Morgunblaðið - 10.06.2022, Page 26

Morgunblaðið - 10.06.2022, Page 26
KRAFTLYFTINGAR Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Lucie Stefanikova, sem keppir nú í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd, hlaut í gær bronsverðlaun í hnébeygju á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem nú stendur yfir í Sun City í Suður-Afríku. Alls settu þrír íslenskir keppendur átta Ís- landsmet á mótinu í gær. Lucie lyfti 207,5 kg í beygjunni þegar hún keppti í -76 kg flokki og setti þá Evrópumet sem hún þó mátti sjá á eftir í hendur hinnar sænsku Vilmu Olsson sem lyfti 210 kg. Í fyrsta sæti og með heimsmet varð svo hin kanadíska Jessica Buettner, 218,5 kg. Lucie hafnaði í áttunda sæti af átján keppendum samanlagt í þyngdarflokknum. Auk afreksins í hnébeygju lyfti Lucie 100 kg í bekk- pressu og 205 í réttstöðulyftu svo samanlögð þyngd hennar á mótinu er 512,5 kg. Það skráist þó ekki sem Íslandsmet þótt hún keppi fyrir Ís- lands hönd þar sem hún er ekki komin með endanlegan ríkisborg- ararétt. Birgit Rós Becker keppti í sama flokki og endaði í þrettánda sæti með samanlagt 462,5 kg. Lyfti Birgit 180 kg í hnébeygju, 92,5 kg í bekk- pressu og 190 kg í réttstöðulyftu, samanlagt 462,5 kg sem er bæting á hennar eigin Íslandsmeti. Þrjú met hjá Alexander Alexander Örn Kárason átti mjög góðan sprett í -93 kg flokki karla á mótinu í gær. Þar byrjaði hann með glæsibrag í hnébeygju og lyfti 272,5 kg sem var bæting á eigin Íslands- meti um fimm kg, hóf því næst upp 190 kg í bekkpressu og sló botninn í daginn með öðru Íslandsmeti, 300 kg í réttstöðulyftu, sem einnig var fimm kílóa bæting á hans fyrra meti. Þriðja Íslandsmetið setti hann svo í samanlögðu, 762,5 kg sem, og hljóm- ar kunnuglega, var bæting á hans eigin eldra meti, 737,5 kg. Hafnaði Alexander í 17. sæti í flokknum af 26 keppendum. _ Nánar er fjallað um mótið og rætt við íslensku keppendurna á mbl.is/sport. Lucie fékk brons- verðlaun á HM - Átta Íslandsmet féllu í Sun City Ljósmynd/Kraft Sun City Lucie Stefanikova, lengst til hægri, á verðlaunapalli heimsmeist- aramótsins í gær þar sem hún fékk bronsverðlaunin í hnébeygju. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022 Lengjudeild karla Selfoss – Fylkir......................................... 2:2 KV – Afturelding...................................... 2:1 Grindavík – Fjölnir .................................. 2:2 Staðan: Selfoss 6 4 2 0 14:6 14 Fylkir 6 3 2 1 16:7 11 Fjölnir 6 3 2 1 15:10 11 Grótta 5 3 1 1 15:5 10 Grindavík 6 2 4 0 9:5 10 HK 4 2 0 2 7:6 6 Kórdrengir 5 1 3 1 5:4 6 Þór 5 1 2 2 6:10 5 Vestri 5 1 2 2 6:14 5 Afturelding 6 0 3 3 5:10 3 KV 6 1 0 5 6:17 3 Þróttur V. 4 0 1 3 1:11 1 2. deild karla Höttur/Huginn – KFA............................. 2:2 Njarðvík – Haukar ................................... 2:2 Þróttur R. – Víkingur Ó........................... 3:0 ÍR – Reynir S............................................ 2:1 KF – Magni ............................................... 4:0 Staðan: Njarðvík 6 5 1 0 20:5 16 Völsungur 5 4 1 0 13:6 13 Ægir 5 4 1 0 7:0 13 Þróttur R. 6 4 1 1 12:6 13 ÍR 6 3 2 1 9:5 11 Haukar 6 2 2 2 7:8 8 KF 6 1 4 1 11:8 7 Höttur/Huginn 6 1 2 3 8:13 5 Magni 6 1 1 4 4:17 4 KFA 6 0 3 3 7:12 3 Víkingur Ó. 6 0 2 4 3:11 2 Reynir S. 6 0 0 6 5:15 0 3. deild karla Vængir Júpíters – KH ............................. 