Morgunblaðið - 10.06.2022, Qupperneq 27
_ Litháíski körfuboltamaðurinn
Adomas Drungilas er kominn til Ís-
lands á nýjan leik og hefur samið við
Tindastól um að leika með liðinu á
næsta keppnistímabili. Körfuknatt-
leiksdeild Tindastóls skýrði frá þessu í
gærkvöld. Drungilas lék með Þór í Þor-
lákshöfn tímabilið 2020-21 og var
mjög drjúgur þegar liðið tryggði sér
sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil en þá
var hann valinn besti leikmaður úr-
slitakeppninnar. Hann sneri aftur til
Tartu í Eistlandi síðasta sumar, en
hann lék þar áður en hann kom til Þor-
lákshafnar.
_ Haraldur Franklín Magnús atvinnu-
kylfingur lék fyrsta hringinn á Emp-
orda Challenge-golfmótinu í Girona á
Spáni í gær á 71 höggi, einu yfir pari
vallarins. Hann er í 63.-84. sæti af 156
keppendum og leikur annan hringinn í
dag. Mótið er liður í Áskorendamóta-
röð Evrópu.
_ Axel Bóasson er í 9.-11. sæti eftir
tvo hringi af þremur á Thomas Björn
Classic-golfmótinu sem stendur yfir í
Samsö í Danmörku. Hann er samtals á
sjö höggum undir pari vallarins eftir
að hafa leikið á 69 höggum á öðrum
hring í gær. Andri Björnsson er í 13.-
15. sæti á fimm höggum undir pari og
þeir Bjarki Pétursson og Aron Júl-
íusson komust líka í gegnum niður-
skurðinn í gær.
_ Mohamed Salah úr Liverpool og
Sam Kerr úr Chelsea voru í gær út-
nefnd bestu leikmenn tímabilsins
2021-22 í ensku knattspyrnunni af
Samtökum atvinnuknattspyrnu-
manna, PFA. Phil Foden og Lauren
Hemp, bæði frá Manchester City, voru
valin efnilegustu leikmennirnir.
_ Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn
Darwin Núnez er langt kominn með að
ganga til liðs við enska félagið Liver-
pool sem hefur þó ekki ennþá náð
samkomlagi við félag hans, Benfica,
um kaupverðið. The Athletic segir að
Núnez sé þegar búinn að semja við
Liverpool un kaup og kjör. Talið er að
hann geti kostað allt að 85 milljónum
punda en Núnez skoraði 34 mörk í öll-
um mótum fyrir Benfica í vetur, m.a. í
báðum leikjum liðsins gegn Liverpool í
Meistaradeildinni.
Eitt
ogannað
LANDSLEIKUR
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu hafði betur gegn San Mar-
ínó, liðinu sem er í 211. og neðsta
sæti styrkleikalista FIFA, með
naumindum í vináttulandsleik í
Serravalle í smáríkinu í gærkvöldi.
Lauk leiknum með 1:0-sigri Íslands
í einkar bragðdaufum og mjög slök-
um knattspyrnuleik.
Aron Elís Þrándarson skoraði
sigurmark leiksins, hans fyrsta
landsliðsmark, á 11. mínútu leiks-
ins þegar hann tók frábært, hnit-
miðað skot, talsvert fyrir utan teig,
og boltinn hafnaði niðri í bláhorn-
inu hægra megin.
Íslenska liðið átti nokkrar prýðis
rispur í fyrri hálfleiknum eftir
markið þar sem Mikael Anderson
komst í tvígang nálægt því að skora
og Albert Guðmundsson einu sinni,
allt eftir laglegan samleik þeirra á
milli, en báðir fóru þeir illa að ráði
sínu.
Staðan var því 1:0 í hálfleik eftir
þokkalega viðunandi frammistöðu í
fyrri hálfleik gegn afskaplega slök-
um mótherjum.
Hörmulegur seinni hálfleikur
Við tók hins vegar einn allra
slakasti hálfleikur sem ofanritaður
hefur séð hjá íslenska karlalands-
liðinu. Allir leikmenn liðsins hrein-
lega týndust, gátu ekki tengt sam-
an sendingar og þá sérstaklega
ekki stuttar sendingar.
