Morgunblaðið - 10.06.2022, Page 12

Morgunblaðið - 10.06.2022, Page 12
Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is 12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022 BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Mikill áhugi er á ráðstefnu Ice- landSIF um ábyrgar fjárfestingar sem haldin verður í Hörpu 15. og 16. júní nk. Kristbjörg M. Kristinsdóttir stjórnarformaður samtakanna segir að uppselt sé á ráðstefnuna en þar munu 165 manns koma saman til að hlýða á erindi og taka þátt í um- ræðum. Um helmingur þátttakenda kemur frá öðrum löndum, sem Kristbjörg segir sérlega ánægjulegt. Einnig verður boðið upp á beint streymi sem opið verður öllum. Fyrsta ráðstefna hér á landi „Þetta er fyrsta alþjóðlega ráð- stefnan sem IcelandSIF stendur fyrir á vettvangi NordicSIF en systursam- tök IcelandSIF skiptast á að halda ráðstefnuna á hverju ári. Þar koma jafnan saman alþjóðlegir aðilar sem kynna reynslu og þekkingu af ábyrg- um fjárfestingum á fjármálamörkuð- um heima fyrir. Þemað hjá okkur í ár er „hafið“,“ segir Kristbjörg. Samtökunum IcelandSIF er ætlað að vera óháður vettvangur fyrir um- ræðu og fræðslu um ábyrgar og sjálf- bærar fjárfestingar eins og Krist- björg útskýrir. „Félagsaðilar eru tvenns konar, aðildarfélög og aukaað- ilar. Aðildarfélög geta verið starfs- leyfisskyld fjármálafyrirtæki, lífeyr- issjóðir og tryggingafélög sem fjárfesta fyrir eigin reikning eða í um- boði þriðja aðila með starfsemi á Ís- landi og styðja tilgang félagsins. Aukaaðilar geta verið aðrir lögaðilar, samtök og opinberir aðilar með starf- semi á Íslandi sem styðja tilgang fé- lagsins.“ Stendur Íslendingum nærri Um þema ráðstefnunnar í ár segir Kristbjörg að hafið standi Íslending- um mjög nærri og sé þeim kært. „Við völdum hafið sem þema til að sýna kollegum okkar á Norðurlöndunum hversu metnaðarfullt vísindastarf, stefnumótun og nýsköpun er í þess- um málum hér á landi.“ Erlendu gestirnir eru í flestum til- vikum sérfræðingar sem stýra fjár- magni í sínum heimalöndum og margir hverjir eru mjög framarlega á sínu sviði að sögn Kristbjargar. Að- spurð segir hún að nokkrir þeirra séu einmitt með sérstaka áherslu á lausn- ir er tengjast hafi og vatni. „Á ráðstefnunni verða fyrirlestr- ar, vinnustofur og pallborðsumræð- ur m.a. þar sem tekist verður á við úrlausnarefni sem tengjast sjálfbær- um fjárfestingum á sviði umhverf- ismála, félagslegra þátta og stjórn- arhátta. Ég er mjög spennt að fylgjast með umræðum og sjónar- miðum frá mismunandi hópum.“ Spurð hvort eitt af markmiðunum sé að vekja athygli erlendra fjár- magnseigenda á íslenskum fjárfest- ingarkostum tekur Kristbjörg undir það. Samtökin geti stuðlað að því að kveikja neista hjá hinum erlendu að- ilum. „Við viljum að þeir sjái hversu framarlega við erum í þessum mál- um og mögulega benda á Ísland sem góðan fjárfestingarkost inn í fram- tíðina. Við sjáum gífurlegt tækifæri í að sýna fram á hvað Ísland er mikill brautryðjandi í nýtingu auðlinda hafsins og hvernig við getum skapað okkur sérstöðu í heiminum hvað það varðar.“ Mikill meðbyr um allan heim Kristbjörg segir aðspurð að mikill meðbyr sé með ábyrgum fjárfesting- um um þessar mundir um allan heim. „Þeir sem stýra fjármagni vita að þetta er framtíðin.