Morgunblaðið - 10.06.2022, Side 29

Morgunblaðið - 10.06.2022, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Empire Rolling StoneLA Times BENEDICT CUMBERBATCH ELIZABETH OLSEN chiwetel ejiofor BENEDICT WONG xochitl gomez MICHAEL STÜHLBARG RACHEL MCadams U S A TO D AY 72% STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI 96% Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com “Top Gun: Maverick is outstanding.” Breathtaking “It’s the BEST MOVIE OF THE YEAR!” “Might be the best movie in 10 years.” “Top Gun: Maverick is fantastic.” “Best Action Sequel Of All Time” “What going to the movies is all about” “You must see this one in the theater.” “a must see!” 89% AF LEIKLIST Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is F emCon nefnist fjórða og síðasta sýningin sem frumsýnd var undir merkjum Umbúðalauss í Borgarleikhúsinu þetta leikárið. Að sýningunni stendur uppistandshóp- urinn Fyndnustu mínar, sem skip- aður er þeim Heklu Elísabetu Að- alsteinsdóttur, Rebeccu Scott Lord, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur og Lóu Björk Björnsdóttur. Aðeins þrjár fyrstnefndu tóku þátt í sýn- ingunni, sem sýnd var í tilraunar- ými á þriðju hæð hússins um mán- aðamótin síðustu. Sem fyrr var rýmið hrátt og um- gjörðin fábrotin. Komið hafði verið fyrir upphækkuðu sviði þar sem Hekla, Rebecca og Salvör fluttu boðskap sinn, klæddar litríkum drögtum til að leggja áherslu á erindið. Þær messuðu yfir gestum, dönsuðu og sungu á milli þess sem sýnd voru fyrirframupptekin viðtöl við forvitnilega viðmælendur, sem voru meðal best heppnuðu hluta kvöldsins, þar sem vandræðagangur og þagnir nutu sín til hins ýtrasta. Í upphafi kvölds var gestum þakkað fyrir að vera hluti af rýni- hópi uppistandshópsins. Fyndnustu mínar upplýstu að þær hefðu kom- ist að því að þær væru komnar að glerþaki grínsins og við nánari skoðun hafi þeim orðið ljóst að fem- ínísk barátta hafi ekki skilað þeim á þann stað sem þær telja sig eiga skilinn. Vissulega hafi kvenrétt- indabaráttan skilað konum kosn- ingarétti og launajafnrétti, að minnsta kosti í orði kveðnu, en þó sé enn langt í land að jafnrétti verði náð í reynd. Að mati þeirra hafi femínisminn misst sjarma sinn, hafi hann einhvern tímann verið fyrir hendi. Lausnin á þessu felist að þeirra mati í því að endur- markaðssetja femínismann og horfa þær í þeim efnum til þess sem virk- ar til dæmis í pólitík og trúar- brögðum. Í samræmi við þemahugmyndina um rýnihópinn voru áhorfendur virkjaðir inn á milli með beinum hætti en það heppnaðist mjög mis- vel. FemCon virkaði í raun minna eins og rýnihópur og meira eins og hálfgerð ráðstefna, þar sem fyrir- lesarar kynntu „rannsóknir“ sínar og skoðanir, en notuðu þó fyrst og fremst tækifærið til að pranga inn á gesti hvers kyns varningi á sér- stökum kynningarafslætti en samt á okurprís. Í þeim skilningi mátti skynja ákveðna ádeilu á markaðs- væðinguna, sem í sífellu er beint að konum, þar sem þeim er talin trú um að þær geti eflt sig og bætt stöðu sína innan feðraveldisins með því einfaldlega að kaupa rétta vara- litinn eða lesa réttu bækurnar. Á sama tíma mátti greina ákveðna gagnrýni á þá ofbeldismenningu samfélagsins sem illa gengur að ráða