Morgunblaðið - 27.07.2022, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
CNN Travel hefur uppfært frétt
sína um áhrif hvalveiða á orðspor Ís-
lands og ferðaþjónustu. Viðbótin
felst í tilvitnunum
í Kristján Lofts-
son, fram-
kvæmdastjóra
Hvals hf. Í upp-
runalegu frétt-
inni sagði að hann
hefði neitað að tjá
sig, en Kristján
segir það rangt.
Hann hafi viljað
tjá sig um það
sem blaðamað-
urinn skrifaði en aldrei fengið neitt
sent til að tjá sig um fyrir birtingu.
Eftir að greinin birtist, sendi Krist-
ján CNN skriflegar athugasemdir.
Morgunblaðið greindi frá frétt
CNN og fleiri erlendra miðla, um
meint áhrif hvalveiða á ferðaþjón-
ustu þann 27. júní, og ræddi þá m.a.
við Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón-
ustunnar. Morgunblaðið leitaði þá
viðbragða hjá Kristjáni við frétt
CNN en hann ákvað að bíða með
viðbrögð þar til nú.
Í grein CNN er m.a. haft eftir Ás-
bergi Jónssyni, hjá Travel Connect í
Reykjavík, að hvalveiðar séu ekki
lengur lífvænlegar fjárhagslega.
Kristján mótmælir þessu og segir að
þvert á móti séu hvalveiðar fjárhags-
lega lífvænlegar. Fólkið sem vinni
við þær fái tekjur og veiðarnar skapi
útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið.
Í grein CNN eru bornar saman
heildartekjur af hvalaskoðun, sem
voru 3,2 milljarðar króna 2017, og
heildartekjur Hvals hf. af hval-
veiðum það ár, upp á 1,7 milljarða.
Þess má geta að Hvalur stundaði
ekki hvalveiðar 2017 en seldi þess í
stað eldri birgðir. Kristján bendir á
að CNN minnist ekkert á afkomu
hvalaskoðunarfyrirtækjanna.
Hann segir við CNN að hvala-
skoðunarfyrirtækin í heild hafi oft
átt erfitt með að skila hagnaði. Auk
þess bendi ekkert til þess að hval-
veiðar dragi úr fjölda ferðamanna.
Fjölgun ferðamanna geti í raun ver-
ið vegna hvalveiðanna. Hann benti á
það í athugasemdum sínum að árið
2018, þegar síðast voru stundaðar
hvalveiðar, þar til nú, hafi komið
2.343.800 ferðamenn til Íslands. Árið
eftir, þegar ekki voru veiddir hvalir,
hafi komið 2.013.200 ferðamenn.
Þeim hafi þannig fækkað þegar ekki
voru hvalveiðar.
Skoðaði reksturinn 2018-2020
Þá segir Kristján við CNN að það
að veiða 161 langreyði, úr stofni sem
telji allt að 30.000 dýr, hafi lítil áhrif
og nóg sé til af hvölum til að skoða í
náttúrulegu umhverfi þeirra.
Kristján lét taka saman tölur úr
ársreikningum stærstu hvalaskoð-
unarfyrirtækjanna sem aðgengilegir
eru hjá Skattinum og sendi CNN.
Athuguð voru árin 2018 til og með
2020. „Þegar heildin er skoðuð, þá er
ekkert eigið fé í þessum félögum.
Það hefur verið talað um hvala-
skoðun sem gullkálf, hvað varðar af-
þreyingu ferðamanna í gegnum ár-
in,“ segir Kristján í samtali við
Morgunblaðið. „Árin 2018 og 2019,
áður en faraldurinn hóf innreið sína,
var samtals yfir 440 milljóna króna
tap á þessum félögum.“
Samantektin sýnir að árið 2018
var velta stóru hvalaskoðunarfyr-
irtækjanna samtals 3,483 milljarðar,
laun og launatengd gjöld voru 1,695
milljarðar, tapið var rúmlega 287
milljónir og skuldir 3,466 milljarðar.
