Morgunblaðið - 20.06.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 20.06.2022, Síða 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUROG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Alþjóðlega heimildarmyndahátíðin IceDocs verður haldin á Akranesi í fjórða sinn nú í vikunni, hefst mið- vikudaginn 22. júní og lýkur 26. júní. Líkt og á fyrri há- tíðum verður boðið upp á úrval heimildarmynda og við- burða enda markmiðið að koma því besta sem er að gerast í alþjóðlegri heimildarmyndagerð á framfæri á Íslandi og tengja saman kvikmyndagerðarfólk víðs- vegar að úr heiminum, eins og segir á facebook. Frítt er inn á allar bíósýningar en selt inn á tónleika og aðra staka viðburði. Allar kvikmyndasýningar fara fram í Bíóhöllinni og aðrir viðburðir annars staðar í bænum, m.a. á breiðinni og í Akranesvita. IceDocs haldin í fjórða sinn MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 171. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Spænska stórveldið Barcelona vann sinn ellefta Evr- ópumeistaratitil í handbolta, annan í röð, er liðið vann 37:35-sigur á Kielce frá Póllandi í vítakeppni í úrslita- leik Meistaradeildar Evrópu í Lanxess-Arena í Köln í Þýskalandi í gærkvöldi. Haukur Þrastarson var ekki valinn í leikmannahóp Kielce, þrátt fyrir flotta frammistöðu gegn Veszprém frá Ungverjalandi í undanúrslitum. Sigvaldi Björn Guð- jónsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Þrátt fyrir það fengu þeir báðir silfurmedalíu í leikslok. »27 Haukur og Sigvaldi fengu silfur ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þríburabræðurnir Guðfinnur Ragn- ar, Gunnar Már og Þórir Örn Jó- hannssynir í Bolungarvík luku fyrir skömmu verklegum hluta sveinsprófs í rafvirkjun og fá sveinsprófsbréf 1. júlí, en þeir kláruðu 4. stig í vélstjórn frá Vélskóla Íslands í fyrravor og raf- virkjun frá Raftækniskólanum í des- ember sem leið. Bræðurnir eru ættaðir af Strönd- um. Guðrún Guðfinnsdóttir, móðir þeirra, er úr Árneshreppi, og Jóhann Gunnarsson, faðir þeirra, frá Drangs- nesi. Þeir fluttu með foreldrum sínum og tveimur systkinum frá Hólmavík til Bolungarvíkur, þar sem þeir luku 10. bekk grunnskólans áður en þeir fóru í Menntaskólann á Ísafirði. Stella Guðrún, þroskaþjálfi í grunn- skólanum í Bolungarvík, er elst systkinanna, en Sigurjón Snær, sá yngsti í fjölskyldunni, er stálsmiður hjá Vélsmiðjunni Ásgarði á Ísafirði. „Við sáum fljótlega að áhuginn lá í þessu véladóti,“ segir Guðfinnur um framvindu náms þríburabræðranna, en þeir byrjuðu reyndar hver í sínu faginu. Gunnar Már setti strax stefnuna á vélstjórnina og bræður hans stukku fljótlega um borð. Þeir segja að at- vinnumöguleikarnir hafi verið af skornum skammti fyrir vestan en úr mestu að moða í störfum tengdum sjávarútvegi. Auðveldara væri að fá vinnu með auknum réttindum og því hafi vélstjórnin og svo rafvirkjunin legið beinast við. Sameiginlegt áhugamál „Áhugamálið auðveldaði okkur val- ið,“ segir Þórir. Að loknu B-stiginu í vélstjórninni í Menntaskólanum á Ísafirði hafi þeir Gunnar verið á sjón- um í tvö ár áður en þeir þrír hafi farið suður til að klára námið. „Þótt ég hafi gaman af því að vinna í kringum bátana hef ég ekki rosalega mikinn áhuga á því að fara út á sjó og vann því sem vélvirki í landi á meðan,“ seg- ir Guðfinnur. Bræðurnir segja að eftir að hafa útskrifast úr vélstjórnarnáminu hafi þeir séð að þeir þyrftu að bæta litlu við til að fá réttindi í rafvirkjun og því látið slag standa. „Við þurftum bara eina önn til viðbótar og það er fínt að vera búinn með þennan áfanga,“ seg- ir Þórir. „Það er enda helvíti gaman í rafvirkjuninni.“ Nánast hvert sem litið er eru bræðurnir samrýndir og samstiga. „Við höfum allir áhuga á tækjum og bílum,“ segir Guðfinnur og bætir við að þeir Gunnar hafi verið virkir í björgunarsveitinni undanfarin ár. „Frítíminn fer mikið í björgunar- sveitina en annars erum við alltaf að dunda okkur í einhverju,“ segir Gunnar. „Ég byrjaði með þeim en hætti og er aðallega að leika mér í bíl- um, er svolítið meiri bílakall en þeir,“ segir Þórir. „Við erum mikið saman og erum samtaka,“ áréttar Gunnar. Guðfinnur vinnur hjá Orkubúi Vestfjarða á Ísafirði en bræður hans hjá Rafverki Alberts Guðmunds- sonar í Bolungarvík. Þeir eru alsælir í vinnunni. „Það er fínt hérna,“ segir Þórir og bræður hans taka undir það. Gunnar segir að þeir séu farnir að íhuga að fara í meistaranám, jafnvel að byrja í því um næstu áramót. „Við sjáum til hvað gerist.“ Að loknu verklega prófinu Þríburabræðurnir Guðfinnur Ragnar, Þórir Örn og Gunnar Már Jóhannssynir. Rafmagnaðir þríburar - Fyrst vélstjórn og tóku svo sveinsprófið saman í rafvirkjun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.