2:0 Staðan: Dalvík/Reynir 5 4 0 1 13:6 12 KFG 5 4 0 1 12:6 12 Elliði 5 3 1 1 7:3 10 Sindri 5 3 1 1 10:7 10 Augnablik 5 3 1 1 8:6 10 Víðir 5 3 0 2 11:7 9 Vængir Júpiters 6 3 0 3 9:9 9 Kormákur/Hvöt 5 2 0 3 9:8 6 KFS 5 2 0 3 8:14 6 Kári 5 1 1 3 4:8 4 KH 6 1 0 5 3:13 3 ÍH 5 0 0 5 9:16 0 Lengjudeild kvenna HK – FH ................................................... 1:3 Haukar – Víkingur R ............................... 1:2 Staðan: FH 6 5 1 0 17:4 16 HK 6 5 0 1 13:6 15 Víkingur R. 6 4 0 2 15:8 12 Tindastóll 5 4 0 1 6:2 12 Fjarð/Hött/Leikn. 5 3 1 1 11:4 10 Grindavík 6 2 1 3 6:9 7 Augnablik 6 2 0 4 8:13 6 Haukar 6 1 0 5 4:13 3 Fjölnir 5 0 1 4 4:15 1 Fylkir 5 0 0 5 3:13 0 2. deild kvenna ÍH – KÁ..................................................... 8:0 Staða efstu liða: Grótta 3 3 0 0 20:2 9 KH 3 2 1 0 11:5 7 Fram 2 2 0 0 6:0 6 ÍR 2 2 0 0 7:4 6 Völsungur 2 1 1 0 3:2 4 Þjóðadeild UEFA A-deild, 2. riðill: Portúgal – Tékkland ................................ 2:0 Sviss – Spánn ............................................ 0:1 _ Portúgal 7, Spánn 5, Tékkland 4, Sviss 0. B-deild, 4. riðill: Noregur – Slóvenía .................................. 0:0 Svíþjóð – Serbía........................................ 0:1 _ Noregur 7, Serbía 6, Svíþjóð 3, Slóvenía 1. C-deild, 2. riðill: Grikkland – Kýpur ................................... 3:0 Kósóvó – Norður-Írland .......................... 3:2 _ Grikkland 9, Kósóvó 6, Norður-Írland 1, Kýpur 1. C-deild, 4. riðill: Gíbraltar – Búlgaría................................. 1:1 Norður-Makedónía – Georgía................. 0:3 _ Georgía 9, Norður-Makedónía 4, Búlg- aría 2, Gíbraltar 1. D-deild, 2. riðill: Malta – Eistland ....................................... 1:2 _ Eistland 6, Malta 3, San Marínó 0. Vináttulandsleikir karla Sádi-Arabía – Venesúela ......................... 0:1 Nýja-Sjáland – Óman............................... 0:0 San Marínó – Ísland................................. 0:1 Svíþjóð AIK – Piteå ............................................... 1:0 - Hlín Eiríksdóttir lék fyrstu 60 mínúturn- ar með Piteå. >;(//24)3;( KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, 8-liða úrslit: Hásteinsvöllur: ÍBV – Stjarnan .......... 17.30 Selfoss: Selfoss – Þór/KA ......................... 18 Hlíðarendi: Valur – KR........................ 19.15 Kópavogur: Breiðablik – Þróttur R......... 20 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Árbær: Fylkir – Fjölnir ....................... 19.15 Í KVÖLD! Ómar Ingi Magnússon hleypti mik- illi spennu í baráttuna um marka- kóngstitil þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær þegar hann skoraði 13 mörk úr 13 skotum fyrir Magdeburg í sigri gegn Leipzig á útivelli, 36:31, í næstsíðustu umferð deildarinnar. Fyrir lokaumferðina er Hans Óttar Lindberg hjá Füchse Berlín með 233 mörk, Ómar Ingi með 231 og Bjarki Már Elísson hjá Lemgo með 230 mörk en þeir þrír eru langmarkahæstir í deildinni. Lokaumferð deildarinnar er leikin á sunnudaginn. Ómar með 13 og orðinn annar Morgunblaðið/Eggert Skorar Ómar Ingi Magnússon er kominn með 231 mark. Um 90 bandarískar fimleikakonur, þar á meðal hin sigursæla Simone Biles, ætla að krefja bandarísku al- ríkislögregluna, FBI, um bætur upp á einn milljarð dollara vegna að- gerðaleysis og vanrækslu í rann- sókn á lækninum Larry Nassar. Hann afplánar nú marga lífstíðar- dóma