Morgunblaðið - 10.06.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022
✝
Guðmundur
Ingi Gunn-
laugsson fæddist í
Reykjavík 14. sept-
ember 1951. Hann
lést 4. júní 2022.
Guðmundur Ingi
var sonur Elínar
Bjarnveigar Ólafs-
dóttur og Gunn-
laugs Birgis Daní-
elssonar. Systkini
Guðmundar Inga
sammæðra: Helga (látin), Anna,
Bára, Ólafur Þór (látinn), Birg-
ir, Þórhallur og Fanney. Systk-
ini samfeðra: Hrefna, Kristján,
Torsten og Einar Viðar. Fóstur-
foreldrar Guðmundar Inga voru
Ingibjörg Jónsdóttir og Guð-
mundur Ólafsson frá Geirlandi,
Hveragerði.
Skorri og Kolbrún Emma. 4)
Katrín Ósk, barn hennar er
Alexandra Rós. Fyrir átti Guð-
mundur Ingi dótturina Írisi,
maki hennar er Sindri Guð-
mundsson og börn þeirra eru
Aron Örn og Gísli Hjálmar.
Börn Arons Arnar eru Bær-
ingur Elís og Unnur Signý.
Sambýliskona Gísla Hjálmars er
Þorgerður Ýr Þorvarðardóttir
og barn þeirra er Júlían Þorri.
Guðmundur Ingi fór tveggja
mánaða gamall í fóstur til
hjónanna Ingibjargar og Guð-
mundar á Geirlandi í Hvera-
gerði þar sem hann ólst upp
fyrstu ár ævi sinnar, en þar undi
hann hag sínum allra best.
Hann lauk landsprófi frá Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar árið
1967 og stundaði síðan nám í
Menntaskólanum í Reykjavík og
í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð í þrjá vetur. Guðmundur
Ingi starfaði að loknu námi sem
sölumaður og skrifstofustjóri
hjá heildverzlun Sverris Þór-
oddssonar hf., sem fram-
kvæmdastjóri hjá Bandag, hjól-
barðasólun hf. frá 1975-1980,
hjá Fossnesti á Selfossi frá
1981-1986, hjá verslunardeild
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga frá 1986-1990, sveit-
arstjóri Rangárvallahrepps frá
1990-2002, sveitarstjóri Rangár-
þings ytra frá 2002-2006, bæjar-
stjóri í Grundarfirði frá 2006-
2010, oddviti Rangárþings ytra
frá 2010-2014, en þá lagði hann
pólitíkina á hilluna. Sextugur að
aldri ákvað hann að taka meira-
próf og gerðist bílstjóri hjá
Kynnisferðum þar sem hann
lauk starfsævi sinni. Eftir það
fór hann í Ferðamálaskóla Ís-
lands og lauk þar leiðsögunámi.
Guðmundur Ingi var virkur í
margskonar félagsstörfum, þ.á
m. Rótarýklúbbi Selfoss og Rót-
arýklúbbi Rangæinga. Guð-
mundur Ingi gekk í Oddfellow-
regluna 1998 og gegndi þar
ýmsum embættisstörfum.
Útför Guðmundar Inga fer
fram frá Selfosskirkju í dag, 10.
júní 2022, klukkan 14.
Eiginkona Guð-
mundar Inga er
María Busk sjúkra-
liði, einnig fædd 14.
september 1951.
