Morgunblaðið - 10.06.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022
Þau átt þú svo sannarlega öll
skilið og svo miklu fleiri. Þú varst
svo einlæg og sönn. Hafðir sterka
samkennd og varst fljót að lesa í
aðstæður. Fyrir utan augljósar
gáfur þá bjóstu yfir sjaldgæfri
visku. Visku sem er erfitt að út-
skýra. Þú varst afburða náms-
maður og rúllaðir upp erfiðustu
prófunum í sjúkraþjálfun með 9 í
einkunn. Enda varstu alltaf efst í
bekknum. Þú hafðir keppnisskap
og stóðst á þínu þegar þörf var á.
Varst algjörlega laus við drama
og þurftir engar málalengingar
til að koma þínu á framfæri. Það
gerðir þú hnitmiðað í fáum orð-
um.
Þú varst náttúrubarn og mér
fannst svo fallegt hversu mikla
núvitund þú hafðir. Gast verið al-
gjörlega í núinu að horfa á eitt-
hvað í umhverfinu eða setið í ró
með tebolla og mola af dökku
súkkulaði. Á ferðalögum erlendis
hugnaðist þér frekar að leggjast í
almenningsgarð með góða bók en
að standa í búðarápi.
Þrátt fyrir öll ferðalögin og
allt það skemmtilega sem við höf-
um gert þá eru það ekki síst
hversdagslegu samverustundirn-
ar sem vega þungt í minningunni.
Að vera í þinni návist var svo dýr-
mætt, sama hvað var í gangi í
kring. Allar þessar stundir geymi
ég í hjartanu og verð ævinlega
þakklát fyrir þær og þig, elsku
gull.
Þú háðir erfiða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm af slíkri þraut-
seigju og keppnisskapi að leitun
er að öðru eins. Veikindi þín og
fráfall nísta í hjartað og það er
erfitt að taka þessum málalokum
þótt vitað væri í hvað stefndi.
Elsku Inga Hrund. Takk fyrir
vinskapinn, hlýjuna, viskuna,
hláturinn, skilninginn, foreldra-
ráðin, ferðalögin, fjörugu stund-
irnar sem og þungu stundirnar.
Þú varst ómetanleg vinkona og
ég mun sakna þín alla ævi.
Sjáumst seinna á öðrum stað
elsku vinkona.
Öllum nánum aðstandendum
votta ég mína dýpstu samúð.
Ásdís Árnadóttir.
Elsku Inga mín, elsku kok-
teilpía, hlaupagarpur og fjalla-
geit.
Þegar ég hugsa til þín sé ég
fyrir mér ljúfa fallega brosið þitt
og finn innra með mér hlýjuna
sem alltaf skein frá þér. Alltaf
stutt í glensið og gleðina, meira
að segja í gegnum erfiðu veik-
indin undanfarið.
Svo mikið af dásamlegum
minningum með þér. Drauma-
roadtrippið okkar um Bandaríkin
var auðvitað engu líkt og allar
fjallaferðirnar – töluðum svo
mikið á göngu að við týndumst í
fjallshlíðunum oftar en einu
sinni. Ég hlæ í gegnum tárin þeg-
ar ég sé okkur fyrir mér átta okk-
ur á því að við séum týndar vegna
djúps fjallatrúnós.
Það er sárt að þurfa að kveðja
þig svo langt fyrir aldur fram,
mér finnst að við ættum að eiga
inni svo margar fjallgöngur og
trúnó, að hittast með krakkana
og leyfa þeim að kynnast. Ég var
heppin að leiðir okkar krossuðust
og er svo þakklát fyrir öll æv-
intýrin okkar saman. Takk fyrir
allar ljúfu stundirnar, yndislega
Inga.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Dísanna þinna, Rún-
ars og fjölskyldunnar, megi kær-
leikur og hlýja umvefja ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Þín vinkona,
Þóra Elísabet.
Lífið er ekki alltaf sanngjarnt
og á svona dögum er fátt um svör
og tilgang. Með sorg í hjarta leit-
um við huggunar í ljúfar minn-
ingar. Minningar um fallegu,
lífsglöðu Ingu sem átti lífið
framundan með stelpunum sín-
um og Rúnari. Minningar um
einstakan samstarfsfélaga og
vinkonu sem sinnti starfi sínu af
alúð og fagmennsku og nærði
okkur öll með sinni hlýju nær-
veru og léttu lund. Fyrir sam-
veru með Ingu verðum við æv-
inlega þakklát.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endur-
gjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku Rúnar, Ásdís, Heiðdís,
Sunna, Guðjón og aðrir aðstand-
endur, hugur okkar og hjarta er
hjá ykkur. Megið þið finna styrk
til að takast á við þennan mikla
missi og þessa miklu sorg.
