Morgunblaðið - 10.06.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@mbl.is
„Við erum búin að vera að bíða eftir
því að hún [apabólan] komi og höf-
um talið líklegt að það gerist eins og
í Evrópu. Það er
ekkert gríðarlega
hraður gangur í
þessu í Evrópu
en þó nokkur.
Um 1.000 manns
hafa greinst núna
utan Afríku og
talan er eflaust
hærri en það,
þannig að við
sjáum þetta sama
mynstur og í öðr-
um Evrópulöndum,“ segir Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir.
Tveir karlmenn á miðjum aldri
greindust hér í fyrradag með apa-
bólu. Sýni verða send til útlanda
eins fljótt og verða má, til að stað-
festa greininguna. Yfirgnæfandi lík-
ur eru á að greiningin sé rétt en
smitin má rekja til ferðalags til Evr-
ópu. Hvorugur mannanna er alvar-
lega veikur.
Þórólfur segir fólk þó geta verið
rólegt, enda sé mikill eðlismunur á
apabólu og Covid. Ekki sé búist við
stórum faraldri. Hann bendir á að
veiran smitist við náið samneyti eins
og kynmök og í gegnum öndunar-
færi með dropasmiti.
„Þau smit sem hafa verið að
greinast í Evrópu og hér á landi eru
sennilega við kynmök og byrja þá á
húð á kynfærum. Það er það sem við
erum að vekja athygli á. Í fyrsta
lagi höfum við beðið fólk að fara
varlega í skyndikynnum, sérstak-
lega á ferðum erlendis. Við biðjum
fólk líka að vera vakandi fyrir ein-
kennum, bólum og blöðrum, sér-
staklega á kynfærum og í kringum
kynfæri, og leita sér aðstoðar.“
Apabólan
er komin
- Tvö tilfelli í fyrra-
dag - Sýni send út
AFP/Brian W.J. Mahy
Apabóla Smitast við náið samneyti.
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Þetta eru svo sannarlega spenn-
andi niðurstöður sem voru kynntar á
ASCO-ráðstefnunni í Chicago,“ seg-
ir dr. Sigurdís Haraldsdóttir, yfir-
læknir krabbameinslækninga við
Landspítalann og dósent við lækna-
deild Háskóla Íslands, um fréttir af
þróun bóluefnis gegn briskrabba-
meini sem breska dagblaðið The
Telegraph greindi frá og fjallað var
um á mbl.is í gær.
Kveður Sigurdís vert að halda
rannsóknum áfram á þessum vett-
vangi og bendir á að nýkynntar nið-
urstöður séu úr
svokallaðri fasa
eitt rannsókn.
„Þar er fyrst og
fremst verið að
skoða hvort bólu-
efnið virki ónæm-
iskerfið og hvort
það valdi ein-
hverjum auka-
verkunum,“ út-
skýrir hún.
Niðurstöður fasa eitt rannsóknar-
innar gefi vissa ástæðu til bjartsýni
þar sem efnið virki ónæmiskerfi 50
prósenta sjúklinga og valdi engum
alvarlegum aukaverkunum. „Þess-
um rannsóknum þarf þó alltaf að
fylgja eftir með stærri rannsóknum
þar sem í þeim fyrri er verið að
rannsaka lyf sem gefin eru í fyrsta
skipti eða hafa ekki verið gefin
mönnum áður. Þar þarf að skoða vel
hvort verkun þessara lyfja sé sú sem
hún á að vera, í þessu tilfelli að koma
í veg fyrir að briskrabbamein komi
aftur eftir aðgerð,“ segir Sigurdís.
Horfur í briskrabbameini eru að
hennar sögn ekki góðar, þar sé raun-
ar um að ræða eitt versta krabba-
mein sem læknavísindin glíma við. Í
tilfelli þeirra sjúklinga sem rann-
sóknin beindist að var erfðaefni ein-
angrað úr krabbameininu og rað-
greint með það fyrir augum að
kanna hvaða stökkbreytingar í
meininu gætu vakið áhuga ónæmis-
kerfisins og bóluefnið hannað út frá
því.
„Þannig að þetta er sérhannað
fyrir hvern sjúkling fyrir sig og yrði
því mjög dýrt lyf,“ segir læknirinn.
„Hér á landi greinast um 40 manns á
ári með briskrabbamein en vegna
þess hve illa gengur að meðhöndla
það er fimm ára lifun í kringum
fimm prósent. Þetta er fjórða al-
gengasta dánarorsök krabbameina
hér á Íslandi þannig að það sárvant-
ar betri meðferðir,“ segir hún að
lokum.
