Morgunblaðið - 20.06.2022, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022
Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi
arsalir@arsalir.is, s. 533 4200
Hagstætt verð.
Glæsilegt skrifstofuhúsnæði. Sér inngangur.
Tangarhöfði 6 - 2. hæð - 110 RVK
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
TIL LEIGU
Í okkar sólkerfi er
jörðin tvípóla segull,
líkast til frá því í ár-
daga, sem aðrar
reikistjörnur hafa
ekki nema þá Merk-
úr. Tunglið hefur
ekki segulsvið. Bæði
Mars og Venus hafa
þúsundfalt minni seg-
ulmagnsstyrk en
jörðin og eru ekki
tvípóla. En segulsvið eru líka í sól-
inni.
Sólin geislar rafsegulbylgjum og
svo hlöðnum kjörnum, aðallega
vetnis- (prótónur) og helíum-
kjörnum (alfaagnir) auk rafeinda
og fleiri kjarna út í geiminn með
allt að 1.000 km hraða á sekúndu
og eru agnirnar einn til tvo daga á
leið til jarðarinnar. Sólarljósið eða
hvíta dagsbirtan er hins vegar
bara 8,3 mínútur að fara 150 millj-
ónir kílómetra til okkar. Ekkert líf
gæti þrifist á jörðinni ef ekki væru
varnarbelti sem sía sumt af þessu
frá sólinni. Af rafsegulbylgjunum
er það hvíta ljósið og eitthvað af
útfjólubláum geislum og inn-
rauðum sem sleppa í gegn og út-
varpsbylgjur. Það er andrúmsloftið
sem veitir mesta vernd öllu lifandi
en segulsvið jarðar myndar tvö
varnarbelti líka. Annað er um
miðja jörðina og nær 3.600 km út
frá 35° breidd sitthvorumegin við
miðbaug. Hitt beltið nær að 65°
breidd sitthvorumegin við miðbaug
og sveiflast milli 5.000 og 25.000
km upp frá jörðinni. Þessi belti
segulsviðsins sía hlöðnu agnirnar
frá sólinni og koma þeim í hring-
rás um jörðina. Þá er afhlaðið gas-
lag í 70-500 km hæð með sterkum
rafstraumum rafeinda, þökk sé
segulsviði jarðar. Neðst í þessu
lagi er ósonlagið, sem gleypir í sig
útfjólubláa geisla (húðkrabbamein)
og röntgengeisla (myndast af alfa-
ögnum) sem annars útrýmdu öllu
lífi á jörðinni. En þetta lag nýtist
líka til að endurkasta útvarps-
bylgjum um jörðina. Stutt er síðan
tókst með sameiginlegu átaki
mannkyns að hindra eyðingu óson-
lagsins með útsleppi gastegunda
sem eyða því. Eitthvað kemur af
geimgeislum líka frá Vetrarbraut-
inni. En allt þetta er háð styrk
geimgeisla sem ná til jarðarinnar
og svo styrk geislunar frá sólu og
styrk jarðsegulmagnsins sem með
hjálp ósonlagsins heldur þessum
hlöðnu ögnum frá okkur og svo
gufuhvolfinu sem sí-
ar rafsegulsviðs-
geislun sólarinnar en
sleppir ekki allri
orku þess út aftur og
viðheldur meðalhita
um 15°C á jörðinni,
sem mannkynið á í
basli með að hækki
ekki með brennslu
jarðefnaeldsneytis,
en þá yrði mikil
röskun á búsetu og
gróðri auk lífsins í
sjónum og sjávarhæðar.
Þá hafa vísindamenn komist að
raun um að sólin hafi 11 ára
sveiflur í styrk sólargasa (sumir
segja 22 ára) eða gosa sem skjót-
ast hundruð þúsunda km út í
geiminn. Í tvö til þrjú ár er þetta
mest en minnkar síðan. Þá er tal-
ið að farsóttir fylgi þessu
mynstri, eins og svartidauði, kól-
era, inflúensa og fleira, og
hjarta- og æðasjúkdómar verði
líka fyrir áhrifum. E.t.v. hafa
þessi eldgos og sólarblettir sól-
arinnar meiri áhrif á lífið á jörð-
inni en nú vitað.
En þá er það pólsnúningurinn.
Öll 500.000-800.000 ár virðast
pólar jarðsegulsviðsins skipta um
set og suðurpóll verður norð-
urpóll og öfugt, ásamt lækkun á
styrk segulsviðsins, sem nær sér
smám saman aftur. Jarðsögulega
hafa margar umpólarnir verið
staðfestar en engar á sögutíma.