Um langt skeið í síðari hálfleik
stýrði San Marínó ferðinni og var
líklegra til þess að jafna metin en
Ísland til þess að bæta við. Besta
færi heimamanna kom eftir tæp-
lega klukkutíma leik þegar Aless-
andro Golinucci sneri laglega á Ara
Leifsson, Patrik Sigurður Gunn-
arsson í marki Íslands, sem lék
sinn fyrsta A-landsleik, fór út fyrir
eigin vítateig í sannkallað skóg-
arhlaup, Golinucci kom boltanum
til hliðar á Andrea Grandoni sem
tók skotið af vítateigslínunni fyrir
opnu marki en það hafnaði í hlið-
arnetinu við nærstöngina.
Jason með ágæta innkomu
Við innkomu Jasons Daða Svan-
þórssonar, leikmanns Breiðabliks,
á 70. mínútu í hans fyrsta A-
landsleik hresstist íslenska liðið
ögn við en það var þó fyrst og síð-
ast framlag Mosfellingsins sem átti
þar hlut að máli. Hann átti til að
mynda stórhættulega fyrirgjöf
þvert fyrir mark San Marinó á 78.
mínútu sem hvorki Andri Lucas
Guðjohnsen né Mikael náðu að
teygja sig í og sendi svo Stefán Teit
Þórðarson aleinan í gegn eftir
hraðaupphlaup undir lok leiksins
en Skagamaðurinn var kærulaus í
afgreiðslu sinni og skaut beint á
Aldo Simoncini í marki San Marínó,
sem var kominn fyrir utan eigin
vítateig.
Fátt jákvætt
Eftir frammistöðu sem þessa er
fátt jákvætt hægt að tína til. Aron
Elís skoraði mjög gott mark og
sinnti varnarvinnu sinni vel en átti í
stökustu vandræðum með stuttar
sendingar, líkt og raunar flestallir í
liðinu. Þeir einu sem hægt er að
tala um að hafi náð sér á strik fyrir
utan fyrirliða gærkvöldsins er
varamaðurinn Jason Daði og áð-
urnefndir Mikael og Albert en í
þeirra tilfellum átti það þó aðeins
við um fyrri hálfleikinn.
Komust engan veginn í takt
Gegn þetta slökum andstæðingi
getur það ekki talist ásættanlegt að
liprir leikmenn á borð við Mikael
og Albert týnist alveg í síðari hálf-
leiknum. Mikael Egill Ellertsson
og Sveinn Aron Guðjohnsen kom-
ust engan veginn í takt við leikinn í
fremstu víglínu, Atli Barkarson átti
erfitt uppdráttar í vinstri bakverði
og Ari Leifsson og Brynjar Ingi
Bjarnason voru allt of linir í mið-
varðarstöðunum.
AFP/Javier Soriano
Skoraði Aron Elís Þrándarson var fyrirliði Íslands í Serravalle í gærkvöld og skoraði sigurmarkið snemma leiks.
Þá er aðeins nokkurra leikmanna
úr byrjunarliðinu ógetið en ljóst má
vera af frammistöðu liðsins sem
spilaði stærstan hluta leiksins í
gærkvöldi að fáir ef einhverjir
þeirra gera tilkall til þess að byrja
næsta leik, heimaleik gegn Ísrael í
Þjóðadeild UEFA á Laugardals-
vellinum næstkomandi mánudags-
kvöld.
Dapurt í San Marínó
- Ísland marði 1:0-sigur gegn slakasta liði heims - Sigurmark Arons kom strax
á 11. mínútu - Afleitur síðari hálfleikur - Þrír nýliðar komu við sögu í leiknum
SAN MARÍNÓ – ÍSLAND 0:1
0:1 Aron Elís Þrándarson 11.
M
Aron Elís Þrándarson
Rautt spjald: Markvarðaþjálfari San
Marínó á 20. mínútu.
Dómari: Michael Fabbri – Ítalíu.
Áhorfendur: 300.
Ísland: (4-3-3) Mark: Patrik Sigurður
Gunnarsson. Vörn: Valgeir Lunddal
Friðriksson, Ari Leifsson, Brynjar Ingi
Bjarnason (Damir Muminovic 86), Atli
Barkarson. Miðja: Stefán Teitur Þórð-
arson, Aron Elís Þrándarson (Júlíus
Magnússon 86), Albert Guðmundsson
(Höskuldur Gunnlaugsson 86). Sókn:
Mikael Egill Ellertsson (Jason Daði
Svanþórsson 70), Sveinn Aron Guð-
johnsen (Andri Lucas Guðjohnsen 70),
Mikael Anderson.
