Morgunblaðið - 20.06.2022, Page 20

Morgunblaðið - 20.06.2022, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022 ✝ Halldór Jón- atansson fædd- ist í Reykjavík 21. janúar 1932. Hann lést á Hrafnistu Sléttuvegi í Reykjavík 8. júní 2022. Foreldrar hans voru Sigurrós Gísladóttir hús- móðir, f. 9.11. 1906 í Reykjavík, d. 8.3. 1992, og Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómari, f. 14.10. 1903 í Skutulsey á Mýrum, d. 19.1. 1970 í Reykjavík. Systkini Halldórs eru Berg- ljót húsmóðir, f. 1935, maki Jón Sigurðsson forstjóri, f. 1934, og Sigríður, f. 1937, d. 2021, maki Þórður Þ. Þorbjarnarson borg- arverkfræðingur, f. 1937, d. 1992. Halldór kvæntist 3. maí 1958 Guðrúnu Dagbjartsdóttur, f. 18.1. 1935, d. 29.11. 2020. Börn þeirra eru: 1) Dagný, verkfræðingur, f. 22.10. 1958, gift Finni Svein- björnssyni hagfræðingi, f. 1958. Börn þeirra eru a) Guð- rún Halla, f. 25.2. 1984, gift Herði K. Heiðarssyni. Börn þeirra eru Heiðar Kári, f. 2014, og Dagný Lilja, f. 2017. b) Sveinbjörn, f. 30.3. 1989, í sam- 62, síðan deildarstjóri 1962-65, skrifstofustjóri Landsvirkjunar 1965-71, aðstoðarforstjóri 1971-83 og forstjóri 1983-99. Halldór var ritari stóriðju- nefndar 1961-64, varaformaður stjórnar SÍR, Sambands ís- lenskra rafveitna 1983-95, og síðan Samorku, Sambands raf-, hita- og vatnsveitna, til 1999. Hann sat í stjórn NORDEL, samtaka norrænna raforkufyr- irtækja, 1983-99, í stjórn lands- nefndar Alþjóðaverslunar- ráðsins á Íslandi 1983-99. Í stjórn Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar 1995-98. Í stjórn Fjárfestingarstofunnar 1998- 2002, stjórnarformaður Holl- vinafélags lagadeildar Háskóla Íslands 1999-2002. Halldór átti sæti í ýmsum nefndum um orkumál og ritaði fjölda greina um orkumál. Halldór tók þátt í stofnun Íbúasamtaka Vesturbæjar Kópavogs 1990 og var formað- ur stjórnar. Halldór hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1970 og Grand Dukes of Luxemburg Order of Merit 1986. Halldór var fæddur og upp- alinn í Reykjavík. Guðrún og Halldór stofnuðu sitt fyrsta heimili við Sörlaskjól í Reykja- vík. Lengst af bjuggu þau á Þinghólsbraut í Kópavogi, eða í rúm 40 ár, og síðast í Efstaleiti í Reykjavík. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 20. júní 2022, klukkan 13. búð með Silju Yraola. 2) Rósa, tölv- unarfræðingur, f. 25.8. 1961, gift Vil- hjálmi S. Þorvalds- syni, verkfræðingi, f. 1961. Synir þeirra eru a) Hall- dór, f. 1.3. 1990, b) Ingimundur, f. 4.2. 1994, og c) Þor- valdur Kári, f. 11.3. 1997. 3) Jórunn, verkfræðingur, f. 8.10. 1962. 4) Steinunn, innanhúss- arkitekt, f. 24.11. 1973, gift Raj Kumar Bonifacius, viðskipta- fræðingi, f. 1969. Börn þeirra eru a) Rafn Kumar, f. 17.10. 1994, í sambúð með Grétu Stef- ánsdóttur, b) Ívan Kumar, f. 23.4. 2002, c) Mikael Kumar, f. 20.12. 2004, og d) Viktoría Inez, f. 3.5. 2007. Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1951, lögfræðiprófi frá Há- skóla Íslands 1956 og MA-prófi frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Bandaríkjunum 1957. Héraðsdómslögmaður, hdl., 29. október 1963. Halldór var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1957 og í viðskiptaráðuneytinu 1957- Ástkær tengdapabbi minn Halldór Jónatansson var traust- ur og áreiðanlegur fjölskyldu- maður sem ég er lánsamur að hafa þekkt síðan ég og Steinunn tókum saman fyrir tuttugu og fimm árum. Þetta var á svipuð- um tíma og hann fór á eftirlaun og hafði hann dágóðan tíma til að ræða um íþróttaiðkun, háskóla- námið mitt, ferðalög, fjölskyld- una og dægurmál. Halldór var nákvæmur og vel skipulagður, jafnvel handskriftin hans gaf til kynna hversu vandvirkur hann var. Ég gleymi ekki þeim skipt- um sem við fengum eldri heim- ilistæki frá honum og Guðrúnu tengdamóður minni, þá fylgdu með allir leiðarvísar frá framleið- andanum í upprunalegum pakkningum ásamt hans eigin leiðbeiningum svo vandlega skrifaðir á íslensku. Þar sem foreldrar mínir, systkini og allt frændfólk búa er- lendis, þá leit ég mikið upp til Halldórs sem fyrirmyndar og var hann sterkur stólpi í nánu fjölskyldulífi okkar Steinunnar. Bæði hann og Guðrún gerðu allt sem hægt var til að gera hátíð- arstundirnar eftirminnilegar með fjölskyldunni og minnis- stætt er hversu afslappandi og gott það var að mæta heim til þeirra í sunnudagskaffi eða í sumarbústaðinn þeirra. Frá því ég kynntist Halldóri hef ég alltaf fengið símtal frá honum á afmæl- isdaginn með hamingjuóskum sem mér þótti afar vænt um og bara eitt dæmi af svo mörgum fjölskyldusiðum og hefðum sem ég hef lært af Halldóri. Ég kveð tengdapabba minn með aðdáun, virðingu og þakk- læti, blessuð sé minning Hall- dórs Jónatanssonar. Raj Bonifacius. Afi var merkismaður sem af- rekaði margt á langri og farsælli ævi. Það er svo margs að minn- ast. Samvera í sumarbústaðnum við Álftavatn og fjölskyldukaffi eftir sundferðir í Efstaleitinu þar sem hann bauð okkur upp á margar gerðir af ís eins og mað- ur gat í sig látið, afi var mikill sælkeri og ís var í miklu uppá- haldi. Hann var óspar á hrós fyr- ir alla litlu áfangana í lífi okkar, var áhugasamur um okkur krakkana og fylgdist vel með hvað við vorum að gera hverju sinni. Hann hringdi reglulega og lét sig allt varða og var hjálp- samur og hvatti okkur áfram. Það var gaman að heimsækja hann á Sléttuveginn þar sem hann bauð upp á veitingar á kaffihúsinu þar sem við fórum yfir fréttir af fjölskyldunni. Við vorum svo lánsöm að eyða með honum síðustu jólum og áramót- um á heimilinu okkar, þar sem við áttum saman dýrmætar kvöldstundir yfir hátíðarnar. Við skáluðum fyrir jólunum og nýju ári eins og tíðkaðist alltaf á glæsilegu heimili hans og ömmu Siddu á árum áður, að ógleymd- um áramótasöngnum sem hann söng eins og höfðingi á meðan við krakkarnir reyndum okkar besta að syngja í gegnum flissið. Mikið erum við þakklát fyrir allar minningarnar sem við átt- um saman, afi verður okkar fyr- irmynd um alla ævi. Takk fyrir allt og hvíl í friði elsku afi. Rafn Kumar, Ívan Kumar, Mikael Kumar og Viktoría Inez. Elsku afi, ég ætlaði ekki að trúa því þegar mamma hringdi í mig og tilkynnti mér að þú værir búinn að kveðja. Þú varst hið mesta hörkutól sem ég hafði nokkurn tímann kynnst. Eftir öll þau áföll og áskoranir, bæði heilsufars- og persónulegar, sem þér tókst að yfirstíga um ævina datt mér