Morgunblaðið - 19.07.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.07.2022, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslenska landsliðið í fótbolta lauk í gær keppni með miklum sóma. Liðið náði jafntefli á móti öflugu liði Frakka eftir að hafa fengið á sig mark á upphafs- mínútunni. Leikurinn var gríðarlega erfiður, en liðið lét þessa byrjun ekki slá sig út af laginu. Það átti reyndar lítið í leiknum í fyrri hálfleik, en í þeim síð- ari lék það af mun meira öryggi og átti nokkrar hættulegar sóknir, sem hæglega hefðu getað gefið af sér mark. Á lokasekúnd- unum uppskar það svo víti og náði að jafna, en enginn tími gafst til að nýta þann meðbyr til að knýja fram sigur. Í hinum leik riðils- ins náðu Belgar að sigra Ítalíu og því sat Ísland eft- ir þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik og með bestan árangur þeirra liða, sem ekki komust áfram. Úrslitin í leiknum í gær voru frábær og má segja að tækifærið til að komast upp úr riðlinum hafi runn- ið út í sandinn í hinum leikjunum tveimur og þá sérstaklega fyrsta leiknum gegn Belgíu. Kvennalandsliðið sýndi það og sannaði í úrslita- keppni Evrópumótsins að það getur hæglega att kappi við bestu landslið álfunnar. Liðið er skipað frábærum leikmönnum, sem margir spila með bestu liðum Evrópu, og það hefur verið augljóst á leik liðsins að þar ríkir engin minnimáttarkennd. Árangur íslenska lands- liðsins ber vitni góðri stöðu íslensks kvennafót- bolta. Íslensk félagslið hafa komist langt í Evr- ópukeppni og íslenskir leikmenn eru eftirsóttir erlendis. Hér á landi var snemma farið að leggja áherslu á að gera kynjun- um jafn hátt undir höfði í yngri flokkum og þótt allt- af megi gera betur hefur það skilað árangri. Ísland var að þessu leyti á undan mörgum ef ekki flestum öðrum löndum og það hef- ur skilað sér. Kvennaknattspyrnan hefur nú fengið veglegri sess á alþjóðlegum vettvangi og það sést á því að þeim þjóðum fer fjölgandi, sem geta teflt fram fram- bærilegum landsliðum. Það er hins vegar til marks um það góða starf, sem unnið er hér á landi, að ís- lensk kvennaknattspyrna hefur ekki dregist aftur úr vegna þessarar þróunar heldur haldið sínu striki og gott betur. Kvennalandsliðið er eng- inn nýliði á EM, komst þangað fyrst 1994, næst 2009 og hefur ávallt komist á EM síðan. Þetta er mikið afrek og er síst auðveldara að komast á EM nú en það var í fyrri skiptin. Það er sömuleiðis vel af sér vikið og segir sitt um úrval góðra leikmanna að ekki komi bakslag við kynslóða- skipti. Ekki má heldur gleyma þætti íslenskra áhorfenda, sem fjölmenntu til Eng- lands og studdu liðið með ráðum og dáð. Íslensku áhorfendurnir áttu stúk- una á leiknum í gærkvöldi og hefur það örugglega verið íslenska liðinu hvatn- ing. Mikið hefur verið fjallað um landsliðið undanfarnar vikur og mánuði og er það vel. Fyrirsögn leiðarans, dætur Íslands, er sótt í heiti einstaklega vel gerðr- ar þáttaraðar sem finna má á mbl.is um landsliðið. Bjarni Helgason og Hallur Már heimsóttu og ræddu við níu leikmenn heima og erlendis og þjálfara liðsins og gefa þættirnir góða mynd af þeim heilsteyptu persónuleikum og öflugu fyrirmyndum, sem skipa liðið. Það er eðlilegt að finna fyrir vonbrigðum eftir þessa niðurstöðu, því að liðið hefði hæglega getað náð lengra. Að sama skapi er rétt að hafa í huga að mikið býr í íslenska liðinu. Í því er öflugur kjarni, sem á framtíðina fyrir sér og á án nokkurs vafa eftir að veita stuðningsmönnum sínum gleði og ánægju um ókomin ár. Íslenska landsliðið féll úr keppni með miklum sóma.