_ Aron Elís Þrándarson var fyrirliði
Íslands í fyrsta sinn og skoraði sitt
fyrsta mark fyrir landsliðið, í sínum 13.
landsleik.
_ Jason Daði Svanþórsson og Júlíus
Magnússon komu inn á sem varamenn
og léku sinn fyrsta A-landsleik. Damir
Muminovic kom inn á í sínum öðrum
landsleik.
_ Albert Guðmundsson var leikjahæst-
ur af þeim sem tóku þátt í leiknum og
lék sinn 32. A-landsleik.
_ Jón Dagur Þorsteinsson, Hákon
Arnar Haraldsson, Davíð Kristján
Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason
komu ekkert við sögu, eins og mark-
verðirnir Rúnar Alex Rúnarsson og
Ingvar Jónsson.
_ Þá voru Arnór Sigurðsson og Daníel
Leó Grétarsson báðir utan 23 manna
hópsins í leiknum.
_ Leikurinn var sá fyrsti á milli A-
landsliða Íslands og San Marínó. Þjóð-
irnar hafa áður mæst í U21 og U19 ára
landsliðum.
_ Birkir Bjarnason, Hörður Björgvin
Magnússon og Alfons Sampsted koma
aftur inn í hópinn fyrir leikinn gegn
Ísrael á mánudagskvöldið.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022
Spjótkastarinn Dagbjartur Daði
Jónsson hafnaði í sjöunda sæti í úr-
slitum bandaríska háskólameist-
aramótsins í frjálsíþróttum í fyrri-
nótt en mótið stendur nú yfir í
Eugene í Oregon. Dagbjartur kast-
aði 76,29 metra, tæpum fimm metr-
um skemur en sigurvegarinn Marc
Minichello, sem var sá eini sem
kastaði yfir 80 metra.
Dagbjartur á best 79,57 metra,
sem hann náði á Íslandsmótinu á
Akureyri á síðasta ári en með því er
hann sjötti besti spjótkastari Ís-
lands frá upphafi.
Dagbjartur sjö-
undi í Eugene
Ljósmynd/Mississippi State
Spjótkast Dagbjartur Daði Jónsson
er í fremstu röð í háskólunum.
Boston Celtics náði í fyrrinótt
undirtökunum í einvíginu við Gol-
den State Warriors um NBA-
meistaratitilinn í körfuknattleik
með því að vinna þriðja leik liðanna
í Boston, 116:100. Staðan er 2:1 fyr-
ir Boston og liðið verður aftur á
heimavelli í fjórða leiknum í kvöld.
Jaylen Brown skoraði 27 stig,
Jayson Tatum 26 og Marcus Smart
24 fyrir Boston en hjá Golden State
voru Stephen Curry með 31 stig og
Klay Thompson með 25 allt í öllu.
Curry meiddist á fæti undir lokin
en óvíst er hvaða áhrif það hefur.
Staða Boston
orðin vænleg
AFP/Elsa
Góður Jayson Tatum keyrir að
körfunni hjá Golden State.
Þýskaland
Leipzig – Magdeburg.......................... 31:36
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 13 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson tvö.
Hamburg – Stuttgart .......................... 27:32
- Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk
fyrir Stuttgart og Andri Már Rúnarsson
þrjú.
N-Lübbecke – Hannover-Burgdorf .. 21:20
- Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari
Hannover-Burgdorf.
Minden – Erlangen.............................. 22:21
- Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari
Erlangen.
Staðan fyrir lokaumferðina:
Magdeburg 62, Kiel 56, Füchse Berlín 53,
Flensburg 48, Göppingen 38, Lemgo 35,
Wetzlar 33, Melsungen 33, Leipzig 32, RN
Löwen 30, Bergischer 27, Hamburg 26,
Hannover-Burgdorf 26, Erlangen 25,
Stuttgart 22, Minden 18, Balingen 16, N-
Lübbecke 14.
_ Magdeburg er meistari og fer ásamt Kiel
í Meistaradeildina.
_ Füchse Berlín, Flensburg og Göppingen
fara í Evrópudeildina.
_ N-Lübbecke er fallið og Balingen er nán-
ast fallið. Gummersbach og Hamm taka
sæti þeirra.
Vináttulandsleikur kvenna
Danmörk – Slóvenía ............................. 38:30
.$0-!)49,