Morgunblaðið - 20.06.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Stundum er sagt að dæma megi
hvert samfélag af því hvernig það
kemur fram við börn. Forritið sem
við lifum eftir, oft ævina á enda, er
búið til á fyrstu æviárum okkar.
Við þurfum að sameinast um að
leggja það besta til við börnin okk-
ar,“ segir Árelía Eydís Guðmunds-
dóttir borgarfulltrúi og nýr for-
maður skóla- og frístundaráðs
Reykjavíkur. „Skólakerfið á að
kenna börnum grunnfærni, opna
heiminn fyrir þeim með lestri og
reiknilíkönum, blása þeim eldmóð
í brjóst til að finna styrk sinn.
Byggja þau upp með því að læra
sjálfsaga en líka að gefa þeim færi
á að takast á við síbreytilegt sam-
félag. Í skólum Reykjavíkur er
unnið frábært starf en við þurfum
á því að halda að vera í kviku
skólaumhverfi.“
Foreldrar séu ekki í óvissu
Í Reykjavík eru alls 80 leik-
skólar, þar sem samtals dvelja um
6.300 börn. Þá eru í borginni 42
grunnskólar – þar af sjö sjálfstætt
starfandi – og nemendur þeirra
alls um 15.440. Ónefnd eru þá 37
frístundaheimili og 24 félags-
miðstöðvar. Alls starfa um 6.000
manns hjá skóla- og frístunda-
sviði, sem er stærsta einingin í
rekstri borgarinnar.
Leikskólamál eru áherslu-
atriði í starfi nýs skóla- og frí-
stundaráðs Reykavíkur. Mark-
miðið er að börn komist tólf
mánaða gömul inn á leikskóla í
borginni, en vegna fólksfjölgunar
hafa forsendur breyst. Greint var
frá því í vor að til stæði að byrja að
bjóða börnum eins árs að aldri
leikskólapláss í haust, samanber
að á árinu skyldi taka í notkun alls
850 ný pláss. Nú er óljóst hvort
slíkt næst.
„Leikskólamálin þurfa að
vera í lagi,“ segir Árelía Eydís.
„Hjá Reykjavíkurborg hefur verið
stofnað verkefnið Brúum bilið í
því skyni að öll börn frá 12 mán-
aða aldri eigi vísan aðgang að
leikskólaplássum. Tryggja þarf að
foreldrar séu ekki í óvissu um
þátttöku sína á vinnumarkaði eftir
fæðingu barns og að öll börn fái
samþætta þjónustu.“
Gagnrýni á að börn komist
ekki á leikskóla ársgömul, eins og
heitið var, heldur einhvern tíma á
öðru aldursárinu, segir Árelía Ey-
dís að sé eðlileg. Hún minnir hins
vegar á veruleika og aðstæður. Á
síðustu tveimur árum hafi komið
til erfiðleikar tengdir Covid-19,
stríðsátökum í Úkraínu og vand-
ræði þegar mygla hefur greinst í
skólahúsum.
„Sjö nýir leikskólar verða
opnaðir á árinu, þar af hafa tveir
verið opnaðir nú þegar, við Egg-
ertsgötu og Bríetartún. Staðan í
þessum málum er annars betri í
austurhluta borgarinnar en þeim
vestari. Aðstæður eru samt alltaf
að breytast og ráðast af plássi,
fjármagni og mönnun og flutn-
ingum fólks milli hverfa og í
hverfi.“
Farsældarlög breyta mörgu
Lög um samþættingu þjón-
ustu í þágu farsældar barna, sem
Ásmundur Einar Daðason beitti
sér fyrir sem ráðherra, munu
breyta mörgu í starfsumhverfi
skóla og velferðamála. Þau eru
þegar komin til framkvæmda sem
fléttast inn í alla starfsemi sveitar-
félaga. Í þeirri vegferð segir Árel-
ía Eydís að Reykjavíkurborg verði
í forystu.
Samstarf og skjaldborg
„Sem samfélag þurfum við að
slá skjaldborg um börn og grípa
þau strax ef eitthvað bjátar á.
Lögin kalla á aukið samstarf
skóla- og frístundasviðs og vel-
ferðarsviðs borgarinnar og aukna
samfellu í starfi skóla, frístunda-
heimila og félagsmiðstöðva svo
foreldrar eigi auðveldara með að
átta sig á hvaða hjálp stendur til
boða,“ segir Árelía Eydís.
Nýr formaður Félags grunn-
skólakennara, Mjöll Matthías-
dóttir, sagði í viðtali við Morgun-
blaðið á dögunum að þess væru
mörg dæmi að tvítyngd börn
næðu ekki að fóta sig í skólum
landsins. Þörf væri á sterkum fé-
lagslegum stuðningi við mörg
þeirra og efla þyrfti íslensku-
kennslu samanber að lesskilningi
fjölda barna fer aftur. Lýsing
þessi leiðir þá eðlilega af sér þá
spurningu hvernig skólar í
Reykjavík séu á því herrans ári
2022 að sinna og taka utan um
börn sem lifa í flóknu samfélagi
nútímans. Þessu svarar Árelía Ey-
dís svo að móta þurfi stefnu þar
sem markmiðum í skólastarfi og
velferðarmálum sé fléttað saman,
auk heldur sem sjá verði til þess
að börnin fái stuðning svo máltaka
þeirra verði sem best.