Stefán og Elísabet.
Í ársbyrjun 2008 tók nemi í
sjúkraþjálfun sæti á framboðs-
lista Vöku til Stúdentaráðs Há-
skóla Íslands. Þar með duttum
við heldur betur í lukkupottinn
eins og allir sem fengu að kynn-
ast Ingu Hrund. Hún sat svo í
stjórn Vöku næsta árið og eign-
uðumst við þar með yndislega
vinkonu sem gerði árin okkar
allra í Vöku enn betri. Inga
Hrund var afburða vel gefin og
harðdugleg en alltaf til í stuð og
sá um að drífa hópinn upp á
fjall, út að hlaupa eða í smá
göngu í bland við allt fjörið.
Eftir árin í Vöku var Inga
Hrund alltaf til taks, hvort sem
það var að veita góð ráð, hjálpa
með tognanir, grindargliðnun,
velja trúlofunarhring, peppa
okkur eða jafnvel segja okkur
að hætta þessu væli og drullast
af stað.
Meira að segja eftir grein-
ingu og erfiða lyfjameðferð náði
Inga Hrund að draga okkur í
fjallgöngu! Þegar við vorum öll
mætt sagði hún okkur reyndar
að hún væri of slöpp til að
ganga sjálf en skipaði okkur
hinum að ganga, gaf okkur smá
nesti og auðvitað hlýddum við.
Inga Hrund var einstaklega
vönduð manneskja og dásamleg
blanda af dugnaði, hlýju, glensi
og stuði. Við sjáum á eftir góðri
vinkonu með miklum söknuði
en minnumst hennar með gleði
og þakklæti fyrir að hafa fengið
að ganga með henni í lífinu þótt
heitast hefðum við óskað að sú
ganga hefði orðið lengri.
Við þökkum Ingu Hrund fyr-
ir ómetanlega vináttu og send-
um Rúnari, börnunum og fjöl-
skyldunni allri innilegar
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd félaga úr Vöku,
félagi lýðræðissinnaðra stúd-
enta,
Helga Lára, María,
Sigrún Ingibjörg
og Sunna Kristín.
Vinkona okkar og samstarfs-
félagi, Inga Hrund, var algjör
perla sem var gædd mörgum
mannkostum. Óþrjótandi keppn-
isskap er einn af þeim fyrstu
sem koma upp í hugann og það
sýndi hún og sannaði í keppn-
ishlaupum sem hún hafði þreytt
á sínum hlauparaferli; hvort sem
það var að hlaupa tvær ferðir á
Esjuna eða láta slag standa og
hlaupa Laugavegsmaraþonið þá
nýorðin ólétt að Heiðdísi. Aðdá-
unarvert var að fylgjast með
hvernig Inga beitti keppnisskap-
inu í sjúkdómsferli sínu.
Það var alltaf bjart yfir Ingu –
hún var hjartahlý, brosmild og
gefandi – mannbætandi kostir
sem aðrir fengu að njóta í starfi
hennar sem sjúkraþjálfari. Inga
var skörp og fagkona fram í fing-
urgóma. Hún var iðin við að efla
sig í faginu með því að sækja
námskeið og lesa sér til. Kímni
og glens var eitt af aðalsmerkj-
um Ingu okkar enda var hún
mikil stemningsmanneskja og
húmoristi.
Hún sló hendinni ekki á móti
góðum gleðisamkomum eins og
við Aflverjar stofnum reglulega
til og var alltaf tilbúin að vera
þátttakandi í góðu gríni. Síðast
kom hún á Aflið í lok apríl til að
taka þátt í mánaðarlegri sameig-
inlegri máltíð. Þá var verulega af
henni dregið vegna veikindanna.
Engu að síður mætti Inga til
leiks eins og henni var einni lag-
ið – sagði sögur og var með húm-
orinn að vopni.
Inga Hrund var elskuð og dáð
af skjólstæðingum jafnt sem
okkur vinnufélögunum hér á Afl-
inu. Við geymum fallegar, hlýjar
og skemmtilegar minningar um
elsku bestu Ingu í hjarta okkar
um ókomna tíð.
Sendum Rúnari, Ásdísi, Heið-
dísi og öðrum aðstandendum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Fyrir hönd samstarfsfélaga á
Afli sjúkraþjálfun,
Helga Þóra, Alex-
andra, Ásdís, Jóna,
Veigur og Stefán.