Sárvantar betri meðferðir
- Bóluefni gegn briskrabbameini góðar fréttir - Eitt skæðasta krabbameinið
Sigurdís
Haraldsdóttir
Fyrsta sperra nýs flugskýlis Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli
reis í blíðskaparveðri í gær en framkvæmdir við skýlið hófust fyrr í vetur
og mun það tengjast eldra flugskýli Gæslunnar. Nýja skýlið mun enn frem-
ur hýsa skrifstofur flugdeildar, mötuneyti starfsmanna, búningsklefa og
hvíldarrými starfsfólks, greinir Gæslan frá, og er reiknað með að skýlið
standi fullbúið á haustdögum. Fyrirtækið Öryggisfjarskipti ehf. hefur veg
og vanda af byggingu nýja skýlisins og mun Landhelgisgæslan, samkvæmt
samkomulagi milli hennar og Öryggisfjarskipta, leigja skýlið af fyrir-
tækinu. „Þetta gengur samkvæmt áætlun og við stefnum á að klára að
reisa þetta í næstu viku ef guð og veður lofa,“ segir Þórhallur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Öryggisfjarskipta, í samtali við Morgunblaðið, en fyrir-
tækið er dótturfyrirtæki Neyðarlínunnar og að mestu í ríkiseigu. Ellefu
manns starfa nú að sögn Þórhalls við að koma nýja flugskýlinu upp á til-
settum tíma. atlisteinn@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýtt flugskýli Gæslunnar tilbúið með haustinu
Þórólfur
Guðnason
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar
Vestmannaeyja í gær var samþykkt
einróma að fela bæjarstjóra og bæjar-
ráði að taka upp
samtal við stjórn-
völd um að kanna
fýsileika á gerð
jarðganga milli
lands og Eyja.
Njáll Ragnars-
son, bæjarfulltrúi
E-listans, lagði til-
löguna fram. Í
samtali við mbl.is
sagði hann tillög-
una ganga út á að
skoðaðir verði möguleikar á að koma
á vegtengingu við Vestmannaeyjar.
„Það hefur svo sem mikið verið
rætt um þetta í gegnum tíðina en það
á eftir að klára ákveðnar rannsóknir
hér á jarðlögum svo hægt sé að segja
til um hvort þetta sé mögulegt eða
ekki,“ segir Njáll.
Tillagan gangi því að hluta til út á
að rannsóknirnar verði kláraðar og
reiknaður út fýsileiki þess að fara í
þessa framkvæmd, auk samfélags-
legs og félagslegs ábata þess að
leggja jarðgöng til Eyja.
„Við viljum hugsa stórt“
Aðspurður segir Njáll það hafa ver-
ið ansi táknrænt að leggja tillöguna
fram á fyrsta fundi bæjarstjórnarinn-
ar. „Við erum að fara í nýtt kjörtíma-
bil og við viljum hugsa stórt. Þetta
náttúrlega kostar mikið en við teljum
að fyrir samfélagið hérna í Eyjum sé
mjög mikilvægt að fá að minnsta kosti
úr því skorið hvort þetta sé hægt eða
ekki.“
Auk þess hafi allir bæjarfulltrúar
verið sammála um að fara í þessa veg-
ferð og taka þetta samtal.
„Í kosningabaráttunni var þetta
eitt af þeim málum sem komu til um-
ræðu og öll framboðin lýstu sig í raun-
inni fylgjandi því að klára þessa rann-
sókn og gera þessa fýsileikakönnun,“
segir Njáll. Það hafi því ekki komið
honum á óvart að tillagan skyldi ein-
róma samþykkt.
„Næstu skref eru þá að viða að okk-
ur þeim gögnum sem eru til og fara
síðan í þingmenn okkar og ráðherra
um að klára þessar rannsóknir á jarð-
lögum milli lands og Eyja,“ segir
Njáll og bætir við að síðan þurfi að
reikna út ávinning þess að koma á
vegtengingu við Vestmannaeyjar.
Geti verið þjóðhagslega arðbært
„Við vitum að rekstur Herjólfs
kostar íslenska ríkið töluverðar fjár-
hæðir á ári og dýpkun Landeyjahafn-
ar kostar sömuleiðis sitt svo það spar-
ast alltaf á öðrum stöðum,“ segir
hann.
„Við teljum að einhvers staðar inni
í framtíðinni komi að því að það verði
þjóðhagslega arðbært að fara í þessa
framkvæmd,“ segir Njáll að lokum.
Skoða möguleika á göngum til Eyja
- Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar fór fram í gær - Öll framboðin vildu klára rannsókn á göngum
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Bæjarstjórn Tillagan um jarðgöng hér samþykkt einróma á fyrsta fundi.
Njáll
Ragnarsson