Slík umpólun yrði skelfileg fyrir
lífríkið á jörðinni og geimgeislar
myndu lenda ekki minna en þre-
falt meira á henni með tilheyr-
andi orku og tæki margar aldir
að ná fyrri aðstæðum. E.t.v. er
hér komin sú sía sem velur á
náttúrulegan hátt það líf sem lifir
þessar hörmungar af að sögn
Bezanovs.
Heimildir hugleiðinga minna
eru kenningar dr. I.A. Bezanovs
auk fróðleiks á Vísindavefnum og
í almanakinu ásamt fleiru.
Sólin, segulsvið
jarðar og
lífið á jörðinni
Eftir Pálma
Stefánsson
Pálmi Stefánsson
» Lífríkið hefur líklega
þróast vegna raf-
segulsviðs jarðar og er
líklega háð stöðugleika
og síun geislunar sólar,
sem annars hefðu áhrif
á allt líf.
Höfundur er efnaverkfræðingur.
spalmi@simnet.is
Það eru tvær þjóðir
í landinu; elítan sem
telur sig hátt yfir aðra
hafna og svo alþýðan
sem fær e.t.v. brauð-
mola sem falla af borð-
um hinna. Þau hringja
í eyrum mér orðin sem
sjálfstæðismaður
nokkur sagði varðandi
það að lækka virðis-
aukann t.d. af heim-
ilistækjum, að þá gætu
hinir efnameiri skipt oftar um
heimilistæki og hinir tekjulægri þá
líka í gegnum bland.is.
Stjórnmálamenn nútímans og
stórbokkar í atvinnulífinu og und-
irgefnir verkalýðsleiðtogar eiga sér
rætur og fyrirmyndir allt til land-
námsins. Stórbændur og lénsherrar
héldu hér vistarbönd þar sem fólk
gat ekki verið frjálst nema jú það
gat skipt um vinnustað einu sinni á
ári, þ.e. ef því bauðst eitthvað yfir-
höfuð. Vinnufólk þrælaði þar fyrir
húsbændur og oftar en ekki við
kröpp kjör, fundust örfáir inni á
milli sem gerðu vel við sitt vinnu-
fólk. Þetta má lesa í gegnum sögur
og frásagnir frá liðnum tíma, í ævi-
skrám og sagnabókum.
En hefur þá ekkert breyst frá
þessum tíma? Jú við erum komin
inn í nútímann með tækni og öll
verkfæri til þess að allir geti átt hér
gott líf en þessi umrædda elíta
kemur í veg fyrir það með öllum
ráðum. Fær verkalýðsstéttina að
borðum með smá brauðmolum og
lætur að því liggja að
allt fari á heljarþröm
ef verkafólk tekur ekki
á sig byrðarnar til
þess að koma í veg
fyrir „stórslys“ sem
yrði ef elítan fær ekki
sitt. Þessi elíta hefur
komið ár sinni vel fyrir
borð; er með vinnu-
veitendur í lífeyris-
sjóðum landsmanna
sem geta þar „gambl-
að“ með sjóðina, þ.e.
stjórna þar fjárfest-
ingum sjóðanna og þá
til fyrirtækja sem fara á markað, en
með það fyrir augum að styrkja sín
eigin völd, eru ekki að hugsa um
fólkið á plani.
Þessi sama elíta hefur komið sínu
fólki að í öllum stofnunum innan
ríkisvaldsins og dómstóla, allir sett-
ir í störf eftir óskum ráðherra sem
velja fremur þá sem eru þeim þókn-
anlegir. Aldraðir og öryrkjar mega
ekki bíða sagði formaður Vg hér um
árið og enn bíður þetta fólk. Ef
rætt er um örlitlar kjarabætur til
þessara hópa þá koma úrtöluraddir
og segja að ekki megi gera of vel
við þessa því þá kynni að fjölga í
þessum hópi. Stór hluti tekna þess-
ara hópa fer í leigu húsnæðis á
mjög óheilbrigðum markaði, lög
sem ríkið setur t.d. varðandi stofn-
framlög miðast við sértæka hópa og
aðrir sem vilja byggja að norrænni
fyrirmynd óhagnaðardrifið húsnæði
sitja eftir, rúmast ekki innan reglu-
verks elítunnar sem með þessu sýn-
ir að hún hefur engan áhuga á að
bæta húsnæðismálin, vill viðhalda
stöðu leigusala fremur en byggja
upp betri stöðu leigutaka.