Við Inga laumuðumst inn í líf
hvor annarrar með tilstilli Ás-
dísar, sameiginlegrar vinkonu
okkar. Fyrir það er ég ævinlega
þakklát. Við vorum duglegar að
ferðast saman til fjarlægra
landa, lifa vel og njóta. Inga var
mikil núvitundarmanneskja og
hennar nærvera var ávallt nota-
leg, björt og skemmtileg. Við
hlógum mikið að öllu og engu og
ég var glöð með hvað pabba-
brandararnir mínir hittu alltaf í
mark. Á ferðalögum okkar fékk
ég alltaf beint í æð hvaða skáld-
sögur væri gaman að lesa, enda
var Inga oftar en ekki með bók
við hönd og las mikið.
Það var einkennandi fyrir
Ingu hvað hún bar mikinn kær-
leik og hlýhug til allra sem til
hennar sóttu. Það voru forrétt-
indi að fá að vera þátttakandi í
hennar lífi og hún gaf mér svo
mikið. Hún kenndi mér að njóta
dagsins í dag og hafa ekki
áhyggjur af morgundeginum.
Hún kenndi mér hvað náttúran
er falleg og hversu yndislegt
það er að ganga á milli trjánna
eða skokka upp á fjöll. Hún
kenndi mér hvað það er gaman
að segja bara „já“ og koma með,
hafa gaman og sækja náung-
ann. Hún kenndi mér að horfa
alltaf björtum augum á lífið,
líka þegar eitthvað bjátar á.
Inga Hrund var einstök
manneskja og hún mun alltaf
eiga sérstakan stað í mínu
hjarta.
Minn hugur er hjá Rúnari,
Ásdísi og Heiðdísi.
Erla
Gunnhildardóttir.
Inga Hrund
Kjartansdóttir
Árið 1993 var ég
svo lánsöm að
koma á Bíldudal,
en það var í kjöl-
farið á því að mað-
urinn minn Oddur
Björnsson var fenginn þangað
til að leikstýra fyrir Leikfélagið
Baldur. Leikritið var Fjársjóð-
ur Franklins greifa eftir Haf-
liða heitinn Magnússon og
helstu leikararnir voru Örn og
Ágúst Gíslasynir ásamt Hann-
esi Friðrikssyni frænda þeirra
og vini, sem ólst upp með þeim.
Þessi för gjörbreytti lífi okkar,
því þarna eignuðumst við
marga góða vini, misnána eins
og gengur, en alla góða.
Fremst í flokki voru þessir
þrír: Ági, Öddi og Hannes,
ásamt eiginkonum þeirra, þeim
Kollu, Völu og Helgu. Þetta
varð m.a. til þess að ég keypti
Sæbakka sem stendur í fjör-
unni við Bíldudalsvoginn og
gerði hann upp.
Á þessum tíma voru listir og
leikhúsmenning í hávegum
hafðar í plássinu, og voru þeir
frændur, ásamt fleira góðu
fólki, potturinn og pannan í því.
Við dvöldumst þarna eins oft
og við gátum í árafjöld og und-
um okkur með eindæmum vel.
Vináttan óx og dafnaði og átt-
um við alveg endalausar gæða-
stundir.
Öddi, sá öðlingur og Oddur
minn eru látnir, og nú er röðin
komin að Ága, sem, eins og allir
sem til þekkja vita, að var ósér-
hlífinn, traustur, glaðlyndur og
góður maður, þó ekki bæri
hann tilfinningar sínar á torg.
Ági og hún Kolla hans voru
þau sem við umgengumst lík-
lega mest og eitt sumarið ferð-
uðumst við saman um stóran
hluta Suður-Englands og áttum
frábæra daga, m.a. við allskyns
uppákomur og vandræði með
bíldruslu sem ég hafði fengið
lánaða þar, en allt fór samt vel
að lokum, þó svo að við yrðum
að skilja hana eftir á miðri
hraðbraut og koma okkur heim
seint um kvöld í svartamyrkri
og það fyrir daga gsm-símanna.
Hver man ekki eftir Ága úti
á tröppum, bakandi vöfflur á
Grænu bauna hátíðunum, eða
drekkandi kaffið á morgnana
inni á Vegamótum með hinum
körlunum, syngjandi og glöðum
á mannamótum og síðustu árin
rúllandi um á hjólinu góða. Allt-
af sami ljúflingurinn.
Stundirnar með þessum ynd-
islegu vinum munu lifa með
mér til æviloka. Ég sendi Kollu
og fjölskyldu, Hannesi og Bíld-
dælingum öllum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur því góður
drengur og sannur Bílddæling-
ur er genginn. Góða ferð, kæri
vinur.
