Morgunblaðið - 19.07.2022, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022
Grátlegt Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu var grátlega nálægt því að tryggja sig áfram í átta liða úrslit í leik sínum gegn sterku liði Frakklands í gær.
Eggert
Það er kæruleysi að treysta á
stöðugar framfarir.
Á undanförnum árum hefur t.d.
orðið talsverð afturför á sviði ým-
issa samfélagsmála, þ.m.t. stjórn-
mála. Ég hef margoft fjallað um
ýmsar hliðar þessarar þróunar en
tilefni greinarinnar nú er að
benda á yfirstandandi atburði sem
sýna glöggt fáránleika rétttrún-
aðarins sem tröllríður nú stjórn-
málum og samfélagsumræðu.
Eitt helsta einkenni rétttrún-
aðar samtímans, eins og allrar öfgastefnu, er
að skipta fólki upp í hópa og dæma svo það
sem það segir og gerir út frá því hvaða hópi
það tilheyrir. Þetta fer saman við tilhneigingu
til að flokka alla sem fórnarlömb og gerendur.
Því hærra sem menn skora á fórnarlamba-
skalanum, því betra. Fyrir vikið er enginn
maður með mönnum nema vera fórnarlamb.
Réttarríki þarf að vera til þess fallið að
rétta hlut þeirra sem verða fyrir ógæfu eða
óréttlæti. En það þarf að byggjast á raun-
verulegum raunum einstaklingsins, ekki því
hvaða samfélagshópi hann tilheyrir.
Það er hættulegt að senda heilum hópum
þau skilaboð að þeir búi við eilífðarfordóma,
hópnum sé og verði haldið niðri. Þetta gengur
gegn því sem best hefur reynst. Því að hvetja
alla til dáða, til að ná árangri fyrir sjálfa sig og
aðra og minna á að þegar ekki gengur sem
skyldi, megi ekki gefast upp. Þrautseigja og
vinnusemi séu dygðir.
Hvað veldur?
Tvö atriði haldast í hendur hjá þeim sem
tala mest fyrir því að skipta fólki upp í hópa
eilífðarfórnarlamba og gerenda.
1. Vandamálabransinn sem er sívaxandi at-
vinnugrein. Þar snýst starfið oft um að við-
halda vandamálum og gera sem mest úr þeim
fremur en að leita lausna. Ef vandinn leysist
eða minnkar, þá minnkar þörfin fyrir þá sem
berjast gegn vandanum (og fjárveitingarnar).
2. Of margir leita sjálfsupphafningar með
því að sýnast betri en aðrir. Því
verri sem hinir eru, þeim mun
betri er viðkomandi í saman-
burði að eigin mati. Fyrir vikið
leyfir þetta fólk enga gagnrýni
en notar hvert tækifæri til að
saka alla sem eru ósammála um
fordóma og beita öllum hinum
verstu stimplum óspart.
Í kringum þetta hefur byggst
upp heilt kerfi, þar sem margar
stofnanir, fyrirtæki og flokkar
sjá hag sínum best borgið með
því að fylgja þróuninni eða
keyra hana áfram eins og mest
„woke-ríkisstjórn Íslandssögunnar“ (núver-
andi stjórn).
Þegar rökin skortir, hjálpa þessar aðferðir
hugsanlega til við að þagga niður umræðu og
upphefja sjálfan sig í eigin huga en þær eru
ekki líklegar til að hjálpa þeim sem raunveru-
lega hallar á. Í því efni hefur alltaf reynst best
að líta á alla sem jafnréttháa einstaklinga
fremur en sem hluta af hópi þar sem eitt eigi
við um alla.
Kynþáttahyggja
Einmitt þegar nánast allir á Vesturlöndum
voru hættir að dæma fólk út frá kynþætti, tók
rétttrúnaðargengið með sína hóphyggju upp á
því að láta allt snúast um að flokka fólk eftir
kynþætti.
Þeir sem beygja sig ekki undir nýja vinstrið
eru sakaðir um kynþáttafordóma. Þegar ekki
var hægt að benda á raunverulega fordóma,
voru búin til hugtök á borð við ósýnilega,
undirliggjandi og kerfislæga fordóma. Vand-
inn má náttúrlega ekki hverfa.
Þetta er mikið hættuspil og algjört brott-
hvarf frá boðskap Martins Lúthers King um
að fólk skyldi ekki dæmt út frá lit húðarinnar
heldur hinum innri manni. Þessi nýja kyn-
þáttahyggja hefur illu heilli skotið upp koll-
inum á Íslandi ásamt öðrum delluhugmyndum
úr smiðju hinnar nýju vöktu (woke) rétttrún-
aðarhreyfingar.
Fréttir frá Bretlandi
Í Bretlandi hafa woke-öflin náð meiri fót-
festu en víðast hvar annars staðar. Þar í landi
líta rétttrúnaðarmenn svo á að það að styðja
Íhaldsflokkinn eða að hafa kosið með útgöngu
landsins úr ESB sem ótvírætt merki um kyn-
þáttafordóma.