bót á. Ádeilan leið samt nokk- uð fyrir skort á skýrari fókus í nálg- un hópsins. Hekla, Rebecca og Salvör áttu allar ágæta spretti. Hekla var reffi- leg í söluræðum sínum, þar sem „rannsóknir“ hópsins voru kynntar. Salka var skemmtilega vandræða- leg, ekki síst sem spyrill í fyrra fyr- irframupptekna viðtali kvöldsins, sem var við Matthías Tryggva Har- aldsson. Rebecca var kraftmikil í boðskap sínum, en trúarræða henn- ar leið nokkur fyrir slælega hljóð- blöndun. Hópurinn gerði inngild- ingu (e. inclusion) að umtalsefni í seinna fyrirframupptekna viðtalinu. Þar fór viðmælandinn, Þórdís Nadia Semichat, á kostum í viðbrögðum sínum við vandræðalegum spurn- ingum. Rebecca hafði sjálf orð á því hversu heppin hún væri að fá að vera hluti af Fyndnustu mínum þrátt fyrir að hún væri útlendingur. Hún fór með allan sinn texta á ensku og hefði verið tilvalið að nýta appið Thea fyrir þá áhorfendur sem ekki skilja ensku, enda leiðinlegt að missa annars af þriðjungi innihalds- ins. Það er virðingarvert hjá Fyndn- ustu mínum að beina athygli sinni að brýnum málefnum sem snúa að jafnrétti í orði sem á borði, kyn- bundnu ofbeldi, inngildingu og markaðsvæðingunni sem markvisst er beint að konum. Uppistands- hópurinn náði vel að halda athygl- inni þann rúma klukkutíma sem sýningin FemCon tók, en hefði þurft að skerpa betur á fókus og úr- vinnslu til að efniviðurinn hitti bet- ur í mark. Komnar að glerþaki grínsins FemCon Rebecca Scott Lord, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir kynna hugmyndir sínar um endurmarkaðssetningu femínismans í sýningunni FemCon sem var hluti af verkefninu Umbúðalaust. » Það er virðingarvert hjá Fyndnustu mín- um að beina athyglinni að brýnum málefnum sem snúa að jafnrétti í orði sem á borði. Pólska dúóið Render býður upp á óhefðbundna og leyndardómsfulla rafupplifun í Mengi í kvöld kl. 20. Verða haldnir um klukkustundar langir tónleikar sem lýst er sem blöndu hljóðs og sjónrænnar upplif- unar og dúóið sagt spretta upp úr hljóð- og vídeólistahópnum Distort Visual. Tónleikarnir eru hluti af pólsk-íslenska samstarfsverkefninu Act In_Out sem er samstarfsverk- efni Sláturhússins og Fabryka Sztuki í Póllandi. Annað kvöld fagnar hljómsveitin Múrarar út- gáfu annarrar stuttskífu sinnar, Evrópulaga, með tónleikum sem hefjast kl. 21. Múrarar steypa „tregablandið euro-centric/class- ical-scandi-jazz-techno“, eins og því er lýst í tilkynningu. Pólskt dúó og Múrarar í Mengi Söngkonan Jóhanna Guðrún mun fara með hlutverk Velmu í uppsetn- ingu Leikfélags Akureyrar á söng- leiknum Chicago á næsta ári. Chicago, eftir þá John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse, er einn þekktasti og vinsælasti söngleikur allra tíma. Af kvikmyndastjörnum sem farið hafa með aðalhlutverkin má nefna Pamelu Anderson, Brooke Shields og Melanie Griffith. Jóhanna segist í tilkynningu allt- af hafa haldið upp á söngleikinn. „Og það er algjör daumur fyrir mig að fá tækifæri til að leika Velmu,“ er haft eftir henni. Chicago verður frumsýndur í Samkomuhúsinu í janúar 2023 og fer miðasala fram á mak.is. Jóhanna Guðrún leikur í Chicago Í söngleik Jóhanna Guðrún söngkona.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.