Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 6
Kæling Það veitti ekki af því að kæla sig að utan sem innan í gær. Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenskir stuðningsmenn landsliðs kvenna í fótbolta voru margir í Rotherham á Englandi í gær, þar sem lið Íslands og Frakklands mættust um kvöldið í lokaleik sín- um í D-riðli Evrópumóts kvenna á New York-vellinum þar í borg. Þrátt fyrir gífurlegan hita í Roth- erham létu Íslendingar sig ekki vanta í upphitunina fyrir leikinn á stuðningsmannasvæði í miðbæ borgarinnar og gáfu ekkert eftir. Hitinn fór rétt yfir 37°C þegar verst lét en það aftraði ekki íslensk- um stuðningsmönnum frá því að syngja og tralla á torginu, á leið á völlinn og upp í stúku. Það hafðist með því að gæta að því að vökva sig nægilega, ekki síður að utan en inn- an, eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Svipað og í Vesturbænum „Þetta er bara svipað og í Vest- urbænum,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamála- ráðherra, í samtali við Morg- unblaðið fyrir leikinn í gær, senni- lega um stemmninguna frekar en hitasvækjuna. „Ég er virkilega spenntur og það er gaman að sjá hversu margir eru mættir hingað,“ sagði Ásmundur. „Það er rosalega gaman að sjá hversu margir hafa fylkt sér á bak við liðið en betur má ef duga skal. Það er gaman að sjá hvernig kvennaíþróttir eru að rísa og við Ís- lendingar þurfum að vera leiðandi þar. Þessar stelpur eru ótrúlegar fyrirmyndir og þær gera svo mikið fyrir þær sem munu vonandi fylgja í fótspor þeirra einn daginn og það er algjörlega ómetanlegt,“ bætti Ásmundur við. Morgunblaðið/Eggert Jóhanneson Hiti Þrátt fyrir hitabylgjuna á Englandi drógu stuðningsmenn íslenska landsliðsins ekki af sér við upphitun fyrir leikinn í gær og voru áberandi á götum og torgum Rotherham í Jórvíkurskíri. Sjóðheitir stuðningsmenn Íslands - Mikil stemming meðal Íslendinga á EM í fótbolta kvenna í Rotherham Beðið Það er gott að svala sér á köldum drykk í fanginu á pabba meðan beðið er eftir því að það komi að sjálfri alvörunni. Ráðherra Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, var í miklu stuði fyrir leik og vatnsbrúsinn ekki langt undan í hitasvækjunni. Víkingar Íslensku fótboltavíkingarnir prýddi fánalitunum og jafnvel fánanum sjálfum voru litskrúðugir tilsýndar á og í aðdraganda leiksins í gær og létu einnig í sér heyra með víkingaklappinu við hvert tækifæri. EM KVENNA 20226 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.