Foreldrar hennar
voru Niels Kjeldsen
Busk og Ragnheið-
ur Kjartansdóttir
Busk. Guðmundur
Ingi og María eign-
uðust fjögur börn,
þau eru: 1) Ingi-
björg, maki Sveinn Skorri
Skarphéðinsson, börn þeirra
eru Andri Már og Andrea
María. 2) Guðmundur Ingi, maki
Bylgja Brynjarsdóttir, börn
þeirra eru Erik Ingi og Mikael
Aron. 3) María Hrönn, maki
Daði Sigurjónsson, börn þeirra
eru Valdís Katla, Benjamín
Við kveðjum pabba hinstu
kveðju í dag kl. 14:00. Fyrir sléttri
viku sat ég hjá honum kl. 14:00
niðri á gjörgæslu og minningarnar
streymdu fram með tárunum. Ég
velti fyrir mér hvort þetta gæti
verið kveðjustundin en ákvað að
trúa læknunum sem töldu allt vera
á réttri leið, þetta yrði samt lang-
hlaup. Með þá von í brjósti kvaddi
ég hann kl. 15:00 með kossi á enni
og kærleiksorðum. Seint sama
kvöld kom símtalið: „Þetta er að
fara á versta veg, þú ættir að
koma.“ Ég var komin niður á gjör-
gæslu kl. 23:30, beint inn á fund
með læknunum sem fóru yfir stöð-
una. Við kvöddum hann eitt í einu
og svo saman með presti, ritning-
arlestri og bæn, meðan hann sleit
jarðvistarböndin, rúmlega eitt eft-
ir miðnætti. Sjokkið var mikið þótt
ég hafi innst inni óttast þetta fyrr
um daginn. Hann var bara sjötug-
ur, hann átti svo mörg ár eftir. Ég
ólst ekki upp hjá honum og Maju
stjúpu minni en átti þar alltaf hlýtt
skjól og þau létu mig alltaf finna að
ég væri hluti af fjölskyldunni. Mig
dreymdi í vikunni að ég væri stödd
á Geirlandi. Ég var búin að opna
hliðið að innkeyrslunni, eins og við
Ingibjörg amma gerðum yfirleitt
saman þegar von var á pabba, og
eins og í gamla daga þá stóð ég í
dyragættinni og beið þess að hann
keyrði inn innkeyrsluna. Þetta
gerðist of fljótt, of hratt. Með sorg
í hjarta kveð ég þig, pabbi minn,
þar til við hittumst á ný.
Þín
Íris.
Elsku pabbi minn, öll orð virð-
ast fátækleg á þessari stundu og
það er erfitt að trúa því að það sé
komið að kveðjustund. Við söknum
þín mikið og við söknum þín sárt,
en það sem huggar eru góðu minn-
ingarnar. Ég kveð þig með miklum
trega í hjarta en með þakklæti fyr-
ir allt.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
(Hugrún)
María Hrönn Guð-
mundsdóttir Busk.
Pabbi, ég er svo þakklátur að
við náðum að hittast stuttu áður en
þú kvaddir okkur, en samt er þetta
svo sárt og söknuðurinn mikill.
Í gegnum sársaukann er ég full-
ur af minningum sem ég minnist
þín með og ylja mér við.
Þegar ég rifja upp okkar sam-
leið þá er ég svo þakklátur fyrir
allt sem þú og mamma hafið að-
stoðað mig með. Hvort sem það
var þegar ég var á mínum lægsta
punkti í lífinu eða þegar ég var í
Háskólanum í Danmörku. Þið vor-
uð þar til staðar.
Þú og mamma hafið kennt mér
hvað það er að vera til staðar,
hvort sem það var fyrir mig eða
systur mínar og einnig þegar þú
varst bæjar- og sveitarstjóri. Þá
gátu heilu bæjarfélögin leitað til
þín.
Þetta er sú persóna sem ég
minnist, að alveg sama hvað, þá
varstu til staðar. Þú skilur eftir þig
mömmu og okkur fimm systkinin,
og ég skal reyna gera mitt besta til
að vera til staðar fyrir þær.
Það eru nokkrar minningar sem
ég gleymi aldrei, sem lýsa líka þín-
um húmor. Sem svo oft áður, þá
vorum við á fótboltaleik og í þetta
skipti á KR-vellinum að horfa á
KR og Fylki spila. Svo skorar
Sævar Þór þetta líka drauma-
markið fyrir Fylki og mitt í KR-
stuðningshópnum þar sem ég var
að styðja mína menn í KR þá hrist-
ir þú mig af miklum fögnuði. Það
horfðu margir KR-ingar á Vals-
manninn fagna þetta líka rosalega
mikið.
