Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Erlent handverksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16. Pútthópur kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00. Prjónað til góðs kl. 8:30-12:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Mynd- listarhópurinn Kríur kl. 12:30-15:30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13:00- 13:10. Bónusrútan kl. 13:10. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-10:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13:00-13:10. Söguganga um hverfið kl. 13:30-14:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi 10.00 Gönguhópur frá Jónshúsi 13.45-15.15 Kaffiveitingar Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könnunni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10:00. Listaspírur kl. 13:00. Verið öll velkomin. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Bridge kl. 13:00. Stutt ganga kl. 13:30.Tækniaðstoð kl. 14 -15. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Þriðjudagur: Boccia kl. 10:00. Helgistund í Borg- um kl. 10:30. Spjallhópur í Listasmiðju kl. 13:00. Söngstund með Bjarna Hall sem spilar og syngur klassísk íslensk lög í bland við nýrri kl. 13:00. Gleðin býr í Borgum. Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Opin handverksstofa 9:00-12:00 - Hópþjálfun í setustofu kl. 10:30-11:00. Qi- Gong í hand- verksstofunni 13:30-14:30. Opin handverksstofa 14:30-16:00 og síðdegiskaffi kl.14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Öll hjartanlega velkomin til okkar :) Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning 21x125mm, panill 10x85mm, pallaefni 21x145mm, 21x140, 90x21mm, útihurðir 5,4cmx210cm (80,90 og 100cm) o.fl. Eurotec skrúfur, Penofin og Arms- trong Clark harðviðarolíur. NÝKOMIÐ BANKIRAI HARÐVIÐUR 21X145MM VERÐ 1.950 KR LENGDARMETERINN slétt beggja megin fasað og ofnþurrkað. Lengdir frá 2.44 metrar upp í 5,50 metrar. Upplýsingar hjá Magnúsi á magnus@vidur.is og í símum 6600230 og 5611122, og frá 10-14 á Indus ,Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði. Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ Guðmundur Einarsson fæddist á Þóru- stöðum í Ölfus- hreppi í Árnes- sýslu 7. maí 1943. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 10. júlí 2022. Foreldrar hans voru Guðmundur Einar Kristinsson bifreiðarstjóri, f. 18.3. 1911, d. 27.1. 1949 og Guðrún Guð- mundsdóttir húsfreyja, f. 16.5. 1910, d. 2.10. 1999. Fósturfaðir Guðmundar var Hjörtur Stur- laugsson bóndi, f. 7.4. 1905, d. 30.7. 1985. Systkini Guðmundar eru Svavar Einarsson, f. 23.6. 1934, Kristján Einarsson, f. 14.1. 1940, d. 26.8. 2004, Arndís Hjartardóttir, 16.11. 1950, Ein- ar Hjartarson, f. 18.5. 1953 og Guðbjörg Hjartardóttir, f. 29.3. 1955. Einnig átti hann fóstur- systkini: Sverrir Hjartarson, f. 16.5. 1931, d. 3.5. 2009, Bern- harð Hjartarson, f. 10. maí 1932, d. 30.4. 2002, Anna Hjart- ardóttir, f. 26.5. 1935, d. 8.2. 1995 og Hjördís Hjartardóttir, f. 12.5. 1939. Guðmundur kvæntist 6.6. 1965 Ólöfu Borghildi Vetur- aldri á ýmsum bátum. Einnig vann hann um tíma á jarðýtum hjá fyrirtæki tengdaföður síns, Veturliða G. Veturliðasonar frá Úlfsá. Hann stundaði svo nám við Vélskólann á Ísafirði og kláraði vélstjórnarnám í Vél- skóla Íslands og Iðnskólanum á Ísafirði. Lengst af var Guð- mundur yfirvélstjóri á Guð- bjarti ÍS 16. Árið 1986 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Skipsbækur ehf. sem enn er starfandi. Árið 1989 hætti hann sjómennsku og kom í land og hóf störf við Menntaskólann á Ísafirði, við kennslu á