} Dætur Íslands F orystumenn Framsóknarflokksins meta sig nú um stundir í stöðu til að ganga hratt um gleðinnar dyr, væntanlega í ljósi ágætrar nið- urstöðu í alþingiskosningum á liðnu hausti. Það hefur verið sérstakt að fylgjast með því hvernig samstarfsflokkar Framsóknarflokks- ins í ríkisstjórn kyngja dyntum ráðherra flokksins í hverju málinu á fætur öðru. Korteri fyrir sveitarstjórnarkosningar, þann 6. maí, var til dæmis boðað til blaðamanna- fundar í Laugardal, þar sem skrifað var undir „viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum“. Passað var upp á að fjár- málaráðherra fengi sem minnst af gjörningn- um að vita, enda lýsti hann því í framhaldinu að margt væri óljóst hvað mögulegan framgang málsins varðar og áætlað framlag Reykjavíkurborgar væri varla upp í nös á ketti. Næst kynntu framsóknarmenn áform sín um að stór- auka niðurgreiðslur úr ríkissjóði til þeirra sem stunda kvikmyndagerð. Aftur fann fjármálaráðherra sig í þeirri stöðu að þurfa að benda á hið augljósa, viðbótarkostnaður vegna áætlana Framsóknar var ófjármagnaður með öllu. Í síðustu viku var svo enn boðað til blaðamannafundar. Tilefnið virtist vera að kynna áform formanns Framsókn- arflokksins um að byggja með eigin höndum 35 þúsund íbúðir á næstu 10 árum. Þegar betur er að gáð og rammasamningurinn lesinn, virðist eitt meginhlutverk innviðaráðherra vera að yfirfara stöðugreiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og „gera eftir atvikum tillögur um breytingar á fjárlögum/fjármálaáætlun“ eins og fram kem- ur í viðauka A4. Þótt mörgu hafi verið snúið á haus til að friða framsóknarmenn eftir kosningar, meðal annars með óþarfri uppstokkun stjórnarráðs- ins, sem kostaði hundruð milljóna, þá er alveg nýtt að það sé hlutverk innviðaráðherra að leggja fram breytingar á fjárlögum eða á fjár- málaáætlun hvers tíma. Ætli Bjarni viti af þessu? Til að því sé haldið til haga, þá var fjármála- áætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára samþykkt þann 14. júní síðastliðinn, nánar til- tekið fyrir 35 dögum síðan. Þar var engin merki að sjá um þau áform sem framsóknar- ráðherrarnir kvitta nú upp á og engar breyt- ingartillögur. Það er ekki alltaf meining í fram- sóknarpólitíkinni. Allt ber þetta að sama brunni. Framsóknarmenn boða aðgerðir sem engin innistæða er fyrir, né heldur fjárheim- ildir til framkvæmda. Setja samstarfsflokkana (iðulega Sjálfstæðisflokkinn) í þá stöðu að þurfa að spyrna við fót- um gagnvart ófjármögnuðum áformum nú eða lyppast niður, sem iðulega verður raunin. Er þetta merki um að Framsókn sé af heilum hug í nú- verandi stjórnarsamstarfi? Eða er þetta merki um að Framsókn ætli að láta á reyna uns brestur og vippa sér þá til vinstri eins og í höfuðborginni? Það leiðir tíminn einn í ljós. bergthorola@althingi.is Bergþór Ólason Pistill Að æra samstarfsmenn sína Höfundur er þingflokksformaður Miðflokksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Kosningar og kænska Penny Mordaunt nýtur tals- verðs fylgis flokksmanna en þing- menn eru meira efins. Sumum þeirra finnst hún ekki vera nógu dugleg eða klár, öðrum að hún sé ekki nógu fín. Óvíst er hvað hún fær af því 31 at- kvæði sem losnar. Þau fara ólíklega til Truss, sem reynir að gera sig Thatcher-lega í framan og hefur marga af vinum Bor- isar með sér, er miklu íhaldssamari en Tugendhat og hans lið. Kemi Badenoch er raunar líka talsvert til hægri við Tugendhat en hún getur hins vegar haldið því fram að í sér felist breyting og ný forysta, sem