Bergljót Gunn-
arsdóttir.
Máltækið segir, „enginn ræð-
ur sínum næturstað“, og leiðin
okkar allra í þessu lífi er sú
sama. Sumarið var varla byrjað
þegar mér barst andlátsfregn
þín.
Við deildum báðir þeirri
lukku að fá að slíta barnsskón-
um á Bíldudal við Arnarfjörð.
Hvílík fegurð, hvílík paradís,
hvílíkt umhverfi og ævintýra-
heimur, umkringdur skjólgóð-
um fjöllum sem gnæfa yfir
þorpið. Og fólkið maður! Alls-
konar áhugaverðir og skrítnir
karakterar. Þú varst einn af
fólkinu í þorpinu fagra og veð-
ursæla og settir svip á mann-
lífið og menninguna. Það voru
forréttindi að hafa vaxið úr
Ágúst Gíslason
✝
Ágúst Gíslason
fæddist 5. des-
ember 1941. Hann
lést 29. maí 2022.
Útför fór fram 4.
júní 2022.
grasi á Bíldudal og
að hafa fengið að
kynnast þér.
Fyrstu minning-
arnar um þig eru
annars vegar frá
verksmiðjustjórat-
íð þinni í gúanóinu
hér á Bíldudal. Við
kölluðu þig Áka í
gúanóinu, pollarnir
sem vorum oft að
dorga á bryggjunni
og lögðum upp hjá þér aflann.
Stundum var greitt fyrir aflann
í glerflöskum af gosdrykkjum
sem skila mátti á Vegamót og
fá að kaupa nammi í staðinn.
Voru þetta langbestu sumar-
dagarnir í minningunni hérna
vestur á Bíldudal.
Hins vegar á ég góðar minn-
ingar um þig frá öllum jólaböll-
unum í Baldurshaga. Þar fórstu
fyrir allskonar hljómsveitum,
allt frá því að syngja jólalög
undir eins manns harmonikku-
leik, upp í nánast fullskipaða
hljómsveit. Þetta voru frábærir
tímar sem eru mér og eflaust
miklu fleirum dýrmætir í æsku-
minningunni. Einnig man ég
eftir leiksýningum með leik-
félaginu Baldri sem þú komst
oft við sögu í, að ógleymdum
frábærum skemmtiatriðum á
þorrablótum í gegnum tíðina.
Samfélagið hérna var gott og
mótaði mig á jákvæðan hátt.
Foreldrar mínir ólu mig ekki
ein upp, heldur sá þorpið og
góðhjartaðir íbúar þess um
restina af uppeldinu. Ég er
mjög þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast öðlingum
eins og þér, Ödda bróður þínum
og fleirum þá ég var smápolli.
Hugurinn er alltaf fyrir vest-
an. Hvort sem ég dvel hér, ann-
ars staðar á landinu eða í heim-
inum. Bíldudalur og
Arnarfjörður fylgir manni
hvert sem maður fer eins og
skáldið úr Vör sagði. Stundum
rifja ég upp æskuminningarnar
og sé þær í hillingum, með ein-
hverskonar þrá um að upplifa
þær aftur. Allt yrði eins og það
var þá, þorpið okkar, fólkið,
fjöllin, lognið.
Skemmtilegustu minningarn-
ar um þig eru frá öllum vísna-
kvöldunum. Þar varstu kynnir
og ég veit að þú hlakkaðir alltaf
til að kynna mig á svið og sjá
hvaða prógramm, uppistand,
ljóð eða fíflalæti ég hefði fram
að færa hverju sinni. Einnig
sagðirðu oft brandara og varst
með góðlátleg skot á þá sem
fram komu. Það er sjónarsvipt-
ir að þér, Áki minn, og þínum
líkum.
Við fráfall þitt sendum við
feðgar Kolbrúnu, Matthíasi,
Sirrý og Gísla Ægi sem og öðr-
um aðstandendum okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Hug-
urinn er hjá ykkur.
Ljós í vorum hjörtum hér,
hugljúft í minningunni.
Ljósið fagurt færi þér,
frið í eilífðinni.
(ÍÖH)
Ívar Örn Hauks-
son og synir.
Og svo allir með; Gekk ég yf-
ir sjó og land… Elsku Ági okk-
ar, já við fórum sannarlega með
þér, Kollu og krökkunum ykkar
yfir sjó og land og svo miklu
miklu meira. Í raun munum við
varla tilveru okkar án þín og
þinnar einstöku fjölskyldu, sem
eruð öll okkur svo kær. Svo
sterkt hefur samband fjöl-
skyldna okkar verið og verður
það áfram. Það er nefnilega
þetta með allar frábæru minn-
ingarnar sem við eigum öll
saman. Þetta einstaka, sem við
höfum haft og hefur í raun ver-
ið óritað lögmál, að við erum öll
í þessu saman, í gleði og sorg.