Árið 2019 var heildarveltan 3,185
milljarðar, laun og launatengd gjöld
1,448 milljarðar, tap samtals 157
milljónir og skuldir samtals 3,362
milljarðar. Heimsfaraldurinn dró
mjög úr komu ferðamanna 2020.
Velta fyrirtækjanna var þá samtals
um 855 milljónir, laun og launatengd
gjöld 481 milljón, tap var samtals
814 milljónir og skuldir jukust í
3,793 milljarða króna.
Hvalaskoðun skilar dræmri afkomu
- Hvalur hf. skoðaði afkomu stórra hvalaskoðunarfyrirtækja - CNN Travel uppfærði frétt um áhrif
hvalveiða á orðspor Íslands og ferðaþjónustu - Fjöldi ferðamanna virðist ekki stjórnast af veiðunum
Búið var að veiða 54 langreyðar
í gær á þessari vertíð, að sögn
Kristjáns Loftssonar, fram-
kvæmdastjóra Hvals hf. Bræla
var úti á miðunum og báðir
hvalbátarnir í höfn.
Hvalvertíðin hófst 22. júní
síðastliðinn þegar veiðar á lang-
reyði hófust aftur en þær voru
síðast veiddar sumarið 2018.
Vertíðin stendur venjulega í um
100 daga og lýkur í september.
Samkvæmt ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar er heimilt að
veiða 161 langreyði í ár.
54 langreyð-
ar veiddar
HVALVERTÍÐIN
Morgunblaðið/Eggert
Hvalveiðar Í gær var búið að veiða 54 langreyðar á hvalvertíðinni. Bræla var á miðunum og hvalbátarnir í höfn.
Kristján
Loftsson
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Tómas Arnar Þorláksson
„Að sjálfsögðu var farþegum
brugðið. Þegar flugvél er snúið við í
lofti og lendir í svona er mikilvægt
að fólk fái sálrænan stuðning,“ segir
Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri yf-
ir fjáröflunar- og kynningarmálum
hjá Rauða krossi Íslands.
Viðbragðshópur frá Rauða kross-
inum var sendur á Keflavíkurflug-
völl klukkan sjö í fyrrakvöld þegar
flugvél þurfti að nauðlenda á Íslandi
vegna sprengjuhótunar.
Vélin, sem var á vegum þýska
flugfélagsins Condor, var á leið frá
Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í
Bandaríkjunum þegar orðið „bomb“,
eða sprengja, var skrifað á salernis-
spegil í vélinni. Sá sem það skrifaði
var ekki fundinn þegar vélin fór aft-
ur í loftið síðdegis í gær.
„Það helsta sem við gerum í þeim
aðstæðum er í raun og veru að veita
sálrænan stuðning. Síðan hjálpaði
Rauði krossinn líka til við að dreifa
mat til farþeganna. Og auðvitað taka
svona aðstæður á, fólk fer inn á lokað
svæði og verður að dvelja þar. Fólk
fær ekki að yfirgefa svæðið,“ segir
Björg. Þegar vélin lenti í Keflavík
tók við strangt öryggisferli og var
leitað á öllum farþegum og var við-
bragðshópurinn á svæðinu í fimm
klukkustundir. Starfsfólk hjálpaðist
að við að miðla upplýsingum til gest-
anna sem fengu síðan gistingu, áður
en haldið var í flug daginn eftir.
Ringulreið greip um sig
„Fólk byrjaði að tala um að sal-
ernin virkuðu ekki og stuttu eftir
það var salerninu lokað með lím-
bandi og snúið við. Okkur var til-
kynnt að um væri að ræða tæknilega
bilun og við vissum ekki raunveru-
legu ástæðuna fyrr en vélin lenti,“
sagði Cristina Thudium í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hún er ein af 266 farþegum flug-
vélarinnar sem nauðlenti í Keflavík.
Cristina býr í Kaliforníu í Bandaríkj-
unum og var að ferðast með eigin-
manni sínum Scott Thudium. Bjugg-
ust þau við að lenda í Seattle á
mánudagskvöld, en í fluginu tók við
atburðarás sem hún lýsir sem skelfi-
legri.
