Morgunblaðið - 10.06.2022, Síða 4

Morgunblaðið - 10.06.2022, Síða 4
Aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri brotastarfsemi Þetta var lagt hald á 200 kannabis- plöntur 200 kg af marijúana og 20 kg af hassi 20 kg af kristal- metamfetamíni Einnig var lagt hald á kannabisvökva, stera og íblöndunar- efni, kylfur, skotvopn, síma, tölvur og ökutæki 20 milljónir kr. í reiðufé Áætlað söluandvirði efna, sem tengjast rannsókninni, er um 1,7 milljarðar króna 7 kg af MDMA-kristal, sem framleiða má úr 50 þúsund e-töflur 20 lítra af MDMA- basa, sem hægt er að framleiða úr 200 þúsund e-töflur 40 lítra af amfeta- mínbasa, sem má vinna úr 170 kg af amfetamíni Inga Þóra Pálsdóttir Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Veronika Steinunn Magnúsdóttir Lögreglan lagði hald á fíkniefni og efni til framleiðslu á fíkniefnum að andvirði 1,7 milljarða króna í tengslum við umfangsmikla rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi sem staðið hefur yfir síðustu mánuði. Um er að ræða mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á í tengslum við eina rannsókn sem er samstarfsverkefni nokkurra emb- ætta. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær, en þar var farið yfir tvö um- fangsmikil mál sem lögreglan hefur haft til rannsóknar undanfarin miss- eri, en rannsóknin í öðru málinu hefur staðið yfir frá sumri 2020 og í hinu í nokkra mánuði. Við rannsókn málanna hefur lög- reglan m.a. lagt hald á 200 kannabis- plöntur, 200 kg af maríjúana og 20 kg af hassi. Þá voru gerð upptæk sjö kg af MDMA-kristal, sem hægt er að framleiða úr 50 þúsund e-töflur; 7.000 e-töflur auk rúmlega 20 lítra af MDMA-basa, en hægt er að framleiða um 200 þúsund e-töflur úr því magni. Þá var einnig lagt hald á um 40 lítra af amfetamínbasa, en miðað við styrk- leika hans má framleiða 170 kg af am- fetamíni úr honum. Þá lagði lögreglan einnig hald á 20 kg af kristalmetamfetamíni. Tuttugu leitir vegna málsins Margeir Sveinsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá miðlægri rannsókn- ardeild, sagði að hópur manna hefði verið til rannsóknar vegna fyrra máls- ins grunaður um aðild að umfangs- mikilli dreifingu og sölu fíkniefna. Alls hefðu tuttugu leitir verið gerð- ar í ökutækjum og húsnæði í tengslum við rannsóknina og tíu verið hand- teknir. Fimm hefðu verið hnepptir í gæsluvarðhald og væri einn enn í haldi. Grímur Grímsson, yfirlögreglu- þjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, sagði á fundinum að lögreglu hefðu borist upplýsingar frá Europol um skipulagða brota- starfsemi hér á landi um mitt ár 2020 og í kjölfarið hefðu ríkislögreglustjóri, lögreglan á Suðurnesjum, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkisskatt- stjóri hafið rannsókn. Í byrjun síðasta árs hefðu fundist efni sem notuð voru til að framleiða rúmlega 117 kíló af amfetamíni og jafnframt hefði verið lagt hald á fimm kíló af amfetamíni í annarri rannsókn. Götuvirði efnanna er um 700 milljónir króna. Í maí síðastliðnum réðst lögregla svo í aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og voru þá tíu handteknir vegna máls- ins. Fimm voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald og þrír eru enn í haldi. Vilja breytingar á lögum Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs, sagði í sam- tali við mbl.is eftir fundinn að lög- reglan kallaði eftir lagabreytingum um gæsluvarðhald, þar sem hún gæti ekki elt ýmsa anga sem kynnu að koma upp vegna þröngs tíma- ramma gæsluvarðhalds, en ekki er heimilt að úrskurða sakborninga hér á landi til að sæta gæsluvarð- haldi lengur en í tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn þeim. Vísar lögreglan einnig til þess að í þeim löndum sem við miðum okkur við sé ekki afmörkun á gæsluvarð- haldstíma. Hér á landi er ekki heim- ilt að úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsókn- arhagsmunir krefjist þess. Þetta kom fram í máli Huldu Elsu Björg- vinsdóttur, sviðsstjóra ákærusviðs, í samtali við mbl.is að loknum blaða- mannafundi lögreglunnar fyrr í dag þar sem hún greindi frá tveimur stórum fíkniefnamálum. „Við finnum það vel á eigin skinni hvað það hefði verið ágætt að þurfa ekki að vera með þessi tímamörk. Það hefði auðveldað okkur miðað við hvernig rannsókn er stödd í dag,“ segir Hulda Elsa. Þrír aðilar sem tengjast málunum tveimur eru nú í gæsluvarðhaldi til mánaðamóta. Hulda Elsa segir að í þessum mál- um geti lögreglan ekki sýnt fram á brýna rannsóknarhagsmuni til að fá gæsluvarðhaldið framlengt, en þó sé hægt að sýna fram á rannsóknar- hagsmuni. Stefnt er að því að mál- unum verði komið yfir til héraðs- saksóknara í ágúst, en nánar er rætt við Huldu Elsu á mbl.is. Lögregla lagði hald á fíkniefni fyrir 1,7 milljarða að götuvirði - Tuttugu handtökur vegna tveggja fíkniefnamála - Aldrei meira magn gert upptækt í stöku máli Morgunblaðið/Eggert Fíkniefnin Lagt var hald á gríðarlegt magn fíkniefna í aðgerðum lögreglu undanfarna mánuði, í kílóa- og lítravís. Morgunblaðið/Eggert Lögreglan Frá blaðamannafundinum í gær, f.v. Margeir Sveinsson, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Grímur Grímsson og Hulda Elsa Björgvinsdóttir. 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022 „Þetta er stórt og mikilvæg skref fyrir okkur á Akranesi, ekki síst til framtíðar litið,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, um þau tíðindi sem kunngerð voru í gær um að bandaríska loftslags- fyrirtækið Running Tide myndi hefja starfsemi á Akranesi í sumar. Fyrirtækið undirritaði í gær samning við Breið – þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis und- ir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnis- bindingar í hafi. Undirritunin er fyrsta skrefið í uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins á Akranesi, sem einnig horfir til þess að vera með starfsemi á Grundartanga. Hyggst Running Tide nýta þekk- ingu sem fyrirtækið hefur aflað sér í hátækniþörungarækt og byggja upp starfsemi sína á því sviði. Hluti lausnarinnar sem Running Tide vinnur að byggist á að rækta stórþörunga sem binda kolefni í stórum stíl á sérhönnuðum baujum á hafi úti en þörungarnir og bauj- urnar vinna einnig gegn súrnun sjávar, segir í tilkynningu. Lausnir fyrirtækisins á sviði kol- efnisbindingar bæta þannig lífríki hafsins og skila ávinningnum til sjávarplássa og vistkerfa heimsins. Þróun og framleiðsla á þörungun- um sjálfum fer fram á Akranesi og forsvarsmenn fyrirtækisins telja að Ísland hafi alla burði til að verða miðstöð kolefnisbindingar í heim- inum. Framleiða þörunga til kolefnisbindingar í hafi - Stórt og mikilvæg skref, segir bæjarstjórinn á Akranesi Akranes Fulltrúar frá Running Tide, Akraneskaupstað, Breið – þróunar- félagi og Brimi að lokinni undirritun samningsins í gær. Halla Berg- þóra Björns- dóttir, lög- reglustjóri á höfuðborg- arsvæðinu, segir lög- regluna telja að hin skipulagða brota- starfsemi sé mesta ógn sem samfélög glími við í dag. Starfsemin ógni þó ekki beinu öryggi almennra borgara. „Það fer eftir því hvernig maður lítur á hvað sé að ógna almenningi. Eins og hefur komið fram hjá Europol þá er mjög mikil starfsemi og mjög mikill hagnaður af þessari starfsemi. Telja þeir að þetta sé jafnvel ógn við lýðræðið út af því að hagnaðurinn er svo mikill að það sé verið að múta og spilling ríki. Það kemur auðvitað allt niður á almenn- ingi,“ sagði Halla við Morg- unblaðið. – Almenningur þarf þó samt ekki að óttast um beint öryggi sitt? „Nei, kannski ekki beint en þetta kemur niður á sam- félögum og það er hluti af okkar öryggi.“ Mikil ógn við samfélögin BROTASTARFSEMIN Halla Bergþóra Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.