Morgunblaðið - 20.06.2022, Síða 12
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Japanska jenið hefur veikst mikið
gagnvart helstu gjaldmiðlum á und-
anförnum fjórum mánuðum. Kostaði
bandaríkjadalurinn 115 jen í byrjun
marsmánaðar en um 135 jen í dag og
er svipaða sögu að segja af þróun
jensins gagnvart evru og renminbí
sem hafa styrkst um ríflega 10%
gagnvart jeninu á sama tímabili.
Undanfarið ár hefur jenið veikst um
20% gagnvart dalnum.
Felur þetta í sér töluverðan vanda
fyrir verslanir sem selja innfluttan
varning því japanskir neytendur eru
mjög viðkvæmir fyrir verðhækkun-
um og vanari því að verð fari al-
mennt lækkandi. Frá aldamótum
hefur það aðeins gerst tvisvar að
verðbólga í landinu hefur mælst yfir
einu prósentustigi og í mörg ár hefur
mælst verðhjöðnun.
Bregst almenningur í Japan oft
illa við verðhækkunum sem skýrist
m.a. af því að vegna menningarlegra
og efnahagslegra þátta hafa laun í
landinu nánast staðið í stað í aldar-
fjórðung. Eru framleiðendur og selj-
endur því mjög hikandi við að hækka
hjá sér verðið.
Financial Times segir vandann
kristallast í rekstri verslanakeðjunn-
ar Daiso sem byggir rekstur sinn á
að selja vörur af öllu mögulegu tagi á
aðeins 100 jen stykkið eða jafnvirði
97 króna. Daiso og aðrar verslanir af
svipuðum toga hafa náð mikilli út-
breiðslu í Japan á undanförnum
þremur áratugum og hefur vel-
gengni þeirra m.a. byggst á góðu
framboði af ódýrum varningi frá
verksmiðjum í Kína og SA-Asíu.
Segir FT að í dag megi finna meira
en 8.400 verslanir vítt og breitt um
Japan sem sérhæfa sig í að selja
vörur á 100 jen. Forstjóri Daiso seg-
ir hækkandi innflutningsverð
þrengja að rekstrinum en fyrirtækið
muni ekki hækka hjá sér verðiðheld-
ur leita frekar leiða til að breyta
vöruframboðinu og þannig standa
við 100 jena loforðið. Þá hyggst
Daiso opna keðju verslana undir
nýju nafni, bæði innan Japans og ut-
an, þar sem allar vörur munu kosta
300 jen. ai@mbl.is
Veiking japanska jensins
gerir verslunum erfitt fyrir
AFP/Kazuhiro NOGI
Áskorun Fólk á ferðinni í verslunargötu í Tókýó. Jenið hefur veikst hratt.
- Ekki vel séð að beina hærri innflutningkostnaði út í vöruverð
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022
Sími 555 2992 / 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“
20. júní 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 132.21
Sterlingspund 160.72
Kanadadalur 102.26
Dönsk króna 18.485
Norsk króna 13.147
Sænsk króna 12.857
Svissn. franki 135.57
Japanskt jen 0.9946
SDR 175.87
Evra 137.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.6068
Töluverðar raskanir hafa orðið á
starfsemi flugvalla og flugfélaga
víða í Evrópu að undanförnu og er
útlit fyrir áframhaldandi truflanir
í sumar. Er starfsfólk óánægt með
kjör sín og aðbúnað og hótar verk-
föllum.
Þannig hyggst starfsfólk á inn-
ritunarborðum British Airways á
Heathrow-flugvelli leggja niður
störf í júlí til að mótmæla því að
launaskerðing sem það þurfti að
þola í kórónuveirufaraldrinum
hefur ekki gengið til baka að
fullu. Þá hafa öryggisverðir á
flugvellinum í Brussel boðað verk-
fall í dag og ætla flugmenn Bruss-
els Airlines að gera slíkt hið sama
dagana 23. til 25. júní.
Veruleg röskun gæti orðið á
starfsemi Ryanair síðar í sumar
því stéttarfélög flugþjóna í Ítalíu,
Frakklandi, Portúgal, Belgíu og
Spáni hóta verkfalli ef flugfélagið
bregst ekki við kröfum þeirra um
bætt vinnuskilyrði, að því er Reut-
ers greinir frá.
