Morgunblaðið - 19.07.2022, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 9. J Ú L Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 167. tölublað . 110. árgangur .
ALLT FRÁ
LJÓÐUM TIL
SKVÍSUBÓKA
SPRENGI-
KRAFTUR
MYNDA
ALLT UM
NÝJUSTU
RAFBÍLANA
ERRÓ 90 ÁRA 2, 24 & 25 BÍLAR 16 SÍÐURLESTRARKLEFINN 28
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Orri Hauksson, forstjóri Símans, tel-
ur að franski fjárfestingasjóðurinn
Ardian muni vilja semja um lægra
kaupverð á Mílu eftir að andmæla-
skjal Samkeppniseftirlitsins (SKE)
kvað á um það að kaupin gengju ekki
í gegn án skilyrða.
Sjóðurinn telur sáttatillögur, sem
hann hefur lagt fyrir SKE, íþyngj-
andi fyrir Mílu og því vilji hann ekki
standa við núverandi kaupsamning.
Aðaláhyggjuefni SKE sé sterkt
viðskiptasamband Símans og Mílu
eftir að viðskiptin gangi í gegn.
„Míla er ekki seljanleg eign ef því
fylgja ekki viðskipti við stærsta
kúnnann, að minnsta kosti þann sem
er með mestu viðskiptin við félagið í
dag. Það getur vel verið að aðrir við-
skiptavinir Mílu stækki umfram
Símann í framtíðinni, sérstaklega
þegar Míla er farin úr eignarhaldi
Símans. Þá hafa keppinautar Símans
meiri áhuga á því að versla við Mílu.
Við teljum klárlega út frá samkeppn-
isvinklinum að þá sé þetta mjög já-
kvætt skref,“ segir Orri.
Slæm áhrif á markaðinn
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýn-
ar, segir eignarhald Símans á Mílu
hafa slæm áhrif á markaðinn og
hann voni að kaupin gangi í gegn.
Hann gagnrýnir hve lengi málið var
á borði SKE.
Salan var fyrst tekin til skoðunar
hjá SKE í febrúar en áliti þess var
skilað nú í júlí. Vinnsluhraðann segir
Heiðar vera einsdæmi í Evrópu, um
sé að ræða þrefalt lengri tíma en
gengur og gerist í öðrum löndum.
„Þegar við erum með viðskipti
sem sannarlega gagnast landinu og
almenningi mjög mikið, finnst mér
ekki sanngjarnt að taka sér svona
langan tíma,“ segir hann í samtali við
Morgunblaðið.
Þá segir hann að SKE hafi áður
gert athugasemdir við eignarhald
Símans á Mílu.
Sömuleiðis telur hann forsendur
fyrir skilyrðum SKE ekki rökréttar.
Viðbrögð Samkeppnis-
eftirlitsins komu á óvart
- Keppinautur segist vona að kaupin á Mílu gangi í gegn
Orri
Hauksson
Heiðar
Guðjónsson
MKeppinautarnir sammála ... »12
Sáralitlu munaði að Ísland kæmist í átta liða úrslit Evrópu-
móts kvenna í knattspyrnu. Dagný Brynjarsdóttir jafnaði
metin gegn Frakklandi með síðustu spyrnu leiks liðanna í
Rotherham í gærkvöld, 1:1, en á sama tíma tókst Ítölum ekki
að jafna metin gegn Belgum, sem sigruðu 1:0 og náðu öðru
sætinu í riðlinum. Ísland gerði þar með jafntefli, 1:1, í öllum
þremur leikjum sínum á mótinu og fer taplaust heim en endar
í níunda sæti mótsins þar sem liðið náði bestum árangri þeirra
liða sem ekki komust áfram. 26-27
Morgunblaðið/Eggert
Íslenska landsliðið fer taplaust heim af EM
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Sveinn Andri Sveinsson hæstarétt-
arlögmaður segir áform heilbrigð-
isráðherra um að leggja fram frum-
varp um afnám refsingar fyrir
vörslu á neysluskömmtum fyrir
veikasta hópinn ekki úthugsuð. Seg-
ir hann þetta í reynd „óframkvæm-
anlegt“ og að ráðlegra væri að af-
nema refsinguna fyrir alla í stað
þess að gera undantekningu fyrir
ákveðinn hóp fólks. Ef áformin
verði að veruleika og frumvarpið
samþykkt, muni það skapa mikið
„kaos“ fyrir dómstólum.
Áform Willums Þórs Þórssonar
heilbrigðisráðherra, um að leggja
fram frumvarpið, hafa verið birt í
samráðsgátt stjórnvalda.
Markmið frumvarpsins er sagt
verða að koma til móts við þarfir
fólks sem veikast er í samfélaginu
úr hópi notenda ávana- og fíkniefna,
í samræmi við þingsályktun sem
samþykkt var árið 2014. Markmiðið
er meðal annars að draga úr skað-
legum afleiðingum vímuefnaneyslu.
Sönnunarfærslan verði snúin
Áformin hafa vakið þó nokkra at-
hygli og meðal annars verið gagn-
rýnd af Júlíu Birgisdóttur, formanni
Snarrótarinnar, sem eru samtök um
skaðaminnkun. Telur hún þetta ekki
úthugsað og að ekki sé skynsamlegt
að brennimerkja þá sem veikastir
séu.
„Ef einhver er tekinn með
neysluskammt, þá þarf að fara af
stað sönnunarferli um það að við-
komandi sé óforbetranlegur fíkill og
sjúklingur. Hvernig á sú sönnunar-
færsla að fara fram?“ spyr Sveinn
Andri.
Verður „kaos“
fyrir dómstólum
- Telur áformin óframkvæmanleg