Gamli Hlíðarendi er sá staður
þar sem við eyddum miklum tíma
saman horfandi á Valsliðið spila.
Oft eftir leiki þá fengum við okkur
að borða og í eitt skiptið var haldið
á Pizza Hut. Þú pantar þér litla 9“
jalepenos-pizzu. Eitthvað sem ég
hafði aldrei heyrt um eða prófað.
Svo ég panta 12“ tommu af því
sama og þú segir ekki neitt.
Svo koma pizzurnar og ég ung-
lingurinn byrja að háma í mig og
svo áður en þú ert búinn með 1/4 af
þinni þá er ég hálfnaður með mína.
Svo byrja ég að svitna og loga all-
ur, því þetta var fjandi sterk pizza.
Þú hreinlega ætlaðir ekki að hætta
að hlæja að mínum tilburðum til að
minnka logann í líkamanum.
Þessar sem og svo margar aðr-
ar minningar er gaman að rifja
upp með mömmu og systrum mín-
um. Það deyfir aðeins sársaukann
og söknuðinn.
Elsku pabbi, takk fyrir allar
minningarnar, takk fyrir allt sem
þú hefur kennt mér, leiðbeint mér
og öll samtölin okkar um heima og
geima. Takk fyrir samveruna um
páskana. Hún er mikils virði í dag.
Svefninn laðar, líður hjá mér.
Lífið sem ég lifað hef.
Fólk og furðuverur
Hugann baðar andann hvílir.
Lokbrám mínum læsi uns
Vakna endurnærður.
Það er sumt sem maður saknar
Vöku megin við.
Leggst út af á mér slokknar.
Svíf um önnur svið
í svefnrofunum finn ég
Sofa lengur vil.
Því ég veit að ef ég vakna upp
Finn ég aftur til.
Svefninn langi laðar til sín
Lokakafla ævi skeiðs.
Hinsta andardráttinn.
Andinn yfirgefur húsið
Hefur sig til himna
Við hliðið bíður drottinn.
(Lag/texti: Jón Ólafsson / Björn Jr.
Friðbjörnsson og Daníel Á. Haralds-
son.)
Þinn sonur,
Guðmundur.
Minning um bróður.
Ég var yngst af börnum
mömmu og á mínum unga aldri var
hún oft í burtu. Þá var þér falið að
sjá um mig og í minningu þinni var
það ekki alltaf létt.
Þegar ég var 10 ára ákvaðstu að
koma með stelpu heim. Greyið átti
erfitt með að komast inn í íbúðina,
ég stóð þarna í vegi fyrir henni. Ég
átti þig ein. En svo sættist ég við
hana og nú eru liðin 50 ár.
Þegar ég var komin á gifting-
araldur var mér sagt að þú ættir
mynd af mér þar sem ég lá í göt-
unni í frekjukasti. Mig langaði í ís
en það var enginn peningur til.
Þú ætlaðir að sýna tilvonandi
manni mínum myndina. Mig minn-
ir að það hafi ekki gerst því að
hann giftist mér.
Svo í gegnum ævina hefur þú
alltaf verið þarna og ég getað leitað
til þín. Og þá sérstaklega í gegnum
erfiða tíma, Þegar hlutir gengu
ekki upp hjá mér. Þú varst nú enn í
æfingu og engu gleymt.
Elsku Maja og fjölskylda.
Nú er komið að því að kveðjast
og þakka fyrir allt.
Nú er kominn tími til að minn-
ast alls sem áður var.
Nú sorgin okkar hjörtu fyllir en
segir okkur samt að við kveðjumst
bara í bili og hittumst aftur heil.
Fanney Amelía.
Harmafrétt! Góður félagi okk-
ar, Guðmundur Ingi Gunnlaugs-
son, er fallinn frá aðeins rúmlega
sjötugur að aldri. Þetta skyndilega
fráfall leiðir hugann að því að eng-
inn veit hverjum klukkan glymur.
