Morgunblaðið - 10.06.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022
Sjómannadagsblaðið, sem Sjómannadagsráð
höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út árlega í til-
efni sjómannadagsins allt frá árinu 1938, kom út
í vikunni. Í fyrsta sinn í sögu blaðsins er það nú
einnig upplesið og aðgengilegt öllum endur-
gjaldslaust á Hljóðbókasafninu, hbs.is, og annast
leikarinn Pétur Eggerz upplesturinn.
Í blaðinu er m.a. rætt við forseta Íslands,
Guðna Th. Jóhannesson, sem vinnur að bók um
útfærslu landhelginnar í 12 mílur fyrir 50 árum.
Einnig er rætt við Kristján Ragnarsson, fv. for-
mann Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Þá er í blaðinu allt um dagskrá sjómannadagsins
í Reykjavík um helgina.
Sjómannadagsblaðið upplesið í fyrsta sinn
Guðmundur
Björgvin Helga-
son var í gær
kjörinn í embætti
ríkisendurskoð-
anda á Alþingi
með 54 sam-
hljóða atkvæðum
en þrír greiddu
ekki atkvæði.
Tólf gáfu kost
á sér í embættið.
Guðmundur Björgvin fæddist árið
1964. Hann var staðgengill ríkis-
endurskoðanda og sviðsstjóri hjá
Ríkisendurskoðun og forstöðumað-
ur skrifstofu embættisins á Akur-
eyri. Hann var áður ráðuneytis-
stjóri í landbúnaðarráðuneyti og
mannauðsstjóri hjá Flóttamanna-
hjálp SÞ í Jórdaníu.
Guðmundur kjörinn
ríkisendurskoðandi
Guðmundur Björg-
vin Helgason
Þriðjudagskvöldið 14. júní kl. 20
mun Mervi Luoma umhverfisfræð-
ingur ásamt starfsfólki Grasagarðs
Reykjavíkur fjalla um ágengar
plöntur og hvað sé hægt að gera til
að stemma stigu við þeim. Hefst
fræðslugangan við bílastæðið við
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnestanga.
Fram kemur í tilkynningu að
þátttakendum í göngunni býðst að
safna ágengum plöntum sem hægt
er að nota í matreiðslu. Þeir sem
vilja taka jurtir með heim eru beðn-
ir að mæta með skæri og pappírs-
poka fyrir söfnunina.
Leiðsögnin fer fram á ensku en
verður þýdd á íslensku fyrir þá sem
þurfa.
Þátttaka er ókeypis og allir vel-
komnir.
Fræðsluganga í Laug-
arnesi um illgresi
STUTT
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
„Hvernig getur svona lagað gerst nú
til dags? Þetta vekur fyrst og fremst
stórkostlega undrun og þetta er
bara sorglegt,“ segir Hulda Guð-
mundsdóttir, skógarbóndi á Fitjum í
Skorradal, í við-
tali við Morg-
unblaðið. Svöðu-
sár í hlíðum
Dragafells í
Skorradal vegna
vinnuslóða Skóg-
ræktarinnar hef-
ur vakið hörð við-
brögð meðal íbúa
og sumarhúsaeig-
enda á svæðinu.
Segir Hulda að
Skógræktinni hafi verið skylt að afla
leyfis fyrir framkvæmdinni, sem
ekki var gert.
Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri
þjóðskóga hjá Skógræktinni, segir
aftur á móti að Skógræktin hafi ver-
ið í góðri trú þegar vinnuslóðinn var
lagður. „Þetta er vinnuslóði sem er
gerður með jarðýtu til að opna að-
gengi inn á svæði sem verið er að
gróðursetja á. Það er svona megin-
tilgangurinn en síðan nýtist svona
slóði í framtíðinni til að bera á skóg-
inn og opnar leið fyrir brunavarnir
ef það verður gróðureldur á svæð-
inu,“ segir Hreinn. „Þetta er ekki
breiður vegur heldur í rauninni bara
spor sem til stendur að dreifa áburði
og grasfræi á þannig að það grói upp
og verði ósýnilegt úr fjarlægð að
mestu. Þetta er inni á landi sem
Skógræktin er búin að vera með í
nokkra áratugi. Ríkið felur Skóg-
ræktinni umsjón með löndum og
svona svæði eru úti um allt land. Yf-
irleitt er þetta skilgreint í aðal-
skipulagi sem skógræktarsvæði og
hluti af því að rækta upp skóginn er
að leggja vinnuslóða á svæðinu.“
Telur Skógræktin því að ekki hafi
þurft að afla leyfis fyrir fram-
kvæmdinni. „Aftur á móti ef við vær-
um að fara inn á alveg nýtt svæði
sem væri í raun ekki skipulagt skóg-
ræktarsvæði í aðalskipulagi þá hefð-
um við náttúrulega sótt um fram-
kvæmdaleyfi fyrir allri fram-
kvæmdinni og líka gróðursetningu
og öðru slíku eins og skipulagslög
gera ráð fyrir. Þannig að við vorum
bara í mjög góðri trú um að bæta að-
gengi,“ segir Hreinn.
Huldu finnst Skógræktin þó fara
býsna frjálslega með umboð sitt.
„Að halda að þeir geti framkvæmt
eitthvað svona án þess að sækja um
framkvæmdaleyfi og án þess að vera
í samráði við skipulagsyfirvöld á
nokkurn hátt,“ segir hún og bætir
við: „Búið er að stöðva framkvæmd-
ina en skaðinn er skeður. Fyrir utan
það að taka í sundur svona hlíð,
menn eiga að vita að það getur skap-
að hættu á skriðuföllum.“
Lögregla kölluð til
Hulda er ákveðin í að leggja fram
kæru og á tíma hjá lögreglunni 14.
júní næstkomandi.
Hreinn segir að skipulagsfulltrúi
hafi kallað til lögreglu vegna máls-
ins. „Í skipulagslögum er gert ráð
fyrir að skipulagsfulltrúi geti vissu-
lega stöðvað framkvæmdir ef þær
eru í óleyfi en aftur á móti þarf hann
að hafa samþykkt sveitarstjórnar
fyrir því og þá er venjulega haft
samband við framkvæmdaraðila og
spurt hvað sé í gangi en það er nú
yfirleitt ekki kölluð til lögregla í
svona tilfellum,“ segir Hreinn og
bætir við að framkvæmdinni hafi
verið lokið er lögregla kom á staðinn
og jarðýtan verið farin.
Hreinn segist skilja viðbrögð
fólks. „Það er fólk sem er í nýjum
bústöðum þarna inni í skóginum
handan við vatnið sem hringdi. Við
hefðum kannski getað kynnt þetta
betur áður en byrjað var á þessu
svona til að minnka hringingar frá
fólkinu. Ég ætla að vona að það
spretti bara upp skógur þarna í hlíð-
inni, það er nú það eina sem við
stefnum að en ég veit ekki hvort það
verði einhverjar aðrar afleiðingar.
Það verður þá bara rætt og ég vona
bara að ný sveitarstjórn taki þetta
fyrir fljótlega,“ segir Hreinn.
Skorradalur Svöðusár í hlíðum Dragafells í Skorradal vegna vinnuslóða sem lagður var af Skógræktinni hefur vakið hörð viðbrögð meðal íbúa og sumarhúsaeigenda á svæðinu.
„Þetta er fyrst og fremst sorglegt“
- Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum í Skorradal hyggst kæra Skógræktina til lögreglu
Votlendi Skógræktin í Skorradal plægir í votlendi.
Hreinn
Óskarsson