flokkinn vanti sárlega, rétt eins og Tugendhat lagði mesta áherslu á. Fái hún helming atkvæða hans nú síðdegis er hún að líkindum komin fram úr Truss, sem þá félli út. Þá er spurningin hvor þeirra Su- nak telur sér viðráðanlegri. Senni- lega myndi hann veðja á Kemi Bade- noch, hún er yngri, óþekktari og óreyndari. En það kynni líka að snú- ast gegn honum. Margt bendir til þess að flokksmenn séu haldnir miklu óþoli gagnvart flokkseigendafélaginu og vilji einmitt sem mesta breytingu, Mordaunt frekar en Sunak, Bade- noch frekar en Mordaunt. Það væri nú heldur betur breyttur Íhalds- flokkur! AFP Leiðtogaefni Rishi Sunak, Liz Truss, Kemi Badenoch og Penny Mor- daunt. Dagar hvítra, miðaldra karlmanna í Íhaldsflokknum virðast taldir. Hver fær stöðvað Rishi Sunak? Og þá voru eftir fjögur… » Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra er enn efstur á blaði meðal þingmanna með 115 atkvæði, bætti nokkuð við sig og má heita öruggur með að verða meðal tveggja efstu. En það dugir ekki til sigurs, því hann er hóflega vinsæll meðal almennra flokksmanna. » Penny Mordaunt utan- ríkisviðskiptaráðherra er enn með næstflest atkvæði, en hún missti þó eitt frá síðustu um- ferð, fékk 83, og vafamál að hún bæti meiru við sig. » Liz Truss utanríkisráð- herra bætti við sig sjö atkvæðum milli umferða og hlaut 71. Vandséð er hvaðan henni ættu að koma ný atkvæði. » Kemi Badenoch fv. sveit- arstjórnaráðherra bætti við sig níu atkvæðum, fékk 58, og bendir á að hún sé eini boðberi breytinga sem eftir er í fram- boði. Það kynni að færa henni atkvæði Tugendhats á silfur- fati. SVIÐSLJÓS Andrés Magnússon andres@mbl.is H itinn í leiðtogavali breska Íhaldsflokksins er að verða ámóta óbærilegur og hitinn undir berum himni á Englandi í gær. Þar fór fram enn ein umferðin í útsláttar- keppni leiðtogavals þingflokks Íhaldsflokksins. Fáum að óvörum heltist Tom Tugendhat úr lestinni með 31 atkvæði af 357, svo nú eru að- eins fjórir leiðtogaframbjóðendur eft- ir og leikar að æsast. Síðdegis í dag kjósa þingmenn Íhaldsflokksins á milli þeirra fjög- urra, svo að í lok dags verða aðeins þrír eftir og þá kunna úrslitin að ráð- ast, þótt flokksmenn eigi að hafa lokaorðið í póstkosningu um tvo efstu frambjóðendur. Þau úrslit verða kunngerð hinn 5. september, en dag- inn eftir tekur sigurvegarinn við for- sætisráðherraembætti og Boris Johnson yfirgefur Downingstræti. Að velja sér andstæðing Rishi Sunak, fyrrverandi fjár- málaráðherra, hefur haft afgerandi forystu í leiðtogavalinu til þessa. Það hrekkur þó ekki til, því almennir flokksmenn hafa síðasta orðið og skoðanakannanir benda til þess að þeir hafi töluvert annan smekk á frambjóðendunum en þingflokk- urinn. Sunak naut mikilla vinsælda í fyrstu en þær hafa dvínað mjög með- al flokksmanna síðan. Ástæðurnar eru ýmsar. Hjá sumum réðu pólitísk- ar efasemdir, öðrum finnst hann of háll eða of ríkur, en síðan telja stuðn- ingsmenn Borisar (og þeir eru ófáir enn) að hann sé svikari. En hver sem ástæðan kann að vera, þá kann and- staðan við hann að ráða meiru um lokaúrslitin en dálæti á öðrum fram- bjóðendum. Þetta vita Sunak og stuðnings- menn hans í þinginu, svo nú kann það að freista þeirra að „lána“ ein- hverjum öðrum frambjóðanda at- kvæði til þess að velja sér sem þægi- legastan keppinaut í lokakosn- ingunni. Það kann hins vegar að reynast þrautin þyngri að finna út hvaða keppinautur er þægilegastur viðureignar og hvort sú muni reynast raunin þegar á hólminn er komið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.