Guðmundur Ingi var í hópi
nokkurra fyrrverandi samstarfs-
manna, sem hafa undanfarin ár
hist mánaðarlega, snætt saman
hádegisverð og spjallað um alla
heima og geima. Þetta hefur verið
mjög ánægjulegt og Guðmundur
Ingi var duglegur að mæta enda
þótt hann ætti um lengstan veg að
fara, þ.e. frá Selfossi til Reykjavík-
ur. Hann var líka ætíð hress og já-
kvæður í tali, fylgdist vel með sam-
tímaatburðum og kunni frá mörgu
að segja vegna reynslu sinnar og
kynna af mönnum og málefnum.
Hann hafði mjög ákveðnar mein-
ingar um málefni eins og hagsmuni
lífeyrisþega og var baráttumaður
fyrir úrbótum á því sviði. En það
var stutt í bros og kímni hjá Guð-
mundi sem ég veit að við munum
allir sakna þegar við komum aftur
saman í haust eftir sumarhlé.
Ég vil fyrir hönd hópsins að
leiðarlokum þakka Guðmundi Inga
góða vináttu og félagsskap og
votta eiginkonu hans og fjölskyldu
samúð okkar.
Sigurður Jónsson.
Ég kynntist Guðmundi Inga
sumarið 1990 þegar hann var ráð-
inn sveitarstjóri Rangárvalla-
hrepps. Ég var oddviti sveitarfé-
lagsins þrjú kjörtímabil í röð til
2002 og var Guðmundur sveitar-
stjóri allan þann tíma. Það er til
marks um hvað hann var vel
kynntur að allir hreppsnefndar-
menn samþykktu ráðningu hans,
meirihluti og minnihluti frá upp-
hafi. Það var gott að vinna með
Guðmundi, hann var nákvæmur í
störfum sínum, sumum þótti
reyndar um of, en ætíð stóð hann
við ákvarðanir sínar sem hann tók
alltaf að vel ígrunduðu máli eftir
gaumgæfilega skoðun á lögum og
reglugerðum sem vörðuðu hvert
mál. Það tókst fljótlega góður
kunningsskapur okkar hjóna mér
og Kristínar við þau Guðmund og
Maríu Busk. Ferðuðumst við
nokkuð saman um landið og áttum
öll um tíma fellihýsi sem við not-
uðum óspart. Einnig fórum við
saman á ýmsar skemmtanir sem í
boði voru, t.d. þorrablót og fleira.
Mér finnst óneitanlega að lát Guð-
mundar Inga sé ótímabært og við
Kristín sendum Maríu og öllum
öðrum í fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur.
Óli Már Aronsson.
Sumarið 2006 var Guðmundur
Ingi Gunnlaugsson ráðinn til
starfa sem bæjarstjóri Grundar-
fjarðarbæjar eftir nauman kosn-
ingasigur Sjálfstæðismanna fyrr
um vorið. Guðmundur hafði átt
farsælan feril sem sveitarstjóri á
Hellu og stýrt sveitarfélaginu með
myndarbrag sem eftir var tekið og
með honum kom dýrmæt reynsla
og yfirgripsmikil þekking á sveit-
arstjórnarmálum sem átti eftir að
nýtast vel í Grundarfirði.
Enda þótt ýmislegt og ýmsir
tengdust okkur Guðmundi þekkt-
umst við ekki fyrr en við fórum að
starfa saman að bæjarstjórnar-
málum þetta sumar, undirrituð þá
forseti bæjarstjórnarinnar. Guð-
mundur með sína reynslu og rólegt
fas tókst á við verkefni sín af kost-
gæfni. Þegar gefa tók á, fyrst í að-
draganda bankahrunsins með
mikilli skerðingu aflaheimilda til
útgerða í sveitarfélaginu og svo
eftir bankahrunið í október 2008,
komu mannkostir Guðmundar sér
vel. Gjörbreytt efnahagsumhverfi
krafðist aukins aðhalds á öllum
sviðum, það voru margar brekkur
framundan, en aldrei var hik eða
fum á Guðmundi.