“ Það sé til vitnis um aukinn áhuga að sífellt meira sé leitað eftir upplýs- ingum um málefnið hjá IcelandSIF og félagsaðilum fjölgar jafnt og þétt. „Við tökum ekki afstöðu til einstakra mála en erum gjarnan kölluð til til að skýra út aðferðafræðina og á hverju hún byggist. Til dæmis var frábær þátttaka í opnum fræðslu- fundum sem við héldum í faraldr- inum þar sem yfir eitt hundrað manns fylgdust með í hvert sinn á netinu. Við finnum mjög skýrt fyrir þörf og áhuga á fræðslu um þessi mál.“ Kristbjörg segir að SIF-samtökin hafi orðið til á Norðurlöndunum fyr- ir allmörgum árum. Þau séu mjög öflugur félagsskapur hvað viðkemur sjálfbærum fjárfestingum en Norð- urlöndin hafa leitt þessa umræðu yfir lengra skeið að sögn Kristbjarg- ar. „Á síðustu fimm árum eða svo hafa Bandaríkin svo komið mjög sterkt inn. Málefnin eru ekki lengur gæluverkefni fárra heldur verkefni heildarinnar.“ Marel og Sjávarklasinn Meðal þeirra fyrirtækja sem kynna starfsemi sína á ráðstefnunni eru tæknifyrirtækið Marel og Sjáv- arklasinn. Einnig verða myndskeið frá Transition Labs og Running Tide sem vinna að áhugaverðum verkefnum tengdum loftslagsmál- um. „Íslendingarnir sem eru hluti af dagskránni eru sérfræðingar og brautryðjendur á sínu sviði. Við hjá IcelandSIF erum mjög stolt af því að hafa fengið þau til liðs við okkur. Einnig er ég virkilega ánægð með að vísindakonurnar Anna Hulda Ólafs- dóttir og Hrönn Egilsdóttir skuli hefja ráðstefnuna og veita einstaka sýn á vísindastarf á Íslandi. Þær eru að vinna að mikilvægum verkefnum fyrir Ísland á sviði loftslagsmála til skemmri og lengri tíma.“ Opnunarerindið verður flutt af Elízu Jean Reid forsetafrú. „Það verður gaman að fá innsýn Íslend- ings af erlendum uppruna á hafið sem okkur er svo mikilvægt,“ segir Kristbjörg að lokum. Mikill áhugi á sjálfbærni Sjór Kristbjörg M. Kristinsdóttir stjórnarformaður IcelandSIF er ánægð með góða þátttöku í ráðstefnunni. - Hafið er þema alþjóðlegrar ráðstefnu IcelandSIF um sjálfbærar fjárfestingar - Erlendir sérfræðingar - Löngu uppselt- Mikið leitað til samtakanna Fjárfestingar » Samtökunum Iceland SIF er ætlað að vera óháður vett- vangur fyrir umræðu og fræðslu um ábyrgar og sjálf- bærar fjárfestingar. » Málefni tengd sjálfbærni ekki lengur gæluverkefni fárra heldur verkefni heildarinnar. Stærsti bílafarmur, sem nokkru sinni hefur komið með einu skipi til Íslands, kemur til hafnar í Þorlákshöfn í dag þegar flutn- ingaskipið Mykines leggst að bryggju með fullfermi. Að sögn Lindu Gunnlaugs- dóttur framkvæmdastjóra Smyril Line, sem gerir flutningaskipið út, er um 545 bíla að ræða. Skip- ið getur að hennar sögn tekið yfir 500 bíla á þrjú sérstök bíla- dekk og auk þess 90 flutninga- vagna. Fyrra met var 350 bílar árið 2017 þegar félagið hóf sigl- ingar með Mykines til Íslands. „Þar sem meginhluti bílanna sem kemur með skipinu á morgun kom frá Zeebrugge í Belgíu var ákveðið að senda skipið sérstaka ferð þangað þar sem lestaðir voru 329 Toyotabílar. Þetta var það mikill fjöldi frá einum stað að ákveðið var að taka smá út- úrdúr. Þetta er þó einungis gert í undantekningatilfellum. Þetta hefur aðeins verið gert einu sinni áður, þegar skipið fór sérstaka ferð til Cuxhaven eftir Volks- wagen-bílum,“ segir Linda. Sérhannað fyrir bíla Mykines er sérhannað til bíla- flutninga og er bifreiðunum ekið um borð. „Nú er loksins að liðkast til í bílaframleiðslu heimsins og hálf- leiðaraskorturinn sem tafði fyrir að minnka. