Morgunblaðið - 10.06.2022, Qupperneq 6
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Varnarmál Artis Pabriks, varnar-
málaráðherra Lettlands.
Fjölmenni var í fyrirlestrasal Þjóð-
minjasafnsins í gær, en þar var
haldin málstofa á vegum Varðbergs
og Alþjóðamálastofnunar HÍ um
þær nýju áskoranir sem smáríki
standa frammi fyrir í varnar- og
öryggismálum í kjölfar innrásar-
innar í Úkraínu.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir utanríkisráðherra og dr. Art-
is Pabriks, varnarmálaráðherra
Lettlands, fluttu erindi á fundinum,
auk þess sem Merle Maigre, sér-
fræðingur í netöryggi, ávarpaði
einnig fundinn í gegnum fjarfunda-
búnað frá Eistlandi.
Auk þeirra sátu Baldur Þórhalls-
son, prófessor í stjórnmálafræði,
René Värk, lagaprófessor við há-
skólann í Tartu, og Guðbjörg Ríkey
Th. Hauksdóttir, doktorsnemi við
HÍ, í pallborði og voru fjörlegar
umræður um erindin.
Nýjar
áskoranir
smáríkja
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022
Steinþór Stefánsson
steinthors@mbl.is
Umsagnir Félags atvinnurekenda
(FA) og Samtaka verslunar og
þjónustu (SVÞ) um frumvarp til
laga um breytingu á áfengislögum,
sem Jón Gunnarsson dómsmála-
ráðherra flutti fyrir Alþingi 25.
maí sl., benda til þess að fyrirhug-
aðar breytingar samræmist mögu-
lega ekki skuldbindingum Íslands
samkvæmt samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið og fari gegn
Evrópurétti.
Brýtur upp einokun ríkisins
FA og SVÞ telja að enn frekari
breytinga sé þörf og að mögulega
sé brotið gegn jafnræðisreglu Evr-
ópuréttar þar sem frumvarpið
veitir einungis þrönga undanþágu
frá einkaleyfi ÁTVR á smásölu
áfengis til afmarkaðs hóps fram-
leiðenda.
Stefán Már Stefánsson, prófess-
or við lagadeild Háskóla Íslands,
segir í samtali við Morgunblaðið
að sjálfsagt verði að leyfa þeim
sem bjóða sambærilega þjónustu
erlendis að veita hana hér. „Það
verður erfitt að stoppa það, hvort
sem þeir ætla að koma til skemmri
eða lengri tíma. Þeir verða að
njóta jafnréttis og það er erfitt að
einskorða það við Ísland,“ segir
Stefán.
Hann segir að rök verði að
standa til þess að afmörkuðum
hópi framleiðenda áfengis, það er
smærri framleiðendum, sé hyglt
en ekki öðrum, annars sé um mis-
munun að ræða.
„Fyrir slíkri mismunun verður
að færa fram sannfærandi rök.
Hvenær þau eru sannfærandi er
náttúrlega svolítið matsatriði. Það
er auðvitað svolítið krítískt að mis-
muna framleiðendum með þeim
hætti, þótt það sé ekki óhugsandi,“
segir hann en telur ljóst að með
frumvarpinu sé verið að brjóta upp
einokun ríkisins, sem hefur ríkt
um áraraðir.
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar
og þjónustu, segir mögulegt að
frumvarpið fari gegn Evrópurétti.
„Við vekjum athygli á því að það
kunni að fara gegn grundvallar-
reglum Evrópuréttar að það sé
verið að mismuna með þeim hætti
sem frumvarpið gerir ráð fyrir; að
sala áfengis frá framleiðslustað sé
heimil en aðrir megi það ekki. Það
kann að fara gegn jafnræðisreglu
Evrópuréttar,“ segir hann.
Talað fyrir frelsinu
Andrés segir hins vegar SVÞ
styðja frumvarpið. Jón Ólafur
Halldórsson, formaður SVÞ, tekur
undir það. „Við tölum almennt fyr-
ir frelsi í viðskiptum. Það er rauði
þráðurinn í því sem við gerum og
fögnum öllum breytingum sem eru
gerðar á núverandi áfengislögum í
átt að frjálsræði,“ segir hann.
Ólafur Stephensen, fram-
kvæmdastjóri Félags atvinnurek-
enda, segir að margt hafi mátt
fara betur við gerð fyrirliggjandi
frumvarps.
„Þetta er ekki nógu vel unnið,
hvorki hvað varðar jafnræðisreglu
Evrópuréttar, þ.e. að framleiðend-
ur í öðrum EES-ríkjum hafi sömu
tækifæri til að koma sínum vörum
á framfæri við íslenska neytendur
og þeir innlendu, og ekki heldur
gagnvart innlendu jafnræðisregl-
unni,“ segir hann.
