Morgunblaðið - 10.06.2022, Side 11

Morgunblaðið - 10.06.2022, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022 BH 8.650 kr. Buxur 3.250 kr. Telimena frá Einn vinsælasti blúnduhaldarinn okkar er kominn aftur Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.10-14 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Á Prjónagleðinni kemur saman prjónafólk af öllu landinu sem sameinast um áhugamál sitt, sem er ástríða fyrir garni og prjónaskap. Boðið er upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast prjónaskap, garni og ull, fyr- irlestra, prjónatengda við- burði og Garntorgið sem hef- ur mikið aðdráttarafl fyrir prjónafólk. Torgið er há- punktur hátíðarinnar, þar sem um 30 seljendur bjóða til sölu garn og allt annað sem prjónafólk þarfnast. Úrslit verða kynnt í hönnunar- og prjónasamkeppni og lamb- húshetturnar góðu verða til sýnis. Við eigum von á að fjöldi prjónafólks af öllu landinu heimsæki svæðið nú um helgina,“ segir Svanhild- ur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Textílmið- stöðvar Íslands, en hin ár- lega prjónahátíð, Prjóna- gleðin, fer af stað á Blönduósi í dag, föstudag. „Dagskráin er þéttskipuð og skemmtileg. Til dæmis ætlar prjónahönnuðurinn Thelma Steimann, sem er íslensk en býr og starfar í Danmörku, að segja prjónasögur frá Köben í kvöld. Á laugardagskvöld verður prjóna- kvöldvaka í félagsheimilinu, en rekstraraðilar þar bjuggu þar til vettvang fyrir fólkið á hátíðinni til að koma saman og prjóna saman. Þau verða með smárétti og dans- kennari ætlar að kenna okkur salsa. Þetta er einmitt það sem við erum að vonast til að prjónahátíðin verði smám saman, að hún festi sig þannig í sessi að fólkið hér á Blönduósi, sem er í einhverjum rekstri, sjái sér hag í að taka þátt og brydda upp á einhverju. Hópur fólks í bænum stendur til dæmis fyrir því að prjóna verk á staura, sem setur svip á svæðið á hverri Prjónagleði. Prjónamessan lukk- aðist svo vel í fyrra, að séra Dalla Þórðardóttir ætlar að bjóða fólki að hlýða á messu með prjóna í höndum og við ætlum að bjóða upp á prjónagöngu til messu, en þá gengur fólk prjónandi um með hnykil í úlpuvasa eða veski. Ef veð- ur leyfir ætlum við eftir messu að vera með friðargjörning úti á íþróttavelli. Við hvetjum fólk til að koma með prjónana út á æfinga- svæðið og mynda mannlegt friðar- merki sem tekin verður mynd af með dróna. Við fengum þessa hug- mynd lánaða frá Gleðibankanum á Skagaströnd.“ Prjónagleðin stendur yfir nú um helgina, 10.-12. júní,en nánar má um hana fræðast á textilmidstod.is Stína Gísla Setur upp nýjasta prjónaverk sitt á staur með kennileitum frá Blönduósi. Prjónakvöldvaka og prjónamessa - Prjónagleðin hefst í dag á Blönduósi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Byggingariðnaðurinn hefur í sam- starfi við stjórnvöld sett sér það markmið að dregið verði úr árlegri kolefnislosun bygginga á Íslandi um 43% fyrir árið 2030. Markmiðið er sett fram í nýjum vegvísi um vistvæna mannvirkjagerð, sem unnin hefur verið á vegum sam- starfsvettvangs stjórnvalda og at- vinnulífs, Byggjum á grænni fram- tíð. Vegvísirinn var kynntur á fundi fulltrúa samstarfsvettvangsins með innviðaráðherra og umhverf- is-, orku- og loftslagsráðherra í gær. Áætlað er að árleg kolefnislosun vegna nýbygginga og rekstrar nú- verandi bygginga á Íslandi sé um 360 þúsund tonn. Miðað er við að á árinu 2030 hafi losunin dregist saman um 43% og verði rúmlega 205 þúsund tonn. Það er án úr- gangs. Mest munar um 55% sam- drátt í losun vegna byggingarefna, 70% losun vegna flutninga á verk- stað og við framkvæmd og 55% samdrátt í