Morgunblaðið - 20.06.2022, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022
FAXAFEN 14, 108 REYKJAVÍK
WWW.Z.IS
um, mannlífi, listum, íþróttum og
ferðalögum. Ég les skáldsögur á
köflum en það fylgir mínu starfi
að ég les fleiri skýrslur en skáld-
sögur, því miður. En ég hef lesið
mikið í gegnum tíðina. Á
menntaskólaárunum lagðist ég
yfir Laxness og gat eiginlega
ekki lesið neitt annað árum sam-
an. Það einhvern veginn skyggði
á allt. Mér finnst rosalega mikið
um öfluga rithöfunda á síðustu
árum, til dæmis Hallgrímur
Helgason, Auður Jónsdóttir, Jón
Hallur og Sigríður Hagalín
Björnsdóttir. Dagur Hjartarson
hefur einnig skrifað skrifað mjög
áhugaverðar og skemmtilegar
bækur.“
Fjölskylda
Eiginkona Dags er Arna Dögg
Einarsdóttir, f. 18.4. 1975, yfir-
læknir á líknardeild Landspítala.
Þau gengu í hjónaband 22. sept-
ember 2001. Þau eru búsett á
Óðinsgötu í Reykjavík. Foreldrar
Örnu eru hjónin Einar Þórhalls-
son, f. 1.7. 1952, meltingarlæknir,
og Sigríður Steinarsdóttir, f. 9.4.
1952, meinatæknir. Þau eru bú-
sett í Svíþjóð.
Börn Dags og Örnu eru Ragn-
heiður Hulda Örnudóttir Dags-
dóttir, f. 3.5. 2004, menntaskóla-
nemi, Steinar Gauti Örnuson
Dagsson, f. 26.9. 2005, mennta-
skólanemi, Eggert Örnuson
Dagsson, f. 14.8. 2009, grunn-
skólanemi, og Móeiður Örnudótt-
ir Dagsdóttir, f. 12.3. 2011,
grunnskólanemi.
Systkini Dags eru Gauti Berg-
þóruson Eggertsson, f. 1.8. 1974,
prófessor í hagfræði við Brown-
háskóla í Bandaríkjunum, og Val-
gerður Bergþórudóttir Eggerts-
dóttir, f. 13.10. 1981, lögfræð-
ingur hjá innanríkisráðuneytinu.
Foreldrar Dags eru Eggert
Gunnarsson, f. 2.1. 1949, dýra-
læknir, og Bergþóra Jónsdóttir, f.
21.5. 1950, lífefnafræðingur. Þau
eru búsett í Reykjavík.
Dagur
Bergþóruson
Eggertsson
Kristín Salóme Ingimundardóttir
húsfreyja á Hóli í Bolungarvík
Bjarni Jón Bárðarson
skipstjóri á Hóli í Bolungarvík
Jóna Halldóra Bjarnadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jón Hjaltalín Gunnlaugsson
læknir í Reykjavík
Bergþóra Jónsdóttir
lífefnafræðingur í Reykjavík
Sigrún Jónsdóttir
húsfreyja í Súðavík
Gunnlaugur Randver Einarsson
sjómaður og formaður í Súðavík
Theodóra Kristjánsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Þorkell Guðbrandsson
verkamaður í Reykjavík
Ragnheiður Hulda Þorkelsdóttir
hjúkrunarfræðingur í Reykjavík
Gunnar Steingrímsson
loftskeytamaður í Reykjavík
Þuríður Eggertsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Steingrímur Stefánsson
bóksali í Reykjavík
Ætt Dags B. Eggertssonar
Eggert Gunnarsson
dýralæknir í Reykjavík
„FYRIRGEFÐU AÐ ÉG TRUFLI ÞIG VIÐ
UPPLESTURINN, EN ÞETTA Á AÐ VERA
ÓSKALISTI MEÐ LEIKFÖNGUM – EKKI
LISTI YFIR ÞÁ SEM ÞÚ VILT FEIGA.“
„HÚN BAÐ MIG BARA AÐ PASSA KÖTTINN
SINN UM HELGINA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá faðmlag frá
smáfólki.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HEI, KISI! LÁTTU ÞIG HVERFA!
HVÍ?
ÍKORNAFJÖLSKYLDA
ÆTLAR AÐ SKOÐA HOLUNA
ÞIÐ FASTEIGNA-
ÍKORNARNIR ERUÐ
ALDEILIS FREKIR
ÞETTA VAR YFIRDRIFIÐ,
MEIRA AÐ SEGJA FYRIR ÞIG,
GRIMMÚLFUR
GRIMMI!
ÞÚ VARST EKKI BÚINN
MEÐ BJÓRINN ÞINN!
Ég hef alltaf haft gaman af þessu
kvæði Kristjáns Karlssonar
sem ber yfirskriftina: „Þau hin lit-
verpu og litglæstu fjöll er blasa við í
austri eru sögufróðustu fjöll Ís-
lands …“
Sigurður Guðmundsson: Ræða á
Íþróttavellinum í Reykjavík, 17.
júní, 1918.
Kom nótt og nem á burt
hans fávís fjöll,
að fyrir næsta dag
vér getum aftur gert vort ferðalag.
Og haldið hvurt?
Krefjið oss einskis
þér sem eruð öll,
er raski vorri ró
Demand me nothing:
What you know you know.
Þórarinn Sveinsson frá Kílakoti
orti:
Örðugan ég átti gang
yfir hraun og klungur.
Mér hefur legið fjall í fang
frá því ég var ungur.
Vellíðan
Einn í þögn ég uni hér,
angrið dó í geði.
Bakkus fögnuð færði mér,
fulla ró og gleði.
Við skál:
Hornasjórinn hressir geð,
hylli sór ég veigum.
Dýran bjórinn drósum með
drakk ég stórum teygum.
Maður nokkur sem fékkst við
skáldskap kvæntist í sjötta skiptið.
Var þá kveðið:
Mjög þá skáldsins vandi vex,
en verst er þó fyrir konugreyin
ef þær troðast allar sex
upp í til hans hinum megin.
Um Látur við Eyjafjörð gerði
Látra-Björg vísu þessa, en þar
dvaldist hún lengi:
Látra aldrei brennur bær,
– bleytan slíku veldur –
allt þar til er Kristur kær
kemur og dóminn heldur.
Ekki þóttu Fljótin í Skagafirði
góð yfirferðar:
Þar er kelda, þar er grjót,
þar kann margt að buga.
Ekki er gott að fara um Fljót
fyrir ókunnuga.
Ísleifur Gíslason á Sauðárkróki
orti um Eirík nokkurn, er fyrstur
kvað hafa hafið „landa“-bruggun í
Skagafirði:
Sykurgrautinn sýður hann,
sigur hlaut í landi.
Allar þrautir yfirvann
Eiríkur brautryðjandi.
Halldór Blöndal
alldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Lítið ljóð og lausavísur