ekki í hug annað en að þú myndir eiga með okkur nokk- ur ár í viðbót. Í hvert skipti sem eitthvað kom upp þá tókstu því með jafnaðargeði eins og hverju öðru verkefni og eyddir ekki einni einustu sekúndu í sjálfs- vorkunn, reiði eða annars konar neikvæðni. Þú dvaldir aldrei í fortíðinni, heldur horfðir ávallt fram á veginn. Heimurinn væri sannarlega betri staður ef fleiri tækju viðmót þitt gagnvart mót- læti í dagsins amstri til fyrir- myndar. Elsku afi, þú varst sannkallað gull af manni. Þú varst ákveðinn, en samt svo blíður. Þú lést ekki nokkurn mann segja þér fyrir verkum. Nokkrum dögum áður en þú kvaddir þá sátum við mamma og Ingimundur bróðir hjá þér, drukkum kaffi og gædd- um okkur á pönnukökum. Þegar kom að því að færa sig frá kaffi- teríunni og inn í herbergi kom aldrei annað til greina en að þú stýrðir stólnum þínum sjálfur. Að manni skyldi detta annað í hug væri alveg fráleitt, þó svo að hendur þínar væru farnar að missa kraft sinn og nákvæmni. Ferðalagið endaði þó vel og svo sátum við inni á herbergi hjá þér og spjölluðum um daginn og veg- inn. Það var alltaf svo gott að sitja hjá þér. Afi, þú hafðir stóran persónu- leika, komst víða að og gegndir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Að feta í þín fótspor er hægara sagt en gert. Þegar ég var lítill drengur í heimsókn hjá ykkur ömmu í Kópavoginum mátaði ég mig við stóra skrif- borðið þitt og ákvað að ég vildi verða eins og þú þegar ég yrði stór. Í dag geri ég mér grein fyr- ir því að það er alls ekki sjálf- sagður hlutur að áorka eins miklu og þú gerðir í lífinu. Þegar minn tími til að kveðja rennur upp þá vona ég að ég hafi staðið undir arfleifð þinni og að þú yrð- ir stoltur af minni vegferð í gegnum lífið. Elsku afi minn, eins sárt og það er að þú sért farinn frá okk- ur þá veit ég að þú verður ávallt með okkur í hjarta og anda. Það er mér mikil huggun að vita af þér hjá henni Siddu þinni, sam- einuð á ný. Takk fyrir stuðninginn afi. Takk fyrir að vera mér besta fyrirmynd sem ég nokkurn tíma gæti óskað mér. Takk fyrir að veita mér innblástur til að verða betri maður í dag en í gær og gefa mér hugrekki til að takast á við hinar ýmsu áskoranir lífsins. Takk fyrir allt elsku afi. Megir þú hvíla í friði. Þinn Halldór. Elskulegur afi okkar, Halldór Jónatansson, er fallinn frá. Afi var okkur mikil hetja, óstöðvandi kraftur sem lét ekkert á sig fá. Hann lá ekki á skoðunum sínum, var ákveðinn í máli og stóð þétt með sínu fólki. Hann lifði lífinu til fulls og gaf aldrei neitt eftir. Öllum áskorunum sem á vegi hans urðu mætti hann af já- kvæðni. Aldrei var heldur langt í húmorinn sama hvað á honum dundi. Sem ungir drengir nutum við okkar í stóra húsinu þeirra ömmu Siddu í Kópavoginum þegar við litum inn í heimsókn eða vorum sendir þangað í pöss- un. Þar var allt til alls til að skemmta litlum strákum eins og okkur; bækur, vídeóspólur, Nin- tendo-tölvuleikir og eins mikill ís og við gátum í okkur látið! Ís- blómin voru í miklu uppáhaldi hjá honum afa. Garðurinn í kringum húsið var okkur töfra- heimur sem við gátum leikið okkur í þangað til við vorum dregnir inn á eyrunum. Í minn- ingunni var húsið