Að vera saman og standa sam-
an. Hvort heldur sem stutt er á
milli þess að við hittumst eða
langt, þá er ekkert verið að
takast í hendur þegar við loks
hittumst. Nei, við föðmumst,
tökum utan um hvert annað,
knúsumst. Þannig heilsumst
við. Ávallt hefur þú komið fram
við okkur af virðingu og vænt-
umþykju. Samband þitt og
pabba okkar er alveg einstakt
og er eitthvert sannasta vina-
samband sem til er. Það læra
börnin sem fyrir þeim er haft.
Þannig hafið þið alið okkur upp
og gefið okkur svo mikla gleði
og væntumþykju sem hefur
verið og verður okkar leiðar-
ljós. Víst hefur gleðin verið
mikil og mun verma okkur
áfram og áfram. Þegar þú
stýrðir jólaböllunum og fékkst
okkur krakkana til að dansa og
taka undir eins og á að gera.
Enginn á eftir að toppa þá
stemningu sem þú náðir þar.
Enginn hefur heldur leikið
konu betur en þú, þegar þú
brást þér i hlutverk Stínu Vo-
ler. Fáir hafa borið varalit jafn-
vel og þú. Og leikgleðin og lífs-
gleðin alltaf með í för. Svo öll
ferðalögin og útilegurnar sem
við fórum í saman fjölskyldurn-
ar tvær. Alltaf saman, allir
með. Enginn í fýlu, enda til-
veran alltof stutt fyrir svoleiðis
ves. Margt var nú brallað í
þessum útilegum en líklega
toppar ekkert stundina þegar
við vorum eitt sinn sem oftar í
tjaldútilegu á Dynjanda. Þú
greipst næsta handklæði, sett-
irþað um herðar þér, settist í
næsta tjaldstól og sagðir við
mömmu okkar: „Helga mín,
klippingu takk, en bara særa
aðeins.“
Elsku Kolla, Matti, Sirrý,
Gísli og stórfjölskyldan okkar
öll, söknuðurinn er mikill og
tárin trilla hratt meðan við rit-
um þetta systkinin. Við þekkj-
um bara ekki tilveruna án Ága.
En við erum rík af minningum
og þær munu ylja okkur og vísa
leiðina áfram. Ági okkar, við
elskum þig og munum ávallt
gera. Góða ferð.
Systkinin í Birkihlíð
Þórarinn, Kristín,
Elfar Logi og
Birna.
Þær dapurlegu fréttir bárust
okkur síðastliðinn sunnudag að
heiðursmaðurinn Ágúst Gísla-
son hefði lokið göngu sinni. Ég
var þess gæfu aðnjótandi að
kynnast Ága, eins og hann var
kallaður, og fjölskyldu hans
fyrir tæpum áratug þegar
Matthías Garðarsson mágur
hans fól mér verkefni í þeirra
fallegu heimbyggð. Hvort sem
er í blómlegum skrúðgarði eða
meðal stjarnanna á næturhimn-
inum eru ævinlega einhverjar
rósir eða stjörnur sem augað
staðnæmist við. Ágúst var slík
perla. Ég minnist þess vel hve
léttleikinn í fasi hans, hlátur-
mildi og jákvæðni gat verið
smitandi. Ági var hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann kom
og stuðningur hans og jákvæðni
voru ómetanleg. Jafnvel þó
hann sjálfur hefði glímt við
heilsubrest og mótvind síðustu
ár þá var alltaf stutt í brosið og
hvatningarorðin. Ég minnist
sérstaklega skemmtilegrar
ferðar á kúttmagakvöld yfir
fjöllin til Patreksfjarðar fyrir
nokkrum árum þar sem ég fékk
góða innsýn í fjarðamenn-
inguna og ekki síst í metnað
hans fyrir hönd síns bæjar-
félags. Litlu bæjarfélögin úti á
landi eiga mönnum eins og Ága
mikið að þakka þar sem lífs-
gleði, jákvæðni og baráttuþrótt-
ur eru ómetanlegir eiginleikar.
Minningin um heiðursmann-
inn Ága, jákvæðni hans og lífs-
gleði lifir í hjörtum okkar. Ég
votta Kolbrúnu og fjölskyldu
Ága innilega samúð.
Kjartan Ólafsson,
formaður stjórnar
Arnarlax.