Morgunblaðið - 19.07.2022, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022
2013
2018
Reki ehf • Skemmuvegur 46 • 200 Kópavogur • Sími 562 2950
www.reki.is
Við sérhæfum okkur í síum
í allar gerðir véla
Eigum til flest allar gerðir af síum á lager
Áratuga reynsla í þjónustu við íslenskan iðnað
DAGMÁL
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Í von um að stuðla að auknum lestri
almennings hefur fólkið sem stend-
ur á bak við vefsíðuna Lestrarklef-
inn.is lagt hart að sér til þess að
halda uppi lifandi bókmenntavef,
þar sem fjallað er um bókmenntir af
öllu tagi, allt frá spennusögum og
skvísubókum yfir í ljóð og fagurbók-
menntir.
Ritstjórar Lestrarklefans, Katrín
Lilja Jónsdóttir og Rebekka Sif
Stefánsdóttir, voru gestir í nýjasta
þætti Dagmála. Þar sögðu þær frá
markmiðum sínum með rekstri vef-
síðunnar, áhuga sínum á lestri og
viðhorfi sínu til bókaumfjöllunar hér
á landi.
„Svo vatt þetta upp á sig“
Katrín Lilja stofnaði Lestrarklef-
ann í janúar 2018. „Upprunalega
hugmyndin var að mig langaði að
hafa einhvern tilgang með mínum
lestri, mig langaði að auka lestur.
Þannig að ég stofna síðu þar sem ég
fer að skrifa um bækur og svo vatt
þetta eiginlega bara svolítið upp á
sig. Fólk vildi vera með. Og ég fann
fljótt að það var svolítil þörf fyrir
eitthvað svona þannig að ég ákvað
að stækka þetta.“
Nú eru pennarnir orðnir þrettán
og er þeim nokkuð frjálst að skrifa
um sín hugðarefni tengd bókum þótt
fundað sé mánaðarlega og viss
stefna mótuð. Sumir þeirra hafa
myndað sér ákveðin sérsvið á borð
við ljóðabækur, spennusögur eða
barnabækur og þannig tekst þeim
að sinna vel hinum ýmsu bók-
menntagreinum.
„Þetta er samfélag. Við hittumst
og tölum um bækur. Það verða
tengingar og það verður innblástur
til,“ segir Rebekka.
Pennar Lestrarklefans eru dug-
legir að sinna þeim bókmenntateg-
undum sem stundum eru taldar
„ófínni“, svo sem afþreyingarbók-
menntum á borð við skvísusögur.
„Þetta heitir Lestrarklefinn. Við
viljum stuðla að auknum lestri. Við
viljum að fólk lesi af því að það gefur
manni svo mikið, alla vega mér,“
segir Katrín.
„Fólk er ekkert endilega að sækja
í að lesa einhverjar þungar bók-
menntir, ekki hinn almenni Jón og
Gunna. Við erum það náttúrlega
mörg, bara svona venjulegt fólk. Þá
þarf auðvitað að fjalla um þessar
bækur sem fólk er að lesa og er að
tala um.“
Hún nefnir sem dæmi að svokall-
aðar skvísubókmenntir njóti mikilla
vinsælda meðal almennings um
þessar mundir og mikið sé gefið út
af þeim.
Rebekka tekur undir: „Það er
stór sveifla í þeim einmitt og það er
svo gaman að við getum verið með
umfjöllun um þær og hjálpað fólki
við að velja.“
Afþreyingarbókmenntir af þessu
tagi hafa svolítið átt undir högg að
sækja og segir Rebekka að gott sé
að upphefja þetta bókmenntaform.
Finna fyrir þakklæti
Þær nefna að þær hafi tekið eftir
því hvað höfundar og forlögin séu
þakklát fyrir umfjöllunina, þá sér-
staklega þeir höfundar sem skrifa
innan bókmenntagreina sem iðulega
fá lítið pláss í fjölmiðlunum. Þær
hafi fljótt fundið fyrir því að þörf var
fyrir vefsíðu eins og Lestrarklefann
þar sem bókaumfjöllun er aðeins að
finna í örfáum fjölmiðlum hér á
landi.
„Í fullkomnum heimi myndi fólk
vera í fullu starfi við að gera þetta,“
segir Rebekka og Katrín bætir við:
„Í fullkomnum heimi myndum við fá
greitt fyrir vinnuna okkar.“
Lestrarklefinn er rekinn í sjálf-
boðavinnu þeirra sem að honum
standa en Katrín bendir á að hægt
sé að styðja við starfið bæði með
frjálsum framlögum og með því að
kaupa auglýsingar á vef þeirra. Þær
tækju glaðar við styrkjum til þess
að geta haldið viðburði, hafið hlað-
varpsgerð á ný eða þá greitt sér
örfáar krónur fyrir störfin.
„Það er ekki skortur á hug-
myndum. Við erum með svo mikið af
flottu og hæfileikaríku fólki sem er
með endalaust af hugmyndum.
Þannig að í rauninni vantar bara
smá fjármagn og tíma.“
Morgunblaðið/Ágúst Óliver
Lestrarklefinn Rebekka Sif og Katrín Lilja ræddu um störf sín í þágu bókmenntaumræðu hér á landi.