vélstjórnargreinum. Meðfram kennslu stundaði hann nám í Kennaraháskóla Ís- lands og öðlaðist kennslurétt- indi. Einnig var hann for- stöðumaður Farskóla Vest- fjarða frá stofnun sem seinna varð Fræðslumiðstöð Vest- fjarða. Starfaði hann við kennslu þar til hann komst á aldur en hélt áfram námskeiða- haldi í vélstjórn og útgáfu kennslubóka í ýmsum verk- námsgreinum þar til heilsan fór að stríða honum. Guð- mundur og Ólöf, eða Mundi og Lóa eins og þau voru kölluð, reistu sér fallegt hús við Mó- holt 1 á Ísafirði og bjuggu þar í 38 ár. Seinna keyptu þau sér íbúð á góðum stað í miðbæ Ísa- fjarðar. Útför fer fram frá Ísafjarð- arkirkju í dag, 19. júlí 2022, klukkan 14. Útförinni verður streymt frá facebooksíðu Við- burðastofu Vestfjarða. liðadóttur, f. 24.2. 1948, d. 5.4. 2022. Börn þeirra eru: 1) Hulda Salóme, f. 10.6. 1964, maki Halldór V. Magn- ússon, f. 6.10. 1967. Þau eiga samanlagt fimm börn og fjögur barnabörn og eitt barnabarn á leið- inni á næstu dög- um. 2) Hjálmar, f. 2.12. 1965, maki Kolbrún Kristjánsdóttir, f. 30.4. 1965. Þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 3) Steingrímur Rúnar, f. 10.4. 1975, maki Sæunn Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 21.11. 1977. Þau eiga þrjár dætur. 4) Krist- ín, f. 2.7. 1978. Hún á tvo syni. Guðmundur ólst upp í Hveragerði fyrstu fimm árin. Er faðir hans féll frá fluttist fjölskyldan vestur á firði. Guð- mundur og bræður hans fóru fyrst í fóstur til móðursystra sinna og fluttu svo seinna í Fagrahvamm í Skutulsfirði með móður sinni, þar sem Hjörtur Sturlaugsson bóndi í Fagrahvammi gekk þeim bræðrum í föðurstað. Guð- mundur gekk þar í barnaskóla. Hann fór fljótt á sjóinn og stundaði sjómennsku frá unga Við hittumst fyrir nokkrum dögum og þegar við kvödd- umst, grunaði mig ekki að svona stutt væri eftir af dvöl míns kæra mágs hér í þessu jarðlífi. Guðmundur Einarsson eða Mundi eins og hann var alltaf kallaður ólst upp í Fagra- hvammi, rétt hinum megin við ána og hef ég þekkt hann alla mína ævi. Á æskuárum okkar í firðinum var mikill samgangur á milli Fagrahvamms og Úlfs- ár, mörg börn á báðum bæjun- um og áttum við systkinin á Úlfsá flest vini og jafnaldra í börnunum í Fagrahvammi. Mundi var góður námsmað- ur, en sem ungur maður hélt hann ekki áfram námi eftir landspróf, sjálfsagt hefur lífs- baráttan átt þar sinn þátt í því. Frekara nám beið þar til síðar, hann fór á sjóinn sem átti eftir að vera starfsvettvangur hans stóran hluta ævinnar. Hann sótti síðar nám í Vélskóla Ís- lands og náði sér þar í réttindi sem vélstjóri og var hann lengst af 1. vélstjóri á togar- anum Guðbjarti. Hann átti síð- ar eftir að sækja sér frekari menntun er hann breytti um starfsvettvang og gerðist kenn- ari í vélstjórnarafræðum við Menntaskólann á Ísafirði. Það var ekki upphafið á kennara- starfi Munda, því hann var kennarinn minn síðasta vetur- inn í barnaskólanum í firðinum, árið 1965, þá aðeins 22 ára gamall og leysti hann það vel af hendi eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur. Það átti vel við hann að kenna og gefa af sér og skrifaði hann m.a. fj0lda námsbóka. Mundi fór ekki langt að sækja sér konuefni, aðeins rétt yfir ána, en hann og Lóa systir mín felldu hugi saman mjög ung. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn og er afkom- endahópurinn frá þeim sá fjöl- mennasti í okkar systkinahópi. Hann var mikill fjölskyldumað- ur og góður pabbi. Þau hjón Mundi og Lóa voru einstaklega gestrisin og alltaf gaman að koma til þeirra. Mundi var jafnan í aðalhlut- verki í eldhúsinu og naut sín vel í því hlutverki. Hann var einstakt snyrti- menni og alltaf að gera fínt á heimilinu. Þau hjón byggðu sér einbýlishús að Móholti 1 og var mér treyst til að gera verk- fræðiteikningarnar, þá rétt skriðinn úr skóla. Þetta var eitt fallegasta húsið á Ísafirði og bar húsið og sérstaklega garð- urinn einstakt merki um natni og smekkvísi eigendanna. Mundi var alltaf að mála og hafði næmt auga fyrir litum. Það var ekki sjaldan sem hann var kallaður til rágjafar varð- andi litaval á málningu eða veggfóðri þegar framkvæmdir stóðu yfir á Úlfsá hér í den. Sem reyndur vélstjóri komst hann að því að nauðsynlegt væri að gera betri véladagbæk- ur en þær sem þá voru í notk- un. Hóf hann þá útgáfu slíkra bóka í samræmi við eigin hug- myndir og var hann útgefandi þeirra allt fram á síðasta dag, auk annarra skipsbóka sem hann hannaði og gaf út. Að leiðarlokum þökkum við Helga kærum mági og svila samfylgdina og sendum Huldu, Hjálmari, Steingrími og Krist- ínu og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guð- mundar Einarsonar. Stefán B. Veturliðason. Fyrstu minningarnar mínar um hann Munda frænda í Fagrahvammi eru þegar ég sem pottormur var í pössun hjá Rúnu frænku. Þar elti ég hann um allt, hvert sem hann fór. Ég var það smár að ég var ennþá með snuð, en það fannst Munda ekki gáfulegt. Um kvöldið þeg- ar við vorum að fara að sofa, komnir upp í herbergi, þá tókst honum að koma mér upp að opnum glugga, þar sem ég missti snuðið út um gluggann. Mundi sagði að það væri ekki þorandi að fara út í myrkrið, kálfurinn væri mannýgur og við yrðum að bíða morguns. Um morguninn var svo kálfurinn búinn að éta snuðið. Á þessum árum voru Hjörtur og Rúna að stækka Fagrahvamm. Pabbi var þar að hjálpa og ég fylgdi oft með. Á meðan pabbi smíð- aði vorum við Mundi við bú- störfin. Þá man ég þá daga sem við fórum í fjósið að mjólka. Þegar komið var inn þurfti að þrífa sig. Til að ná fjósalyktinni af sér sagðist Mundi nota rak- sápu þegar hann færi í bað og ráðlagði mér slíkt hið sama. Flott ráð og dugandi. Held að hann hafi þá oft þurft að fara yfir ána að Úlfsá, þar sem Lóa bjó. Þegar við vorum stærri klifruðum við upp í rafmagns- stæðuna sem var fyrir utan húsið. Í stæðunni var þverslá sem við sátum á, þar stafaði hann með nagla og hamri „Ön- undur var hér 1954“. Þennan staur tók ég svo niður árum seinna, sem starfsmaður Raf- veitunnar, og setti hann niður við Miðtún á Ísafirði. Þarna var minningin meitluð í tré. Ég keypti fyrsta reiðhjólið mitt af Munda. Það tók mig tvo daga að fá hjólið, hann var svo vandvirkur í viðgerðunum á hjólinu að ég mátti ekki fá það fyrr en allt væri í topplagi. Ég átti hjólið fram á fullorðinsár. En vinskapur okkar hélst alla tíð. Við heimsóttum hvor annan oft á meðan ég bjó fyrir sunn- an. Þegar ég svo flyt vestur 1991 urðu samskipti okkar mik- ið nánari. Við stunduðum gufu- baðið í Bolungarvík einu sinni í viku í 25 ár. Hver á að keyra og hvenær á að leggja af stað? Mundi hringdi og kveðjan var þessi: Ég keyri Sánabræður í dag, verð hjá þér klukkan 16:29:30. Þá átti hver og einn að vera klár, það átti aldrei að láta bíða eftir sér. Í gufubaðinu fræddumst við um kvótann og útgerð, þar var rætt um mis- munandi vélar og rekstur þeirra. Mundi var vel heima í öllu sem viðkom útgerðinni og varði þar allt með miklum ákafa. Hann var mikill verka- lýðsmaður og bar velferð sjó- manna fyrir brjósti. Honum var mjög illa við að talað væri niður til útgerðarinnar svo að ekki sé minnst á sjómennina sjálfa, þeir áttu hug hans allan. Hvar sem rætt var um Munda sem vélstjóra eða kennara, bar öll- um saman um hversu mikill