Morgunblaðið - 10.06.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022 VINNINGASKRÁ 55 9775 17712 28243 38988 51375 60930 70467 73 9785 17866 28288 39008 51478 61257 71245 456 9916 18336 29237 39776 51570 61317 71487 603 10218 18478 29238 39937 52171 61623 71811 695 10303 18487 29294 40813 52452 61847 72404 1129 10689 18673 29334 41097 52664 61947 72432 1464 10702 18681 29559 41249 53623 61963 73286 1599 10854 18692 30959 41299 54382 62017 73984 2231 11099 19143 31025 41540 54390 62041 74292 3487 11136 20348 31421 41830 54422 62150 75095 3586 11317 20991 31436 41908 54972 62324 75885 3698 11373 21414 31678 41912 55069 62933 76309 3823 12270 21727 31719 42421 55099 62956 76447 3874 12415 21833 31931 42612 55709 63046 76493 3997 12441 22048 32292 42974 56040 63571 76761 4143 12781 22075 32322 43518 56070 63870 77744 4212 13334 22252 32591 44024 56707 64156 77862 4260 13482 22282 32733 44529 56893 64238 77982 4686 14038 22423 33208 44594 57513 64263 78282 4906 14135 22646 34152 45377 57554 64374 78289 5743 14327 22830 34919 45424 57682 64670 78545 5919 14812 23053 35090 45673 57807 65187 78632 6776 14813 23212 35215 45984 57896 65384 78844 6914 14981 23850 36043 46130 57974 65479 78952 7018 15283 23872 36285 46334 57987 65920 79121 7056 15649 23955 36799 46521 58131 66491 79195 7333 15813 25008 37272 46555 58247 66620 79291 7497 16001 25076 37355 47409 58274 66844 79550 7537 16145 25203 37599 47684 58403 67338 79597 7577 16917 25403 37663 47798 58474 67436 79706 7741 16994 25879 37775 48407 58747 67550 79720 7903 17064 26451 37785 48442 59174 67879 8624 17118 27055 37921 48956 59349 68224 9004 17409 27213 38107 49016 60123 69330 9052 17425 27283 38352 49261 60464 69395 9171 17476 27641 38394 49647 60517 69919 9503 17662 27869 38842 50429 60926 70210 102 9297 18630 24444 37571 49294 63217 75799 271 10801 19091 26543 38573 51746 64068 76196 312 11214 19443 26710 41328 52880 64228 76464 762 11300 19542 27570 41525 54271 64401 77606 1977 11341 19907 30556 41877 56278 65034 78385 3271 12648 20036 30638 42334 56451 66283 78484 3368 13227 20077 31204 42402 56550 67101 79040 4784 13344 20154 32247 42878 58976 67754 79047 5034 15341 20588 33573 44386 59096 70181 79637 5271 15787 22202 35048 44797 59161 71681 6427 15956 22504 35092 47673 60513 72886 7347 16558 22811 35152 47685 61742 73400 7360 18175 23683 35258 47952 63005 74479 Næstu útdrættir fara fram 16., 23. & 30. júní 2022 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 8231 22818 40180 41270 55726 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4231 11780 24827 46495 65872 71938 4712 16027 37498 46760 67501 75816 6753 20868 40547 47006 68938 78036 8964 21680 44641 50020 69964 79030 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 8 7 3 6. útdráttur 9. júní 2022 Ein af helstu ástæð- um þess að Ísland rað- ar sér á topp þeirra ríkja sem mestar tekjur hafa er mikil þátttaka íslenskra kvenna á vinnumark- aði. Þessi mikla at- vinnuþáttaka kvenna skapar hins vegar ekki einungis mikinn auð í íslensku samfélagi heldur eykur hún beinlínis fram- leiðni samkvæmt alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Framleiðni er mæli- kvarði á rekstrarhagkvæmni og segir í raun hversu mikið er fram- leitt á klukkutíma. Hins vegar fyrirfinnst launamun- ur milli kynja vegna kynskipts vinnumarkaðar sem kostar okkur öll. Kostnaðurinn liggur ekki ein- ungis hjá konum. Þessi launamunur og ójafnrétti á vinnumarkaðinum dregur nefnilega bæði úr framleiðni og vexti. Óréttlátt og óskynsamlegt Framkvæmdastjóri alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins sagði nýverið: „Þessi ójafna staða milli karla og kvenna veldur efnahagslegum kostnaði þar sem hún dregur úr framleiðni og hagvexti.