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir bílum hér á landi,“ segir Linda. Smyril Line siglir þrjár ferðir í viku til Þorlákshafnar. Tvisvar er siglt til Rotterdam og einu sinni til Danmerkur. Einnig rekur fyrirtækið farþegaferjuna Nor- rænu sem kemur að bryggju á Seyðisfirði. Stærsti bílafarmur sögunnar - Fyrra met var 350 bifreiðar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eftirspurn Mykines er sérhannað skip til bílaflutninga. 10. júní 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.34 Sterlingspund 162.31 Kanadadalur 103.14 Dönsk króna 18.673 Norsk króna 13.699 Sænsk króna 13.236 Svissn. franki 132.46 Japanskt jen 0.9651 SDR 174.18 Evra 138.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.7287 « Stjórn Festar gæti verið í snúinni stöðu verði krafa hóps hluthafa um hluthafafund að veruleika. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur hópur hluthafa í félaginu rætt það sín á milli að óska eftir hluthafa- fundi vegna óánægju með þá ákvörðun stjórnar að víkja Eggert Þór Kristófers- syni úr starfi forstjóra í síðustu viku. Í tilkynningu sem send var Kauphöll á miðvikudag í síðustu viku kom fram að Eggerti Þór hefði sjálfur sagt upp störfum, en eins og greint var frá í Við- skiptaMogga á miðvikudag var það ákvörðun stjórnar að víkja honum úr starfi, þó þannig að hann myndi starfa út júlímánuð. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var það sameiginleg niðurstaða stjórnar og forstjóra að út- færa uppsögnina með þeim hætti. Þrátt fyrir þá útfærslu hafa bæði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið greint frá því að Eggerti Þór hafi verið sagt upp störfum. Fréttaflutningi blaðanna af málinu hefur ekki verið mótmælt. Fari svo að hluthafafundur verði haldinn er stjórn félagsins engu að síð- ur bundin af því sem búið er að til- kynna til Kauphallar. Samkvæmt því þarf stjórnin að tilkynna hluthöfum sem sækja fundinn að málið sé svona í pottinn búið og að Eggert Þór hafi sjálfur sagt upp störfum. Þó verður að teljast ólíklegt að þeir sem sérstaklega óska eftir hluthafafundi sætti sig við þau svör. Ef stjórnin hins vegar upp- lýsir um önnur málsatvik þarf hún um leið að viðurkenna að fyrrnefnd til- kynning til Kauphallarinnar hafi verið röng eða villandi. Fyrir stjórn í skráðu félagi er slíkt nær ógjörningur enda myndi það kalla á viðbrögð fjármálaeft- irlits Seðlabankans. Rétt er að taka fram að enn hefur ekki verið kallað til hluthafafundar, enda þurfa eigendur 10% hluta félags- ins að óska eftir því. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er mikið þrýst á þá lífeyrissjóði sem eiga hlut í félaginu að styðja við beiðni um hluthafafund, enda myndi þátttaka þeirra flýta fyrir þeirri ákvörðun. gislifreyr@mbl.is Flókin staða fyrir stjórn Festar á hluthafafundi STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.