Morgunblaðið - 20.06.2022, Side 19

Morgunblaðið - 20.06.2022, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022 ✝ Þóra Grét- arsdóttir fædd- ist á Selfossi 9. des- ember 1947. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands 10. júní 2022. Foreldrar henn- ar voru Grétar Símonarson fv. mjólkurbússtjóri, f. 18.2. 1920, d. 27.5. 2004, og Guðbjörg Sigurðardóttir frá Akranesi, f. 23.5. 1929, d. 19.4. 2011. Systkini Þóru eru Símon Ás- geir, f. 1950, d. 2002. Örn, f. 1951, kvæntur Sesselju Sigurð- ardóttur, Sigurbjörg, f. 1954, og Sigurður, f. 1958, kvæntur Sól- veigu Sjöfn Ragnarsdóttur, öll eru þau búsett á Selfossi. Þóra giftist Guðmundi Sig- ar vann hún hjá Landsbank- anum. Þóra var virkur félagi í Leik- félagi Selfoss og var viðloðandi starfsemi leikfélagsins allt til æviloka. Hún þótti góð leikkona og lék mörg stór hlutverk í fjöl- mörgum uppsetningum leik- félagsins. Frammistaða hennar í „Skálholti“ vakti athygli og um tíma hugði hún á frekara nám í leiklist, en aldrei varð þó af því. Hún var einnig virkur meðlimur í Inner Wheel-sam- tökunum á Selfossi. Þóra bjó alla ævi á Selfossi og var hún manna fróðust um sögu bæjarins, en hún hafði alla ævi mikinn áhuga á sögu og fólkinu í nærumhverfi sínu. Þóra bjó lengstum í Grashaga 2, í húsi sem hún byggði ásamt fyrrverandi manni sínum. Síðan fluttist hún í Fossheiði 52, og þaðan flutti hún að Fossvegi 2, þar sem hún bjó síðustu 15 ár ævi sinnar. Þóra verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag, 20. júní 2022, og hefst athöfnin kl. 15. urðssyni árið 1973, þau skildu. Einka- sonur Þóru og Guð- mundar er Sig- urður Fannar, f. 17.6. 1971, eig- inkona hans er Þór- unn Elfa Bjarka- dóttir, f. 1.3. 1976. Börn þeirra eru Guðmundur Bjarki, f. 2.3. 1999, og Þóra Björk, f. 14.11. 2007. Þóra lauk hefðbundinni skólagöngu á Selfossi, einnig var hún við nám í Héraðsskól- anum á Skógum einn vetur. Að lokinni grunnskólagöngu fór hún í Húsmæðraskólann á Laug- arvatni. Þóra starfaði fyrstu starfsárin hjá Símstöðinni á Sel- fossi, en lengst af starfsævi sinn- Borin er til grafar í dag elskuleg tengdamóðir mín. Þóra kom inn í líf mitt fyrir rúmum aldarfjórðungi og hefur allar götur síðan skipað mik- ilvægan sess í lífi mínu. Þóra var einstök amma og var vakin og sofin yfir velferð barna- barna sinna sem hún tilbað og bar á höndum sér. Það er þyngra en tárum taki að hugsa til þess að hún sé ekki lengur með okkur til að deila með okkur lífsins upplifunum, hversdagsleika og tyllidögum. Þóra var alltaf elegant og glæsileg kona. Kannski má segja að yfir henni hafi verið drottningarlegt yfirbragð, enda var hún mikill aðdáandi kon- ungsfjölskyldna og fremst þar í flokki var Margrét Dana- drottning, en Þóra var mjög áhugasöm um dönsku konungs- fjölskylduna og fylgdist vel með því sem á daga þeirra dreif í gegnum tíðina. Þóra var líka kona hefða og kannski má á vissan hátt segja að hún hafi verið íhaldssöm. Hún hélt í gamlar hefðir, var einstakt jólabarn og skreytti íbúðina sína hátt og lágt á aðventunni og tók ekki niður fyrr en að loknum þrettándanum. Þóra var líka einstaklega nýtin og einkar lagin við að láta gamla hluti duga út í hið óendanlega. Til hvers að kaupa nýtt ef hið gamla dugar og virkar! Hún var útsjónarsöm með slíka hluti og alltaf hafði hún fallegt í kringum sig með sínum hætti og hefðirnar, gömlu hlutirnir og fortíðin var ávallt ljóslifandi á hlýlegu heimili hennar. Heimahagarnir voru henni kærir. Selfoss og samfélagið þar var henni mjög umhugað um. Hún var virk í leikfélagi