Morgunblaðið - 20.06.2022, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000 www.heimsferdir.is
79.900
Flug & hótel frá
Frábært verð!
á mann
99.650
Flug & hótel frá
Fyrir 2
á mann
BÓKAÐU SÓL
ALLUR PAKKINN
Tenerife.
Draumaeyjan
27.JÚNÍÍ8NÆTUR
Hljóð á myndskeiðum sem tekin
voru um borð í flugvélinni TF-ABB,
um það leyti þegar hún var að koma
inn að Ölfusvatnsvík í Þingvalla-
vatni, gefur til kynna að afl hafi
verið á hreyflinum. Heyra má aflið
minnka, og flugið lækkar í kjölfarið
niður að vatnsyfirborðinu. Þetta
kemur fram í bráðabirgðaskýrslu
rannsóknarnefndar samgönguslysa,
sem kom út um helgina.
Þunnur ís var tekinn að myndast
í Ölfusvatnsvík, með stórum vökum
á milli. Nær-innrauðar gervihnatta-
myndir frá Veðurstofu Íslands
sýndu ísmyndun nær ströndinni í
Ölfusvatnsvík.
Sjö sekúndna lágflug
Upptökur úr öryggismyndavél
við Þingvallavatn sýna hvar flug-
vélin flýgur frá sunnanverðri Ölfus-
vatnsvík í Þingvallavatni til norð-
urs. Hún lækkar flugið í átt að
vatninu og beygir til vinstri en
lækkar þá flugið enn frekar. Flug-
vélin virðist fljúga nálægt vatns-
yfirborðinu í um sjö sekúndur áður
en hún hafnar í vatninu. Engin
merki bárust frá neyðarsendi flug-
vélarinnar við slysið, en reynt verð-
ur að komast til botns í því hvers
vegna svo sé. Neyðarlínunni barst
nokkurra sekúndna símtal þegar
klukkuna vantaði níu mínútur í tólf,
en engin greinileg samskipti áttu
sér stað. Þó mátti heyra í einhverj-
um í neyð, og rakning á símtalinu
leiddi í ljós að það barst úr síma
eins farþegans.
Rétt fyrir klukkan eitt var farið
að grennslast eftir flugvélinni, en
áætlaður lendingartími hennar í
Reykjavík hafði verið 12:38. Flug-
slysabúnaður var virkjaður og meg-
inþungi leitarinnar beindist fljótt að
svæðinu sunnan Þingvallavatns.
Þegar fleiri vísbendingar bárust,
svo sem staðsetning á síma eins far-
þegans í Ölfusvatnsvík, og brák á
yfirborði vatnsins, færðist leitin á
það svæði. Sérhæfðir hópar með
viðeigandi tækjabúnað voru fengnir
til að aðstoða við leit í vatninu.
Notaður var kafbátur, og að
kvöldi hins 4. febrúar fannst flug-
vélin á um 47 metra dýpi í víkinni.
Ítarleg myndskeið sýndu að vélin
var mannlaus.
56 til 130 metra frá vélinni
Fjögur lík fundust svo á botni
Þingvallavatns. Voru þau á bilinu 56
til 130 metrum suður af flugvélinni.
Vegna mikils frosts og ísmynd-
unar þurfti að fresta þeim verkhluta
sem sneri að því að ná flugvélinni
upp á yfirborðið og í land, en það
var gert hinn 22. apríl og gekk sú
aðgerð vel. Var flugvélin því næst
flutt í rannsóknarskýli rannsóknar-
nefndarinnar.
Ekki í sætisbeltum
Leiddi sú rannsókn í ljós að
neyðarsendirinn var virkur og dyr
lokaðar. Farþegar í aftursætum
voru líklega ekki í sætisbeltum þeg-
ar slysið átti sér stað og hvorki
flugmaður né farþegi í framsæti
notuðu axlarólar sætisbelta. Þá gaf
strekking mittisólar sætisbeltis í
hægra framsæti til kynna að hún
hefði ekki verið notuð. Pakkningar
björgunarvesta voru óopnaðar.
Neðri vélarhlíf er verulega skemmd
og skemmdir eru einnig á fremri
hlið beggja aðalhjólsleggja. Skrúfu-
blöð virðast þó óskemmd. Rannsókn
er ekki lokið en skýrslan var gefin
út til bráðabirgða og því ljóst að
upplýsingar geta breyst.