“ Samkvæmt rannsóknum er þessi kostnaður jafnvel enn meiri en áður var talið. Þá sýnir nýleg rannsókn frá Har- vard að launahækkun til kvenna eykur framleiðni meira en launa- hækkun til karla. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að með því að minnka launamun kynjanna um 10% getur framleiðni vinnuafls aukist um 3%, sem er um- talsvert. Til að setja þessa 3% tölu í sam- hengi þá varð árlegur framleiðni- vöxtur hjá hinu opinbera 0,5% á tímabilinu 1998-2020. Því er eftir miklu að slægjast fyrir samfélagið allt. Störf sem eru að stærstum hluta unnin af konum eru iðulega lægra launuð en störf unnin af körlum. Það er ekki einungis hrópandi óréttlæti heldur er það einnig efnahagslega óskynsamlegt. Þetta ættu allir að hafa í huga í næstu kjarasamningum. Eftir Söndru B. Franks » Þá sýnir nýleg rann- sókn frá Harvard að launahækkun til kvenna eykur framleiðni meira en launahækkun til karla. Sandra B. Franks Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. sandra@slfi.is Á að hækka laun kvenna? Nú nærri 24 árum eftir að Hæstiréttur Ís- lands kvað upp dóm í máli mínu gegn ís- lenska ríkinu vegna synjunar á umsókn minni um fiskveiðileyfi og aflaheimildir hefur Alþingi ekki enn leið- rétt stjórnarskrár- brotin sem felast í lög- um um stjórn fiskveiða og framkvæmd þeirra. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 145/ 1998 fimmtudaginn 3. desember var einróma niðurstaða allra fimm dóm- aranna að lög um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 brytu í bága við 65. og 75. grein stjórnarskrárinnar, þ.e. gegn jafnræðisreglu og atvinnu- frelsi, og að ríkisvaldinu hefði því ekki verið heimilt að hafna umsókn minni um veiðileyfi og aflaheimildir með vísun til laganna. Ekki verður þrískipting ríkisvaldsins skilin með öðrum hætti en að löggjafarvaldinu hafi þá verið skylt að breyta svo lög- um að þau stæðust stjórnarskrá Ís- lands. Það hefur ekki verið gert þó að margar aðrar breytingar hafi verið gerðar á lögunum, sem heita núna lög nr. 116/2006. Enginn tekur sæti á Alþingi án þess að sverja þess eið að halda stjórnarskrána. Það hvílir því tvö- föld skylda á sérhverjum þingmanni nú og hefur gert það í tæp 24 ár að bregðast við þessum galla laganna, bæði vegna dómsins og svo frum- kvæðisskyldan að gæta þess að lög landsins samrýmist stjórnar- skránni. Óhollusta við stjórnar- skrána núna verður ekki afsökuð með óheilindum fyrri þingmanna og þá sérstaklega þeirra sem sátu á Al- þingi í desember 1998. En það er ekki einasta stjórnar- skráin sem rekur á eftir að gengið verði í það verk að hreinsa þennan smánarblett af Alþingi Íslendinga, heldur er einnig alveg ljós andstaða þjóðarinnar við núverandi kvóta- kerfi, sem byggist á nefndum lög- um. Nýleg viðhorfskönnun leiddi m.a. í ljós að þrír fjórðu hlutar þeirra sem afstöðu tóku voru and- vígir fiskveiðikerfinu, svipað og ver- ið hefur mestan hluta kvótatímans eða í fjóra áratugi. Þingmenn sitja á Alþingi í umboði þjóðarinnar. Þeir eru kosnir til að framfylgja vilja hennar. Þar kemur þriðja ríka ástæðan til að leiðrétta lög um stjórn fiskveiða að fara að vilja eig- anda fiskveiðiauðlindarinnar, sem er íslenska þjóðin sbr. 1. grein nefndra laga: 1. gr. Nytjastofnar á Ís- landsmiðum eru sam- eign íslensku þjóð- arinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í land- inu. Úthlutun veiði- heimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt for- ræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Algjörlega fráleitt er að nokkur að- ili með einhverja þekkingu á þessum málum finnist, sem áttar sig ekki á því að markmið þessarar greinar hef- ur á engan hátt gengið eftir. Greinin er hrein öfugmæli við ríkjandi ástand. Kvótakerfið hefur leitt til minni hefðbundins afla og stuðlar hreint ekki að hagkvæmri nýtingu. Þorsk- aflinn á Íslandsmiðum hefur verið að- eins 40% af því sem hann