Morgunblaðið - 19.07.2022, Page 17

Morgunblaðið - 19.07.2022, Page 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022 Góð heyrn glæðir samskipti Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Pantaðu tíma í HEYRNAR GREININGU Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is Á leið minni norður í Þingeyjarsýslu á Niss- an Leaf-rafmagnsbíl þurfti ég að stoppa á nokkrum stöðum til þess að hlaða. Í öllum tilfellum var þetta kjörið tækifæri til þess að fá sér næringu eða teygja úr sér og mér telst til að þetta hafi lengt ferðatímann um 1½ klst. sem er innan þolanlegra marka á 450 km leið. Reikningar sem ég fékk fyrir kaupum á raf- magni á leiðinni bættu upp töfina því eins og sýnt er í töflu 1 voru þeir á verði eins hamborgara og til samanburðar er reikningur fyrir bensínbíl, sjá töflu 1. Munurinn er 4,4 faldur rafmagns- bílnum í hag, þrátt fyrir þrefalt raf- magnsverð á hraðhleðslustöðvum. Framleiðsla olíulíkis (rafelds- neytis) í stað jarðefnaeldsneytis er mikilvægur hluti af áætlunum stjórnvalda um kolefnislaust Ísland árið 2040. Í töflu 2 er samanburður á orkunotkun bíls sem gengur fyrir rafmagni annars vegar og olíulíki hins vegar, sjá töflu 2. Hér er munurinn 5,7-faldur raf- magninu í hag á grundvelli orku- notkunar. Áhugavert er að skoða þessar niðurstöður í ljósi þeirra orkuskipta sem fyrirhugaðar eru til þess að knýja núverandi bíla-, fiski- skipa- og flugvélaflota. Losun gróðurhúsalofttegunda á ábyrgð Íslands Það getur verið erfitt fyrir hinn almenna borgara að átta sig á því talnaflóði sem við fáum í fangið þeg- ar rætt er um loftslagsmál en hér verður reynt að varpa ljósi á stöð- una með talnaefni sem fengið er m.a. af vef Umhverfisstofnunar. Þótt við búum við einstakar að- stæður til umhverfisvænna lífshátta er losun okkar á íbúa með því mesta sem gerist í heiminum eða 8,2 tonn CO2-íg./íbúa (án stóriðju) en með- altal innan ESB er 5,7 t/íbúa og á heimsvísu 4,6 t/íbúa. Munurinn á Ís- landi og ESB felst í hærri losun í fiskveiðum, vegasamgöngum, land- búnaði og úrgangi. Losun á beinni ábyrgð stjórn- valda nemur 3.000 kt. CO2-íg. og þar af er losun vegna bruna jarð- efnaeldsneytis um 1.840 þús. t CO2- íg. eða um 62% af heildarlosun. Til samanburðar er heildarlosun heims- ins 35 mill. kt. CO2-íg þannig að við erum ábyrg fyrir um 1/10.000 af heimslosuninni en til samanburðar er íbúafjöldi Íslands um 1/20.000 af heiminum. Um 80% af orkunotkun okkar er frá endurnýjanlegum orkulindum en er á heimsvísu 11% og við gætum því verið framarlega m.v. aðrar þjóðir. Frá árinu 1990 hefur hlutfall end- urnýjanlegra orkugjafa hérlendis hækkað úr 66,8% í 81,7% en á sama tíma hefur notkun jarðefnaelds- neytis aukist um 45%. Meginhluti losunar okkar skýrist af mikilli notkun olíu og almennri neyslu. Ís- lendingar framleiða þjóða mest af raforku á mann eða um 29 TWt sem jafngildir 1/1.400 af heimsfram- leiðslunni og 15-faldri meðalnotkun í heiminum en um 80% hennar fer til stóriðju. Engu að síður eru uppi áform um að auka raforkufram- leiðslu Íslands um allt að 124% eða 24 TWt til ársins 2040 sem jafn- gildir um 3.500 MW eða 5 Kárahnjúka- virkjunum. Þetta er liður í því að gera Ís- land óháð jarð- efnaeldsneyti á landi, sjó og lofti fyrir árið 2040. Íslendingar flytja inn um 900 þús. t af jarðefnaeldsneyti árlega sem er þreföld meðalneysla í heim- inum. Skuldbindingar Íslands Af heildarlosun Íslendinga ber orkufrekur iðnaður ábyrgð á um 38% losunar. Losun sem heyrir undir beina ábyrgð Íslands skiptist þannig: Orka 59% þar sem stærsti liðurinn er vegasamgöngur (33%), fiskiskip (18%) og önnur losun vegna bruna (8%). Afgangurinn kemur frá jarðvarmavirkjunum (6%), landbúnaði (21%), úrgangi (7%) og iðnaðarferlum (7%). Skv. samningi sem gerður var í