Selfoss og í félagasamtökum af ýmsum toga. Hún brann fyrir bæinn sinn og leið hvergi betur en við útsýnisgluggann sinn á Fossveginum þar sem „glugga- vinurinn Ingólfur“ (Ingólfs- fjall) tók á móti henni dag hvern ýmist í hvítum klæðum vetrarins, baðaður sólskini sumarsins eða þungbúinn undir hörðum haustlægðunum. Ávallt til staðar, tryggur og traustur – hvað sem á dundi. Margar fallegar myndir af fjallinu hennar Þóru glöddu vini henn- ar á samfélagsmiðlum dag eftir dag og ávallt með gullkornum ýmissa spekinga. Síðasta myndin sem Þóra birti af fjall- inu á facebook var að morgni 9. maí síðastliðins. Þá var skýja- bakki yfir „gluggavininum“ og orð Hallgríms Péturssonar sálmaskálds fylgdu: Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt fetar þann fús sem tregur hvort fellur létt eða þungt. Táknrænn þungi yfir bæði mynd og orðum í ljósi þess að mánuði síðar yrði hún öll. Þóra greindist með krabbamein haustið 2019. Hún átti í þeirri baráttu allar götur síðan þótt inn á milli hafi verið góðar stundir á milli stríða. Fyrir það erum við þakklát. Barátt- an harðnaði þó á haustmán- uðum 2021 og uppstyttur vörðu skemur en áður. Þóra var þó aldrei á þeim buxunum að láta undan og barðist fram að síðasta andardrætti. Hún var ekki búin með lífið og full af lífsþrótti sem hinn óboðni vágestur þurfti að hafa fyrir að leggja í valinn. En þrátt fyrir andlegt baráttuþrek þá kom að því að líkaminn gat ekki meir og Þóra kvaddi okkur að kvöldi föstudagsins 10. júní. Hvíl í friði elsku Þóra og minning þín mun lifa í hjörtum okkar alla daga. Þín tengdadóttir, Þórunn Elfa. Elsku amma okkar er dáin. Amma sem alltaf var okkur svo góð. Amma sem passaði okkur, gaf okkur grjónagraut og fiskibúðing ef það var það sem við vildum. Amma sem var alltaf með okkur á aðfanga- dagskvöld og alltaf svo stolt og ánægð með allt sem við gerð- um. Amma sem fór með okkur í leikhús alla okkar barnæsku. Amma sem gerði betri hafra- graut en nokkur annar. Amma Þóra sem okkur þótti svo óendanlega vænt um. Við kveðjum ömmu með sorg í hjarta en jafnframt þakklæti fyrir dýrmætar minn- ingar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Blessuð sé minning elsku ömmu Þóru. Guðmundur Bjarki og Þóra Björk. Nú hefur Þóra systir lokið sinni lífsgöngu sem á flestan hátt var henni farsæl, þótt síð- ustu tvö ár hafi reynst henni erfið í baráttu ólæknandi mein. Þóra var elst í systkinahópum á Hlaðavöllum 12 þar sem við systkin slitum barnsskónum í góðu atlæti foreldra okkar. Í þá daga var Selfoss lítið þorp þar sem allir þekktu alla, og börnin í Hlaðahverfinu léku sér saman í útileikjum þess tíma þótt á þeim væri aldurs- munur. Leiksvæðið voru allir húsagarðar hverfisins, hesta- gerðið og hesthúsið og götur og enginn amaðist við því, og ef einhver varð fyrir hnjaski þá var bara leitað huggunar í næsta húsi, enda flestar mömmur heimavinnandi. Þarna urðu til trygg vinasam- bönd og taugar sem aldrei hafa slitnað þótt hópurinn hafi farið út og suður með aldr- inum. Ég er að rifja upp þetta upp vegna þess að ég veit að Hlaðahverfið og gatan okkar var Þóru mjög kært og minn- ingar hennar þaðan voru góð- ar. Ekki ætla ég að fara hér yfir hennar æviskeið, heldur vil ég aðeins lýsa henni sem persónu frá mínu sjónarhorni. Þóra var elegant í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, pass- aði alltaf vel upp á útlitið og framkoman var fáguð, var hæglát og hafði góða nærveru. Menningarlega sinnuð, las mikið og var ljóðelsk, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi var í hávegum hafður, ýmiskonar lífspeki og tilvitnanir hafði hún á takteinum og miðlaði til vina á samfélagsmiðlum. Svo hafði hún einstaka leikhæfi- leika og tók þátt í mörgum eft- irminnilegum uppsetningum hjá Leikfélagi Selfoss, þá gjarnan í aðalhlutverki. Þóra var vanaföst og hélt fast í gamlar hefðir frá æskuheimil- inu sem var henni svo kært, passaði vel upp á þá muni sem í hennar hlut komu frá for- eldrum okkar, og var mikið í mun að halda minningu þeirra á lofti. Og hún sinnti þeim líka vel þegar fór að halla undan á þeirra efri árum. Þóra var að eðlisfari einfari og sjálfri sér nóg, þó ekki þannig að hún hefði ekki samneyti við aðra, tók virkan þátt í ýmsum fé- lagsskap og var vinsæll upp- lesari á samkomum. Á æsku- heimilinu voru Danir tíðir gestir vegna vinnu pabba og ýmsir danskir siðir í hávegum hafðir, kannski hefur þar byrj- að dálæti Þóru á Danmörku og dönsku hirðinni. Margrét Þór- hildur drottning var hennar kona alla tíð, hún horfði meira á danska sjónvarpið en það ís- lenska, og missti aldrei af ný- ársávarpi drottningar eftir að hún fékk áskrift að DR. Svo var það grúskarinn Þóra, hún hafði gaman af að velta fyrir sér gömlum myndum af fólki og umhverfi frá Selfossi, og var ótrúlega nösk á að nafn- greina fólk og ártöl þar að lút- andi. Hún var stálminnug á at- burði en tölur og ártöl voru hennar sérgrein, mundi kenni- tölur og símanúmer, sem oft hefur komið sér vel. Nú er hún Snorrabúð stekk- ur, af sjö manna fjölskyldunni, frumbyggjum á Hlaðavöllum 12, erum við þrjú eftirlifandi. Þeir sem gengnir eru eiga vís- an stað í hjarta okkar og við eigum góðu minningarnar. Elsku litla fjölskylda, af- komendur Þóru, þið hafið staðið ykkur vel í þessari loka- baráttu, eftir sorgina standa góðu minningarnar eftir. Sigurður Grétarsson. Það er sárt að kveðja þau sem sett hafa mark sitt á líf okkar og verið okkur fyrir- myndir en það var eitthvað ljóðrænt og huggandi við það að hafa fylgt Þóru síðustu dag- ana hennar hvert fallega vor- kvöldið á fætur öðru; „Enn syngur vornóttin vögguljóð sín“ var ljóð sem við fórum með saman núna eitt kvöldið. Þóra var tignarleg og fáguð í fasi, bar sig oft konunglega að enda elsk að dönsku drottn- ingunni. Ég var stolt af því að vera frænka hennar og fann ég hvar sem hún barst í tal að það var borin virðing fyrir henni. Þetta fann ég sérstak- lega meðal félaga hennar í Leikfélagi Selfoss sem áttu svo margar sögur af leiksigr- um hennar þar. Það var unun að hlusta á hana fara með ljóð, sem lesin voru upp af næmi og glæsileik. Hún bjó yfir þekk- ingu og áhuga á bókmenntum, ljóðum, leiklist og annarri menningu og gefandi að eiga við hana samtöl um þessi mál- efni. Það var gaman að fylgj- ast með því hvernig hún miðl- aði þessum áhuga sínum áfram til barnabarnanna Guðmundar Bjarka og Þóru Bjarkar og fór með þeim víða á menningar- lega viðburði. Þótt hún hafi gegnt ýmsum félagsstörfum um ævina leið henni best heima fyrir ein með sjálfri sér og sínum hugðarefnum. Síð- ustu ár átti hún svo fallega hversdaga með sinni hrynj- andi; gönguferðir um Selfoss, meðfram ánni, og síðast en ekki síst að birta okkur mynd af Ingólfi á Facebook með ljóðrænum veðurfarslýsingum og spakmælum dagsins. Mig langar að enda hér á síðustu erindum ljóðsins Skógarhind, sem var eitt af uppáhaldsljóð- um Þóru eftir eitt af hennar uppáhaldsljóðsskáldum, Davíð Stefánsson. En þú, sem veist og þekkir allra mein, og þú, sem gefur öllum lausan taum, lát fölnað laufið falla af hverri grein og fela þennan hvíta skógardraum. Er fuglar