Morgunblaðið - 20.06.2022, Blaðsíða 27
leiðinni til félags í Hollandi. Hún
hefur skorað fimm mörk í síðustu
þremur leikjum með Breiðabliki,
eftir að hún var færð í framlínu
liðsins. Hildur hefur mest leikið
sem miðjumaður á ferlinum. Knatt-
spyrnudeild Breiðabliks staðfesti
tíðindin við Morgunblaðið en gat
ekki gefið út hvert hollenska félag-
ið væri.
_ Andri Þór Björnsson hafnaði í
46. sæti á Kaskáda Golf Challenge-
mótinu á Áskorendamótaröðinni í
golfi í Brno í Tékklandi. Hann lék
fjóra hringi á pari. Bjarki Pétursson
átti hins vegar erfiðan lokadag í
gær og endaði á sjö höggum yfir
pari og í 72. sæti.
_ Englending-
urinn Matthew
Fitzpatrick bar
sigur úr býtum
á þriðja risa-
móti ársins í
golfi er hann
fagnaði sigri á
Opna banda-
ríska meist-
aramótinu á
Brookline-vellinum í Massachusetts
í gærkvöldi. Hann vann eftir mikla
baráttu við Bandaríkjamanninn Will
Zalatoris, sem var millímetrum frá
því að tryggja sér umspil á lokahol-
unni. Fitzpatrick lauk leik á sex
höggum undir pari, einu höggu á
undan Zalatoris og Scottie Scheff-
ler. Sigurinn er sá fyrsti hjá Fitzpat-
rick á risamóti en besti árangur
hans á slíku móti fyrir gærdaginn
náðist á PGA-meistaramótinu á dög-
unum þar sem hann varð fimmti.
_ Sofia Sóley Jónasdóttir úr
Tennisfélagi Kópavogs og Rafn
Kumar Bonifacius úr Hafna- og
mjúkboltafélagi Reykjavíkur vörðu
Íslandsmeistaratitla sína í einliðaleik
í tennis í gærkvöldi. Sofia hafði bet-
ur gegn Önnu Soffíu Grönholm úr
Tennisfélagi Kópavogs, 6:1 og 7:6.
Sofia hefur nú fagnað sigri á mótinu
þrjú ár í röð og fjórum sinnum alls.
Rafn Kumar vann Egil Sigurðsson
úr Víkingi í karlaflokki, 6:0 og 6:0.
Hann hefur nú orðið meistari fimm
sinnum, þar af
tvö ár í röð.
_ Enska knatt-
spyrnufélagið
Liverpool hefur
staðfest komu
bakvarðarins
Calvins Ramsa-
ys til félagins
frá Aberdeeen í
Skotlandi. Kaupverðið er um fjórar
milljónir punda. Ramsay er aðeins
18 ára en hefur þrátt fyrir það ver-
ið lykilmaður hjá Aberdeen að
undanförnu. Hann skoraði eitt
mark og lagði upp önnur níu í 39
leikjum fyrir Aberdeen á síðasta
tímabili.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2022
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
Úlfarsárdalur: Fram – ÍBV...................... 18
Kópavogur: Breiðablik – KA............... 19.15
Garðabær: Stjarnan – KR ................... 19.15
2. deild kvenna:
Akranes: ÍA – ÍH.................................. 19.15
Í KVÖLD!
Ástralía
South Adelaide – Norwood Flames .. 56:76
- Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 5
stig, tók 12 fráköst, stal 2 boltum og varði 1
skot á 32 mínútum með South Adelaide.
>73G,&:=/D
Svíþjóð
AIK – Rosengård ..................................... 0:6
- Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn
með Rosengård.
Kristianstad – Piteå ................................ 1:0
- Amanda Andradóttir kom inn á hjá
Kristianstad á 78. mínútu Kristianstad og
Emelía Óskarsdóttir í uppbótartíma. Elísa-
bet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.
- Hlín Eiríksdóttir lék fyrstu 75 mínúturn-
ar með Piteå.
Vittsjö – Örebro ....................................... 1:2
- Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leik-
inn með Örebro.
Kalmar – Djurgården ............................. 0:1
- Hallbera Guðný Gísladóttir var ekki í
leikmannahópi Kalmar.
Staðan:
Rosengård 15 12 3 0 48:14 39
Linköping 15 11 1 3 39:13 34
Kristianstad 15 10 3 2 32:12 33
Häcken 15 8 5 2 29:13 29
Eskilstuna 15 9 2 4 20:13 29
Vittsjö 15 7 5 3 19:15 26
Hammarby 15 8 1 6 25:22 25
Djurgarden 15 7 1 7 22:22 22
Piteå 15 6 2 7 22:17 20
Örebro 15 6 0 9 14:21 18
Kalmar 15 3 0 12 12:41 9
Umeå 15 2 1 12 13:39 7
Brommapojkarna 15 2 0 13 12:35 6
AIK 15 2 0 13 9:39 6
B-deild:
Uppsala – Team TG................................. 1:0
- Andrea Thorisson lék allan leikinn með
Uppsala.