Neyðarsend-
irinn í TF-
ABB virkur
- Lækkaði flugið, beygði til vinstri og
lækkaði á ný - Þunnur ís og stórar vakir
Reykjavík
Selfoss
Hveragerði
Áætluð flugleið TF-ABB 3. febrúar 2022
Kl. 11.45
400 feta hæð y.s.
Kl. 11.31
Kl. 10.38
Tekur á loft frá
Reykjavíkurflugvelli
Flugvélinni var flogið frá Reykja-
vík, yfir Hellisheiði og Ölfusár-
ósa, meðfram suðurströndinni
að Þjórsárósum og svo til
norðvesturs yfir Grímsnes.
Því næst var flugvélinni flogið
vestan Úlfljótsvatns og stefnan
tekin á Ölfusvatnsvík í sunnan-
verðu Þingvallavatni.
Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa
Kl. 11.51
Ölfusvatnsvík
HELLISHEIÐI
GRAFNINGUR
MOSFELLSHEIÐI
GRÍMSNES
Ölfusárósar
Úlfljótsvatn
Laugarvatn
Apavatn
Þjórsá
Þjórsárósar
Hvítá
Ölfusá
Þingvalla-
vatn
1
Eyrarbakki
Þorlákshöfn
Stokkseyri
Ferð Breiðafjarðarferjunnar Bald-
urs frá Stykkishólmi í gær gekk
mjög vel, að sögn Gunnlaugs Grett-
issonar, framkvæmdastjóra Sæ-
ferða, en ferjan var á reki um 300
metra frá landi í rúmar fimm
klukkustundir á laugardag vegna
bilunar.
„Enn og aftur berast fréttir af
bilun í Breiðafjarðarferjunni Baldri
með yfir hundrað manns um borð.
Margoft hefur verið bent á það ör-
yggisleysi sem fylgir því að vera
með gamalt skip í siglingum yfir
Breiðafjörð sem hefur ítrekað bilað.
Að leggja líf fólks í hættu við að
sigla með þessu skipi er algjörlega
óboðlegt og á ekki að líðast með
nokkru móti,“ segir í yfirlýsingu frá
bæjarstjórn Vesturbyggðar og
sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps.
Segir í yfirlýsingunni að nú sé nóg
komið og stjórnvöld verði að bregð-
ast við með tafarlausum úrbótum.
Um borð voru 102 farþegar auk
áhafnar þegar bilunin varð og voru
þyrla Landhelgisgæslunnar og
björgunarsveit á Snæfellsnesi kall-
aðar út.
Fyrri ferð Baldurs, klukkan kort-
er í átta, var aflýst á sunnudag en
ferjan sigldi síðari ferð dagsins
samkvæmt áætlun. Siglt var frá
Stykkishólmi korter yfir þrjú og
segir Gunnlaugur allt hafa verið í
fínu lagi. Ferjan sigldi síðan frá
Brjánslæk klukkan hálfsjö og er
ferðin sögð hafa gengið vel.
Gunnlaugur segir erfiðan botn
hafa tafið fyrir þegar bilunin átti
sér stað. „Við hentum út akkeri og
það var erfitt að ná því upp aftur.“
Það hafi engu að síður verið gott
þar sem það hélt skipinu vel á með-
an þess þurfti. Segir hann þetta
hafa verið krefjandi aðstæður.
Spurður um framhald ferjunnar
segir Gunnlaugur að siglt verði
samkvæmt sumaráætlun, að
minnsta kosti þar til annað verði
ákveðið.
Sigling Baldurs frá Stykkis-
hólmi gekk vel degi eftir bilun
- Ferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði á laugardag
Siglingar Ferjan Baldur var á reki í
rúmar fimm klukkustundir.
Nýtt skip Loðnuvinnslunnar á Fá-
skrúðsfirði, Hoffell SU-60, sigldi í
heimahöfn í brakandi blíðu í gær-
morgun. Móttökuathöfn var við
Bæjarbryggjuna þar sem skipið
var blessað, því formlega gefið
nafn og bæjarbúar og aðrir gest-
ir fengu að skoða skipið og gæða
sér á veitingum.
Áður hét skipið Asbjørn
HG-265 og var í eigu danskrar
útgerðar.
Skipið er fjórtán ára gamalt og
því níu árum yngra en eldra Hof-
fellið.
Nýtt Hoffell er með 2.530 rúm-
metra lest og með 8.100 hestafla
vél.Morgunblaðið/Albert Kemp
Nýtt Hoffell
SU-60 á Fá-
skrúðsfirði