hefja flug og morgunsöng og fagna því að ljómar dagur nýr, þá koma öll hin ungu þyrstu dýr að uppsprettunnar silfurtæru lind – öll, nema þessi eina, hvíta hind. Guð blessi minningu elsku Þóru og hafi hún þökk fyrir allt og allt. Guðbjörg Arnardóttir. Að Laugarvatni í ljúfum draumi við leiddumst tvö ein um vonarstig. Fjær dægurysi og dagsins glaumi í dýrðarheima þú seiddir mig. (Jensína Halldórsdóttir) Það var haustið 1965 sem hópur stúlkna víðs vegar að af landinu kom í Lindina, sem var Húsmæðraskóli Suður- lands á Laugarvatni. Fyrsta minning mín þegar við komum inn í skólann með töskur og sængurfatapoka okkar var að verið var að spila á píanó lagið Für Elise eftir Ludwig van Beethoven. Þetta minnti mig á Þóru Grétars- dóttur sem var skólasystir mín frá Skógaskóla og spilaði þetta lag oft fyrir okkur þar. Ég kom pjönkum mínum fyrir í herberginu og rann á hljóðið sem kom frá setustofunni. Og þar sat engin önnur en Þóra við hljóðfærið og átti hún oft eftir að spila þetta og fleiri lög fyrir okkur þennan vetur. Á Húsó áttum við eftir að njóta hæfileika hennar á mörg- um sviðum því Þóra var mikil listagyðja, glæsileg á leiksviði eins og síðar kom í ljós þar sem hún var fjallkonan og lék svo eftirminnilega Ragnheiði Brynjólfsdóttur hjá Leikfélagi Selfoss. Hún var mjög söng- og ljóðelsk, kærleiksrík og kunni að njóta lífsins með okkur Hús- óstelpum. Alltaf gátum við treyst á að Þóra mætti þegar við hittumst, sem við höfum gert mjög reglulega, og þá hafði hún ávallt orð fyrir okk- ur. Hér kemur ljóð eftir eina skólasystur okkar sem lýsir svo vel veru okkar í Lindinni: Í minninganna sjóði af mörgu er að taka og margt höfum við brallað ef litið er til baka. Á Laugarvatni dvöldum við í landsins besta skóla, lærðum þar að laga mat, sauma dúka og kjóla. Áfram liðu árin, við áttum von og trú, vorum flestar komnar með maka, börn og bú. Hittumst oft og hressum upp á minni og létta lund, látum okkur varða allt, á gleði- og sorgarstund. (SH) Nú seinni árin sendi Þóra okkur fésbókarvinum svo skemmtilega pistla og hug- renningar í morgunsárið sem enduðu á gullkorni eða ljóði og mynd af Ingólfsfjalli, sem við kölluðum Ingólf okkar á milli. Síðasti pistillinn hafði að geyma gullkorn eftir Hallgrím Pétursson: Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt, fetar þann fús sem tregur, hvort fellur létt eða þungt. Með virðingu og þökk kveðj- um við kæra skólasystur, Þóru Grétarsdóttur, og megi Guð gæta hennar. Sendum ættingj- um hennar og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd námsmeyja Hús- mæðraskólans á Laugarvatni 1965-1966, Herdís P. Pálsdóttir. Nú þegar Þóra Grétarsdóttir hefur lagt af stað í sína hinstu för til Sumarlandsins langar mig að minnast hennar og okk- ar samfylgdar í gegn um lífið, bæði í leik og starfi. Þóru kynntist ég fyrst í gegn um systur hennar Sibbu fyrir rúm- lega fimmtíu árum og síðan þá hafa leiðir okkar legið saman á ýmsum stöðum. Við vorum með svipuð áhugamál og líkan húm- or. Við unnum saman í Lands- bankanum í tugi ára, vorum góðir nágrannar í Grashagan- um í mörg ár, voru báðar fé- lagar og oft saman í stjórn hjá Inner Wheel Selfoss, og síðan en ekki síst störfuðum við báð- ar og lékum með Leikfélagi Selfoss í nokkrum verkefnum, svo sem Lukkuriddaranum og Sjö stelpum. Þóra hins vegar var mikilhæf leikkona og lék í mörgum uppfærslum hjá félag- inu og átti stórleik í hverri sýn- ingu sem hún kom nálægt. Margir minnast hennar sem Ragnheiðar í Skálholti, enda passaði hún fullkomlega inn í hlutverkið. Þá vorum