Morgunblaðið - 19.07.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.07.2022, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022 50 ÁRA Pétur er fæddur og uppalinn í Kópavogi en býr á Selfossi í dag. Hann er með BA-próf í hagfræði og BS- próf í landafræði frá Háskóla Íslands og starfar sem forstöðumaður lánastýringar Viðskiptabanka Íslands- banka. Pétur var áður lána- stjóri í útibúi bankans á Sel- fossi og starfaði hann meðal annars sem sérfræðingur í lánaeftirliti og á fyrirtækja- sviði Íslandsbanka, forstöðu- maður á fyrirtækjasviði Byrs og forstöðumaður eignastýringar VBS fjárfestingarbanka. Pétur ætlar að fagna afmælisdeginum með vinum og fjölskyldu. FJÖLSKYLDA Eiginkona Péturs er Urður Skúladóttir, f. 3.12. 1979, hjúkr- unarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans. Þau eiga fjóra syni: Óttar, f. 4.12. 2004, Ægi, f. 10.8. 2008, Eið, f. 3.5. 2012 og Aðalstein, f. 20.11. 2013. For- eldrar Péturs eru Aðalsteinn Helgi Pétursson, f. 1945, fyrrverandi verslun- armaður, og Sigríður Helga Einarsdóttir, f. 1943. Pétur Aðalsteinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Hugsanir þínar eru bjartar upp á síðkastið og þú heillar alla upp úr skónum. 20. apríl - 20. maí + Naut Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Einfaldasta leiðin er að spyrja. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú mátt ekki ganga fram af sjálf- um þér því það mun hefna sín grimmilega. Snilldarlegar hugmyndir fæðast í dag sem þú átt að framkvæma á næstu mánuðum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Ef þú samþykkir einhvern þýðir það ekki að þú ætlir að verða nákvæmlega eins og hann. Þú ert partur af litlum hópi sem kemur saman með einhverjum hætti í dag. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ert með frábæra hugmynd. Gefðu þér samt tíma til að setjast niður og ræða málin. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú kynnist manneskju, líklega meyju eða vog, og sambandið þróast út í að verða meira. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lyk- ilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Auðvitað átt þú að gleðjast yfir þeim jákvæðu undirtektum sem ráðagerðir þínar fá. Nú er í lagi að bera sig eftir því sem þú óskar þér. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú ert allur í uppnámi að inn- an. Langur og langdreginn hádegismatur í einrúmi er gott mótvægi við ofvirkni dags- ins. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Ekki draga fljófærnislegar ályktanir eða dæma aðra á næstu vikum, ekki er víst að allar forsendur séu deginum ljósari. Láttu þær lönd og leið og haltu þínu striki. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Drífðu þig af stað og sinntu er- indum eða notaðu daginn fyrir stuttar ferð- ir. Hluti af þér vill hætta við allt og byrja upp á nýtt. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Gefðu þér tíma til að stofna til nýrra kynna sem og að rækta samböndin við gömlu félagana. Tengsl við hvers kyns félagasamtök eru líka hagstæð, þú nýtur góðs af samveru við aðra. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Samræður við yfirmenn, maka og foreldra eru erfiðar þessa dagana. Himin- tunglin beina sjónum að frábærum eigin- leikum þínum. París í rúma hálfa öld en dvelur einnig hluta úr vetri á Taílandi. Árið 1989 gaf Erró Listasafni Reykjavík- ur um 2.000 af verkum sínum. Í safn- Hann er einn af forvígismönnum popplistarinnar og evrópska frá- sagnarmálverksins (e. narrative fig- uration). Hann hefur átt heima í G uðmundur Guðmunds- son, betur þekktur und- ir listamannsnafninu Erró, fæddist í Ólafsvík 19. júlí 1932. Hann ólst upp hjá móður sinni í Reykjavík til þriggja ára aldurs en síðar á Kirkju- bæjarklaustri þar sem móðir hans giftist Siggeiri Lárussyni