Morgunblaðið - 10.06.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 10.06.2022, Síða 24
Ó ttar Pálsson fæddist 10. júní 1972 í Reykjavík. Hann fluttist tveggja ára til Svíþjóðar og bjó í Lundi í fimm ár með foreldrum sínum sem sóttu þar há- skólanám, en ólst síðan upp á Sel- tjarnarnesi og í Laugarásnum. „Ég spriklaði í íþróttum alveg út í eitt, æfði fótbolta, handbolta og körfubolta. Æfði með Þrótti og síðan Val í fótbolta. Náði toppnum er ég ásamt góðum félögum varð Íslands- meistari með Val í öðrum flokki. Ég lærbrotnaði síðan í leik með Val og lét þetta gott heita þá.“ Á sumrin var Óttar í byggingarvinnu og garðyrkjustörfum. Óttar gekk í Langholtsskóla og síðan Verzlunarskóla Íslands. Hann lauk þaðan verzlunarprófi og stúd- entsprófi árið 1992. Hann varð lög- fræðingur frá lagadeild Háskóla Ís- lands 1997 og tók skiptinám við kaþólska háskólann í Leuven, Belgíu, veturinn 1996-1997. Hann lauk síðan meistaragráðu (LL.M.) frá Univers- ity College London árið 2000. Óttar var virkur í félagslífinu í Versló og hafði gaman af söng. „Ég tók örugg- lega þátt í þremur nemendamótum undir stjórn Jóns Ólafssonar og upp- setningu á Börnum mánans í leik- stjórn Þorsteins Bachmann. Það er alltaf gaman þar sem er söngur og spilerí. Ég tók námið aldrei neitt sér- staklega alvarlega fyrr en fyrsta dag- inn í lagadeildinni. Þann dag mætti ég á bókasafnið að morgni og ekki varð aftur snúið. Ég eignaðist frá- bæra vini í lagadeildinni og lífið næstu árin snerist um félagslífið í Lögbergi og rökræður um lög- fræðileg málefni. Það var frábær tími.“ Óttar tók, eftir útskrift frá laga- deild, við starfi sem löglærður fulltrúi hjá A&P lögmönnum sem síðar varð LOGOS. Hann gekk síðan í eigenda- hóp LOGOS að loknu framhalds- námi. Hann starfaði sem yfirlögfræð- ingur hjá Straumi-Burðarás fjár- festingabanka og síðar forstjóri bankans til ársins 2010. „Ég var ráð- inn forstjóri í kjölfar þess að Straum- ur, ásamt öðrum fjármálafyrir- tækjum á þessum tíma, fór á hliðina. Þá var mér falið það verk að endur- skipuleggja rekstur bankans og semja við kröfuhafana.“ Óttar gekk aftur í eigendahóp LOGOS árið 2010 og hefur sinnt þar lögmennsku síðan ásamt ýmsum trúnaðar- og stjórnarstörfum. „Ég hef t.d. sinnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Lögmannafélagið, setið í stjórn og siðareglunefnd og laga- nefnd þess.“ Um margra ára skeið hefur Óttar sinnt stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands og flutt fjölmarga fyrirlestra um ýmis lögfræðitengd málefni. „Ég hef lengst af kennt Óttar Pálsson lögmaður – 50 ára Fjölskyldan Anna, Davíð, Auður, Bjarki og Óttar við Jökulsárlón. Mikill fjölskyldumaður Hjónin Óttar og Anna við Hverfell í Mývatnssveit. Í veiði Anna, Auður og Óttar stödd við Hítará á Snæfellsnesi. 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022 60 ÁRA Gunnar er Reykvíkingur, ólst upp í Laugardalnum en býr í Kópavogi. Hann er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og er vörustjóri hjá Opnum kerfum. „Áhugamál mín eru golf, tónlist og ljósmyndun og allt sem snýr að hljóði og myndum. Einnig útivist og skíði.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Gunn- ars er Sigríður Inga Guðmunds- dóttir, f. 1966, sérfræðingur hjá Vegagerðinni. Börn þeirra eru Katr- ín Elva, f. 1995, og Karl Friðleifur, f. 2001. Foreldrar Gunnars: Elva Reg- ína Guðbrandsdóttir, f. 1941, d. 2020, starfsmaður Laugarnesskóla, og Friðleifur Björnsson, f. 1940, raf- virkjameistari, búsettur í Kópavogi. Gunnar Þór Friðleifsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er full ástæða til að vera varkár gagnvart fólki sem leggur ekki öll spilin á borðið. Nú er lag að fá þá sem sleppa sér við þig til þess að hlusta á mál þitt. 20. apríl - 20. maí + Naut Láttu ekki ýmsa smámuni vefjast svo fyrir þér að þú getir ekki sinnt því sem máli skiptir. Sýndu ákveðni en vertu varkár um leið. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Stundum er nauðsynlegt að halda fólki í ákveðinni fjarlægð. Leitaðu ráða til þess að verja sjálfan þig og sinntu aðeins þeim sem hugur þinn stendur til. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Njóttu þess að finna að fólk sé farið að meta þig að verðleikum. Þú gætir fengið yndislega gjöf í dag. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ef þú vilt ná einhverjum árangri skiptir meira máli hvað kemur út úr þér en hvernig þú lítur út. Gakktu glaður að hverju verki. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er allt í lagi að hampa sjálfum sér svona af og til ef það er ekki á annarra kostnað. Vertu ánægður með þinn hlut. 23. sept. - 22. okt. k Vog Áður en þú einangrast alveg skaltu eyða tíma þínum í að finna út það sem þú átt sameiginlegt með öðrum. Ef þú hagar þér rétt er kaup- og stöðuhækkun á næsta leiti hjá þér. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Sú aðstoð sem þú þarft á að halda til að koma á umbótum á heimilinu stendur þér til boða. Haltu því ótrauður áfram og fylgdu málinu allt til enda. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Ein snjöll ákvörðun hefur góð áhrif á fjármálin. Þú veist ekki hvaðan næsta snilldarhugmynd þín mun koma. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú verður beðinn um að taka að þér vandasamt verk og þarft að gera þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir. Taktu þér bara góðan tíma til að beita kunnáttu þinni. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Græðgi er ljótur ávani. Þótt margir hlutir séu eftirsóknarverðir ferst heimurinn ekki þótt þú komir ekki höndum yfir þá. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Vertu ekki niðurlútur þótt þér finnist þú einn á báti með skoðanir þínar. Hvernig fólk hagar sér í erfiðum aðstæðum ber kar- akter þess vitni. Til hamingju með daginn Siglufjörður Snæfríður Edwald fædd- ist 10. janúar 2022 kl. 0.41. Hún vó 2.990 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Egill Sigurðarson Edwald og Sæunn Gísladóttir. Nýr borgari Djúsý kjúklingasalatKringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Frábær kostur í hádeginu Þín upplifun skiptir okkur máli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.