Gamla Uppsala – Älvsjö.......................... 3:1
- Elva Friðjónsdóttir lék allan leikinn með
Gamla Uppsala.
Noregur
Kristiansund – Bodö/Glimt.................... 0:2
- Brynjólfur Willumsson lék fyrstu 62
mínúturnar með Kristiansund.
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Lilleström – Rosenborg .......................... 3:1
- Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á
hjá Lilleström á 85. mínútu.
Odd – Molde.............................................. 1:2
- Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki
með Molde vegna meiðsla.
Sarpsborg – Strömsgodset..................... 5:1
- Ari Leifsson lék allan leikinn með
Strömsgodset.
Aalesund – Vålerenga............................. 2:2
- Brynjar Ingi Bjarnason var allan tímann
á bekknum hjá Vålerenga og Viðar Örn
Kjartansson ekki í hópnum.
Viking – Sandefjord ................................ 2:1
- Patrik Sigurður Gunnarsson lék allan
leikinn með Viking og Samúel Kári Frið-
jónsson fyrstu 87 mínúturnar.
Staðan:
Lillestrøm 11 8 3 0 24:8 27
Molde 11 8 1 2 22:11 25
Viking 12 6 3 3 22:13 21
Strømsgodset 11 5 2 4 17:20 17
Sarpsborg 10 5 1 4 22:12 16
Bodø/Glimt 10 4 4 2 20:14 16
Aalesund 11 4 4 3 14:15 16
Rosenborg 10 3 5 2 16:13 14
HamKam 10 2 6 2 14:12 12
Sandefjord 9 4 0 5 14:17 12
Tromsø 10 2 6 2 13:16 12
Odd 11 4 0 7 10:17 12
Vålerenga 11 3 2 6 12:21 11
Haugesund 11 2 3 6 16:22 9
Jerv 10 2 1 7 5:19 7
Kristiansund 8 0 1 7 5:16 1
Rosenborg – Vålerenga.......................... 2:0
- Selma Sól Magnúsdóttir lék fyrstu 67
mínúturnar með Rosenborg og skoraði.
- Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunar-
liði Vålerenga og fékk rautt spjald á 87.
mínútu.
Staðan:
Brann 14 12 1 1 39:9 37
Rosenborg 15 11 2 2 32:10 35
Vålerenga 14 10 2 2 41:8 32
Stabæk 15 7 2 6 20:19 23
Lyn 14 6 4 4 19:18 22
Lilleström 14 5 3 6 15:15 18
Kolbotn 14 5 2 7 19:18 17
Arna-Bjørnar 14 3 1 10 14:43 10
Avaldsnes 14 2 1 11 11:43 7
Røa 14 0 2 12 7:34 2
B-deild:
Start – Stabæk ......................................... 0:0
- Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn
með Start.
4.$--3795.$
HANDBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guð-
jónsson, landsliðsmenn í handbolta, máttu
sætta sig við silfurverðlaun er pólska meist-
araliðið Kielce tapaði fyrir Spánarmeisturum
Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í
handbolta í Lanxess-Arena í Köln í Þýskalandi í
gærkvöldi. Leikurinn var mögnuð skemmtun og
réðust úrslitin í vítakeppni eftir 32:32-jafntefli í
venjulegum leiktíma og framlengingu. Barce-
lona skoraði úr öllum fimm vítum sínum í víta-
keppninni en Gonzalo Pérez de Vargas varði
þriðja víti Kielce frá Alex Dujshebaev.
Haukur tekinn úr hópnum
Þrátt fyrir að hvorki Sigvaldi né Haukur hafi
leikið í gær tóku þeir við silfurverðlaunum í
leikslok þar sem þeir hafa leikið með liðinu á
leiktíðinni.
Haukur heillaði marga með frammistöðu
sinni í 37:35-sigrinum á Veszprém í undan-
úrslitum. Engu að síður var Selfyssingurinn
ekki í leikmannahópi Kielce í gær. Pólverjinn
Michal Olejniczak var valinn í hópinn í stað Sel-
fyssingsins. Þá hefur Sigvaldi glímt við meiðsli
undanfarna mánuði og mun yfirgefa félagið á
næstu dögum og ganga í raðir Kolstad í Noregi.
Í fjarveru þeirra bauð Kielce upp á eina jöfn-
ustu frammistöðu sem sést hefur í úrslitaleik í
Evrópukeppni því sex leikmenn voru jafnir með
fjögur mörk. Hjá Barcelona bar Aleix Gómez af
og skoraði níu mörk og þeir Tomothey N’Gu-
essan og Dika Mem gerðu fimm hvor.