snillingur hann var. Ég veit dæmi þess að hann fór heim til nemenda sinna, sem mættu illa, til að hvetja þá áfram. Einn nemandi hans sagði við mig að hann hefði örugglega lent í ruslinu ef Mundi hefði ekki komið til hans og hvatt hann og sýnt honum fram á hvað hann væri mikils virði fyrir alla í kringum hann. Hver maður skipti hann máli. Með þessum fáu orðum vil ég þakka þér frændi alla vináttu og samveru. Við Gróa vottum afkomend- um hans okkar innilegustu samúð. Önundur Jónsson. Mig langar að minnast vinar míns Guðmundar Einarssonar með þakklæti fyrir vináttu og kærleika undanfarin ár. Kæri Guðmundur, ég held ég verði að fá að kalla þig bróður þó svo að við séum ekkert skyldir en við höfum kallað hvor annan bróður síðan við kynntumst, en við tilheyrum báðir ákveðnum félagsskap sem okkur báðum er mjög svo annt um. Það var eitthvað sérstakt við þetta kvöld á Tenerife þegar við hittumst fyrst á Hotel Troya. Við sátum þarna við borð í garðinum með Kjartani Trausta fararstjóra þegar þið Lóa löbbuðuð framhjá, hann kallaði á ykkur Lóu og upp- hófst mikið spjall. Við dróg- umst á einhvern hátt mikið saman, sérstaklega þegar við áttuðum okkur á því að við vor- um báðir og Lóa líka í sama fé- lagsskapnum. Eftir þetta héld- um við saman ég, Guðlaug, þú og Lóa þín. Þarna vorum við saman í þrjár vikur í góðu yf- irlæti og byrjuðum strax að huga að næsta fríi á Tenerife. Við töluðum oft saman eftir að heim kom og að endingu ákváðum við að fara á sama hótel, Hótel Troya, og vera í fimm vikur sem og við gerðum öll í góðum gír og góðum fé- lagsskap. Þegar leið á þessar fimm vikur byrjuðum við að huga að næsta fríi og þá skyldi það vera í sjö vikur og aftur héldum við á Hótel Troya á Tenerife. Alltaf jafn gaman en Lóa þín var orðin hálflasin er leið á tímann, en hún var seig og var alltaf með þegar við fór- um eitthvað. Síðasta árið sem við ferðuðumst saman var til Benidorm en þá varst þú 70 ára og hélst upp á afmælið þar og auðvitað fylgdum við með, ég og Guðlaug. Þú varst seigur, hélst áfram að gefa út kennslu- bækur fyrir væntanlega vél- fræðinga og véladagbókin sem þú gafst út er enn vinsæl hjá sjómönnum. Þú sagðir mér ein- hvern tímann að þú hefðir hald- ið að dagar véladagbókarinnar væru taldir en það var sko aldeilis ekki þannig. Bókin er enn í fullri notkun hjá flestum útgerðum íslensku þjóðarinnar og þökk sé þér, minn kæri. Við Guðlaug heimsóttum ykkur Lóu fyrir um einu og hálfu ári til Ísafjarðar og við- tökurnar voru frábærar. Svo kært var samband okkar að þegar Lóa þín kvaddi þennan heim þá hringdir þú í mig og sagðir, bróðir, hún Lóa mín kvaddi okkur í morgun. 28 júní sl. hringdir þú í mig en það stóð mjög illa á hjá mér, við töluðum saman í nokkrar mín- útur og ég sagði við þig, ég hringi á morgun eða hinn sem og ég gerði, en ekkert svar. Þú varst stöðugt í huga mér en í dag lít ég svo á að þú hafir ver- ið að kveðja mig. Minn kæri vinur, þið hjón voruð trúaðar manneskjur og við áttum bænastund saman á Hótel Troya og ég trúi því að sá sem öllu ræður og stjórnar hafi tekið vel á móti þér og ég tala nú ekki um Lóu þína sem kvaddi okkur fyrir rétt rúmum þremur mánuðum. Þið eruð sameinuð á ný. Kæri vinur, ég á eftir að sakna þín, símtalanna okkar og vináttu en ég veit að við eigum eftir að hittast í dýrð drottins og ræða málin. Við Guðlaug biðjum góðan Guð um að blessa og varðveita börnin, tengda- börn og öll afabörnin þín og aðra ættingja í þeirra miklu sorg. Guð blessi og varðveiti þig, elsku vinur. Friðrik Ingi Óskarsson. Guðmundur Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.