Ég hef aldrei verið sérlega
spennt fyrir ESB (Evrópusamband-
inu) en er sífellt að færast nær
þeirri skoðun að fara þangað inn.
Þar er heilbrigðara regluverk sem
við þyrftum að taka upp, elítan gæti
ekki hagað sér eins og hún gerir,
böndum yrði komið á sérhyglina og
frændhyglina, siðareglur gætu
komið þeim frá völdum sem starfa
ekki innan þess regluverks og það
væri ekki undir þeim komið, þeir
yrðu að segja af sér eftir að upp
kemst um það sem við köllum spill-
ingu, hefðu ekki val. Einnig er ég á
því að taka þurfi upp aðra mynt eða
fasttengja íslensku krónuna t.d. við
evru svo stjórnvöld geti ekki lengur
hringlað með krónuna og fellt hana
eftir „behag“ fyrir stórútgerðina,
sem kemst upp með að fá greitt í
evrum en greiðir svo laun í ónýtri
krónu. Ég held að með þessu sé ég
komin með enn eitt verkefnið, þ.e.
að tala fyrir því að fara í ESB.
Eftir Ragnhildi L.
Guðmundsdóttur » Landið þar sem
brauðmolakenningin
fær að njóta sín; elítan
eða alþýðan. Brauðmol-
ar þeirra til alþýðu sem
vilja græða á daginn og
grilla á kvöldin.
Ragnhildur L.
Guðmundsdóttir
Höfundur er kennari, náms- og
starfsráðgjafi og nemi í þjóðfræði.
ragnhildur@talnet.is
Elítan og almúginn
Ég er oft búinn að
býsnast yfir þeirri ís-
lensku máláráttu sem
telur fólk eldra en það
raunverulega er. Þeir
sem eru nýorðnir fer-
tugir eru sagðir á
fimmtugsaldri, sjötug-
ir á áttræðisaldri og
svo framvegis. Eru þá
ekki tíu ára krakkar á
tvítugsaldri? Undir
niðri veit ég að þessu verður ekki
breytt í bráð þótt það sé bæði asna-
legt og ferlega rangt. En ég er orð-
inn gamall svo mér er leyfilegt að
halda áfram að kvarta yfir því. Og
þar sem ég er nýbúinn að halda upp
á 90 ára afmælið verð ég að sætta
mig við að vera kominn á tíræðis-
aldur á Íslandi þótt ég sé enn bara
níræður hérna í henni Ameríku.
Í gær fór ég í mína reglulegu
læknisheimsókn, sem ég geri tvisvar
á ári. Læknirinn minn er þýsk kona,
Ulrike að fornafni, sem búin er að
starfa hér síðan hún kom hingað í
framhaldsnám fyrir 30 árum.
Hjúkrunarkonan hennar er frá
Namibíu. Hér er allt fullt af útlend-
ingum; það er næstum eins slæmt
og á Íslandi. Þótt Ulrike sé ágæt
verður hún að haga starfi sínu eins
og aðrir læknar í vinnu hjá heilsu-
fyrirtæki. Hún er stöðugt að mæla
með öllum mögulegum rannsóknum
sem hún vill láta framkvæma á sjúk-
lingunum. Allt slíkt kostar morð fjár
en tryggingafélögin og opinbera
heilsubáknið borga brúsann. Sjúk-
lingurinn veit sjaldnast um kostn-
aðinn en heilsufyrirtækið og lækn-
irinn maka krókinn.
Læknirinn virðist stundum vera
eins og hver annar sölumaður: Má
ekki bjóða þér í ristilspeglun? Þarf
ekki að líta á blöðruhálskirtilinn? Og
hvað með nýrun? Er ekki tími til
kominn að mæla afkastagetu
þeirra? Og ekki má gleyma hjartanu
og kransæðunum. Viltu ekki láta
kíkja á þvagfærin? Ég sagði við Ul-
rike að ég væri nú orðinn níræður
og þyrfti ekki lengur að láta sér-
fræðinga skoða á mér
skrokkinn til að reyna
að finna einhvern
krankleika sem endan-
lega gæti orðið mér að
aldurtila. Ég vildi í
lengstu lög komast hjá
því að eyða þessum
„gullnu“ árum í lækna-
ráp og sjúkdóms-
áhyggjur.
