Morgunblaðið - 20.06.2022, Page 10

Morgunblaðið - 20.06.2022, Page 10
DÆTUR ÍSLANDS Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Í fimmta þætti af Dætrum Íslands heimsækjum við knattspyrnu- og landsliðskonuna Alexöndru Jó- hannsdóttur, leikmann Eintracht Frankfurt í Þýskalandi. Vegna ófyrirséðra tafa birtist þátturinn í dag en Alexandra, sem er 22 ára gömul, gekk til liðs við þýska félagið frá Breiðabliki í janúar 2021 og skrifaði hún undir tveggja ára samning í Þýskalandi. Hún er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði en gekk til liðs við Breiðablik árið 2017. Hún varð tví- vegis Íslandsmeistari með Blikum, 2018 og 2020, og einu sinni bikar- meistari, 2018. Alexandra gekk til liðs við Breiða- blik á nýjan leik í síðasta mánuði á láni frá Frankfurt en hún mun snúa aftur til Þýskalands að Evrópu- mótinu loknu. Alls á hún að baki 23 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað þrjú mörk. Hún lék sinn fyrsta landsleik í janúar 2019 gegn Skotlandi, þá 18 ára gömul, en hún er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska kvenna- landsliðinu. „Þótt það gangi illa og allt það þá er alltaf ógeðslega gaman í fótbolta,“ sagði Alexandra í þætt- inum. „Það er alltaf gaman að mæta á æfingar og sparka í bolta. Það var erfitt að mæta á æfingar á ákveðnum tímapunkti en eftir að ég tók hugarfarið aðeins í gegn varð ég aftur spennt fyrir því að mæta á æfingar og staðráðin í að sýna þjálf- arateyminu að ég ætti heima í þessu liði,“ sagði Alexandra meðal annars. Alltaf gaman í fótbolta sama hvað Morgunblaðið/Hallur Már Eintracht Frankfurt Alexandra fékk fá tækifæri með þýska liðinu á nýliðnu keppnistímabili og gekk til liðs við Breiðablik á láni í síðasta mánuði en hún snýr aftur til Þýskalands þegar EM lýkur. - Miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir er samningsbundin Eintracht Frankfurt í Þýskalandi - Alexandra lék sinn fyrsta A-landsleik 18 ára gömul en hún er á leið á sitt fyrsta stórmót í sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.