hafði verið áratugum saman fyrir daga kvóta- kerfisins. Það er fjórða ríka ástæðan til að breyta lögunum. Þorskaflinn, sem hefur verið hafður af þjóðinni, samsvarar um 100 milljörðum króna á ári upp úr sjó en meira en tvöfalt hærri upphæð í útflutnings- verðmætum fyrir utan afleiddar tekjur hagkerfisins, sem ella skiluðu sér margfalt inn í þjóðartekjurnar. Og þarna erum við bara að miða við þorskinn. Það sama á við um annan hefðbundinn afla. Fimmta ríka ástæðan fyrir alþing- ismenn til þess að breyta fiskveiði- stjórnarkerfinu er að hvata vantar til nýsköpunar í nýtingu auðlindarinnar. Ýmsar sjávarafurðir eru hreinlega ekki nýttar. Þarna má tilgreina ýmis- legt gamalkunnugt eins og skelfisk ýmiss konar, hákarl, sæbjúgu, smokkfisk en ekki síður ýmislegt sem tilheyrir grundvallarlífi hafsins eins og áta og sjávargróður. Þarna fara í súginn mikil verðmæti og um leið tækifæri fyrir unga menn að vinna að nýsköpun sem er sjötta ríka ástæðan fyrir alþingismenn að reka nú af sér slyðruorðið, sem er orðið þeim til rækilegrar skammar. Sjöunda ríka ástæðan fyrir alþing- ismenn er að breyta svo fiskveiði- stjórninni að brottkast afla í stórum stíl yrði stöðvað. Allir, sem ekki hafa hag af ósannindum, viðurkenna að brottkast er mjög mikið í núverandi kvótakerfi. Kvótastýring bókstaflega kallar á brottkast afla til að hámarka nýtinguna á takmörkuðum kvóta. Jafnvægi í byggð landsins er síðan áttunda ríka ástæðan til að leiðrétta gjafakvótakerfið sem riðlaði byggðum landsins með stórkostlegu eignatjóni fólks víða í byggðum landsins. Níunda ríka ástæðan fyrir alþingis- menn væri svo að stuðla að réttlátu samfélagi en almennt réttlæti í sam- félögum eru mikilvæg verðmæti sem ekki ættu að gleymast. Tíunda ríka ástæðan fælist svo loks í vellíðan þing- manna við að láta gott af sér leiða. „Gjör rétt – þol ei órétt“ ætti að vera leiðarstef allra þingmanna en ekki að- eins innihaldslaust slagorð nokkurra þeirra. Ég veit að það hefur vafist fyrir fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi að sjá hvað koma ætti í staðinn fyrir núver- andi kvótakerfi. Ljóst er að ýmsar leiðir eru vænlegar og myndu leiða til stóraukinna tekna fyrir þjóðarbúið. Ef gætt er að réttum leikreglum hafa allar leiðir sem kæmu til greina þann stóra kost að fulltrúar þjóðarinnar í umboði hennar gætuð þreifað sig áfram með hagkvæmar leiðir og hugs- anlega myndi í framtíðinni finnast hin eina rétta leið. Ég, eins og eflaust margir kunnáttumenn á þessu sviði, treysti mér til að velta upp nokkrum möguleikum ef þess er óskað. Svo vel vill til að það er engum vafa undirorpið að þjóðin á nytjastofnana eins og segir í upphafi l. greinar lag- anna. Því getur ekki ríkt neinn ágrein- ingur um rétt Alþingis til að breyta reglum um stjórn fiskveiða. Einnig má benda á að í dómi Hæstaréttar nr. 12/2000, svokölluðum Vatneyrardómi 6. apríl 2000, kemur fram það álit að engin fyrirstaða sé til þess breyta reglunum. Í Vatneyrar- dóminum kemur m.a. fram að Alþingi geti vikið til hliðar ákvæðum stjórn- arskrárinnar um stundarsakir til að afstýra vá eins og meint ofveiði hafi þá verið á Íslandsmiðum. Enginn getur haldið því fram að ástand fiskistofna landsins réttlæti slíkt um fjóra ára- tugi. Ástandið réttlætti raunar aldrei þessi ósköp enda var ekki um neina vá að ræða, hvorki þá né núna. Hér hafa verið tilgreindar 10 ríkar ástæður fyrir alþingismenn að bregð- ast við. Hver og ein hefði verið næg ástæða. Nú er mál að linni og þótt miklu fyrr hefði verið. Tíu ríkar ástæður fyrir alþingismenn Eftir Valdimar Jóhannesson » „Gjör rétt – þol ei órétt“ ætti að vera leiðarstef allra þing- manna en ekki aðeins innihaldslaust slagorð nokkurra þeirra. Valdimar H Jóhannesson Höfundur er á eftirlaunaaldri. vald@centrum.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.