Barcelona hefur nú unnið Meistaradeild Evr-
ópu tvö ár í röð en liðið bar einnig sigur úr být-
um í keppninni á síðasta ári er Aron Pálmars-
son var leikmaður þess. Félagið er það sigur-
sælasta í keppninni frá upphafi með ellefu
Evrópumeistaratitla. Núverandi fyrirkomulag
keppninnar var sett á árið 2010, þar sem und-
anúrslit og úrslit eru leikin sömu helgi, og er
Barcelona fyrsta liðið til að verja titilinn síðan.
Ciudad Real varð síðast Evrópumeistari tvö ár í
röð, 2008 og 2009.
Þrátt fyrir að vera í silfurliði var Artsem
Karalek, hvítrússneski landsliðsmaðurinn í röð-
um Kielce, valinn besti maður úrslitakeppn-
innar.
Þurftu að sætta sig við silfur
- Barcelona Evrópumeistari annað árið í röð - Úrslitin réðust í vítakeppni
AFP
Meistarar Barcelona er Evrópumeistari í handbolta eftir sigur á Kielce í vítakeppni í úrslitaleik í
Lanxess-Arena í Köln í gær. Markvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas heldur á verðlaunagripnum.
Eiður Smári Guðjohnsen, einn
besti knattspyrnumaður Íslands
frá upphafi, hefur verið ráðinn
þjálfari karlaliðs FH í fótbolta.
Hann tekur við liðinu af Ólafi Jó-
hannessyni sem var vikið frá
störfum fyrir helgi.
Eiður, sem semur við FH út
tímabilið 2024, þekkir vel til hjá
félaginu en hann stýrði FH ásamt
Loga Ólafssyni árið 2020. Í kjöl-
farið hætti Logi og Eiður sam-
þykkti að vera einn aðaþjálfari. Þá
bauðst honum að verða aðstoð-
arþjálfari íslenska karlalandsliðs-
ins, sem hann þáði. Eiður fær
verðugt verkefni hjá FH því liðinu
hefur vegnað illa í sumar. Hafn-
arfjarðarliðið er með átta stig eft-
ir níu leiki í Bestu deildinni, að-
eins fjórum stigum fyrir ofan
fallsæti.
Bestu ár Eiðs sem leikmaður
voru frá 2000 til 2009 er hann lék
með stórliðunum Chelsea og
Barcelona. Þá lék Eiður 88 A-
landsleiki fyrir Ísland og skoraði í
þeim 26 mörk og er hann marka-
hæstur í sögu landsliðsins ásamt
Kolbeini Sigþórssyni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hafnarfjörður Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn þjálfari karla-
liðs FH í fótbolta í annað sinn og semur hann til loka tímabilsins 2024.
Eiður Smári
ráðinn aftur til FH
Saga Traustadóttir úr GKG og Sig-
urður Bjarki Blumenstein hjá GR
eru Íslandsmeistarar í holukeppni
árið 2022 eftir sigur á Íslandsmeist-
aramótinu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ
í gær. Var mótið haldið í 35. skipti
en keppt hefur verið um Íslands-
meistaratitla í holukeppni í karla-
og kvennaflokki samfellt frá árinu
1988.
Saga vann einnig árið 2019 en
Sigurður var að vinna sinn fyrsta
Íslandsmeistaratitil og sitt fyrsta
mót í fullorðinsflokki á vegum Golf-
sambands Íslands.
Þrettán ára í úrslitum
Saga hafði betur gegn hinni 13
ára gömlu Pamelu Ósk Hjaltadótt-
ur úr GM í úrslitaleiknum. Saga var
með tveggja holu forskot þegar ein
hola var eftir og fagnaði því sigri.
Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK
varð þriðja eftir sigur á Árnýju Eik
Dagsdóttur úr GR í bráðabana í
bronsleiknum.
Í karlaflokknum hafði Sigurður
Bjarki betur gegn Kristófer Orra
Þórðarsyni úr GKG í úrslitum. Rétt
eins og í kvennaflokknum réðust
úrslitin þegar ein hola var eftir, þar
sem Sigurður Bjarki var með
tveggja holu forskot.
Bronsleikurinn í karlaflokki var
töluvert ójafnari, en Kristján Þór
Einarsson úr GM varð þriðji eftir
öruggan sigur á Aroni Emil Gunn-
arssyni úr Golfklúbbi Selfoss. Krist-
ján var með átta holu forskot þegar
aðeins sex holur voru eftir. Alls
kepptu 64 keppendur á mótinu í ár,
32 karlar og 32 konur. Var þeim
raðað í átta fjögurra manna riðla
þar sem efsti kylfingurinn í hverj-
um riðli fór í átta liða úrslit.
Saga og Sigurður
fögnuðu sigri
Ljósmynd/Seth@golf.is
Sigruðu Saga Traustadóttir og
Sigurður Bjarki Blumenstein