Þegar Guðmundur hvarf til
annarra starfa að kjörtímabili
loknu og flutti aftur á Suðurland
hélt hann tryggð við okkur íbúana,
hann fylgdist vel með málefnum
bæjarfélagins og heimsótti Grund-
arfjörð oft. Stundum komu hann
og María eiginkona hans í dags-
ferð og stundum var hjólhýsið með
í för og þá var stoppað lengur. Þau
nutu þess að ferðast um landið og
stefndu að fleiri ferðum í sumar.
Guðmundur hafði mikinn áhuga
á þjóðmálum og tók oft þátt í um-
ræðum um ýmis mál. Alla jafna
lagði Guðmundur aukna þekkingu
til umræðunnar og náði að dýpka
og þroska umræðuna hverju sinni.
Að leiðarlokum færi ég Maríu
og fjölskyldunni allri innilegar
samúðarkveðjur.
Sigríður Finsen.
Guðmundur Ingi
Gunnlaugsson
✝
Einar Óli Sig-
urðarson for-
ritari fæddist í
Reykjavík 13. jan-
úar 1984. Hann lést
á heimili sínu, Hlein
í Mosfellsbæ, 21.
maí 2022.
Einar Óli lætur
eftir sig einn son,
Aron Gabríel, f. 29.
ágúst 2006, barns-
móðir hans er Anna
Maja Albertsdóttir leikskóla-
kennari, f. 3. júlí 1985.
Móðir Einars Óla er Að-
alheiður Bjarnadóttir, f. 8. ágúst
1964, og faðir Sigurður Kristinn
Guðfinnsson tónlistarmaður, f.
26. janúar 1965.
Alsystir Einars Óla er Tanja
Dagbjört hárgreiðslumeistari og
förðunarfræðingur, f. 9. júní
1990, dóttir hennar er Gabríela
Tara, f. 8. október 2014. Hálf-
bróðir hans og sonur Sigurðar er
Ævar Daníel, f. 31. janúar 1995.
Eiginmaður Aðalheiðar og
Einar Óli byrjaði ungur að
hafa áhuga á forritun og var
duglegur að sjálfmennta sig,
hann fór einnig í Ntv-skólann og
tók áfanga í Háskólanum í
Reykjavík. Hann var frábær
teiknari og hafði gott auga fyrir
hönnun ýmiskonar. Ásamt syn-
inum var tónlist alltaf hans líf og
yndi.
Einar Óli starfaði nær alla tíð
við tölvuforritun ýmiskonar og
byrjaði fljótlega eftir gunnskóla
að vinna hjá Verði ljós og síðan
hjá markaðsfyrirtækinu Allra
átta. Þaðan fór hann til starfa
hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Me-
niga og hafði nýhafið störf hjá
Námsfús Ísland þegar áfall
dundi yfir fyrir fimm árum.
Hinn 28. maí 2017 fékk Einar
Óli væga heilablæðingu og í að-
gerð sem gerð var á Karolinska
sjúkrahúsinu í Stokkhólmi
tveimur dögum síðar fékk hann
aðra stærri blæðingu. Í fram-
haldinu greindist hann með
„Locked-In Syndrome“ og náði
aldrei aftur upp neinni getu í
hreyfingu eða tali og voru augun
hans tjáningarmáti allt fram á
hinstu stund.
Útför Einars Óla fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 10. júní
2022, klukkan 13.
stjúpfaðir Einars
Óla er Kristján Þór
Ingvarsson kvik-
myndagerðarmað-
ur, f. 28. október
1965. Eiga þau sam-
an Hrafneyju Lilju,
f. 16. nóvember
1998. Dætur Krist-
jáns frá fyrri sam-
búð eru: 1) Rósalind
talmeinafræðingur,
f. 7. desember 1982,
eiginmaður hennar er Arnar
kennari og börn eru Ísak Birkir,
Daníel Darri, Andri Viðar og
Baltasar Breki. 2) Hólmfríður
sameindalíffræðingur, f. 6. nóv-
ember 1988, sambýlismaður
hennar er Jens Magnús fast-
eignasali og dóttir þeirra er
Margrét Signý.
