Morgunblaðið - 27.07.2022, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.07.2022, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 7. J Ú L Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 174. tölublað . 110. árgangur . VOTTUNIN VEITIR FORSKOT DULÚÐLEGT VERK MEÐ GAMANSÖMUM TÓN TRYGGÐU SÉR SÆTI Í ÞRIÐJU UMFERÐ HLJÓÐSERÍAN SKERIÐ 24 SAMBANDSDEILDIN 22VIÐSKIPTAMOGGINN Baldur Arnarson Ásgeir Ingvarsson Ríkisskuldir hafa aukist um rúmlega 100 milljarða frá áramótum og vega verðtryggðar skuldir þar þyngst. Fyrir vikið hefur vægi verðtryggðra ríkisskulda aukist og munu þær því aukast með vaxandi verðbólgu. Björgvin Sighvatsson, forstöðu- maður Lánamála ríkisins, segir í samtali við ViðskiptaMoggann það eiga þátt í aukningu verðtryggðra ríkisskulda að skuld gagnvart ÍL- sjóðnum, áður Íbúðalánasjóði, var skuldbreytt í verðtryggðar skuldir. Gæti smitast í verðbólgu hér Verðbólga er á mikilli uppleið í Evrópu og mælist hún til dæmis um 20% í Eystrasaltsríkjunum þremur. Þá mælist hún tæplega 10% að meðaltali í EES-ríkjunum og innan Evrópusambandsins, skv. sam- ræmdri mælingu, en þaðan kemur hlutfallslega mestur innflutningur til Íslands. Mun sú þróun að óbreyttu smitast meira út í verðbólguna hér. Verðbólgan á þennan mælikvarða mælist hvað minnst á Íslandi. Við þetta bætist að fjármögnunar- kostnaður er á uppleið vegna vaxta- hækkana seðlabanka. Búist er við því að bandaríski seðlabankinn hækki vexti í dag og fylgi þannig í fótspor evrópska seðlabankans. Þessar vaxtahækkanir munu að óbreyttu auka vaxtakostnað ríkis- sjóðs. Á móti kemur að hlutfall hreinna skulda af landsframleiðslu er hér mun lægra en víða í Evrópu. Orkuverð ógnar hagvexti Hækkandi raforkukostnaður í Evrópu ógnar hagvexti og hefur Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn varað við niðursveiflu í hagkerfum heimsins. Þá hefur Deutsche Bank áætlað að orkuvandinn kunni að valda 5-6% samdrætti í landsframleiðslu Þýska- lands á næsta ári. 100 milljarða skulda- aukning frá áramótum - Ríkisskuldir, ekki síst verðtryggðar, eru aftur á uppleið Verðbólga í Evrópu sl. 12 mánuði* 5,4% 8,6% 9,5% 9,6% Ísland Evru- svæðið EES- meðaltal ESB- meðaltal *Samræmd vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofan MViðskiptaMogginn Heldur mikil aðsókn hefur verið í bifreiða- skoðun hjá Tékklandi nú, rétt fyrir eina af stærstu ferðahelgum ársins, verslunar- mannahelgi. Ætla má að fjöldi landsmanna verða þær að líkindum ófærar með öllu. Ein- ar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vega- gerðinni og Bliku, segir að úrkoman verði mikil miðað við árstíma. sumarlegasta en rigningu er spáð víðs vegar um landið. Þá er útlit fyrir mikið vatnsveður á Suðurlandi í dag, einkum við Eyjafjöll og í Mýrdal. Mjög mun vaxa í ám í Þórsmörk og verði á ferðinni um landið en síðustu tvö ár hefur lítið verið um hátíðahöld yfir helgina vegna heimsfaraldurs Covid-19. Veðurspáin fyrir helgina er ekki hin Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsmenn láta kanna ástand bíla sinna fyrir stóru ferðahelgina Heidelberg Cement Pozzolanic Mat- erials (HPM) ehf. fær 50 þúsund fer- metra lóð fyrir nýja verksmiðju í Þorlákshöfn, sem framleiðir íblönd- unarefni fyrir sement. Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss samþykkti lóðarúthlutunina 21. júlí. „Það er gert ráð fyrir að endanleg niðurstaða um gerð verksmiðju og fjárfestingu liggi fyrir á fyrsta fjórð- ungi næsta árs og að framkvæmdir hefjist þá væntanlega upp úr miðju næsta ári ef allt gengur að óskum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, for- stjóri Hornsteins ehf. „Okkur þykja stærstu tíðindin í þessu vera að á bak við hver milljón tonn sem verksmiðjan framleiðir er dregið úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda um 700 þúsund tonn,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. »2 Verksmiðja sem dregur úr losun - Framleiðir íblönd- unarefni í sement _ Viðskipti með notaða bíla hafa verið mikil að undanförnu og helsta áhyggju- efni bílasala er takmarkað fram- boð. Margar ástæður eru þess valdandi, en veigamikill þátt- ur í breytunni er að á Covid-tímanum var fram- leiðsla á nýjum bílum lítil og salan sömuleiðis. Nú þegar eftirspurnin er komin í eðlilegt horf er því löng bið eftir nýjum bílum og fólk leitar því eftir notuðum, sé þá ein- hvers staðar að hafa. Plönin fyrir framan bílasölurnar hafa grisjast verulega að undanförnu og ósennilegt að mikið bætist við á næstunni. „Eftirspurnin er mikil og allir bílar sem við fáum á söluskrá fara fljótt. Gildir þá einu hvort við erum með smábíl sem fer á kannski 500 þúsund krónur eða jeppa sem leggur sig á 10 til 12 milljónir kr.,“ segir Gunnar Har- aldsson, sölustjóri notaðra bíla hjá Öskju. »6 Sala á notuðum bíl- um óvenjumikil nú Bílar Viðskipti lífleg og eftirspurn mikil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.