þeirra stór- kostlegt völundarhús. Enn þann dag í dag dreymir okkur um að geta farið til baka og orðið aftur litlir strákar í Kópavoginum, þó ekki væri nema í örskamma stund. Þrátt fyrir alla sína orku naut afi Halldór sín best í rólegheit- um. Eftir starfslok sín hjá Landsvirkjun eyddu þau amma vetrarmánuðunum á Flórída. Um tíma þegar við bræðurnir áttum heima í Kaliforníu fórum við í heimsókn til ömmu og afa í Flórída. Á meðan við ærslabelg- irnir létum öllum illum látum í sundlauginni sat afi sallarólegur á sundlaugarbakkanum með nef- ið á kafi ofan í bók og lét okkur ekki trufla sig. Já, afi var dug- legur að lesa og leið varla sá dag- ur að hann væri ekki með ein- hverja bók á náttborðinu. Á sumrin dvöldu þau í sumarbú- stað sínum í Grímsnesinu. Þaðan eigum við einnig góðar minning- ar. Afi var líka mikill tækjakall og fylgdist alltaf með nýjustu tækni. Hann keyrði um á Mit- subishi Pajero-jeppa með NMT- síma, sem okkur þótti merkilegt og framúrstefnulegt á þessum tíma. Í seinni tíð passaði hann vel upp á að vera alltaf útbúinn snjallsíma af nýjustu gerð og þrátt fyrir háan aldur fór hann leikandi með að læra á og nota allar græjurnar sínar. Afi var maður sem við, og sennilega flestir, gátu litið upp til. Hann studdi ætíð við bakið á okkur og fylgdist vel með öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur, alveg fram á sinn síðasta dag. Hann naut mikillar virðing- ar og áorkaði miklu í sínu lífi. Fjölskyldan var honum alltaf mikilvæg og jafnvel þó að heils- unni hefði hrakað og aldurinn farinn að segja til sín reyndi hann eftir bestu getu að mæta í öll jóla- og gamlársboð, ferming- arveislur og sunnudagskaffi. Jafnvel þó að líkamlega væri það honum oft erfitt. Elsku afi, takk fyrir allt sam- an. Þínir Ingimundur og Þorvaldur Kári. Elsku Afi. Þú hefur alltaf ver- ið eini afi minn, afi með stóru „a“-i. Ekki einu sinni afi Halldór, heldur Afi. Nú á ég engan afa lengur. Það er skrítin tilhugsun að nú muni ég ekki aftur velta því fyrir mér hvenær sé heppi- legt að koma með krakkana í heimsókn til þín eða hvað gæti verið akkúrat rétta gjöfin frá þér til þeirra. Dagný Lilja mun ekki leika sér aftur í dótakróknum, Heiðar Kári mun ekki fá aftur skyr í veitingasölunni, en líklega öllum öðrum til mikillar gleði munu þau ekki hlaupa aftur á ofnunum í salnum. Sem barn man ég eftir þér sem stórum og flottum kalli. Þótt ég hafi ekki skilið það þá, þá var ein birtingarmynd járnvilja þíns sú að þú hélst þér alltaf í flottu formi með því að fara í sund og gera styrktaræfingar á hverjum morgni. Þessu man ég eftir frá því að ég gisti hjá ykkur ömmu á Þinghólsbrautinni í gamla daga. Þá var líka alltaf í boði að fá van- illuís með súkkulaðisósu, eftir- réttur sem varð að einni af uppi- stöðum mataræðis míns og Sveinbjörns bróður míns lengi vel. Auk mikils viljastyrks var helsta einkenni þitt að vilja bara það flottasta fyrir þig og þína. Allar gjafir rausnarlegar og þín leið til að sýna ástvinum hversu mikils þú mætir þau. Græjur heilluðu þig greinilega og alltaf þurftir þú að vera með það nýj- asta nýtt, sama hversu óþarft ömmu virtist það vera. Þessi della hefur