Fyrr í þessum mánuði þurfti að
fella niður 25% flugferða til og frá
Charles de Gaulle-flugvelli í París
eftir að starfsfólk flugvallarins fór
í eins dags verkfall til að krefjast
300 evra launahækkunar og betri
vinnuskilyrða. Hefur annað verk-
Verkföll og skortur á
starfsfólki plaga flugfélög
og flugvelli í Evrópu
Ósátt Flugþjónar Ryanair hafa
hótað því að fara í verkfall í sumar.
fall verið boðað 2. júlí.
Þá gætu um 1.000 flugmenn
SAS í Danmörku, Noregi og Sví-
þjóð farið í verkfall síðar í þessum
mánuði vegna óánægju þeirra með
laun sín og niðurskurðaraðgerðir
flugfélagsins.
Töluverðrar manneklu gætir
hjá mörgum flugvöllum í álfunni
og á t.d. enn eftir að manna um
20% af stöðum í flugafgreiðslu, ör-
yggisvörslu og innritun hjá þýsk-
um flugvöllum en á Charles de
Gaulle- og Orly-flugvöllunum í
París þarf að fylla a.m.k. 4.000
lausar stöður. Eykur það á vanda
flugvallanna að störfin sem um
ræðir eru oft líkamlega krefjandi,
þykja ekki mjög vel borguð, og
ferðalagið á vinnustaðinn er langt
fyrir marga. Að auki getur þjálfun
og örygisvottun flugvallar-
starfsmanna tekið nokkra mánuði.
ai@mbl.is
Í viðtali við fréttastöðina ABC
News á sunnudag sagði Janet Yel-
len fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna að ríkisstjórn Joes Bidens
væri að endurskoða ýmsa tolla á
kínverskan varning með það fyrir
augum að koma böndum á hátt
verðbólgustig í landinu.
„Við áttum okkur öll á að Kína
stundar óeðlilega viðskiptahætti af
ýmsu tagi og æskilegt að bregðast
við því, en sumir af þeim tollum
sem við erfðum frá fyrri ríkis-
stjórn þjóna ekki hlutverki sínu,“
sagði Yellen.
Á árunum 2018 og 2019 lét Don-
ald Trump hækka tolla á ýmsar
vörur frá Kína m.a. með það fyrir
augum að styrkja samkeppnis-
stöðu bandarískra fyrirtækja. Hef-
ur ríkisstjórn Joes Bidens að
mestu haldið tollunum óbreyttum
og þannig hækkað innflutnings-
verð kínverskra vara sem fluttar
eru inn til Bandaríkjanna ár
hvert fyrir mörg hundruð millj-
arða dala. Með því að lækka tolla
á vörur eða hráefni frá Kína má
leiða líkum að því að takist að
einhverju leyti að sporna við
hækkun verðlags í Bandaríkjun-
um.
Þá eru stjórnvöld einnig að
skoða þann möguleika að draga
úr álögum á eldsneyti. Jennifer
Granholm, ráðherra orkumála,
mætti í viðtal hjá CNN um
helgina og sagði ríkisstjórnina
með það til athugunar að hætta
tímabundið að leggja alríkisskatt
á sölu bifreiðaeldsneytis og þann-
ig sporna gegn ört hækkandi
bensínverði.
Í maí kostaði gallon af bensíni
að jafnaði rúmlega 4,5 dali hjá
bandarískum bensínstöðvum en
kostaði ríflega 3 dali í maí 2021.
Er bensínverð í Bandaríkjunum
næstum því tvöfalt hærra í dag
en í venjulegu árferði. ai@mbl.is
Sumir Trump-tollar tilgangslausir
- Bandarísk stjórnvöld skoða að lækka tolla á tilteknar kínverskar vörur
- Kemur til greina að lækka skatta á eldsneyti til að hægja á verðbólgu
Janet
Yellen
Jennifer
Granholm
AFP /Justin Sullivan
Útgjöld Hækkandi eldsneytisverð á
stóran þátt í verðbólgu í BNA.
« Fjárfestar sýndu hlutabréfum ís-
lenska lyfjafyrirtækisins Alvotech mik-
inn áhuga þegar viðskipti hófust með
bréf félagsins í Nasdaq-kauphöllinni í
New York á fimmtudag. Kostuðu hluta-
bréf Alvotech 10,3 dali við skráningu en
verðið hækkaði upp í 13,5 dali strax á
fimmtudagsmorgun. Eftir það hefur
hlutabréfaverð félagsins fikrast niður á
við og við lokun markaða á föstudag
kostaði hluturinn 9,7 dali. ai@mbl.is
Styrking Alvotech
gengin til baka