Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
CHRIS
HEMSWORTH
CHRISTIAN
BALE
TESSA
THOMPSON
TAIKA
WAITITI
RUSSELL
WITH CROWE
NATALIE
AND PORTMAN
96%
Empire
The Playlist BBC The sun
Total FilmRogerEbert.com
HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON
LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR 82%
»Rokktónleikar í steikjandi hita í
Frakklandi, listahátíð í Austurríki og
risastór pappahöfuð á Spáni er meðal
þess sem ljósmyndarar AFP hafa fang-
að á síðustu dögum í listalífinu.
Sviðslistir og tónlist áberandi í listalífinu nú um stundir
AFP/Barbara Gindl
Tilþrif Þýsku leikararnir Edith Clever og Lars Eidinger á
æfingu á verkinu Jedermann eftir Hugo von Hofmannsthal,
sem flutt verður á listahátíð í Salzburg í Austurríki, sem
hefst í dag. Á Salzburger Festspiele verða fluttar óperur,
leiksýningar og tónleikar. Hátíðin stendur út ágústmánuð.
AFP/Miguel Riopa
Risahöfuð Á lokadegi San Fermin í Pamplona á N-Spáni mátti sjá uppá-
klætt fólk á svölum borgarinnar með risastór pappahöfuð sem á spænsku
nefnast „cabezudos“. Þessir búningar eru hluti af menningarsögu sem nær
aftur til 15. aldar er kirkjan notaði leikhús til að mennta ólæsa alþýðuna.
AFP/Hans Klaus Techt
Ernir Bresku tónlistarmennirnir Ronnie Wood, Mick Jagger og Keith Richards, sem verið
hafa meðlimir The Rollings Stones frá upphafi, ásamt bandaríska trommuleikaranum
Steve Jordan, komu nýverið fram á tónleikum á Ernst-Happel-leikvanginum í Vín.
AFP/Fred Tanneau
Hitabylgja Slökkviliðsmaður í bænum Carhaix-Plouguer í vesturhluta
Frakklands sprautar vatni yfir tónleikagesti á fjórða og síðasta degi
tónlistarhátíðarinnar Les Vieilles Charrues sem í ár er haldin í 30. sinn.
Hollywood-stjörnurnar Jennifer
Lopez og Ben Affleck giftu sig í Las
Vegas á laugardag. „Okkur tókst
það. Ástin er falleg. Ástin er hlý.
Og í ljós kom að ástin okkar reynd-
ist þrautseig. Tuttugu ár af þraut-
seigju,“ skrifaði Lopez á vefnum
OntheJLo sem ætluð er aðdáendum
tónlistarkonunnar. „Það er rétt
þegar sagt er að ástin er allt sem
við þurfum. Við erum svo þakklát
fyrir þá miklu ást sem við njótum.
Við erum ný yndisleg fjölskylda
með fimm dásamlegum börnum og
hlökkum til framhaldsins.“
Parið hittist fyrst 2002 þegar þau
unnið að kvikmyndinni Gigli. Þau
trúlofuðu sig 2003, en slitu trúlof-
uninni ári síðar vegna þeirrar
miklu fjölmiðlaathygli sem sam-
dráttur þeirra hlaut. Mörgum árum
síðar tóku þau upp þráðinn þar sem
frá var horfið og eru nú hjón.
Þetta er fjórða hjónaband Lopez
sem á tvíbura með tónlistarmann-
inum Marc Anthony sem hún var
gift 2004-2014. Affleck var kvæntur
leikkonunni Jennifer Garner 2005-
2018 og eignuðust þau þrjú börn.
Samkvæmt frétt BBC um málið sést
á opinberum gögnum frá Nevada
að Lopez hyggist taka upp eftir-
nafn eiginmanns síns og heita fram-
vegis Jennifer Affleck. Stjörnurnar
tvær höfðu ekki sent frá sér neina
formlega tilkynningu um hjóna-
bandið í gær, en Lopez birti mynd
af sér með nýja giftingarhringinn á
Instagram-síðu sinni.
AFP/Filippo Monteforte
Hjón Ben Affleck og Jennifer Lopez á
rauða dreglinum í Feneyjum haustið 2021.
Giftu sig í Las
Vegas um helgina