Það fylgir oft elli-
árunum að hugsa til
baka og ígrunda hvort
lífshlaupið hefði orðið
öðruvísi ef vissar ákvarðanir hefðu
verið teknar eða ekki teknar. Ég
þjáist ekki af neins konar eftirsjá,
því ég er hálfpartinn forlagatrúar.
Við erum bara leiksoppar forlag-
anna. Aftur á móti hefi ég stundum
velt fyrir mér hvort ég hafi kannski
misst af einhverju sem gaman hefði
verið að gera, eins og til dæmis læra
að spila golf.
Ég hefi trú á því að ýmsir per-
sónulegir hæfileikar gangi í ættir.
Þar ráða genin, litningarnir. Þannig
held ég að í minni ætt hafi ekki ver-
ið öflug íþróttagen. Benni bróðir
fékk reyndar bronsverðlaun í spjót-
kasti á drengjamóti í frjálsum
íþróttum endur fyrir löngu. Það er
líklega besta íþróttaafrekið í minni
fjölskyldu. Ekkert af okkur sjö
systkinum spilaði golf, sem merki-
legt má heita, og ekki einu sinni
brids eftir því sem ég best veit.
Eftir að ég kom til Ameríku
stundaði ég keiluspil með vinnu-
félögum mínum. Seinna meir fór ég
nokkrum sinnum með eiginkonuna í
keiluhöllina og kenndi henni þessa
skemmtilegu íþrótt. Það leið ekki á
löngu þar til hún fór að bera sigur
úr býtum í næstum hvert skipti.
Missti ég þá áhugann en hún fór að
spila reglulega með kvennaliði og
kom heim með marga verðlaunabik-
ara í gegnum árin. Ofan í kaupið var
hún einnig afbragðsbridsspilari. Í
spilamennskunni komst ég aldrei
lengra en ólsen ólsen.
Þegar við fluttum til Flórída, þar
sem við bjuggum í 38 ár, ætlaði ég
mér svo sannarlega að læra að spila
golf en einhvern veginn varð aldrei
af því. Samt kynntist ég mörgum
golfspilurum, amerískum og íslensk-
um, og dáðist að því hve áhugasamir
og tryggir þeir voru þessari göfugu
íþrótt. Þar sem ég var ræðismaður í
Suður-Flórída var ég eitt sinn beð-
inn að fara til Orlandó að sjá um
utankjörstaðarkosningu í íslensku
golfnýlendunni þar. Á þeim árum
var þar enginn ræðismaður. Þetta
var þriggja og hálfs tíma akstur fyr-
ir mig hvora leið svo ég tjáði golffor-
ingjunum að ég myndi halda kjör-
fund milli klukkan eitt og þrjú.
Ne-ei, það var ekki hægt var svarið,
golfkeppnin er ekki búin fyrr en
klukkan fjögur og svo þarf að fara á
barinn eftir átjándu holuna. At-
kvæðagreiðslan gæti ekki hafist fyrr
en í fyrsta lagi klukkan fimm. Ég
var ekki kominn heim til mín fyrr en
eftir miðnætti þann daginn.
Til að enn frekar sýna hollustu
golfaranna við litlu hvítu kúlurnar
læt ég fylgja hér golfbrandara sem
ég heyrði í Flórída. Bob hafði spilað
með félögum sínum á hverjum laug-
ardegi í mörg ár. Einn fagran jan-
úarmorgun voru þeir að spila á vell-
inum meðfram veginum sem lá út í
kirkjugarðinn. Þar var þá á ferðinni
líkfylgd, líkvagn og margir bílar á
eftir í halarófu. Bob sneri sér þá að
líkfylgdinni, stóð teinréttur og tók
ofan húfuna. Tom félaga hans varð
að orði: „Þú ert góður og kristinn
maður, Bob, að sýna hinum fram-
liðna virðingu þína með þessum
hætti.“ „Það er nú varla annað
hægt,“ svaraði hann, „við vorum gift
í 47 ár!“
Eftir Þóri S.
Gröndal »Ég var að halda upp
á 90 ára afmælið og
verð því að sætta mig
við að vera kominn á tí-
ræðisaldur á Íslandi
þótt ég sé enn bara ní-
ræður í henni Ameríku.
Þórir S. Gröndal
Höfundur er fyrrverandi fisksali og
ræðismaður í Ameríku.
floice9@aol.com
Kominn á tíræðisaldur