Morgunblaðið - 19.07.2022, Side 27

Morgunblaðið - 19.07.2022, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022 Tæpara gat það ekki verið. Jöfnunarmark Dagnýjar Brynj- arsdóttir gegn Frakklandi hefði skotið Íslandi í átta liða úrslitin á EM, ef Ítalir hefðu nýtt sér yfir- burði gegn Belgum og jafnað metin í Manchester á sama tíma. Þá hefði íslenska liðið verið á leið í leik gegn Svíum á föstu- dagskvöldið, þar sem sæti í undanúrslitum EM hefði verið í húfi. Það var dýrkeypt að vinna ekki Belgana í fyrstu umferðinni. Ísland komst í átta liða úrslit EM 1994 og aftur 2013. Frá þeim tíma hafa framfarirnar í kvenna- fótboltanum verið gríðarlegar og þjóðum sem gera tilkall til að komast í lokakeppni og að kom- ast langt í lokakeppni fjölgar stöðugt. Ísland hefur samt ekki dregist aftur úr eins og búast hefði mátt við. Ísland er enn með eitt af átta til tólf bestu lands- liðum í Evrópu. Það er afrek. Þrátt fyrir að vera langfá- mennasta þjóðin sem hefur kom- ist í lokakeppni EM er Ísland á þeim stað að það teljast dálítil vonbrigði að komast ekki í átta liða úrslit. Langfámennasta þjóð- in mætir á EM og hefur yfirburði í áhorfendastúkunni gegn Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Fótbolti kvenna er í góðri stöðu á Íslandi. Afar góðri stöðu. Á öllum stigum. Á stúlknamót- unum og yngri flokkunum. Í yngri landsliðunum. Í Bestu deildinni. Í A-landsliðinu. Stöð- ugt fleiri íslenskar stúlkur leika með liðum í fremstu röð í Evrópu. Þarna er vaxtarbrodd- urinn í íslenskum fótbolta. A-landsliðskonur Íslands eru frábærar fyrirmyndir sem voru landi og þjóð til sóma á Englandi. Hjá þeim er skammt stórra högga á milli og stutt í næstu áskorun. Í haust freista þær þess að komast á HM í fyrsta skipti. Þær væru alveg vís- ar til þess. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Svíþjóð Sundsvall – Häcken ................................. 1:5 - Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á hjá Häcken á 70. mínútu. Varberg – Helsingborg........................... 0:0 - Óskar Tor Sverrisson kom inn á hjá Var- berg á 64. mínútu. Staðan: Häcken 14 9 4 1 32:19 31 Djurgården 15 9 3 3 33:10 30 AIK 15 8 4 3 21:17 28 Hammarby 14 8 3 3 27:11 27 Malmö FF 15 8 3 4 19:12 27 Kalmar 14 6 3 5 16:12 21 Gautaborg 14 6 3 5 16:15 21 Sirius 14 6 3 5 17:20 21 Elfsborg 14 5 5 4 26:18 20 Mjällby 14 5 5 4 14:13 20 Norrköping 14 4 4 6 16:17 16 Varberg 14 4 3 7 11:22 15 Värnamo 14 3 4 7 12:22 13 Sundsvall 14 3 1 10 15:36 10 Degerfors 14 2 2 10 10:29 8 Helsingborg 15 1 4 10 11:23 7 B-deild: Eskilstuna – Trelleborg.......................... 1:0 - Böðvar Böðvarsson lék fyrstu 63 mín- úturnar með Trelleborg. Danmörk OB – Nordsjælland .................................. 0:2 - Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB á 79. mínútu. Bandaríkin San Jose – Houston Dynamo.................. 1:2 - Þorleifur Úlfarsson skoraði sigurmark Houston á 76. mínútu og var skipt af velli á 80. mínútu. Noregur B-deild: Start – Sandnes Ulf ................................. 1:2 - Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn með Start. 4.$--3795.$ Tvö mörk voru dæmd af Frökk- um með VAR-myndbandsdóm- gæslu. Það fyrra á 68. mínútu vegna rangstöðu og það seinna á 88. mínútu vegna hendi. Gunnhildur fékk vítaspyrnu Þegar sjö mínútur voru liðnar af uppgefnum uppbótartíma var brotið á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í víta- teig franska liðsins. Dómari leiks- ins, Jana Adámková, skoðaði atvik- Morgunblaðið/Eggert Mark Dagný Brynjarsdóttir skipar samherjunum að sækja boltann í mark Frakka eftir að hafa jafnað úr vítaspyrnunni, 1:1, í blálokin. ið sjálf í skjánum áður en hún ákvað að dæma vítaspyrnu. Dagný Brynjarsdóttir steig loks á punktinn eftir langa bið og skor- aði af miklu öryggi og lokatölur því 1:1 í Rotherham. Líkt og í fyrstu tveimur leikjum liðsins varðist íslenska liðið mjög vel í leiknum, heilt yfir. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, gerði þrjár breyt- ingar á byrjunarliði sínu frá leikn- um gegn Ítalíu, þar af tvær í vörn- inni. Hvort þessar breytingar hafi verið nauðsynlegar skal látið ósagt en Glódís Perla og Guðrún Arnar- dóttir voru búnar að ná mjög vel saman í hjarta varnarinnar fram að leik gærkvöldsins. Því spyr maður sig hvort þörf hafi verið á breyting- um á öftustu línunni. Sara kom með ró á miðjuna Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var færð aftar á völl- inn en í fyrstu tveimur leikjunum og það svínvirkaði. Hún var miklu meira í boltanum, róaði spilið og lét svo Frakkana finna vel fyrir því en hún var besti leikmaður íslenska liðsins áður en hún var tekin af velli á 60. mínútu. Heilt yfir var leikur íslenska liðs- ins góður gegn þriðja besta lands- liði heims en eins og í hinum leikj- unum fékk