Bókaunnendur hvetja til lestrar
- Hjá Lestrarklefanum má finna metnaðarfulla umfjöllun um alls konar bókmenntir - Katrín Lilja
Jónsdóttir og Rebekka Sif Stefánsdóttir halda vefsíðunni uppi ásamt góðum hópi bókaunnenda
Ljósmynd sem lögreglan tók af David Bowie þegar
hann var handtekinn í New York 1976 var á föstu-
dag seld á uppboði hjá Ewbank’s fyrir 3.800 pund
sem jafngildir um 620 þúsundum ísl. kr. Þetta
kemur fram á vef Ewbank’s en fyrirfram var búist
við því að í mesta lagi 1.500 pund fengjust fyrir
myndina.
Samkvæmt frétt Rolling Stone var Bowie, ásamt
Iggy Pop, handtekinn eftir tónleika í Rochester í
mars 1976 og sakaður um vörslu fíkniefna, en um
230 grömm af kannabis fundist í húsnæðinu þar
sem þeir héldu tónleikana. Bowie neitaði sök og
var sleppt lausum gegn 2.000 dala tryggingu.
Á vef Ewbank’s kemur fram að seljandi ljós-
myndarinnar hafi átt hana í 46 ár. Þar segir að
eiginmaður frænku hans hafi verið lögregluþjónn-
inn sem tók myndina. Lögregluþjónninn hafi gefið
seljandanum myndina í brúðkaupsgjöf þar sem
hann vissi hversu eldheitur aðdáandi Bowie hann
væri.
Ljósmynd lögreglunnar seld á uppboði
Ljósmynd/ewbankauctions.co.uk
Handtekinn David Bowie í haldi lögreglu í árið 1976.
Írski rithöfundurinn Claire Keegan
hlaut Orwell-verðlaunin, sem veitt
eru fyrir pólitísk verk, fyrir skáld-
verkið Small Things Like These.
Sally Hayden hlaut hin sömu verð-
laun í flokki fræðirita fyrir verkið
My Fourth Time, We Drowned:
Seeking Refuge on the World’s
Deadliest Migration Route.
Skáldsaga Keegan gerist á
Írlandi á 9. áratug síðustu aldar og
segir frá kola- og timbursölumanni
sem stendur frammi fyrir siðferðis-
legu vandamáli. Ákvörðun hans
varpar ljósi á spurningar samtím-
ans um félagsþjónustu, líf kvenna
og siðalögmál samfélagsins.
Verk Hayden fjallar aftur á móti
um flóttamannastrauminn frá
Norður-Afríku til Evrópu frá hin-
um ýmsu sjónarhornum. Með verk-
inu veitir hún flóttamönnum í ólík-
um aðstæðum tækifæri til þess að
segja sögur sínar.
Jean Seaton, framkvæmdastjóri
Orwell-sjóðsins, sagði bækurnar
tvær gera lesendum kleift að velta
því fyrir sér hvernig gera megi
framtíðina betri.
Claire Keegan hlaut Orwell-verðlaunin
Rithöfundur Claire Keegan er annar
handhafa Orwell-verðlaunanna í ár.
Nýrri þýðingu Philips Roughton á
skáldsögu Halldórs Laxness Sölku
Völku verður fagnað með umræðu-
viðburði sem fram fer á netinu í
kvöld.
Þar mun þýðandinn sjálfur, Phil-
ip Roughton, ræða við rithöfundinn
Will Chancellor, sem skrifaði A
Brave Man Seven Storeys Tall, og
Ezra Goldstein, einn eigenda bóka-
búðarinnar Community Bookstore
sem einmitt stendur fyrir viðburð-
inum.
Samtal þeirra verður aðgengi-
legt á Zoom og hefst það klukkan
17 að staðartíma en kl. 21 að
íslenskum tíma.
Þessi nýja enska þýðing Rough-
tons hefur gert það að verkum að
fjölmiðlar vestanhafs hafa í kjölfar
útgáfunnar kallað Sölku Völku
„enduruppgötvað meistaraverk“.
Pulitzer-verðlaunahafinn Jane
Smiley skrifaði um verkið fyrir The
Washington Post og sagðist sjaldan
hafa lesið jafn skilningsríkt verk
um kvenpersónu skrifað af karli.
Þá skrifaði bandaríski rithöfund-
urinn Salvatore Scibona langa
grein um Laxness sem birt var í
The New Yorker nýverið. Þar rek-
ur hann sögu Laxness og kynni
Bandaríkjamanna af honum og
endar svo á því að segja frá Sölku
Völku.
Auk þess að hafa þýtt verk Hall-
dórs Laxness hefur Philip Rough-
ton, sem búsettur er hérlendis, þýtt
verk Jóns Kalmans Stefánssonar,
Steinunnar Sigurðardóttur og
Kristínar Marju Baldursdóttur.
Skráning á hinn rafræna viðburð
fer fram á vef bókabúðarinnar:
communitybookstore.net/salka-
valka. ragnheidurb@mbl.is
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Endurfundir Ný ensk þýðing á
Sölku Völku vekur athygli.
Enduruppgötvun Laxness
- Philip Roughton ræðir nýja þýðingu sína á Sölku Völku