Einar Óli byrjaði skólagöngu
sína í Ártúnsskóla en var lengst
af í Hólabrekkuskóla. 11 ára
gamall flutti hann með móður
sinni, stjúpföður og systur til
Indónesíu og bjó þar í tvö ár.
Elsku pabbi ég sakna þín svo
mikið, ég vildi að við hefðum
fengið meiri tíma saman til að
skapa fleiri minningar. Við verð-
um alltaf bestu vinir og ég mun
alltaf elska þig mest.
Þinn besti vinur og sonur,
Aron Gabríel.
Elsku Einar, sorgin er mikil
og söknuðurinn er sár.
Ég man þegar ég leit þig aug-
um fyrst í Kringlunni í október
1999, þú varst í hvítri dúnúlpu
og með gel í hárinu, mikill töff-
ari, gelgjan ég horfði á þig og
þorði ekki að segja neitt heldur
stóð ég bara með stelpunum á
meðan þær spjölluðu við vini
þína, seinna sama dag reddaði
ég símanúmerinu þínu og sendi
þér sms og þannig hófust okkar
samskipti. Ég stalst oft í stóra
gula símann hennar mömmu til
að senda þér skilaboð þegar inn-
eignin mín var búin.
Við ákváðum nokkrum dögum
seinna að hittast aftur í Kringl-
unni, undir rúllustiganum sem
var þá, og kyssast og byrja bara
saman, ekki var það flókið.
Þannig byrjaði okkar samband,
þú fimmtán ára og ég fjórtán.
Í þrettán ár vorum við saman
og sundur, byrjuðum að búa
saman árið 2004 þegar þú keypt-
ir íbúðina í Berjarima og árið
2006 kom litli drengurinn okkar
í heiminn, ást okkar á honum
styrkti okkur og þroskaði, við
vorum orðin fjölskylda.
Þú varst sá allra besti pabbi,
þið Aron Gabríel áttuð mörg
áhugamál saman og hann var
mikið hjá þér þó að leiðir okkar
hafi skilið árið 2012.
Við gerðum okkar allra besta
í að ala hann upp saman og
höfðum alltaf hans hagsmuni í
fyrirrúmi. Ég verð ávallt þakk-
lát fyrir hvað okkur tókst það
vel og hvað við pössuðum upp á
Aron og hans þarfir, hann fékk
að deila sínum tíma með okkur
báðum.
Stuttu áður en þú veiktist ár-
ið 2017 fór ég með Aron til
Spánar og hann saknaði þín
mikið, beið spenntur eftir að
hitta þig. Hann tók ekki annað í
mál en að fara beint til þín þeg-
ar við lentum aftur heima á Ís-
landi þó að við lentum að nóttu
til, auðvitað fékk hann það og
fór beint til þín og eyddi með
þér dýrmætum dögum áður en
þú veiktist.
Þetta er allt svo óraunveru-
legt, tómarúmið er mikið, sárin
eru stór og missirinn er mikill.
Elsku Einar, ég veit að þú
vakir yfir okkur í sumarlandinu,
skálar í beilís með klökum og
nýtur þess að fylgjast með syni
þínum frjáls og laus úr höftum
veiks líkama og verndar hann
Aron þar sem þú ert. Ykkar tími
hér saman á þessari jörðu var
alltof stuttur og það finnst mér
svo óréttlátt og sorglegt. Ljós
þitt lifir í hjarta okkar elsku
Einar og minning þín lifir í
elsku syni okkar.
Ég lofa að passa vel upp á
hann eins og þú myndir gera,
elska hann eins og þú gerðir og
myndir alla tíð gera, vernda
hann eins og þú myndir gera,
leiða hann í gegnum lífið eins og
þú myndir gera. Ég lofa.
Takk fyrir okkar stundir sam-
an elsku Einar, ég veit að við
hittumst á ný.
Þín barnsmóðir og æskuást,
Anna Maja.
Einar Óli
Sigurðarson