losun vegna endurnýj- unar og endurbóta. Orkunotkun í rekstri bygginga er veruleg en dregst aðeins saman um 7,5%, sam- kvæmt markmiðum vegvísins. Einnig er gert ráð fyrir miklum árangri í meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs, þannig að 95% verði endurnýtt í stað 88% í dag. Hægt að vinna hraðar Kynntar eru 74 aðgerðir í vegvís- inum. Þar af eru 23 aðgerðir ýmist komnar á undirbúnings- eða fram- kvæmdastig eða þeim lokið. Miðað er við að matið, losunin og aðgerð- irnar sæti endurskoðun fyrir lok árs 2024. Tekið er fram í vegvís- inum að aðgerðirnar 74 dugi ekki einar og sér til að ná árangri í vist- vænni mannvirkjagerð. Nauðsyn- legt sé að öll fyrirtæki og stofnanir innan virðiskeðju mannvirkjageir- ans greini þau fjölmörgu tækifæri sem þau hafi. „Ef við stígum öll skrefin á sama tíma verður þróunin mun hraðari en ella og ávinningur fyrir umhverfið, efnahaginn og samfélagið mun ekki leyna sér,“ segir í vegvísinum. Um 50 aðilar úr ýmsum áttum taka þátt í því að koma aðgerðunum í framkvæmd. Er þetta í fyrsta sinn sem losun, markmið og aðgerðir fyrir vistvæna mannvirkjagerð á Íslandi eru skil- greind með þessum hætti. Hátt í 200 einstaklingar innan allrar virð- iskeðju mannvirkjageirans tóku þátt í gerð vegvísisins. Stefnt að 43% losun - Í vegvísi um vistvæna mannvirkjagerð eru skilgreind 74 verkefni - Huti þeirra er nú þegar kominn í framkvæmd Mannvirkjagerð » Vegvísir um vistvæna mann- virkjagerð var kynntur í gær. » Árleg losun nýbygginga og rekstrar núverandi bygginga er um 360 þúsund tonn. » Stefnt að því að árið 2030 verið losunin 205 þúsund tonn. Markmið um kolefnislosun bygginga Heildarlosun á viðmiðunarári Markmið um heildar- losun árið 2030 359 54 205 38 Meðaltal áranna 2015-2020 Markmið fyrir árið 2030 -43% -30% Heildarlosun, þús. tonn CO2 Byggingar- og niðurrifs- úrgangur á byggðan fermetra Meðaltal á ári, kg/m2 Heimild: Vegvísir Morgunblaðið/Árni Sæberg Byggingar Draga á úr kolefnislosnun bygginga um 43% fyrir 2030. Ríflega 360 þátttakendur eru skráðir í árlegt inntökupróf í lækn- isfræði og sjúkraþjálfunarfræði við læknadeild Háskóla Íslands sem hófst í gær og lýkur í dag. Prófa- hald verður í fyrsta sinn alfarið raf- rænt. Samkvæmt upplýsingum frá HÍ munu alls 295 þreyta inntökupróf í læknisfræði og þá sækjast 68 manns eftir inngöngu í sjúkraþjálf- unarfræði. Sama próf er lagt fyrir alla þátttakendur og þeir sem standa sig best á prófinu eiga kost á að hefja nám. Fjöldi þeirra sem veitt er inn- ganga miðast við afkastagetu sjúkrahúsanna við verklega þjálfun nemenda. Í læknisfræði verða tekn- ir inn 60 nemendur og 35 nemendur í sjúkraþjálfunarfræði. Inntökuprófið hefur um langt skeið farið fram í húsnæði Mennta- skólans við Hamrahlíð en nú er það haldið í fjórum byggingum Háskól- ans: Háskólatorgi, Árnagarði, Eir- bergi og aðalbyggingu. Í fjórum byggingum Allir þátttakendur þreyta prófið í prófakerfinu Inspera og geta ýmist nýtt eigin tölvur eða tölvur sem Háskóli Íslands lánar þeim til próf- töku. Þetta í fyrsta sinn sem fyrir- komulag inntökuprófa er með þess- um hætti en Háskóli Íslands hefur notað Inspera-kerfið við rafrænt prófahald í skólanum undanfarin misseri með góðum árangri. Inn- tökuprófið tekur tvo daga líkt og áður og í því eru sex tveggja tíma próflotur. Þau sem fara í prófið en fá ekki inngöngu geta skráð sig í aðrar deildir Háskóla Íslands fram til 20. júlí. Yfir 360 þreyta inntökupróf í HÍ - Prófið alfarið rafrænt í fyrsta skipti Morgunblaðið/Sigurður Bogi Háskóli Mörg hundruð manns þreyta nú inntökupróf í Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.