, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk frumsýnir einleikinn Stelpur og stráka eftir breska leikskáldið Dennis Kelly í Gaflaraleikhúsinu annað kvöld kl. 20. Leikstjóri er An- nalísa Hermannsdóttir, íslenska þýðingu gerði Matthías Tryggvi Haraldsson og Björk Guðmunds- dóttir leikur. Magnús Thorlacius hannar lýsingu og Andrés Þór Þor- varðarson hljóðmynd. Einleikurinn, sem á frummálinu heitir Girls and boys, var fyrst sett- ur upp í Royal Court Theatre í London 2018 við góðar viðtökur. Í verkinu segir frá því hvernig „óvænt stefnumót á flugvelli leiðir af sér ákaft, ástríðufullt, sjóðandi heitt ástarsamband. Fljótlega tekur hið eðlilega fjölskyldulíf við. Þar til heimurinn þeirra fer að molna í sundur og hlutirnir taka óhugnan- lega stefnu.“ Verkið tekur um tvo klukkutíma í flutningi. Stelpur og strákar í Gaflaraleikhúsinu Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Einleikur Björk Guðmundsdóttir leikur. Valgerður Jónsdóttir, tónlistar- kona og bæjarlistamaður Akraness 2021-2022, stendur fyrir opinni tón- listardagskrá í Tónlistarskólanum á Akranesi á morgun, fimmtudag, milli kl. 13.00 og 15.30. Þar koma auk hennar m.a. fram Skólakór Grundaskóla og Karlakórinn Svanir. Samkvæmt upplýsingum frá Valgerði hefur hún nýtt starfs- ár sitt sem bæjarlistamaður til út- gáfustarfsemi. Í desember 2021 kom út nótnabókin Tónar á ferð – söngbók með tónlist eftir Valgerði í útsetningum hennar fyrir barna- og ungmennakóra og í febrúar gaf hún ásamt fjölskyldu sinni út geisladisk með íslenskum þjóð- lögum. Nýlega birti Valgerður síð- an fjögur lög sín á YouTube, þ.e. „Áraskiptin“, „Sumardraumur“, „Vinnubæn græðara“ og „Vetrar- ljós“. Aðgangur er ókeypis á dag- skránni á morgun en tekið er við frjálsum framlögum og rennur all- ur ágóði til Ljóssins. Opin tónlistardagskrá bæjarlistamanns Ljósmynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson Við píanóið Valgerður Jónsdóttir. Ný stikla fyrir væntanlega kvik- mynd um Þór þrumuguð í Marvel- útgáfu, Thor: Love and Thunder, hefur nú verið birt á netinu og má í henni sjá leikarann Christian Bale grámálaðan í hlutverki illmennisins Gorr the God Butcher, eða Gorrs guðabana. Kvikmyndin verður frumsýnd 8. júlí og er sú fjórða um Marvel-Þór og önnur myndin sem Taika Waititi leikstýrir um kapp- ann. Þótti fyrri mynd Waititi, Thor: Ragnarok, afar vel heppnuð og binda aðáendur Þórs því miklar vonir við þessa. Gorr fyrrnefndur reynist hin mikla ógn myndarinnar þar sem hann hyggst útrýma öllum guðum. Þarf Þór þá að leita aðstoðar vina sinna. Waititi hefur látið þau um- mæli falla um myndina að hún sé það galnasta sem hann hafi nokk- urn tíma gert og er þá mikið sagt. Gráleitur Bale í hlutverki Gorr guðabana Grámann Bale í hlutverki hins illa Gorrs. Ungir einleikarar er yfirskrift tón- leika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fara í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Kornilios Michailidis. Einleikarar og ein- söngvarar á tónleikunum voru valdir í samkeppni sem haldin var í sam- starfi við Listaháskóla Íslands í október 2021. Sigurvegarar í keppn- inni að þessu sinni voru klarinettu- leikarinn Birkir Örn Hafsteinsson, trompetleikarinn Ingibjörg Ragn- heiður Linnet og söngkonurnar Hanna Ágústa Olgeirsdóttir og Þór- gunnur Anna Örnólfsdóttir. Birkir, Ingibjörg