kjölfar Kyoto-loftslagsráðstefnunnar árið 1997 skuldbatt Ísland sig til að draga úr losun um 5% á árunum 2008-12 m.v. 1990 en reyndin var aukning um 26%. Á seinna skuld- bindingartímabili 2013-20 var samið um 20% samdrátt en reyndin var aukning um 20% sem jafngildir 1.700 kt. CO2-íg. Í framhaldi af Glasgow loftslagsráðstefnunni árið 2021 settu svo Evrópusambandið, Noregur og Ísland sameiginlega fram markmið um að draga úr los- un um a.m.k. 55% fyrir árið 2030 og fullt kolefnishlutleysi árið 2040 og er þetta aukinn niðurskurður miðað við fyrri áform um 40% í kjölfar loftslagsráðstefnunnar í París árið 2015. Þessi áform eru svar við þeirri svörtu mynd sem sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna (IPPC) hefur dregið upp af fyrirsjáanlegri hækk- un hitastigs á jörðinni og sinnuleys- is þjóða heims við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því þarf að bretta upp ermarnar og eins og okkur Íslendingum er tamt bíðum við þar til allt um þrýtur og þá er gripið til stórtækra aðgerða. Til þess þarf að ráðast í stórfelldar virkjanaframkvæmdir til þess að hægt sé að framleiða olíulíki sem unnið er með rafmagni. Niðurlag Frá fyrstu loftslagsráðstefnunni í Ríó 1992 hafa þjóðir heims dregið lappirnar og ljóst er að til þess að ná markmiðum um hlýnun innan 2oC þarf að gerbylta orkufram- leiðslu í heiminum. Við getum sýnt gott fordæmi en megum ekki fara fram af kappi fremur en forsjá. Í næstu grein mun ég viðra þá mögu- leika sem við höfum. Staðreyndir um orkuskipti Eftir Egil Þóri Einarsson » Orkuskipti eru svar Íslendinga við lofts- lagsvandanum. Vert er að skoða hagkvæmni þeirra og fara ekki fram af kappi fremur en forsjá. Egill Þórir Einarsson Höfundur er efnaverkfræðingur. egill.einarsson@heimsnet.is Samanburður á aksturskostnaði Tafla 1. Samanburður á aksturs- kostnaði rafmagns- og bensínbíls Tafla 2. Samanburður á aksturskostnaði fyrir rafmagn og olíulíki Bíltegund: Rafmagn Bensín Eyðsla 20 kWst á 100 km 7 lítrar á 100 km Eldsneytis- verð 50 kr./ kWst 350 kr./l Kostnaður 2.500 kr. 11.000 kr. Tegund eldsneytis: Rafmagn Olíulíki Orkunotkun við framleiðslu 16,2 kWst/l Eyðsla 7 lítrar á 100 km Rafmagnsnotkun á 100 km 20 kWst 113 kWst Alþjóðasundsam- bandið hefur nýlega að ráði vísindaráðs þess sett fram hvaða skilyrði transkonur verði að uppfylla til að megi keppa á heimsmeistaramótum í sundi. Forystumenn Sundsambands Ís- lands hafa verið gagnrýndir fyrir að styðja vísindaráð Sundsambandsins. Hér var ekki um bann að ræða heldur leyfi. Meginþorri transkvenna er útilok- aður frá slíkri keppni samkvæmt áratuga gömlum reglum. Líkur eru á að fleiri Alþjóðasérsambönd geri það sama. Þetta er viðkvæmt mál og virðist flókið en er rökrétt. Fróðlegt er að sjá jákvæð ummæli íþróttakvenna um þessa niður- stöðu á vefsíðu Alþjóðasundsam- bandsins. Karlar og konur hafa um aldir verið aðskilin í íþróttum ekki síst að ósk kvenna. Karl(líkaminn) er óneitanlegri sterkari og almennt kennt um testósteróni. Þetta má sjá greinilega í kastgreinum frjálsíþrótta þar sem sem kastá- höld kvenna eru um helmingi létt- ari en karla en kastlengdir styttri. Testósterón er framleitt aðallega í eistum karlmanna en einnig í litlu magni í eggjastokkum kvenna. Eðlilegt magn hvors kyns er þekkt og skilgreint. Bæði kynin hafa orðið uppvís að taka testó- sterónskyld lyf oftast nefnd sterar (ólöglega) til að bæta árangur en það varðar refsingu. Eftir að hafa verið 12 ár í nefnd til að tryggja réttmætan aðskilnað kynja og útiloka ávinning af testó- sterón (stera-) notkun tel ég mig geta og vera skylt að varpa nokkru á ljósi á þessi mál án þess að vera nú nokkur álitsgjafi eða ákvörðunaraðili í úrlausn. Ég vísa til fyrri skrifa minna um skyld mál í Morgunblaðið 2009. Nokkur dæmi