smitast til sumra dætra þinna og var því oft mikið um endurnýjun á ýmsum græj- um og bílum fjölskyldunnar á mjög svipuðum tíma. Eins voru engar myndir eins góðar og myndir teknar með glænýrri myndavél með ömmu í for- grunni. Það var óvænt gleði að þegar ég byrjaði að vinna hjá Norður- áli þá styrktist tenging mín við þig sem aðra persónu en bara sem afa minn. Ég veit ekki hversu oft ég hef lesið yfir raf- orkusamning Landsvirkjunar við Norðurál frá 1997 með þinni undirritun. Heldur ekki hversu oft hefur verið minnst á það á fundum að ég sé barnabarn for- stjóra Landsvirkjunar frá þeim tíma þegar Norðurál steig sín fyrstu skref. Þetta eru skemmti- legar tengingar, sem ég er mjög stolt af. Óafvitandi þá glöddu barna- barnabörnin þig með því að vera bara þau sjálf í nærveru þinni. Því var gott að vita til þess síð- ustu ár að þótt ég gæti gert fátt fyrir þig, þá gat ég í það minnsta deilt myndum og myndböndum af þeim með þér og komið með þau í heimsókn til þín. Nú hafið þið amma sameinast eftir erfið síðastliðin ár. Þótt ykkar verði sárt saknað og töpuð ár syrgð, þá er gott að vita að ykkar raunum er lokið. Minning ykkar mun varðveitast hjá okkur afkomendum ykkar um ókomin ár. Hvíl í friði elsku Afi. Guðrún Halla Finnsdóttir. Elsku afi. Nú hvílir þú í friði en minning þín lifir áfram. Síðustu árin þín voru ekki auðveld sökum veik- inda og fráfalls ömmu en það sem mestu máli skiptir er að þú áttir langa ævi og snertir líf margra. Þú lést ríkur maður og skilur eftir þig börn, barnabörn og barnabarnabörn. Ég er þér og ömmu ævinlega þakklátur að hafa tekist svona vel til með ykk- ar elstu dóttur, sem ég er svo heppinn að sé mamma mín. Allt fram á síðasta dag varst þú framtakssamur og stutt í eirðarleysið. Það voru alltaf ein- hver verkefni á döfinni og hreyfi- hömlun síðustu ára var einungis hraðahindrun í þínum huga. Hausinn var ávallt skarpur. Það fann ég vel í heimsóknum á dval- arheimilið undir lokin og okkar samtölum. Þú varst áhugasamur um nýjustu vendingar í sam- félaginu og í mínu persónulega lífi. Þá þótti mér vænt um stuðn- inginn og hlýjuna sem fólust í góðlátlegum fyrirspurnum um barneignir, Alþingisframboð og framkvæmdastjórastarf sem þér fannst að hlyti að styttast í. Það er einmitt starf mitt hjá Landsvirkjun sem tengir okkur tvo til viðbótar við fjölskyldu- böndin. Mér fannst alltaf svo merkilegt að þú værir forstjóri Landsvirkjunar, þessa stóra, mikilvæga og umdeilda orkufyr- irtækis, sem var oft í fréttunum. Nú, öllum þessum árum síðar, vinn ég þar sjálfur og lifi og hrærist í heimi orkumála og loftslagsbreytinga. Ég er ekki frá því að þú hafir plantað þess- um orkufræjum í mig, beint eða óbeint. Í vinnunni rekst ég reglulega á samstarfs- eða samferðafólk þitt sem bað mig alltaf að skila góðri kveðju til þín. Skemmtileg- ast var þegar ég fékk að heyra sögur af þér og fékk nýja sýn á þig sem ég hefði annars ekki fengið. Í heildina litið held ég að draga mætti þær umsagnir sam- an þannig að þú hafir verið stað- fastur, vandaður og merkur maður. Takk fyrir góðu stundirnar og stuðninginn. Þinn dóttursonur, Sveinbjörn. Halldór var ráðinn skrifstofu- stjóri