við sam- an í pallíettunefnd LS í mörg ár, en sú nefnd sá lengi vel um árshátíðir félagsins sem voru settar upp af miklum metnaði og svo höfum við síðustu árin gegnt því ágæta hlutverki að vera endurskoðendur félagsins. Við urðum meira að segja svo frægar að semja tvíleik sem við fluttum saman á Hótel Borg eitt árið fyrir margt löngu á jólaskemmtun bankans. Herbergisfélagar urðum við í tveimur utanlandsferðum og fór vel á með okkur, og mikið gantast og hlegið. Ógleyman- leg er ferð til Írlands árið 1977 í góðum kvennahóp og svo ferðin til Brighton með Hætt- unum vorið 2016, en það köll- um við okkur, stelpurnar sem unnum áður saman í bankan- um. Eftir starfslok hittumst við vikulega og förum saman í göngu og endum svo á góðu spjalli yfir kaffibolla. Stundum er líka farið í lengri ferðir og var ein slík farin núna í júní, en þá treysti Þóra sér ekki með vegna veikinda, en var þó sannarlega með okkur í hug- anum. Það verður skrýtið að hafa ekki Þóru framar með okkur, og er höggvið stórt skarð í Hættuhópinn. Þóra hafði mjög gaman af skondnum og skemmtilegum orðaleikjum og útúrsnúningum og var bibb- íska eins og við köllum slíkt sérlega í uppáhaldi hjá okkur báðum og gengu ófáar send- ingar okkar á milli í skila- boðum og tölvupósti þegar önnur hafði heyrt eitthvað nýtt og skemmtilegt. Þá var nú tæknin notuð og auðveldara en fyrr að halda utan um brand- arana. Svo var nú færeyskan hennar Þóru, eða Turillu eins og hún hét á góðum stundum, ansi skemmtileg og þá hljóm- uðu hlátrasköllin um allt. Einu sinni sem oftar boðaði hún komu sína í heimsókn yfir á 12 og spurði hvort Barbara vinkona hennar mætti ekki koma með, sem ég taldi alveg sjálfsagt, en ég eyddi svo góð- um tíma í að finna út hver hún gæti verið. Og það sem ég hló stuttu síðar er hún birtist á tröppunum með vínilplötu Bar- böru Streisand undir hendinni og tilkynnti komu þeirra vin- kvenna. Frasa sem hefur lifað í mörg ár okkar á milli ætla ég að láta verða kveðjuorðin mín til Þóru með þakklæti fyrir góða, gef- andi og skemmtilega samveru og ljúfan vinskap í öll þessi ár, og segi því góða nótt græna tré. Blessuð sé minning Þóru. Eygló Lilja Gränz. Margs er að minnast og margs að sakna þegar við Inn- er Wheel-systur kveðjum góð- an félaga. Þóra var heillandi og stór- brotinn persónuleiki; skarpur hugur, leiftrandi frásagnir og húmorinn aldrei langt undan. Hún tók virkan þátt í um- ræðunni og miðlaði af reynslu sinni, hún var okkur hinum góð fyrirmynd. Að auka sanna vináttu, efla mannleg sam- skipti og auka alþjóðlegan skilning eru einkunnarorð Inn- er Wheel. Þóra átti auðvelt með að samsama sig þessum markmiðum klúbbsins og var fyrirmynd okkar hinna. Hún var stoltur stofnfélagi Inner Wheel Selfoss. Í tilefni 40 ára afmælis klúbbsins haustið 2018 flutti Þóra hátíðarávarp þar sem hún rakti sögu klúbbsins og sagði frá skemmtilegum at- burðum tengdum starfinu, um- dæmisþingum og ferðalögum. Hún talaði um þá sönnu vin- áttu og virðingu sem ríkir meðal klúbbfélaga. Hennar einlæga ósk til félagsins við þessi tímamót var að við héld- um áfram að dafna í starfi og hvatti hún okkur til að vera óhræddar við nýjar áskoranir, allt væri mögulegt í góðra vina hópi. Við minnumst hennar með hlýju og höfum þessi hvatningarorð hennar að leið- arljósi. Kæra vinkona, hafðu þökk fyrir samfylgd og vináttu liðinna ára. Blessuð sé minning Þóru Grétarsdóttur. Með kveðju og f.h. Inner Wheel Selfoss, Guðbjörg, Vilborg, Anna, Esther og Nína. Þóra Grétarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.