Gæti gengið gegn Evrópurétti
- FA og SVÞ segja möguleika á að ekki
sé gætt jafnræðis í áfengisfrumvarpi
Morgunblaðið/Eggert
Áfengi Hér er skálað á góðri stund en breyting á áfengislögum gæti stang-
ast á við skuldbingar Íslands í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
Skemmtiferðaskipið Silver Moon sigldi til hafnar
í Reykjavík á miðvikudagskvöld. Skipið var upp-
haflega á leið til Hafnarfjarðar en ákveðið var að
sigla til Reykjavíkur, að sögn Gísla Jóhanns
Hallssonar, yfirhafnsögumanns hjá Faxaflóa-
höfnum. Segir hann að skipið hafi aukalega ver-
ið skráð hjá þeim og ekki verið bókað fyrr en í
síðustu viku. Aðrar skráðar skipakomur á hafn-
arsvæðum Faxaflóahafna eru samkvæmt áætlun.
Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa er væntanlegur í
sumar en í ár eru 193 skipakomur skráðar hjá
Faxaflóahöfnum. Gert er ráð fyrir að farþegar
verði yfir 200 þúsund. Um er að ræða talsverða
fjölgun frá því árið 2021 þegar heildarfjöldi far-
þega var tæplega 19 þúsund.
Morgunblaðið/Hákon
Silver Moon meðal 193 heimsókna til Reykjavíkur
mikill í raun og veru.“ Gunnar segir
að íslenskir bændur hafi talsvert
horft til Noregs sem líkt og Ísland er
í EES.
„Norðmenn gera búvörusamning
til ákveðins tíma og hann snýr beint
að bændum. Þeir endurskoða samn-
inginn á hverju ári og leiðrétta kjör
bænda með tilliti til launaþróunar á
almennum vinnumarkaði. Nýjasti
samningurinn hljóðar upp á hundr-
aða milljóna hækkun vegna stríðs-
átakanna og áhrifa þeirra til hækk-
unar á áburði og öðrum aðföngum.
Okkur hefur því miður ekki lánast að
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég er mjög ánægður með stofnun
Samtaka fyrirtækja í landbúnaði
(SAFL),“ segir Gunnar Þorgeirsson,
formaður Bændasamtaka Íslands.
Búnaðarþing 2020 samþykkti breyt-
ingu á aðild bænda að Bændasam-
tökunum. Því fylgdi að ræða átti við
fyrirtæki í landbúnaði um að gæta
sameiginlegra hagmuna.
„Ég sá fram á að við myndum ekki
ná neinum árangri í því samtali
nema þessi fyrirtæki sameinuðust
um einhverja stefnu. Hingað til höf-
um við þurft að tala við hvert einasta
fyrirtæki sérstaklega. Nú getum við
rætt við stjórn SAFL um sameigin-
leg verkefni. Tollamál og loftslags-
mál eru t.d. sameiginleg verkefni
okkar,“ segir Gunnar.
Hann tekur undir orð Sigurjóns R.
Rafnssonar, formanns SAFL, í
Morgunblaðinu í gær um mikinn
vanda íslensks landbúnaðar og að ís-
lenskir bændur og fyrirtæki í land-
búnaði búi við lakari skilyrði en
starfssystkini þeirra í öllum öðrum
Evrópulöndum.
„Landbúnaður
í Evrópusam-
bandinu (ESB)
nýtur talsverðra
undanþága í sam-
keppnislegu tilliti
sem við gerum
ekki. Styrkjakerfi
ESB er ótrúlega
flókið og notaðar
alls konar leiðir
til þess að styðja
við landbúnaðarframleiðslu þar. En
það er hvergi hægt að fletta því upp í
einni tölu hvað stuðningurinn er
fara svipaða leið,“ segir Gunnar. „Ef
innflutningi landbúnaðarafurða til
Noregs er deilt niður á hvern Norð-
mann þá munar það mörgum kílóum
hvað við heimilum miklu meiri inn-
flutning á íbúa en Norðmenn gera.“
Hann segir að Norðmenn meti
hvort virkilega sé þörf á innflutningi
landbúnaðarafurða með tilliti til þess
sem til er í landinu á hverjum tíma.
Gunnar segir líkt og Sigurjón hjá
SAFL að bændur standi frammi fyr-
ir bráðum vanda. Nauðsynlegt sé að
bregðast við vandanum sem fyrst
vegna gríðarlegra hækkana aðfanga.
Landbúnaður stendur höllum fæti
- Formaður Bændasamtakanna fagnar stofnun SAFL - Auðveldar samvinnu um sameiginleg
viðfangsefni - Lakari skilyrði bænda hér en annars staðar í Evrópu - Bráður vandi steðjar að
Gunnar
Þorgeirsson