Morgunblaðið - 19.07.2022, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Allar almennar bílaviðgerðir Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Eyðileggingunni hefur verið líkt við Vítisljóð Dantes,“ skrifaði breska veðurstofan á vef sinn í gær um skógarelda sem nú geisa um alla Evrópu í skæðri hitabylgju. Mörg þúsund manns hefur verið gert að rýma hamfarasvæði á meðan logarnir hafa valdið stórtjóni í vin- sælum sumarleyfisparadísum álf- unnar. Birti veðurstofan kort af Evrópu sem sýnir þau svæði þar sem slökkvilið barðist við elda í gær og eru þar logandi tákn um álfuna alla auk Norður-Afríku. Fengu að sækja gæludýr Tveir stórir skógareldar hafa log- að í hinu sögulega Aquitaine-héraði í Suðvestur-Frakklandi auk þess sem Louchats, einnig í suðvesturhluta landsins, hefur orðið illa úti og eyði- legging af völdum eldanna náð yfir stór svæði. Í La Teste-de-Buch í Bordeaux var 10.000 manns gert að yfirgefa heimili sín er eldtungurnar færðust nær og slökkvilið fékk vart rönd við reist. Þrátt fyrir hreint neyðarástand var sumum leyft að nálgast heimili sín á ný til að freista þess að sækja gæludýr er þar höfðu orðið eftir. „Leikr hár hiti við himin sjálfan“ - Evrópa brenn- ur í enn einum veðuröfgunum AFP/Thibaud Moritz Eldhaf Slökkviliðsmaður við störf nærri Louchats í Gironde-héraði í Suðvestur-Frakklandi þar sem 110 ferkílómetrar lands höfðu brunnið í gær. AFP/Pau Barrene Katalónía Slökkviliðsmaður litast um í El Pont de Vilomara í gær. Hitastig á Spáni hefur náð 43 gráðum síðustu daga og vinnutíma verið breytt. AFP/Ina Fassbender Stundarfriður Maður nýtur svalandi úða úr vatnsslöngu í Köln í Þýskalandi þar sem hitinn eirir engu frekar en annars staðar á meginlandi Evrópu þessa dagana. Jafnvel Bretar vara við skógareldum sem þar eru þó fátíðir. Íberíuskaginn hefur ekki farið varhluta af eyðileggingunni og börð- ust slökkviliðs- og hermenn við á fjórða tug elda á Spáni í gær. Hiti þar í landi hefur mest náð 46 gráðum í hitabylgjunni sem nú liggur yfir Evrópu og hafa stjórnvöld heimilað breyttan vinnutíma hins opinbera í höfuðborginni Madríd til að hlífa fólki við að vera við störf í steikjandi hita yfir daginn, en sextugur borgar- starfsmaður lést þar sem hann var við þrif á götum úti í Puente de Vallecas í Suður-Madríd. Í Portúgal féll eldra hitamet þeg- ar hiti náði 47 gráðum í Pinhao í norðurhluta landsins í gær og lét Evrópusambandið þau boð út ganga að stjórnvöld ríkja þess skyldu búa sig undir áframhaldandi hita í sumar með tilheyrandi eldhættu. Í Bretlandi var enn fremur varað við eldhættu þrátt fyrir að skógar- eldar séu þar almennt fátíðir auk þess sem breskur almenningur hef- ur verið hvattur til að spara við sig vatn vegna yfirvofandi skortshættu þar í landi. Flugfélagið SAS og verkalýðsfélög flugmanna þeirra náðu í gærkvöld samkomulagi um launalið samninga þeirra, sem brotið hefur á til þessa. Verkfall flugmanna hefur staðið síðan 4. júlí, en flugfélagið áætlar að það hafi tapað jafnvirði um 12-16 milljarða íslenskra króna á dag. Rekstur félagsins var þungur fyrir og hefur raunar verið í járnum um langa hríð. „Við náðum samningum, við eig- um bara eftir að fá síðustu undir- skriftirnar á þá,“ sagði Carsten Dill- ing, stjórnarformaður SAS, í viðtali við sænska blaðið Dagens Industri og var ánægður með að tekist hefði að binda enda á verkfallið. Fyrr um daginn höfðu talsmenn flugfélagsins sagt að verkfallið væri við það að gera út um félagið fyrir fullt og allt. Ýmislegt bendir til þess að þau orð hafi haft tilætluð áhrif og verkalýðsfélögin öll – í Svíþjóð, Nor- egi og Danmörku – trúað því að þol- inmæði SAS væri á þrotum og gjald- þrotabeiðni næst á dagskrá. Talsmenn verkalýðsfélaganna virtust hins vegar ekki kátir með lyktirnar og sagði Jan Levi Skog- vang, formaður norska verkalýðs- félagsins, samninginn vera „harm- leik fyrir flugmenn“. SAS-verkfall á enda - Samkomulag náðist um launalið samninga á elleftu stundu AFP Verkfall Flugfloti SAS aðgerðalaus á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.