„Ein mesta áskorun sem blas-
ir við íslensku menntakerfi er sú
að tryggja börnum sem eru af er-
lendu bergi brotin tækifæri til
þess að láta drauma sína rætast.
Hingað til höfum við einblínt á
börn en hugsanlega er mikilvægt
að ná til mæðra sem oftast taka af
skarið hvað varðar menntun og
uppeldi barna þeirra. Við þurfum
því að horfa á mál í stóru sam-
hengi og taka ákvörðun um stefnu
og hvernig við byggjum upp fjöl-
breytilegt samfélag. Börn af er-
lendum uppruna eiga að hafa
sama möguleika á að mennta sig í
þeim framhaldsskóla sem þau
kjósa og koma sterk inn í frekara
nám síðar,“ segir Árelía Eydís og
að lokum:
Árangur segir sitt
„Við getum þegar allt kemur
til alls verið stolt af árangri
menntakerfis okkar sem við sjáum
m.a. í því hversu vel okkar fólk
stendur sig í fjölbreyttum verk-
efnum. Íslendingar eru eins og
sagan segir jafnan ótrúlega fljótir
að komast aftur á beina braut eftir
öll áföll eða bakslög. Frábær
árangur okkar fólks í nýsköpun,
vísindastarfi, listum, menningu og
mörgu öðru segir sitt.“
Markmiðum skólastarfs og velferðarmála sé fléttað saman, segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Menntun Skólakerfið kenni
grunnfærni, segir Árelía Eydís.
Best fyrir börn
- Árelía Eydís Guðmunds-
dóttir fæddist 1966; alin upp í
Keflavík og er ættuð frá
Brekku á Ingjaldssandi. Árelía
lauk BA-prófi í stjórnmálafræði
frá Háskóla Íslands árið 1991
og meistaragráðu í vinnumark-
aðsfræði frá London School of
Economics and Political
Science árið 1993. Árelía
stundaði doktorsnám við Uni-
versity of Essex og Háskóla Ís-
lands og brautskráðist 2001.
- Árelía hefur verið dósent við
viðskiptadeild Háskóla Íslands
en sérsvið hennar er leiðtoga-
fræði. Hún hefur skrifað fjölda
greina sem birst hafa á fræði-
legum vettvangi. Er einnig rit-
höfundur en eftir hana hafa
komið út átta bækur og þar af
þrjár skáldsögur. Hún hefur
setið í fjölmörgum stjórnum,
ráðum og nefndum og haslar
sér nú völl í stjórnmálum.
Hver er hún?
Breiðholt Ölduselsskóli er einn af 42 grunnskólum sem starfa í Reykjavík.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Táknmál Börnum sé mætt á þeirra forsendum. Margrét Auður Jóhann-
esdóttir, kennari í Hlíðaskóla, og Amelia Daszkowta tala saman.
VIÐ SKIPTUM LITUM
duka.is
Dúka Kringlunni Dúka Smáralind
Smáforrit HEIMA verður fljótlega
gert aðgengilegt fyrir fjölskyldur á
Íslandi. Forritið er hannað til að sjá
um skipulag og hugræna byrði
heimilisins fyrir fjölskyldur á ein-
faldan, skemmtilegan og jafnrétt-
iseflandi máta að sögn fram-
kvæmdastjóra og stofnanda
sprotafyrirtækisins HEIMA, Ölmu
Dóru Ríkarðsdóttur.
HEIMA er íslenskt sprotafyr-
irtæki sem vann Gulleggið árið
2020 með hugmynd sinni að forrit-
inu. Fyrirtækið hefur einnig verið
áberandi í umræðunni um aðra og
þriðju vaktina og er forritið þróað
sem lausn við vandamálinu. Smá-
forritið stefnir að því með því að út-
búa sérsniðna verkefnalista fyrir
hverja fjölskyldu og býður þeim
upp á að bæta við stöðluðum verk-
efnalistum fyrir hátíðir, veislur,
ferðalög og fleira. Fjölskyldu-
meðlimir fá síðan stig fyrir hvert
unnið verkefni. Smáforritið heldur
svo utan um stigatöflu fjölskyld-
unnar. Í maí kom út fyrsta útgáfa
smáforritsins sem var deilt með
nokkrum fjölskyldum til prufu-
keyrslu. Stefna stofnendur HEIMA
á að deila smáforritinu með öllum
sem allra fyrst.
Ljósmynd/HEIMA
Sproti Stofnendur sprotafyrirtækisins HEIMA, Alma Dóra Ríkarðsdóttir
og Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir. Verkefnið vann Gulleggið árið 2020.
Von á HEIMA á
heimili fólks fljótlega
- Stafræn lausn fyrir öll fjölskylduverkin