fyrir kynferðisbrot á fim- leikakonunum sem áttu sér stað á meðan hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. FBI fékk upplýsingar um glæpi Nassars í júlí 2015 en handtók hann ekki fyrr en 14 mánuðum síðar. Vilja milljarð í bætur frá FBI AFP/Saul Loeb Heimsstjarna Simone Biles bar vitni í réttarhöldum gegn FBI. Selfyssingar eru áfram með þriggja stiga forystu á toppi 1. deildar karla í fótbolta eftir jafntefli í fjör- ugum leik gegn Fylki á Selfossi í gærkvöld, 2:2, þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Nikulás Valur Gunnarsson kom Fylki yfir undir lok fyrri hálfleiks en á tíu fyrstu mínútunum svöruðu sóknarmennirnir reyndu, Hrvoje Tokic og Gary Martin, fyrir Selfyss- inga og komu þeim í 2:1. Ásgeir Eyþórsson jafnaði fyrir Fylki í upp- bótartíma, 2:2. Selfyssingurinn Ar- on Einarsson fékk rauða spjaldið um miðjan síðari hálfleik. Fylkir missti síðan Orra Svein Stefánsson af velli með rautt spjald í blálokin. Nýliðar KV náðu í sín fyrstu stig þegar þeir lögðu Aftureldingu, 2:1, í Vesturbænum. Björn Axel Guð- jónsson skoraði sigurmarkið í upp- bótartíma. Áður hafði Grímur Ingi Jakobsson komið KV yfir en Ásgeir Frank Ásgeirsson jafnað fyrir Aft- ureldingu. Afturelding missti Elm- ar Kára Enesson Cogic af velli á 30. mínútu með rautt spjald og faðir hans, Enes Cogic, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, fékk líka rauða spjaldið í kjölfarið Grindavík og Fjölnir skildu jöfn, 2:2. Aron Jóhannsson kom Grind- víkingum yfir en Guðmundur Þór Júlíusson jafnaði fyrir Fjölni og rétt fyrir leikslok kom Lúkas Logi Heimisson Grafarvogspiltum í 2:1. En Dagur Ingi Hammer jafnaði fyr- ir Grindvíkinga og niðurstaðan því jafntefli. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Selfoss Danski framherjinn Mathias Laursen sem leikur með Fylkis- mönnum sækir að marki Selfyssinga í leik liðanna sem endaði 2:2. Fjögur mörk og tvö rauð í toppslag Portúgal og Spánn eru í tveimur efstu sætum 2. riðils A-deildar Þjóðadeild- arinnar í fótbolta eftir sigra í gærkvöld. Portúgal vann heimasigur gegn Tékkum, 2:0. Joao Cancelo og Goncalo Guedes skoruðu mörkin á fimm mínútna kafla seint í fyrri hálfleiknum. Spánverjar sóttu Svisslendinga heim og sigruðu 1:0. Pablo Sarabia skor- aði sigurmarkið strax á 13. mínútu. Þegar keppnin er hálfnuð, búnar þrjár umferðir af sex, er Portúgal með 7 stig, Spánn 5, Tékkland 4 en Sviss er án stiga. Sigurlið riðilsins fer í fjög- urra liða úrslit en neðsta liðið fellur niður í B-deild. Portúgal og Spánn sigruðu þriðja markið í byrjun síðari hálf- leiks. Ísold Kristín Rúnarsdóttir kom HK á blað með marki á 81. mínútu. Víkingur vann Hauka 2:1 á Ás- völlum og komst í þriðja sæti deild- arinnar en ljóst er að annaðhvort Tindastóll eða Fjarðabyggð/ Höttur/Leiknir nær þriðja sætinu þegar þau mætast á Sauðárkróki á morgun. FH komst í gærkvöld á topp 1. deildar kvenna í fótbolta með því að sigra HK, 3:1, í uppgjöri efstu lið- anna í Kórnum í Kópavogi. HK hafði unnið fimm fyrstu leiki sína í deildinni en FH komst nú stigi upp fyrir Kópavogsliðið og er eina taplausa liðið í deildinni. Kristin Schnurr og Elín Björg Norðfjörð komu FH í 2:0 í fyrri hálfleik og Shaina Ashouri skoraði FH komst í efsta sætið Morgunblaðið/Hákon Kórinn FH-ingar fagna einu marka sinna gegn HK í Kórnum í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.