bónda. Faðir Guðmundar var Guðmundur Einarsson frá Miðdal, afkastamikill listamaður sem fékkst við ljós- myndun, grafíklist, teikningu, mál- un, myndhöggvaralist, kvikmynda- gerð og fleira. Erró fór 18 ára gamall til náms í Reykjavík þar sem hann lærði teikningu í kvöldskóla en innritaðist svo í teiknikennaradeild Handíða- og myndlistaskólans. Það var um þetta leyti sem Erró kynntist föðurfjölskyldu sinni í Reykjavík. Guðmundur, faðir hans, studdi Erró til náms í Osló og hvatti hann til þess að elta drauma sína erlendis. Erró lærði myndlist í Listaháskól- anum í Osló 1951-54 og starfaði svo í Flórens á Ítalíu um tíma. Hann stundaði nám í mósaíkmyndagerð í Ravenna og vann við þá iðn í nokkur ár. Erró flutti svo til Parísar árið 1958 þar sem hann kynntist súrreal- istahreyfingunni en borgin var ein- mitt þekkt fyrir að vera miðpunktur súrrealismans. Árið 1958 hóf Erró að vinna samklippimyndir og fór svo til New York í fyrsta sinn árið 1963 þar sem hann komst í kynni við popplistina sem Andy Warhol, þekktur amerískur listamaður, hjálpaði til við að þróa. Popplistin er talin koma á undan póstmódernísku hreyfingunni en aðrir telja hana dæmi um listhreyfinguna á byrjun- arstigi. Erró hóf að nota samklipp- urnar í málverk sín og notaði þá myndvarpa í síauknum mæli. Á sjö- unda áratugnum skrifaði hann undir tímabundinn samning við Gallery Schwartz í Mílanó og tók þá þátt í sýningum víðs vegar um Evrópu en starfaði aðallega með galleríinu Sa- int Germain. Erró hefur verið gríð- arlega afkastamikill í gegnum tíðina og fengist við ýmiss konar listform, og má þá nefna gjörningalist, mál- aralist, kvikmyndagerð, popplist, samklippimyndir og margt fleira. inu er meðal annars að finna mál- verk, vatnslitamyndir, grafíkverk, skúlptúra, klippimyndir og önnur listaverk sem spanna allan feril lista- mannsins. Auk listaverkanna gaf Erró borginni umfangsmikið safn einkabréfa og annarra gagna sem snerta listferil hans. Þessar heim- ildir hafa mikið gildi fyrir rann- sóknir um listamanninn Erró og samtíma hans. Um þessar mundir stendur yfir sýningin Erró: Sprengikraftur mynda, í Hafnarhúsinu á Tryggva- götu 17 en það eru heimkynni Erró- safnsins. Það er ókeypis í Hafnarhús á afmælisdaginn og boðið verður upp á leiðsagnir um sýninguna kl. 12:15 og 16:00. Þá verða afhent viðbótarverðlaun úr listasjóði Guð- mundu S. Kristinsdóttur frá Mið- engi. Sjóðinn stofnaði Erró til minn- ingar um móðursystur sína, Guðmundu. Markmið sjóðsins er að styrkja listakonur með því að veita framlag til viðurkenningar og efl- ingar á listsköpun þeirra. Sýningin var opnuð í apríl síðast- liðnum og stendur yfir fram í lok september. Sprengikraftur mynda er heildstæð úttekt á litríkum ferli listamannsins sem hefur, eins og áð- Erró, listmálari – 90 ára Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Erró hefur verið starfandi í sjötíu ár og er enn virkur. Sýn- ingin Sprengikraftur mynda er heildstæð úttekt á litríkum ferli hans. Sprengikraftur mynda Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Afkastamikill Erró er gríðarlega afkastamikill listamaður og hefur fengist við ýmiss konar listform, þar á meðal gjörningalist, málara- list, kvikmyndagerð og popplist svo eitthvað sé nefnt. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Guðmunduverðlaun Ingunn Fjóla Ingþórs- dóttir hlaut Guðmunduverðlaun í ár en við- bótarverðlaun verða veitt á afmælisdaginn. Til hamingju með daginn Adríel Rökkvi Rink fæddist 29. nóv- ember 2021 kl. 18.05. Hann vó 4.178 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Agnar Rink og Bergdís Sigurðar- dóttir. Nýr borgari Þín upplifun skiptir okkur máli Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Djúsí andasalat Frábær kostur í hádeginu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.