Landsvirkjunar á fyrstu mánuðum fyrirtækisins, sem var stofnað 1. júlí 1965, og var þá í hópi fimm fyrstu starfsmanna þess. Hann þekkti þó þegar vel til verkefnisins, því sem lögfræð- ingur í viðskiptaráðuneytinu hafði hann verið ritari svokall- aðrar stóriðjunefndar, sem stofnuð var árið 1961 og vann að samningum um álver í Straums- vík og raforkusölu frá Búrfells- virkjun. Starfi skrifstofustjóra tilheyrði jafnframt að sjá um fjármálastjórn Landsvirkjunar og hvíldi því mikil ábyrgð á þess- um unga lögfræðingi í þeim miklu lántökum og greiðslu- skuldbindingum, sem fjárfest- ingar í stórvirkjuninni við Búr- fell kröfðust. Allt leysti hann það vel af hendi. Árið 1971 varð Halldór að- stoðarframkvæmdastjóri Lands- virkjunar. Á þessum árum var fyrirtækið mjög skuldsett og gæta þurfti mikils aðhalds í rekstri. Áfram var þó haldið næstu árin við virkjanafram- kvæmdir við Sigöldu og Hraun- eyjafoss og samið við nýjan stór- notanda um orkukaup, Íslenska járnblendifélagið á Grundar- tanga. Auk þess var mikill vöxt- ur og eftirspurn í almennri raf- orkunotkun. Halldór var ráðinn forstjóri Landsvirkjunar vorið 1983. Þeg- ar hann tók við forstjórastarfinu stóð Landsvirkjun á nokkrum krossgötum og breyttist hlut- verk hennar verulega þegar orkuveitusvæði hennar var stækkað til að ná til alls landsins. Landsvirkjun yfirtók af ríkinu byggðalínuna, orkufyrirtækið Laxárvirkjun sameinaðist Landsvirkjun og Kröfluvirkjun var keypt af ríkinu. Öllum þess- um breytingum stýrði Halldór af mikilli röggsemi á sama tíma og Landsvirkjun bjó við þröngan kost varðandi hækkanir raf- magnsverðs á heildsölumarkaði í takt við mikla innlenda verð- bólgu og einnig vegna verðstöðv- unar sem þá var í gildi. Halldór ritaði margar greinar í blöð og tímarit um orkumál og stöðu Landsvirkjunar og sat í fjölmörgum stjórnum og nefnd- um bæði hérlendis og erlendis. Á samráðsfundum Landsvirkjunar og síðar á ársfundum fyrirtækis- ins fjallaði hann ítarlega um verkefni fyrirtækisins og rekstur og kynnti málefni þess. Nú blasir við allt önnur og betri mynd af fjárhagsstöðu Landsvirkjunar en á þessum erfiðu uppbyggingar- árum. Vönduð uppbygging og faglegur metnaður við byggingu virkjananna á stóran þátt í þeirri góðu stöðu sem Landsvirkjun er í nú. Rekstur fyrirtækisins á tíma Halldórs gekk almennt vel og var áfallalítill, enda var í for- stjóratíð hans haldið vel um stjórnvölinn. Nokkurt hlé varð á virkjana- framkvæmdum Landsvirkjunar eftir 1990. Á síðustu starfsárum Halldórs var þó samið árið 1995 við álverið í Straumsvík um stækkun og tveimur árum seinna við Norðurál á Grundartanga um byggingu nýs álvers, auk þess var samið um stækkun járn- blendiverksmiðjunnar á Grund- artanga. Halldór var í forsvari fyrir Landsvirkjun í þeim samningaviðræðum. Halldór gegndi starfi forstjóra Landsvirkjunar til ársloka 1998. Alls starfaði hann því í 33 ár hjá orkufyrirtæki þjóðarinnar, vak- inn og sofinn yfir velferð þess. Fyrir hönd okkar allra hjá Landsvirkjun sendi ég fjölskyldu Halldórs Jónatanssonar innileg- ar samúðarkveðjur. Hörður Arnarson. Halldór Jónatansson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.