og Hanna koma fram á tónleikum kvöldsins, en Þórgunnur mun koma fram á næsta ári. Á efnisskránni eru Idomoneo, ballettsvíta eftir W.A. Mozart, Klarínettukonsert í f-moll eftir Carl Maria von Weber, Trompetkonsert eftir Henri Tomasi, Siboney eftir Ernesto Lecuona, Meine Lippen, sie küssen so heiß úr Giudittu eftir Franz Lehár, Cavatina úr Don Pas- quale eftir Gaetano Donizetti og No word from Tom úr The Rake’s Pro- gress eftir Igor Stravinskí. „Framtíð tónlistarlífs á Íslandi hvílir á herðum þeirra ungu hljóð- færaleikara og söngvara sem um þessar mundir taka sín fyrstu skref á stóra sviðinu. Það er sérstakt til- hlökkunarefni þegar framúrskar- andi ungmenni stíga fram sem ein- leikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og njóta árangurs þrotlausr- ar vinnu. Í salnum sitja fjölskylda og vinir sem hafa fylgst með tónlistar- náminu um margra ára skeið og fagnaðarlætin í Eldborg eru aldrei einlægari en á þessum skemmtilegu og spennandi tónleikum,“ segir í til- kynningu frá hljómsveitinni. Skóla- kortshafar fá miða á tónleikana á 1.900 kr. hvar sem er í salnum. Ungir einleikarar í kvöld Efnileg Birkir Örn Hafsteinsson, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir og Ingibjörg Ragnheiður Linnet koma fram á tónleikunum Ungir einleikarar í kvöld. Kvikmyndahátíðin í Cannes er ekki bara dans á rósum, veislur og vín heldur einnig vettvangur mótmæla. Á föstudaginn var stóð hópur kvenna fyrir mótmælum fyrir frumsýningu írönsku mynd- arinnar Holy Spider og var til- gangurinn að vekja athygli á því ofbeldi sem konur um allan heim eru beittar. Konurnar héldu uppi borða með nöfnum 129 kvenna í Frakklandi sem þær sögðu hafa verið myrtar frá því hátíðin hófst í Cannes. Tveimur dögum fyrr voru önnur mótmæli og sjónum þá beint að kynferðisofbeldi. Var þá meðfylgjandi mynd tekin en á líkama konunnar hafði verið mál- að „hættið að nauðga okkur“. Eins og sjá má vissu frumsýning- argestir ekki hvaðan á þá stóð veðrið. AFP/Loic Venance Mótmæltu ofbeldi gegn konum Angela Lansbury hlýtur heiðurs- verðlaun fyrir ævistarf sitt þeg- ar Tony-verð- launin verða afhent 12. júní. Frá þessu greinir The New York Times. Lansbury þreytti frumraun sína á Broadway 1957. Sjö árum síðar fór hún þar með hlutverk í söngleiknum Anyone Can Whistle eftir Stephen Sondheim, en hún átti eftir að leika í fleiri verkum hans, m.a. fara með hlutverk Momma Rose í Gypsy og Mrs. Lovett í Sweeney Todd. Lansbury hefur á löngum og farsælum ferli unnið til fimm Tony-verðlauna og verið til- nefnd til Óskarsverðlauna þrisvar. Þekktust er hún sennilega fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Murder, She Wrote. Lansbury heiðruð fyrir ævistarfið Angela Lansbury Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ “Top Gun: Maverick is outstanding.” “Breathtaking” “It’s the BEST MOVIE OF THE YEAR!” “Might be the best movie in 10 years.” “Top Gun: Maverick is fantastic.” “Best Action Sequel Of All Time” “What going to the movies is all about” “You must see this one in the theater.” “a must see!” U S A TO D AY 72% Empire Rolling StoneLA Times STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI BENEDICT CUMBERBATCH ELIZABETH OLSEN chiwetel ejiofor BENEDICT WONG xochitl gomez MICHAEL STÜHLBARG RACHEL MCadams 96% Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.