eru um að karl- menn hafi viljað lauma sér í raðir kvenna til að ná árangri. Þekkt- asta dæmið er að japanskur karl reyndi að keppa í hástökki kvenna á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Konum hefur augljóslega ekki líkað það og ekki vilj- að aðra í sínar raðir en líffræðilegar venjulegar konur og án hormónaávinnings, hvort sem er með- fæddur eða vegna neyslu. Þekktustu vafamálin eru hinar karlmannlegu rúss- nesku Press-systur sem unnu margar greinar í frjáls- íþróttum en hættu að keppa þegar litningapróf voru tekin upp til kyngreiningar. Meginverkefni læknaráða íþróttasambanda hefur því ekki aðeins verið lyfjaeftirlit heldur einnig kyngreining skv. mismun- andi aðferðum yfir árin til að tryggja að í kvennagreinum væru aðeins, ef segja mætti, líffræði- legar eðlilegar konur. Þetta var lengst af gert með með litninga- prófi úr munnstroki en var ekki nákvæmt og gat valdið misskiln- ingi. Það varð nánast uppnám meðal íþróttakvenna þegar Caster Seme- nya keppti á heimsmeistaramótinu í Berlín 2009 og vann sín hlaup með yfirburðum. Íþróttakonurnar sögðu blákalt: þetta getur ekki verið kona. Caster Semenya var eftir það ekki í sviðsljósinu í all- langan tíma en í rannsóknum. Setu minni í Læknanefnd Alþjóða- frjálsíþróttasambandsins var þá lokið svo ég hef aðeins upplýs- ingar eins og aðrir úr fjölmiðlum. Það mun hafa komið í ljós að hún var með mjög aukna testósterón- framleiðslu og ætla má því hún sé intersex. Henni var síðan bannað að keppa í 400 og 800 metra hlaupum, hennar sterkustu grein- um. Aðrar konur höfðu mælst með aukið testósterónmagn á þessum tíma án þess að hafa tekið lyf og var gert að láta lækka framleiðsl- una eða vera utan íþrótta. Transkonur eru sérstakur hópur sem eru utan aldagamalla hefða í aðgreiningu kynja í íþróttum. Í einfaldasta máli leyfi ég mér að segja að það séu karlar sem hafa látið fjarlægja kynkirtla (eistu) og taka síðan kvenhormón. Breytilegt er hvenær kynbreyting (á ensku sex change) á sér stað en þangað til þróast og styrkist líkami verð- andi transkonu undir áhrifum testósteróns. Litningapróf munu þó alltaf vera karlkyns. Skurð- aðgerðir breyta engu um það. Transkonur mundu því alltaf falla á kyngreiningarprófi. Keppnis- þátttaka transkvenna hefur verið óvissuvandamál um nokkurn tíma. Nokkrar transkonur hafa verið útilokaðar vegna þess að testó- sterón var of hátt. Nokkur tilfelli eru þekkt úr einstaklingsíþróttum þar sem karl sem var afreksmaður hafi unnið með yfirburðum í kvennakeppni eftir kynbreytingu. Færa má rök fyrir því að kyn- breyttir karlar, þ.e. transkonur, gætu yfirtekið allar einstaklings- íþróttir kvenna sem skýrir að hluta hvers vegna margar venju- legar íþróttakonur hafa neitað að keppa við transkonur. Þátttaka transkvenna í kvenna- greinum var þegar háð takmörk- unum vegna litninga karls. Úr- skurður læknanefndar Alþjóða- sundsambandsins var ekki að banna transkonum að keppa held- ur leyfa transkonum þátttöku ef kynbreyting væri gerð það snemma á æviferli að engin áhrif yrðu til langframa af testósteróni. Þessi ákvörðun á að sinni aðeins við efstu mót. Ef til vill verður fundin málamiðlun eftir kynbreyt- ingu síðar á æviskeiðinu og fyrir þátttöku á lægri stigum íþrótta en meginatriði er að venjulegar kon- ur séu sáttar, annars keppa þær ekki við transkonur. Ég óska öllu hinsegin fólki vel- farnaðar í sínu einkalífi. Keppnisleyfi/bann transkvenna Eftir Birgi Guðjónsson »Keppnisskilyrði transkvenna verða að vera slík að venjuleg- ar konur treysti því að þau veiti ekki yfirburði, Annars keppa þær ekki við transkonur. Birgir Guðjónsson Höfundur er sérfræðingur í lyflækn- ingum og var í læknanefnd Alþjóða- frjálsíþróttasambandsins í 12 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.