liðið klaufalegt mark á sig og boltinn vildi svo ekki inn hin- um megin á vellinum. Það er gríðarlega margt jákvætt sem íslenska liðið getur tekið með sér úr mótinu og það helsta er ef- laust sú staðreynd að margir leik- menn stigu sín fyrstu skref á stór- móti og blómstruðu. Ungir leikmenn fengu gríðarlega dýrmæta reynslu, þrátt fyrir að lið- ið hafi ekki komst áfram upp úr riðlinum og framtíðin er svo sann- arlega björt hjá kvennalandsliðinu. Framtíðin er björt - Íslenska landsliðið fer taplaust heim af EM eftir þriðja 1:1 jafnteflið - Dagný jafnaði í lok uppbótartímans - Belgar náðu öðru sætinu með 1:0 sigri á Ítölum hátt eftir þessa frammistöðu hérna í Englandi,“ sagði Sara. Íslendingar hafa fjölmennt til Englands og stutt þétt við bakið á liðinu á Evrópumótinu. „Ég verð bara meyr þegar ég tala um þennan stuðning. Í hverjum einasta leik var stúkan blá. Það er ótrúleg upplifun að sjá fjölskyld- urnar okkar í stúkunni og allt þetta fólk sem er að ferðast frá Íslandi til að koma til þess að styðja okkur. Mér leið eins og ég væri á heima- velli allt mótið, sem var algjörlega magnað,“ bætti Sara Björk við. Bjarni Helgason í Rotherham bjarnih@mbl.is „Þetta er ótrúlega svekkjandi en á sama tíma er maður ótrúlega stolt- ur,“ sagði Sara Björk Gunnars- dóttir, fyrirliði íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli Evrópumótsins á New York-vellinum í Rotherham í gærkvöldi. „Frammistaða liðsins var frábær, gegn algjörlega geggjuðu liði, og leikplanið gekk algjörlega upp ef svo má segja. Við hefðum alveg get- að tekið öll þrjú stigin og það er ekki oft sem maður getur sagt það gegn liði eins og Frakklandi.“ Getum borið höfuðið hátt „Síðasta stórmót fór svo sannar- lega í reynslubankann en eftir það fór maður út úr mótinu og hugsaði bara, við áttum ekkert skilið að fara upp úr riðlinum. Núna er til- finningin allt öðruvísi og þetta var einfaldlega bara stöngin út ef svo má segja. Við getum borið höfuð Vorum á heimavelli allt mótið Morgunblaðið/Eggert Fyrirliðar Sara Björk Gunnarsdóttir og Wendie Renard í Rotherham. ÍSLAND – FRAKKLAND 1:1 0:1 Melvina Malard 1. 1:1 Dagný Brynjarsdóttir 90+12. M Sandra Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Dómari: Jana Adámková – Tékklandi. Áhorfendur: Um 10.500. Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðar- dóttir. Vörn: Guðný Árnadóttir (Elín Metta Jensen 88), Glódís Perla Viggós- dóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hall- bera Guðný Gísladóttir (Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 60). Miðja: Sara Björk Gunnarsdóttir (Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir 60), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir. Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir (Svava Rós Guðmunds- dóttir 60), Berglind Björg Þorvaldsdótt- ir, Agla María Albertsdóttir (Amanda Andradóttir 81). _ Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt 35. mark í 105 landsleikjum þegar hún jafn- aði úr vítaspyrnunni í lokin. Hún er þriðja markahæst frá upphafi en Mar- grét Lára Viðarsdóttir skoraði 79 mörk og Hólmfríður Magnúsdóttir 37. Dagný varð jafnframt fyrst til að skora tvö mörk fyrir Ísland í lokakeppni EM en hún skoraði gegn Hollandi 2013. _ Elín Metta Jensen kom inn á í fyrsta og eina skiptið á mótinu og lék sinn 60. landsleik. _ Agla María Albertsdóttir kom inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn á mótinu og lék sinn 50. landsleik. _ Þetta var þrettándi leikur Íslands í lokakeppni EM. Fjórða jafnteflið en sig- urinn er ennþá aðeins einn, gegn Hol- landi árið 2013. Í ROTHERHAM Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ísland er úr leik á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu eftir jafntefli gegn Frakklandi, 1:1, í lokaleik liðs- ins í D-riðli keppninnar á New York-vellinum í Rotherham gær. Belgar náðu öðru sæti riðilsins með 1:0 sigri á Ítölum sem sóttu linnu- lítið en náðu ekki að jafna metin. Jöfnunarmark þeirra hefði komið Íslandi áfram. Ísland lýkur því keppni í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig úr þremur leikjum, þrjú mörk skoruð og þrjú mörk fengin á sig. Liðið fer taplaust heim. Eins og einhver sagði var þetta mót stöngin út hjá íslenska liðinu og færin sem fóru forgörðum gegn Belgíu og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjunum reyndust of dýr þegar upp var staðið. Leikurinn hefði ekki getað byrjað verr hjá íslenska liðinu en strax á fyrstu mínútu fór Clara Mateo í frábært þríhyrningssamspil við Melvine Malard. Malard komt ein gegn Glódísi Perlu Viggósdóttur og átti fast skot með vinstri fæti í hægra hornið sem Sandra Sigurð- ardóttir í marki íslenska liðsins réð ekki við og boltinn söng í bláhorn- inu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.