Skiptir þá engu máli þótt engin ríkisstjórn
hafi haft eins hátt hlutfall þeldökkra ráðherra
og núverandi stjórn Íhaldsflokksins. Nýja
vinstrið virðist líta á þessa ráðherra sem hálf-
gerða svikara (vegna þess að þeir séu í hópi
sem átti að „tilheyra“ vinstrinu).
En nú vill svo til að flokkurinn hefur efnt til
leiðtogakjörs (eftir um margt furðulega at-
burðarás sem er utan við efni þessarar grein-
ar). Nýr formaður verður strax forsætisráð-
herra. Kjörið fer þannig fram að þingmenn
flokksins kjósa á milli frambjóðenda þar til
tveir standa eftir og þá fá loks almennir flokks-
menn a velja á milli þeirra sem eftir standa.
Helmingur þeirra sem komust í leiðtoga-
kjörið eru hörundsdökkir. Meirihlutinn var
konur. Svo voru sagðar fréttir af því að þrír
frambjóðendanna væru í uppáhaldi hjá svo-
kölluðum hægri armi þingflokksins. Þar var
átt við þingmenn úr tveimur hópum í þinginu.
Annar hópurinn snýst um andstöðu við ESB-
aðild og hinn um að auka heilbrigða skynsemi í
pólitík. Það segir sína sögu að fyrir vikið voru
meðlimir kallaðir hægrimenn.
Þessir svokölluðu hægrimenn reyndust
miklir stuðningsmenn þriggja kvenna sem all-
ar eru af erlendum uppruna. Priti Patel innan-
ríkisráðherra og Suellu Bravermann dóms-
málaráðherra, sem báðar eru af indverskum
uppruna auk Kemi Badenoch, sem ólst upp í
Nígeríu en settist svo að í Bretlandi þar sem
hún vann fyrir sér með því að steikja hamborg-
ara á meðan hún lærði verkfræði.
Kemi Badenoch
Patel hætti við framboð til að kljúfa ekki
„hægri vænginn“ og Braverman er dottin út úr
kjörinu þar sem fimm þingmenn standa eftir
þegar þetta er skrifað. En vinsældir hinnar 42
ára Badenoch hafa aukist jafnt og þétt, enda
hefur hún reynst ófeimin við að standa gegn
öllu rétttrúnaðarruglinu. Í stað þess að reyna að
fljóta með straumnum, gagnrýnir hún óhikað
allt frá kynþáttaþráhyggju vinstrimanna og
gallaðri innflytjendastefnu að óraunhæfum
áformum í loftslagsmálum.
Nú er svo komið að kannanir benda til að
Kemi Badenoch njóti yfirburðastuðnings meðal
almennra flokksmanna og að hún myndi vinna
hvern hinna sem er í lokaumferðinni.
Hvernig má þetta vera? Eru ekki kjósendur
Íhaldsflokksins upp til hópa rasistar eins og
nýja vinstrið þreytist ekki á að benda á? Eða
getur verið að kenningar um að allir aðrir en
,,hinir góðu“ séu fávísir og fordómafullir, sé ein-
faldlega tóm della? Getur verið að skynsamt
fólk líti fyrst og fremst á skoðanir, stefnu og
færni fremur en húðlit og kyn?
Badenoch á þó ekki sigurinn vísan því fyrst
þarf hún stuðning þingflokksins til að komast í
tveggja manna úrslit. Flestir telja að það muni
reynast þrautin þyngri, enda „flokkseigendur“
Íhaldsflokksins ólíklegir til að veita henni braut-
argengi.
Þó má ekki gleyma því að til viðbótar við þá
þingmenn sem taka ákvarðanir út frá prinsipp-
um er enn stærri hópur sem hugsar fyrst og
fremst um hvaða formaður og forsætisráðherra
sé líklegastur til að skila þeim sigri í næstu
þingkosningum. Ef þessir þingmenn telja að í
næstu kosningum séu kjósendur líklegri til að
kjósa út frá prinsippum og sannfæringu en
straumum tíðarandans, gætu þeir séð hag sín-
um best borgið með því að styðja Badenoch.
Geri þeir það (í andstöðu við flokkseigendur)
er óhætt að spá því að Íhaldsflokkurinn muni
slá met með því að vinna fimmtu þingkosning-
arnar í röð.
Eftir Sigmund Davíð
Gunnlaugsson
» Í stað þess að reyna að
fljóta með straumnum,
gagnrýnir hún óhikað allt frá
kynþáttaþráhyggju vinstri-
manna og gallaðri innflytj-
endastefnu að óraunhæfum
áformum í loftslagsmálum.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er formaður Miðflokksins.
Rétttrúnaðarfordómar falla