Hún sagði ringulreið hafa skapast
meðal farþeganna þegar þeim var
tilkynnt að snúa þyrfti flugvélinni
við. Fengu þau þá að vita að um
tæknilega bilun væri að ræða og að
af þeim sökum þyrfti að lenda í
Keflavík.
Vissu strax að þetta
væri alvarlegt
„Við vissum öll að þetta væri alvar-
legt þegar við lentum og fórum úr vél-
inni og það var leitað á okkur og við
beðin um að skilja handfarangur eftir
á flugbrautinni.“
Að hennar sögn fengu hún og aðrir
farþegar ekki fréttir um sprengjuhót-
unina fyrr en þau voru komin inn á
flugvöllinn.
Líkaði vel við Ísland
Hún tók þó fram að íslenska lög-
reglan hefði staðið sig með prýði og
að allt hefði gengið smurt fyrir sig.
„Við fengum samlokur og vatn frá
Rauða krossinum, sem kom sér mjög
vel,“ sagði Cristina og þakkaði Rauða
krossinum fyrir vel unnin störf. Rauði
krossinn bauð farþegum upp á áfalla-
hjálp í Leifsstöð og sagði Cristina
marga hafa þegið hana.
Hún tók fram að viðbrögðin við að-
stæðunum hefðu verið frábær hjá
flugfélaginu. Farþegarnir fengu að
yfirgefa flugvöllinn rétt fyrir mið-
nætti á mánudagskvöld og fóru með
rútu á hótel þar sem þau dvöldu yfir
nóttina. Bæði rútuferðin og gistingin
voru í boði flugfélagsins og að hennar
mati var gistingin fyrsta flokks.
Í lok samtalsins tók Christina fram
að sér hefði líkað vel við Ísland og að
landið væri mjög fallegt þrátt fyrir
stutt stopp.
„Við munum að sjálfsögðu koma
aftur við betri aðstæður.“
Öll flugumferð stöðvuð
Öll umferð til og frá Keflavíkurflug-
velli var stöðvuð í klukkutíma í fyrra-
dag eftir að sprengjuhótunin barst.
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi
Isavia, sagði í gær að það væri hefð-
bundin aðgerð á flugvöllum í Evrópu
að stöðva umferð til og frá vellinum í
klukkutíma í kjölfar þess að sprengju-
hótun berist. „Þetta gerist sjálfkrafa
þegar sprengjuhótun berst,“ sagði
Guðjón.
Á vefsíðu Isavia kemur fram að
sautján flugvélar frá kl. fjögur síðdegis
á mánudag til kl. átta um kvöldið hafi
farið meira en hálftíma seinna af stað
en tilkynntur brottfarartími gerði ráð
fyrir. Lengsta töfin var á flugi til Bil-
lund í Danmörku en því seinkaði um
einn og hálfan tíma.
Einnig varð seinkun á nokkrum
flugferðum til Íslands. Til dæmis lenti
flugvél frá München í Þýskalandi
klukkan 18:39 á Keflavíkurflugvelli en
hún átti upprunalega að lenda klukkan
fjögur.
Guðjón sagði að þrátt fyrir töf hefði
hann ekki heyrt af því að neinar at-
hugasemdir hefðu verið gerðar.
Málið í rannsókn
Lögreglan hefur engan grunaðan
um að bera ábyrgð á athæfinu. Úlfar
Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suður-
nesjum, sagði í gær að farþegarnir
hefðu brugðist ágætlega við og að
þeir hefðu verið samvinnufúsir og
sýnt ástandinu skilning. Málið er til
rannsóknar hjá lögreglunni á Suður-
nesjum.
Fólki brugðið eftir sprengjuhótun
- Farþegar fengu sálræna aðstoð og mat frá Rauða krossinum eftir að sprengjuhótun beindist að
flugvél á leið til Seattle - Hafa ekki fundið þann sem er ábyrgur - Málið til rannsóknar hjá lögreglu
Ljósmynd/Cristina Thudium
Keflavíkurflugvöllur 266 farþegar voru um borð en lögreglan leitaði á þeim þegar vélin hafði verið rýmd.